Morgunblaðið - 07.10.2003, Side 14

Morgunblaðið - 07.10.2003, Side 14
ERLENT 14 ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ AKHMAD Kadyrov, forseta- efni sem nýtur stuðnings rúss- neskra stjórnvalda, greiðir at- kvæði í um- deildum for- setakosningum sem fram fóru í Tétsníu í gær. Þótt fregnir hermdu að margir kjör- staðir hefðu verið nær mannlausir spáðu tétsenskir embættis- menn því að kjörsóknin yrði nógu mikil til að Kadyrov næði kjöri. Hann var eina forsetaefn- ið sem talið var eiga möguleika á sigri. Kadyrov áréttaði í gær að hann hygðist ekki hefja samningaviðræður við Aslan Maskhadov, síðasta löglega kjörinn forseta Tétsníu. Hann spáði því að stuðningsmenn uppreisnarmanna myndu snúa baki við þeim á næstu vikum og styðja tétsensku stjórnina. Jarðskjálfti í Rúmeníu JARÐSKJÁLFTI, sem til bráðabirgða var áætlaður fimm stig á Richter, varð í Rúmeníu upp úr miðnætti í fyrrinótt. Ekki var vitað til, að hann hefði valdið tjóni. Að sögn talsmanns rúmensku jarðvísindastofnun- arinnar átti skjálftinn upptök sín í Vrancea-héraði í Karpata- fjöllum, um 175 km norðaustur af höfuðborginni, Búkarest. Leki til að vara við gagnrýni? JOSEPH Wilson, fyrrverandi sendiherra, sagði í viðtali við NBC-sjónvarpsstöðina á sunnudag, að tilgangurinn með því að fletta ofan af konu sinni, Valerie Plame, sem starfs- manni CIA, bandarísku leyni- þjónustunnar, hefði verið að hræða aðra frá því að gagnrýna þær leyniþjónustuupplýsingar, sem notaðar voru til að réttlæta Íraksstríðið. Segist Wilson vera viss um, að Karl Rove, einn helsti ráðgjafi George W. Bush Bandaríkjaforseta, og samskiptamiðstöð Hvíta húss- ins hafi átt sinn þátt í þessu. Opinber rannsókn fer nú fram á þessu máli og höfðu starfsmenn Hvíta hússins frest til klukkan 17.00 í dag að stað- artíma til að afhenda öll umbeð- in gögn, þar á meðal tölvupóst. Tyrkneskt lið til Íraks? TYRKNESKA ríkisstjórnin samþykkti í gær að senda her- sveitir til Íraks til að aðstoða við að koma þar á lögum og reglu. Þessi ákvörðun er sögð fallin til að bæta samskipti Bandaríkjanna og Tyrklands en tyrknesku hersveitirnar gætu leyst bandaríska her- flokka af hólmi. Tyrkneska þingið þarf hins vegar að stað- festa þessa ákvörðun og er það samþykki ekki talið víst. Verði ákvörðun stjórnarinnar sam- þykkt verða Tyrkir fyrsta múslímaríkið sem sendir her- sveitir til Íraks. STUTT Tétsenar kjósa forseta Akhmad Kadyrov PETER Mansfield og Paul Laut- erbur hlutu í gær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði fyrir framlag sitt til seg- ulsneiðmyndatækni. Henni er beitt við rannsóknir á svo að segja öllum líffærum í mannslíkamanum, en gef- ur sérstaklega góðar og nákvæmar myndir af heilanum og mænunni. Hefur hún nýst vel við greiningu á MS-sjúkdómnum og langvinnum mjóbaksverkjum, auk þess að bæta til muna möguleikana á greiningu krabbameins. Þær uppgötvanir sem Mansfield og Lauterbur voru í gær heiðraðir fyrir voru að stofni til gerðar á átt- unda áratugnum og mörkuðu tíma- mót í sjúkdómsgreiningu. Varð hún upp frá því sársauka- og áhættu- minni og einnig nákvæmari, að því er segir í niðurstöðu Nóbelstofnunar- innar. Segulsneiðmyndatækni var fyrst beitt við lækningar á níunda áratugnum, en í fyrra voru um 22 þúsund segulsneiðmyndavélar í notkun í heiminum og yfir 60 millj- ónir rannsókna voru gerðar með þessum hætti. Tvívíðar myndir og aukin skerpa Nóbelsverðlaunin hafa nokkrum sinnum verið veitt fyrir framfarir í segultækni, t.d. fengu Felix Bloch og Edward Mills Purchell eðlisfræði- verðlaunin árið 1952, en afrek Mans- fields og Lauterburs, er nú hlýtur viðurkenningu, er fyrst og fremst fólgið í því, að þeir gerðu kleift að beita þessari tækni við hefðbundnar lækningar. Lauterbur notaði stigul í segulsviðum til að búa til tvívíðar myndir, og Mansfield auðveldaði greiningu þessara mynda með því að auka skerpu þeirra. Lauterbur er Bandaríkjamaður, fæddur 1929. Hann lauk doktors- prófi í efnafræði frá Háskólanum í Pittsburgh 1962, en frá 1985 hefur hann verið prófessor við Háskólann í Illinois þar sem hann stjórnar rann- sóknarstofu í segulómtækni. Mansfield er Breti, fæddur 1933. Hann lauk doktorsprófi í eðlisfræði frá Háskólanum í London 1962 og hefur síðan sinnt rannsóknarstörf- um víða í heiminum, m.a. við Max Planck-stofnunina í Þýskalandi. Hann er nú eftirlaunaprófessor við Nottingham-háskóla. Nóbelsverðlaunum í læknisfræði úthlutað í Stokkhólmi í gær Heiðraðir fyrir framfarir í segulsneiðmyndatækni Chicago, Stokkhólmi, París. AFP. Peter Mansfield Paul Lauterbur PALESTÍNUMENN reyna að klifra yfir steinsteyptan múrinn milli austurhluta Jerúsalem og borgar- hverfis araba, Abu Dis, í gær. Handan við múrinn er ísraelskur lögreglumaður. Ísraelar hafa verið gagnrýndir harkalega fyrir að reisa múrinn sem meðal annars veldur því að samgöngur milli svæða Palestínumanna á Vestur- bakkanum og Austur-Jerúsalem eru orðnar mjög stirðar. Reuters Horft yfir múrinn til Jerúsalem SERGEI Ívanov, varnarmálaráð- herra Rússlands, sagði á sunnudag, að Moskvustjórnin kynni að beita hervaldi ef efnahagslegir hagsmunir Rússa „í mikilvægum heimshlutum“ yrðu ekki virtir. Hafði Interfax- fréttastofan rússneska þetta eftir honum í heimsókn hans í Reykjavík um helgina. „Við kunnum að beita valdi verði reynt að takmarka aðgang okkar að mikilvægum heimshlutum, þar á meðal efnahags- og fjármálalegan,“ sagði Ívanov og nefndi einnig tvær aðrar ástæður fyrir hugsanlegri valdbeitingu: Beina, hernaðarlega ógn við Rússland og ókyrrð í ná- grannaríkjunum, fyrrverandi sovét- lýðveldum. Kom þetta fram í Mosc- ow Times í gær. Ívanov nefndi engin ríki á nafn í ummælum sínum um efnahagslegan aðgang en Moskvustjórnin hefur áð- ur lýst yfir óánægju með aðgang rússneskra fyrirtækja að íraska markaðnum. Þá hefur hún einnig áhyggjur af vaxandi áhrifum Banda- ríkjamanna í fyrrverandi sovétlýð- veldum í Mið-Asíu en Rússar líta á þau sem hluta af öryggiskerfi sínu. Varnarmálaráðherra Rússlands Kæmi til greina að beita valdi AHMED Qurei, sem einnig er þekktur undir nafninu Abu Ala, hef- ur verið kallaður „maður erfiðra verkefna“, enda hefur Yasser Ara- fat, leiðtogi Palestínumanna, gjarnan kallað hann til á ögur- stundu. Nýjasta verkefni Qurei er þó áreiðanlega það vandasamasta sem honum hefur verið falið; Arafat skipaði Qurei forsætisráðherra á sama tíma og hann lýsti yfir neyðar- ástandi á palestínsku svæðunum í kjölfar sjálfsmorðsárásar í Haifa sem ísraelsk stjórnvöld svöruðu með loftárásum á skotmörk á Gazasvæð- inu og búðir Palestínumanna í Sýr- landi. Arafat skipaði á sunnudag sér- staka átta manna bráðabirgðastjórn. Qurei verður í forsæti hennar en lit- ið er á skipun bráðabirgðastjórn- arinnar núna sem tilraun Arafats til þess að tryggja að Ísraelar geri ekki alvöru úr þeim hótunum að hrekja hann úr landi í kjölfar sjálfsmorðs- árásarinnar í Haifa sl. laugardag, þar sem nítján manns fórust. Segja fréttaskýrendur að með því að stofna til „neyðarráðuneytis“ geri Arafat ísraelskum stjórnvöldum erf- iðara um vik að vísa honum úr landi. Bandaríkjastjórn virðist nefnilega áfram um að gefa Qurei tækifæri en ljóst væri að aðför gegn Arafat myndi skapa mikinn glundroða í heimshlutanum. Grípi Qurei hins vegar til aðgerða gegn öfgahópum Palestínumanna er sú hætta fyrir hendi að út brjótist borgarastríð á heimastjórnarsvæðunum, enda hafa Hamas-samtökin, svo dæmi sé tekið, svarið þess eið að halda áfram sjálfs- morðsárásum í Ísrael. Einn samningamanna 1993 Meira en mánuður er liðinn síðan Qurei samþykkti að taka við af Mahmud Abbas sem forsætisráð- herra heimastjórnar Palestínu- manna. Skipan hans í embætti tafð- ist hins vegar vegna þess að ekki var búið að ná samkomulagi um það hvernig ríkisstjórn hans ætti að öðru leyti að vera skipuð. Arafat hjó hins vegar á þann hnút á sunnudag með því að undirrita sérstaka forseta- tilskipun og með því að lýsa yfir neyðarástandi. Qurei fæddist í Abu Dis, úthverfi Jerúsalem-borgar, árið 1937. Hann gekk í Fatah-hreyfingu Arafats árið 1968 og var einn þriggja fulltrúa Palestínumanna sem unnu á bakvið tjöldin að gerð Óslóar-friðarsamn- inganna, sem undirritaðir voru 1993. Qurei var síðan iðnaðar- og við- skiptaráðherra í heimastjórn Palest- ínumanna frá 1994 til 1996 en það ár var hann kjörinn á palestínska þing- ið. Hann var valinn forseti þingsins og hefur gegnt því embætti síðan. Á undanförnum árum hefur Qurei jafnan verið í samninganefndum Palestínumanna í viðræðum við Ísr- aela og hann tók t.a.m. þátt í frið- arviðræðunum í Camp David í júlí 2000 og Taba í Egyptalandi í janúar 2001. „Maður erfiðra verkefna“ Ahmed Qurei tekur við embætti forsætisráðherra Palestínumanna Ramallah. AFP. Ahmed Qurei forsætisráðherra.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.