Morgunblaðið - 07.10.2003, Side 23
DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 2003 23
ALLIR útivinnandi foreldrar þekkja
vandann við að púsla saman deg-
inum þegar frí í skólum barnanna
stangast á við vinnuna. Íslandsbanki
hefur brugðist við þessu og ætlar til
að byrja með að fara af stað með til-
raunaverkefni nú á næstunni þar
sem starfsmönnum bankans sem
eiga börn í 1.–5. bekk verður boðið
upp á að fara með þau í Heilsuskóla
á vegum bankans þá daga sem vetr-
arfrí grunnskólanna
stendur yfir. Herdís Pála
Pálsdóttir hjá Íslands-
banka segir starfs-
mannaþjónustu og jafn-
ræðisnefnd bankans hafa
átt hugmyndina. „Með
þessu erum við að létta álaginu af
starfsfólkinu okkar, við eilífar
skyndireddingar til að koma börn-
unum fyrir þessa vetrarfrísdaga og
einnig erum við að koma í veg fyrir
að starfsemi bankans raskist þessa
daga því margir hafa þurft að taka
sér frí til að vera heima með börn-
unum. Og í þriðja lagi erum við að
bjóða börnum starfsfólks okkar upp
á skemmtilegan skóla. Þannig fá all-
ir eitthvað fyrir sinn snúð, foreldr-
arnir, börnin og bankinn.“
Herdís segir Íslandsbanka hafa
leitað til Ásgerðar Guðmundsdóttur
sem hefur reynslu af því að reka
Heilsuskóla í Garðabæ. „Hún tók að
sér að skipuleggja málin og finna
húsnæði. Starfsmenn Heilsuskólans
eru menntaður íþróttakennari og
sjúkraþjálfari og börnunum verður
boðið upp á heilsueflingu og for-
varnarfræðslu í formi
frjálsra og skipulagðra
leikja og umræðna. Mál-
efnin sem unnið verður
út frá eru vinátta, nær-
ing, hreyfing, ferðast
um líkamann og um-
hverfið og ég,“ segir Herdís og
leggur áherslu á að þetta sé tilraun
til að meta þörfina hjá starfsfólki Ís-
landsbanka fyrir úrræði af þessu
tagi. Þátttakan segi svo til um hvort
af verði og reynslan af tilrauninni
hvort framhald verði á.
Morgunblaðið/Sigurður Elvar
Hreyfing og hollusta: Ungviðið lærir um næringu, líkamann og vináttu.
Bankabörn í
Heilsuskóla
TILRAUN
khk@mbl.is
Allir fá eitt-
hvað fyrir sinn
snúð, foreldr-
arnir, börnin og
bankinn.
SÉRFRÆÐINGAR hafa lengi rökrætt um þaðhvort stríðsleikföng ýti undir ofbeldishneigð hjábörnum eða hvort þau séu frekar nýtileg til að
börnin fái nauðsynlega útrás fyrir
hugsanlega árásarhneigð.
Rannsóknir hafa sýnt að því meira
sem krakkar leika sér með dóta-
byssur, því meiri árásarhneigð sýna
þeir. Hins vegar er ekki hægt að vita
með vissu hvort leikur með dóta-
byssu valdi árásarhneigðinni. Þetta
tvennt er þó örugglega tengt og nið-
urstöður sýndu að leikur með dóta-
byssur minnkuðu ekki árásarhneigð,
að því er barnasálfræðingurinn Mal-
colm Watson
segir við vef-
miðilinn Sal-
on.com.
Börn hafa
lengi leikið
sér með vopn
og hermt eft-
ir bardögum.
Tindátar voru
vinsæl leik-
föng á síðustu öld en stríðsleikföng
hafa þróast og breyst mikið síðan tin-
dátarnir voru upp á sitt besta. „Þessi
leikföng eru beinlínis að þröngva
stríði upp á lítil börn,“ er haft eftir
ungum föður sem sjálfur lék sér með svokallaða aksjón-
kalla sem barn, í greininni á Salon.com. „Þau sjá stríð í
sjónvarpinu og ef þau eiga svona dót, fara þau að halda
að stríð sé ágætt,“ heldur faðirinn áfram og segir að
dótahermennirnir hafi svo sannarlega breyst á tuttugu
árum.
Nýjustu dúkkurnar eru hannaðar þannig að þær segja
eitthvað ákveðið eins og „sprengið þessa brú“ eða „skjót-
ið“. Þær hafa í hendi nákvæmar eftirlíkingar af vél-
byssum eða handsprengjum sem raunverulegir banda-
rískir hermenn hafa notað í stríðinu í Írak eða í
Afganistan. Í greininni er því haldið fram að stríðs-
leikföng hafi breyst eftir 11. september 2001 og nú sem
aldrei fyrr sé lögð áhersla á hetjuhlutverk Bandaríkja-
manna. Að sama skapi sé óvinurinn tilgreindur sem
Osama bin Laden eða Írakar og við
hönnun stríðsleikfanga sé tekið mið
af raunverulegum atburðum. Leik-
föngin eru notuð í áróðursskyni.
Þetta veldur barnasálfræðingum og
neytendum áhyggjum. „Krakkar eiga
að nota ímyndunaraflið til að leika sér
en þeim á ekki að stjórna með ofur-
raunsæislegum leikföngum eða hand-
riti frá þeim fullorðnu,“ segir prófess-
or í kennslufræði.
Þrýstingur neytenda hafði áhrif
Dúkkuhús, sem virtist saklaust á
yfirborðinu, reyndist vera hern-
aðarmiðstöð þar sem rúður voru
brotnar eftir skotárás og hermaður
stóð á vakt með riffil umkringdur
sandpokum. Þetta leikfang vakti hörð
viðbrögð í Bandaríkjunum þegar það
var sett á markað fyrir síðustu jól.
Samtök foreldra og neytenda skrif-
uðu bréf til leikfangaframleiðenda og
leiðarahöfundar stórblaða eins og
New York Times og Washington
Post gagnrýndu framleiðsluna harðlega. Þetta varð til
þess að framleiðandinn innkallaði vöruna. „Þetta leik-
fang segir: Stríð er eina leiðin,“ sagði barnasálfræðingur
m.a. um „dúkkuhúsið“.
Leikfangaframleiðendur hafa þó ekki axlað ábyrgðina
heldur vísa á foreldra sem eigi að kenna börnum sínum
að greina á milli ímyndunar og raunveruleika, og á neyt-
endur sem geti bara hætt að kaupa svona dót. Stríðs-
leikföng eru þó oft ætluð börnum frá þriggja ára aldri
samkvæmt merkingum á umbúðum. Markaðssetning
hefur tekist vel, sala á stríðsleikföngum hefur blómstrað,
sérstaklega eftir 11. september 2001. Framlög banda-
rískra fyrirtækja til markaðssetningar gagnvart börnum
tvöfölduðust á árunum 1992 til 1999, í tólf milljarða dala,
sem samsvarar um 900 milljörðum íslenskra króna.
LEIKIR | Stríðsleikföng orðin raunveruleg áróðurstæki
Börn og
byssur
Ímynd eða raunveruleiki: Sumir sjá
greinilegan mun en aðrir ekki.
Stríðsleikföng
eru oft ætluð
börnum frá
þriggja ára
aldri sam-
kvæmt merk-
ingum á um-
búðum.
Morgunblaðið/Ásdís
Fyrirmynd? „Action Man“ nýtur
vinsælda meðal barna, ýmist í þökk
eða óþökk foreldra.