Morgunblaðið - 07.10.2003, Síða 15
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 2003 15
Við höfum verið beðnir um að útvega til kaups fasteignir í útleigu með
traustum leigutökum á höfuðborgarsvæðinu. Eignir án leigutaka koma til
greina ef seljandi er tilbúinn til að taka sjálfur eignina á leigu til langs
tíma. Um er að ræða trausta aðila með öruggar greiðslur og koma eignir
á verðbilinu frá 50.000.000 - 2.500.000.000 til greina.
Áhugasamir eru beðnir
um að setja sig
í samband við
Óskar Rúnar Harðarson
lögfræðing eða
Sverri Kristinsson
löggiltan fasteignasala
hjá Eignamiðlun.Óskar Rúnar Harðarson,
lögfræðingur
Sverri Kristinsson,
löggiltur fasteignasali
EIGENDUR ATVINNUHÚSNÆÐIS
ATHUGIÐ
FRELSISFYLKING jarðar, sam-
tök róttækustu umhverfisverndar-
sinna í Bandaríkjunum, hafa í heilt
ár staðið fyrir íkveikjuárásum í út-
hverfum Los Angeles, Detroit, San
Diego og Fíladelfíu. Enginn hefur
þó verið ákærður enn.
Tjónið, sem samtökin hafa valdið,
er það mesta, sem um getur í bar-
áttusögu umhverfisverndarmanna í
Bandaríkjunum, en þau hafa sér-
staklega ráðist gegn lúxusvillum og
glæsijeppum, sem sumir umhverf-
isverndarmenn líta á sem samnefn-
ara fyrir allt það illa, sem að nátt-
úrunni steðjar. Kom þetta fram á
fréttavef Chicago Sun-Times.
Ron Arnold, sem skrifað hefur
nokkrar bækur um öfgafullar um-
hverfisverndarhreyfingar, segir, að
nokkur áherslubreyting hafi orðið
hjá þeim að undanförnu. Þær berjist
nú ekki aðeins fyrir verndun ósnort-
innar náttúru, heldur einnig gegn
því, sem þær kalla kapítalisma.
Nú í sumar brenndu einhverjir
liðsmenn samtakanna til grunna
fjölbýlishús með 206 íbúðum, sem
verið var að reisa í Suður-Kaliforn-
íu, og sprengdu upp nokkra rándýra
Hummer-jeppa.
Ron Coronado, talsmaður sam-
takanna, segir, að með tilkomu nýrr-
ar kynslóðar umhverfisverndar-
manna hafi baráttuaðferðirnar
breyst.
„Þegar ég gekk til liðs við þau um
miðjan níunda áratuginn var það
stóra málið að reka nagla í tré til að
skógarhöggsmenn gætu ekki beitt
vélsögunum á þau,“ segir Coronado
en hann tók þátt í að sökkva tveimur
hvalbátum á Íslandi og sat um tíma í
fangelsi fyrir íkveikjuárás á til-
raunastofu með dýr við ríkisháskól-
ann í Michigan. „Nú er áherslan á
að vernda síðustu óspilltu svæðin í
úthverfum borganna.“ Sagði hann,
að ungir umhverfisverndarmenn
gerðu „það eina, sem þeir kunna, til
að vekja athygli á málstaðnum, það
er að kveikja á eldspýtu“.
Hika ekki við að
grípa til byssunnar
Frelsisfylking jarðar, The Earth
Liberation Front, ELF, eru efst á
lista FBI, bandarísku alríkislögregl-
unnar, yfir innlend hryðjuverkasam-
tök en þau urðu til eftir klofning í
öðrum öfgasamtökum, Earth First!,
fyrir fimm árum. Hafa ELF valdið
tjóni, sem metið er á nærri átta
milljarða ísl. kr.
Á fréttavef samtakanna voru liðs-
menn þeirra lengi vel hvattir til að
gera allt til að forðast manntjón í að-
gerðum sínum en á síðasta ári var
farið að kveða við annan tón. Þar
sagði, að þótt saklausu fólki yrði
hlíft „munum við ekki lengur hika
við að grípa til byssunnar til að full-
nægja réttlætinu“.
Samtökin eru byggð upp af ein-
angruðum hópum, sem hafa ein-
göngu samband um netið. Ekki er
um nein félagsgjöld að ræða eða fé-
lagaskrár og er það meginskýringin
á því hve illa hefur gengið að upp-
ræta þau.
Umhverfisverndarsamtökin ELF á lista yfir hryðjuverkamenn
Brenna lúxusvillur
og dýra glæsijeppa
Talsmaðurinn
átti þátt í að
sökkva hvalbát-
um í Reykjavík
Sokknir hvalbátar í Reykjavíkur-
höfn árið 1988.
MOAMAR Gaddafi Líbýuleiðtogi,
sem barist hefur árum og áratug-
um saman fyrir samstöðu araba-
ríkja, lýsti yfir
nú um helgina,
að hann væri bú-
inn að fá sig full-
saddan af arab-
ískri þjóð-
erniskennd og
arabískri ein-
ingu.
Í ræðu, sem
Gaddafi flutti
fyrir hópi
kvenna í bænum Syrte, kvaðst
hann fyrst og fremst vera Afr-
íkumaður en arabísk eining og
þjóðerniskennd heyrðu sögunni til.
Var ekki annað á honum að heyra
en hann vildi ekkert hafa með
arabaríkin að gera og hann skor-
aði á Líbýuþing „að staðfesta úr-
sögn Líbýu úr Arababandalaginu“.
Hefur Gaddafi raunar hótað því
áður en ekki látið verða af því.
Þótt enginn láti sér bregða við
stórkarlalegar yfirlýsingar hjá
Gaddafi hafa þessi ummæli hans
samt vakið nokkra athygli. Þegar
hann komst til valda í Líbýu 1969
var hann upptendraður af hug-
sjónum Gamal Abdel Nassers,
fyrrverandi Egyptalandsforseta,
og þá vildi hann helst sameinast
öllum arabaríkjunum bæði nær og
fjær. Á laugardag sagði hann, að
arabísk þjóðerniskennd heyrði
sögunni til.
Verða aldrei sterkir
„Arabar munu aldrei verða öfl-
ugir, jafnvel þótt þeir sameinist.
Þeir munu láta sér nægja að horfa
á blóði drifnar fréttamyndir frá
Palestínu og Írak,“ sagði Gaddafi.
„Líbýumenn hafa allt of lengi
umborið Arabaríkin og mátt
greiða fyrir það með blóði og pen-
ingum,“ bætti hann við og sagði,
að vegna þessa hefðu þeir verið
beittir refsiaðgerðum og verið út-
hrópaðir á Vesturlöndum. Araba-
ríkin hefðu aftur á móti tekið
höndum saman við Bandaríkin og
Ísrael gegn Líbýu.
Við konurnar sagði Gaddafi, að
þær væru „betri og hæfileikaríkari
en karlmenn“ og hann hvatti þær
til að taka sér afrískar konur til
fyrirmyndar en hann hefur áður
sagt, að hlutskipti þeirra sé betra
en kvenna í arabaríkjunum og á
Vesturlöndum.
Gaddafi úthúðar
arabaríkjunum
Segir arabíska
einingu heyra
sögunni til
Gaddafi
Trípólí. AFP.