Morgunblaðið - 07.10.2003, Page 16
ERLENT
16 ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
BANDARÍSKIR hermenneru lentir í blóðugumátökum við viðsjálaskæruliða. Föllnum,
bandarískum hermönnum fjölgar
stöðugt. Heimafyrir verður pólitísk
andstaða sífellt meiri.
Mörgum Bandaríkjamanninum
finnst þetta hljóma kunnuglega. Eft-
ir því sem átökin í Írak dragast
meira á langinn og kostnaðurinn við
þau verður meiri hafa samlíkingar
við Víetnamstríðið sífellt orðið meira
áberandi í opinberri umræðu.
Fjölmargir – á þingi, í fjölmiðlum,
innan hersins og víðar – eru farnir að
benda á hliðstæður og andstæður
Íraksstríðsins og Víetnamstríðsins,
sem háð var fyrir þrem áratugum.
Þá börðust bandarískir hermenn við
norður-víetnamska stjórnarherinn í
því augnamiði að koma í veg fyrir að
kommúnistastjórnin í N-Víetnam
næði Suður-Víetnam á sitt vald.
Fullyrðingar bandarískra stjórn-
valda um að vel gengi í stríðinu
stönguðust oft á við fréttir frá víg-
stöðvunum, þar sem andstæðingarn-
ir voru sagðir veita harða mót-
spyrnu. Bandarískt samfélag
klofnaði í afstöðunni til þess, hvort
halda bæri áfram viðleitninni til að
hefta útbreiðslu kommúnisma, eða
verða á brott frá Víetnam til að koma
í veg fyrir frekara mannfall. Svo fór,
að herinn var kallaður heim, ótryggt
vopnahlé varð að engu, og N-Víet-
namar lögðu suðurhlutann undir sig
1975.
Hernaðarsagnfræðingar segja að
aðstæður á vígstöðvunum í Írak séu í
mörgum tilvikum í engu líkar því
sem var í Víetnam. En þingmenn,
álitsgjafar og fleiri hafa fundið nægi-
lega margar hliðstæður til að hafa
áhyggjur af því, að Bandaríkjamenn
kunni nú að vera að endurtaka ýmis
þeirra mistaka sem þeir gerðu í Víet-
nam. „Okkur mun ekki takast að
svæla út uppreisnarmennina á með-
an [íraskur] almenningur er tilbúinn
til að skjóta yfir þá skjólshúsi,“ sagði
Jim Marshall, þingmaður demókrata
frá Georgíu. „Það tókst ekki í Víet-
nam og mun ekki takast [í Írak].“
Kenna fjölmiðlum um
Silvestre Reyes, þingmaður demó-
krata frá Texas, er barðist í Víetnam,
benti ennfremur á, að núna væru
bandarísk stjórnvöld að atyrða fjöl-
miðla fyrir að beina athyglinni að því
sem miður færi. „Við erum farin að
kenna fjölmiðlum um, en það varð
einmitt að stórmáli í Víetnam.“
Þeir erfiðleikar sem bandaríski
landherinn hefur lent í vegna að-
gerðanna í Írak kallaði á aðra sam-
líkingu. Heather Wilson, þingmaður
repúblíkana frá Nýju Mexíkó, hvatti
til þess að herinn yrði stækkaður, því
ella myndi Íraksstríðið leiða til
manneklu, rétt eins og raunin hafi
orðið í kjölfar Víetnamstríðsins.
John Keane hershöfðingi, sem í
síðustu viku lét af embætti aðstoð-
arstarfsmannastjóra hersins, segir
að hann sjálfur og aðrir yfirmenn
hersins hafi „reynt það á sjálfum
sér“ og hafi skilning á áhættunni.
Hann sagði Írak vera að sumu leyti
svipað og Víetnam, en að öðru leyti
ólíkt.
Munurinn væri m.a. fólginn í því,
að Bandaríkjamenn hafi þegar
steypt af stóli þeirri stjórn er setið
hafi að völdum í Írak og séu langt
komnir með að byggja upp nýtt
stjórnmála- og efnahagskerfi í land-
inu. „Það sem kannski er svipað, er
að andspyrnan kann að verða lang-
vinn, og að bandarískur almenningur
verður að sýna þolinmæði.“
Ýmsir sem nú skipa forystusveit
hersins börðust í Víetnam. Richard
Myers, sem er yfirmaður flughersins
og forseti herráðsins, háði um 600
loftorrustur í Víetnam. Peter Pace,
sem er yfirmaður landgönguliðsins
og varaforseti herráðsins, var her-
deildarforingi í Víetnam.
Donald Rumsfeld varnarmálaráð-
herra var starfsmannastjóri Hvíta
hússins 1975, þegar Gerald Ford var
forseti og síðustu, bandarísku hern-
aðarráðgjafarnir voru kallaðir heim
frá Víetnam. Seinna það ár settist
hann í fyrsta sinn í stól varnarmála-
ráðherra, og gegndi því embætti til
1977.
„Allt breytt og
ekkert breytt“
Fyrir tæplega hálfum mánuði,
þegar kona sem var að mótmæla her-
setu Bandaríkjamanna í Írak gerði
hróp að Rumsfeld er hann var að
halda ræðu, greip hann til líkingar
við mótmælin á tímum Víetnam-
stríðsins. „Fyrir tuttugu og fimm ár-
um, þegar ég var varnarmálaráð-
herra, komu Berriganbræðurnir og
grófu grafir fyrir framan húsið hjá
okkur,“ sagði Rumsfeld og skírskot-
aði til Daniels og Philips Berrigan,
tveggja kaþólskra presta sem voru
meðal virkustu andstæðinga Víet-
namstríðsins. „Þannig að mér sýnist
að allt sé breytt en ekkert sé breytt.“
Demókratinn Max Cleland, sem
var öldungadeildarþingmaður fyrir
Georgíu og missti báða fótleggina og
annan handlegginn í Víetnamstríð-
inu, sagðist sjá margt líkt með því
hvernig George W. Bush forseti
leiddist út í Íraksstríðið og hvernig
Lyndon B. Johnson, þáverandi for-
seti, jók hlutdeild Bandaríkjamanna
í Víetnam.
Cleland skrifaði grein í blaðið Atl-
anta Constitution í síðasta mánuði og
sagði þar, að Bush, líkt og Johnson,
hefði tekið við embætti með þeim
orðum að of mikið væri lagt á herðar
bandaríska hersins, en á laun haft
uppi áætlanir um stríð og hafi stutt
mál sitt gölluðum leyniþjónustuupp-
lýsingum og völdum upplýsingum til
þingsins. Sagði Cleland að ríkis-
stjórn Bush hefði virt að vettugi
margar lexíur sem lærst hefðu í Víet-
nam og „att þjóðinni í ógöngur í eyði-
mörkinni“.
Samanburður langsóttur
En Dale Andrade, sagnfræðingur
við Hernaðarsögumiðstöð hersins,
segir að samanburður á stríðinu í
Víetnam og herförinni til Íraks væri
langsóttur vegna þess að aðstæður í
löndunum tveim væru svo ólíkar. Í
Víetnam áttu kommúnistaskærulið-
arnir sér heimavöll í norðurhluta
landsins sem Bandaríkjamenn gátu
ekki komist inn á, auk þess að eiga
hæli í nágrannalöndunum, Laos og
Kambódíu. Einnig nutu þeir aðstoð-
ar Kínverja og Sovétmanna.
Í Írak, segir Andrade, eiga and-
stæðingar Bandaríkjamanna sér
engan heimavöll þar sem þeir eru
óhultir, geta hvergi leitað hælis og
njóta ekki stuðnings neinna utanað-
komandi sem sjá þeim fyrir birgðum.
Ennfremur fari því fjarri, að írösku
skæruliðarnir séu jafn vel útbúnir og
hafi jafn sterka stöðu og víetnömsku
skæruliðarnir hafi haft.
„Sú skoðun sem mér finnst verst
að heyra meðal fólks, er að um leið og
skæruhernaður hefst sé allt tapað,
að þá sé enginn möguleiki á sigri,“
segir Andrade, sem er að skrifa sögu
Víetnamstríðsins. „En í raun og veru
leiðir sagan í ljós, að skæruliðar hafa
yfirleitt orðið undir.“
Helmut Sonnenfeldt, sem var
þjóðaröryggisráðgjafi Richards Nix-
ons forseta og ráðgjafi í utanríkis-
ráðuneytinu í forsetatíð Fords, segir
að pólitískar deilur vegna Íraks-
stríðsins jafnist hvergi nærri á við þá
mótmælaöldu sem skall á þegar
Víetnamstríðið stóð. „Þá var ósættið
mun víðtækara og andstaðan harð-
ari.“
En yfirmönnum hersins er ofar-
lega í huga sá möguleiki, að álit al-
mennings á hersetunni í Írak falli, og
þeir rifja upp gjána sem myndast
hafi á milli jákvæðra yfirlýsinga
stjórnvalda og raunveruleika víglín-
unnar í Víetnam. „Það er algert lyk-
ilatriði að við segjum [þingmönnum]
hvað okkur finnst, og að við látum
þetta ekki snúast upp í andhverfu
sína, líkt og gerðist í Víetnamstríð-
inu, þegar við sögðum í rauninni ekki
sannleikann,“ segir John Abizaid
hershöfðingi, yfirmaður stjórnstöðv-
ar hersins.
Reuters
Bandarískir hermenn í Bagdad lentu í ryskingum þegar fyrrverandi íraskir hermenn kröfðust launaðrar vinnu.
Hersetunni
í Írak líkt
við Víet-
namstríðið
Ýmsir þykjast orðið sjá líkindi með hersetu
Bandaríkjamanna í Írak og stríðinu sem
þeir háðu í Víetnam fyrir um þrjátíu árum.
En aðrir segja aðstæður svo ólíkar að ekki
sé unnt að leggja þetta að jöfnu.
The Washington Post.
’ En í raun og veruleiðir sagan í ljós, að
skæruliðar hafa yfir-
leitt orðið undir. ‘
BANDARÍSKA forsetaembættið
hefur fyrirskipað umfangsmikla
endurskipulagningu á tilraunum
Bandaríkjamanna til að stemma
stigu við ofbeldisverkum í Írak og
Afganistan, að því er The New
York Times greindi frá í gær.
Einnig skuli hraðað endur-
uppbyggingu í báðum löndunum,
að því er blaðið hefur eftir hátt-
settum, bandarískum embættis-
mönnum.
Komið verður á fót nýjum „stöð-
ugleikahópi“ í Írak, og verður
Condoleezza Rice, þjóðarörygg-
isráðgjafi Georges W. Bush for-
seta, yfirmaður hans. Segir frétta-
skýrandi The New York Times að
svo virðist, sem Bandaríkjastjórn
sé með þessu að reyna að auka ítök
sín í skipulagningu baráttunnar
gegn hryðjuverkum og uppbygg-
ingu stjórnmála- og efnahagslífs í
löndunum tveim. Hugmyndum um
þessa endurskipulagningu var lýst
á minnisblaði sem Rice sendi sl.
fimmtudag til Colins Powells utan-
ríkisráðherra, Donalds Rumsfelds
varnarmálaráðherra og George
Tenet, yfirmanns leyniþjónust-
unnar, CIA. Rice sagðist sjálf hafa
sett hugmyndirnar á blað ásamt
Dick Cheney varaforseta, Powell
og Rumsfeld í kjölfar viðræðna
sem hún hefði átt við Bush forseta
síðla í ágúst.
Að sögn The New York Times
var „stöðugleikahópnum“ komið á
fót vegna vonbrigða Bush út af
þeim áföllum er Bandaríkjamenn
hafa orðið fyrir í Írak og hve lítið
virðist hafa þokast í Afganistan,
þar sem útlit er fyrir að talíbönum
sé að vaxa ásmegin á ný.
Reuters
Condoleezza Rice ræðir við þá Colin Powell utanríkisráðherra og Dick Cheney varaforseta í Hvíta húsinu.
Aðgerðirnar í Írak og Afgan-
istan verði endurskipulagðar