Morgunblaðið - 07.10.2003, Síða 22
Borgarfirði | Snorrastofa í Reykholti býður
upp á fjölbreytta dagskrá í haust og hófst
hún með fyrirlestri dr. Sverris Tómassonar
„Á bók þessi lét ek rita“. Nokkur einkenni
Heimskringlu. Að sögn Sigríðar Bjarkar
Jónsdóttur verkefnisstjóra hefur undanfar-
ið verið lögð áhersla á bókmenntir í dagskrá
Snorrastofu.
Fjallað verður um íslensk og norræn bók-
menntasetur í evrópsku samhengi á sam-
norrænu málþingi 9.–12. október næstkom-
andi. Þar verður sjónum beint að
rannsóknum á lærdómsmiðstöðvum mið-
alda og áhersla lögð á að skoða og bera
saman norræn lærdómssetur í ljósi evr-
ópskrar ritmenningar.
Málþingið heyrir undir Reykholtsverk-
efnið sem hleypt var af stokkunum árið
1999 og skiptist í þrjá þætti, fornleifarann-
Fjölbreytt dagskrá í Snorrastofu í haust
sóknir, mannvist og umhverfi og miðstöðina
Reykholt.
Almenningi verður gefinn kostur á að
kynnast starfsemi Snorrastofu, skoða bók-
hlöðu og annan húsakost á opnu húsi 8. nóv-
ember nk. Spurningunni „Af hverju ritaði
Snorri Eglu?“ mun dr. Torfi H. Tulinius,
prófessor við Háskóla Íslands, velta fyrir
sér á fyrirlestri í bókhlöðu Snorrastofu hinn
25. nóvember. Þá verður bókmenntakynn-
ing þriðjudaginn 16. desember og munu rit-
höfundar og skáld lesa úr nýútkomnum
verkum sínum, einnig í bókhlöðu Snorra-
stofu.
Í fyrsta sinn í haust munu Viðskiptahá-
skólinn á Bifröst, ReykjavíkurAkademían
og Snorrastofa efna til sameiginlegs nám-
skeiðs um samtímamenningu. Námskeiðið
er öllum opið en er einnig hugsað sem val-
fag fyrir nemendur á Bifröst. Námskeiðið
stendur yfir í sjö vikur, hefst 23. október og
lýkur 4. desember. Kennt er á fimmtudags-
morgnum í húsnæði gamla héraðsskólans í
Reykholti og hefur dr. Jón Ólafsson heim-
spekingur umsjón með námskeiðinu.
Sigríður Björk segir miklu skipta fyrir
framhald þessa samstarfs hvernig þessu
námskeiði verður tekið. Mikill áhugi sé fyr-
ir hendi hjá háskólastofnununum í Borg-
arfjarðarhéraði á ýmiss konar samstarfi og
er þetta námskeið liður í því að efla slíkt
samstarf. Því sé almenningur hvattur til að
nýta sér þetta tækifæri því ekki sé nóg að
hafa áhuga á samvinnunni, það þurfi að
koma í ljós hvort grundvöllur sé fyrir henni.
Í Snorrastofu er Bókhlaða sem opin er
daglega frá 13–16.45. Þar er gott fræði-
bókasafn, en einnig almennt bókasafn.
LANDIÐ
22 ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Laxamýri | Uppskera á kartöflum í Þingeyjarsýslu hefur verið með
besta móti og margir hafa fengið gríðarlega mikið upp úr görðum sín-
um. Hildigunnur Jónsdóttir í Lyngbrekku í Þingeyjarsveit ræktar
mikið af garðmat og fékk hún stærri kartöflur en venja er til á þessu
hausti. Sú stærsta var 755 grömm að þyngd og nægði því að sjóða eina
slíka handa fjölskyldunni í matinn. Hér er um fljótsprottið afbrigði að
ræða og eins og sjá má á myndinni er eldspýtnastokkurinn heldur lítill
hjá þessum risavöxnu jarðeplum sem Hildigunnur hefur ræktað í
garði sínum.
Risakartöflur
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
Skorradal | Friðrik Aspelund og Guðmundur
Sigurðsson frá Vesturlandsskógum ferð-
uðust með finnskum skógarbændum, sem
voru hér á landi, dagana 29. september til 2.
október sl.
Í hópnum voru 50 finnskir skógarbændur
og ferðuðust þeir um Vestur- og Suðurland.
Ferðin var skipulögð á vegum finnska
skógareigendablaðsins Metsälehti og í sam-
ráði við íslenska skógræktendur.
Enginn í hópnum hafði áður komið til Ís-
lands og áttu flestir von á því, að hér væri
enginn skógur. Það kom þeim því mest á
óvart að sjá hér skóga og ekki síður að sjá
hversu góður vöxtur virtist yfirleitt vera í
þeim skógum sem þeir skoðuðu.
Paavo Seppänen ritstjóri Metsälehti sagði,
að það kæmi þeim einnig mjög á óvart hvað
Íslendingar væru komnir langt í því að
skipuleggja markvisst skógræktina í ljósi
þess, hve bændaskógrækt á Íslandi hefur
verið stunduð í fá ár. Bændaskógrækt í Finn-
landi á sér hins vegar 150 ára sögu og þar
eru markaðsmál skógræktarinnar fyrirferð-
armest – „nokkuð sem einnig þarf að huga
að í tíma hér á landi, þó íslenskir skógar séu
ungir“.
Þeir komu í Skorradal, skoðuðu Stálpa-
staðaskóg og komu síðan að Fitjum í boði
skógarbóndans þar, Huldu Guðmundsdóttur.
Fyrst var gengið til kirkju, sem rúmaði allan
hópinn, en þröngt varð inni í litlu kirkjunni.
Eftir stuttan fyrirlestur og kynningu var
öllum boðið í bæinn og þar voru veitingar
fram bornar. Heimsóknin í Skorradalinn
heppnaðist með ágætum.
Fæstir áttu von á því að hér væri skógur
Morgunblaðið/Davíð Pétursson
Fræðast um íslenskan skóg: Til hægri eru þau Hulda Guðmundsdóttir, skógarbóndi á Fitjum, og Friðrik Aspelund, starfsmaður Vesturlandsskóga, að halda fyrirlestur fyrir hópinn í Fitjakirkju.
Grundarfirði | Á þessu ári fer Norræna skóla-
hlaupið fram í 19. skipti í grunnskólum á öll-
um Norðurlöndum. Í hlaupinu hafa nem-
endur val um 3 vegalengdir. 2,5 km, 5 km og
10 km. Með hlaupinu er fyrst og fremst verið
að stofna til hollrar hreyfingar en ekki
keppni og áhersla lögð á að allir séu með.
Þau notuðu góðviðrisdaginn fimmtudaginn
25. september í Grunnskóla Grundarfjarðar
til þess að hlaupa og þátttakan var mjög góð,
187 nemendur af 198 hlupu, samtals 1.281,5
km og það var 9. bekkur sem hljóp lengst að
meðaltali, 9,28 km. Hermann Þór Haralds-
son, nemandi í 5. bekk, hljóp 10 km á 44 mín.
Morgunblaðið/Gunnar Kristjánsson
Góð þátttaka í
Norræna skólahlaupinu
Fagradal | Víkurhamrar austan við Vík í Mýr-
dal eru frekar slæmir yfirferðar þó að þeir
séu vel grónir. Oft vilja kindur lenda þar í
teppu og komast ekki burt af sjálfsdáðum.
Jón Hjálmarsson og Grétar Einarsson sigu í
bandi niður í hamrana til að bjarga nokkrum
kindum sem komust ekki þar upp.
Þeir hlóðu undir og mynduðu með því
nokkurskonar tröppu sem lömbin stukku síð-
an upp á þegar þeir ráku þau upp. Lömbin
voru síðan handsömuð þegar þau voru komin
upp á Víkurheiði.
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Erfitt að smala
Eyrarbakka | Íbúaþing, það
fyrsta sem haldið hefur verið á
Eyrarbakka, var sett af bæj-
arstjóra Árborgar, Einari Njáls-
syni, laugardaginn 4. október og
stóð frá kl.10 að morgni til kl. 18.
Mæting var mjög góð.
Það mun láta nærri að rúmlega
tíundi hver íbúi hafi tekið þátt í
störfum þings þessa, auk þess
sem nemendur Barnaskólans á
Eyrarbakka og Stokkseyri unnu
að sama verkefni og skiluðu sín-
um skoðunum inn á þingið. Arnar
Páll Gunnlaugsson nemandi 9.
bekkjar gerði grein fyrir nið-
urstöðum nemenda, sem voru í
flestu samhljóma því sem fram
kom hjá hinum ýmsu vinnuhópum
fullorðna fólksins þótt röðun hug-
mynda og áherslur væru örlítið
aðrar. Auðséð var að fólk hafði
brennandi áhuga á málefnunum
sem til umfjöllunar voru og
stefndu til framfara í byggðarlag-
inu og var ófeimið við að láta
skoðanir sínar í ljós bæði á því
sem aflaga hefði farið og hvernig
bæta mætti úr og um framtíð
Eyrarbakka.
Aðeins munar tveim kílómetr-
um á vegalengdinni frá Reykjavík
til Selfoss og frá Reykjavík til
Eyrarbakka og því má gera ráð
fyrir auknum áhuga á búsetu niðri
við ströndina í næstu framtíð.
Vel heppnað íbúaþing
Selfossi | Samband sunnlenskra kvenna færði Sjúkrahúsi Suðurlands
að gjöf tvö tæki, skoðunarlampa og „monitor“ til notkunar á fæðing-
ardeild. Andvirði gjafanna nemur 1,1 milljón. Sambandið er 75 ára í
ár og eru gjafirnar afhentar í tilefni þess. Þórunn Drífa Oddsdóttir
formaður SSK sagði mikilvægt í huga kvenfélagskvenna að stofnun
eins og sjúkrahúsið væri vel tækjum búin. Esther Óskarsdóttir fram-
kvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands fagnaði gjöfinni og
sagði kvenfélagskonur mikinn stuðningsaðila stofnunarinnar sem
sýndi hug sinn í verki á hverju ári með rausnarlegum gjöfum.
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Gjafir: Gefendur ásamt framkvæmdastjóra og fulltrúum starfsfólks.
SSK færði fæðingardeildinni gjafir