Morgunblaðið - 07.10.2003, Qupperneq 24
DAGLEGT LÍF
24 ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
MERKI fyrirtækis þarf að vera ein-
falt og lýsandi fyrir það sem fyrir-
tækið gerir, að sögn Einars Gylfa-
sonar grafísks hönnuðar sem er
margreyndur í auglýsingabrans-
anum og miðlar nú þekkingu sinni
til hönnunarnema í Listaháskóla Ís-
lands.
Tvö merki eftir Einar birtust í
nýjustu bók Rockport útgáfufyrir-
tækisins, Letterhead and Logo
Design 8, þar sem sýnd er hönnun á
bréfsefni og merkjum fyrirtækja
víðs vegar úr heiminum. Þetta er
ekki í fyrsta skipti sem hönnun Ein-
ars kemur fyrir sjónir hönnuða ut-
an Íslands því nafnspjald eftir hans
hönnun var sýnt í bókinni Best of
Business Card Design 5 sem gefin
var út af sama forlagi í fyrra.
Andlit fyrirtækisins
Rockport er bandarískt útgáfu-
fyrirtæki sem sérhæfir sig í hönn-
unarbókum og gefur reglulega út
bækur um mismunandi hönnun.
Rockport felur mismunandi hönn-
uðum eða hönnunarstofum það
verkefni að hanna hverja bók fyrir
sig. Hönnunarstofan Top Design
Studio í Los Angeles á til dæmis
heiðurinn af bókinni sem nú er ný-
komin út.
„Merki þarf að vera lýsandi fyrir
fyrirtækið sem ætl-
ar að nota það og
er náttúrulega ekk-
ert annað en andlit
fyrirtækisins út á
við. Gott er ef
merkið vísar til
þess fyrir hvað fyr-
irtækið stendur og
við hvað það starf-
ar hvort sem það er
gert með letri eða tákni,“ útskýrir
Einar.
Eitt af átta merkjum á forsíðu
Hönnun hans á merki fyrir Ljós-
myndaskóla Sissu vekur athygli þar
sem þar kemur saman einföld mynd
en mjög lýsandi fyrir starfsemi fyr-
irtækisins sem á merkið. Merkið
var líka eitt af átta merkjum sem
voru valin á forsíðu bókarinnar.
Hitt merkið, sem Einar hannaði
fyrir mennt.is er einnig einfalt en
Einar segist hugsa það sem þraut
og leið að ákveðnu markmiði.
Aðspurður segir Einar það
ákveðna staðfestingu á því að hann
sé að gera ágæta hluti að fá vinn-
una sína metna með birtingu í bók
sem þessari. Hann útskrifaðist sem
grafískur hönnuður frá Myndlista-
og handíðaskóla Íslands árið 1991
og hefur starfað við hönnun á Ís-
landi og í Bandaríkjunum á þeim
tíma. Síðustu fjögur ár starfaði
hann hjá auglýsingastofunni Góðu
fólki en hefur nú einbeitt sér meira
að kennslu við Listaháskólann og
sjálfstæðum verkefnum, og líkar
það vel.
Sagan í einföldu merki
Bréfsefni og merki fyrirtækja: Opna úr bókinni Letterhead and Logo
Design 8. Merki Einars fyrir mennt.is er fyrir miðju.
Lýsandi merki:
Merki sem Einar
hannaði fyrir Ljós-
myndaskóla Sissu.
Einföld mynd og
lýsandi fyrir starf-
semina.
steingerdur@mbl.is
HÖNNUN
Hönnunar-
bókin: Merki
Einars er
þriðja í efri
röðinni.
Morgunblaðið/Ásdís
Einar Gylfason
grafískur hönn-
uður.
EITT ár er liðið síðan þauhjónin Elín Eiríksdóttir ogDavid Lynch fluttu heim til
Íslands eftir að hafa búið meira og
minna erlendis í sjö ár ásamt börn-
unum sínum þremur, Rebekku Sig-
rúnu 15 ára, Eiríki Anthony 8 ára og
Söndru Kristínu 5 ára. Þar sem Elín
er íslensk og David breskur, hafa
þau talsverða reynslu af því að ala
upp tvítyngd börn enda voru þau
sammála um það þegar kom að
barneignunum að börnin skyldu
kunna skil á tungumálum beggja
foreldra, íslenskunni og enskunni.
Þrátt fyrir að faðirinn skilji og tali
íslensku, talar hann ensku við börnin
og móðirin heldur íslenskunni á lofti
sem hún segir að hafi oft verið erfitt
á fjarlægum slóðum. Börnin töluðu
svo aftur mest ensku sín á milli.
Ástæðu þess að fjölskyldan hefur
verið á miklu flakki á undanförnum
árum má rekja til starfa Davids hjá
Alþjóðanefnd Rauða krossins
(ICRC). Heimkynni fjölskyldunnar
hafa verið á þessu tímabili á fjórum
mismunandi stöðum í heiminum.
Fyrst settist hún að í Tblisi, höfuð-
borg Georgíu í Suður-Kákasus-
fjöllum, síðan í palestínska hluta
Jerúsalemborgar þar sem börnin
gengu í skóla í hverfi strangtrúaðra
gyðinga. Þá var flutt til Genfar í
Sviss og að lokum til Jakarta, höf-
uðborgar Indónesíu, áður en haldið
var heim á leið. Málaumhverfi
barnanna hefur, miðað við þetta,
verið mjög mismunandi, en auk ís-
lensku og ensku, hafa börnin í sínu
nánasta umhverfi hlustað á
georgísku, rússnesku, armensku,
azeri, arabísku, hebresku, frönsku,
indónesísku og javönsku. Að auki
hafa börnin átt vini, sem t.d. hafa
talað tælensku, tamílsku, þýsku,
hindi, kínversku og spænsku við for-
eldra sína.
Þekkir mörg mál í sundur
á hljómfallinu
„Sonur minn þekkir t.d. mjög
mörg mál í sundur á hljómfallinu og
gerir sér vel grein fyrir ólíkum upp-
runa fólks, en í hans augum eru samt
allir eins að því leyti að allir strákar
kunna fótbolta og hafa gaman af
tölvuleikjum, hvaða mál sem þeir
annars tala heima hjá sér,“ segir
Elín.
Á öllum þessum stöðum gengu
börnin í alþjóðlega skóla þar sem
enskan var í hávegum höfð. Þau eru
öll alin upp við að nota tvö tungumál
á heimilinu, en eru hinsvegar, að
sögn móðurinnar, misvel tvítyngd.
Sú elsta notar tungumálin jöfnum
höndum. Miðbarnið hallast frekar að
enskunni, en sú yngsta skipti frá því
að tala nánast alfarið ensku yfir í að
tala alfarið íslensku þegar flutt var
til Íslands.
Sjálf er Elín með BA-próf í ensku
og þýsku frá Háskóla Íslands auk
þess sem hún er með próf frá Leið-
söguskólanum og hefur unnið mikið
sem leiðsögumaður fyrir erlenda
ferðamenn. Nú vinnur hún sem
verkefnastjóri fyrir Rauða kross Ís-
lands þar sem hún sér um kynningar
á Rauða krossinum fyrir 8. og 9.
bekk grunnskólanna á höfuðborgar-
svæðinu.
Tilfinningatjáning á íslensku
Elín Eiríksdóttir flutti meðal ann-
arra erindi á málþingi um ungt fólk
og tungumálakunnáttu,
sem haldið var í tilefni af
Evrópska tungu-
máladeginum fyrir
skemmstu. Stofnun Vig-
dísar Finnbogadóttur í
erlendum tungumálum
bauð til málþingsins. Erindi sitt
kaus Elín að kalla: „Þegar mamma
talar íslensku þá veit ég að hún er
reið“ og vísar titill þessi til samtals
yngstu dótturinnar við besta vin
sinn í Jakarta.
„Sá er Tamíli frá Malasíu og talar
heima hjá sér tamílsku, ensku og
indónesísku. Þau voru tæplega
þriggja ára að spjalla saman á
ensku. Allt í einu segir drengurinn
við dóttur mína: „Veistu það að þeg-
ar mamma mín talar tamílsku þá skil
ég ekki hvað hún er að segja en ég
veit að hún er reið.“ Og stelpan mín
hugsar hugsaði sig um í smá stund
og sagði: „Mamma mín talar líka
tamílsku.“ Þetta vakti mikinn hlátur
en ég hugsaði lengi um þetta samtal
og fór að skoða tvítyngi barna
minna. Og það reyndist rétt. Ég not-
aði íslensku til að tjá tilfinningar við
börnin, bæði þegar ég sagði þeim
hversu mikið ég elskaði þau og líka
þegar grípa þurfti til skamma á
opinberum vettvangi. Það er nefni-
lega svo gott að eiga sér leynimál og
geta sagt með sykursætum rómi á
íslensku: „Ef þú hagar þér ekki vel
elskan, þá förum við beint heim.““
Ekki meðfæddur hæfileiki
Elín segir að tungumálið geti orð-
ið mjög einhæft þegar ein mann-
eskja er að reyna að við-
halda því hjá börnum
sínum auk þess sem oft
biðjist börnin undan því
að þurfa að tala á tungu-
máli, sem enginn annar í
þeirra umhverfi er að
nota. Þegar Elín veltir fyrir sér
hvernig hægt er að sporna við þessu
og sýna börnunum fram á fjölbreyti-
leika móðurmálsins eða föðurmáls-
ins, segir hún að auðvitað sé best að
hafa tök á því að dvelja, þó ekki sé
nema í stuttan tíma, í heimalandinu.
„Svo er nauðsynlegt að sýna raun-
veruleg tengsl við landið sitt. Ég á
t.d. yndislega fjölskyldu og vini á Ís-
landi sem hafa verið dugleg að senda
okkur bækur og blöð, myndefni og
hljóðsnældur og er það frábært til
að viðhalda tungumálinu. Svo að tala
við sína nánustu í síma, skrifa þeim
bréf eða tölvupóst. En fyrst og
fremst þarf maður að vera mjög
meðvitaður í uppeldinu.
Tvítyngi kemur ekki af
sjálfu sér og er ekki með-
fæddur hæfileiki heldur
þurfa börnin að læra tvö
mál, aðgreina þar á milli
og þjálfast í notkun þeirra
beggja.“
Alltaf er hætta á því, að
sögn Elínar, að börnin öðl-
ist aðeins yfirborðsþekk-
ingu í báðum tungumál-
unum og dæmi eru um tví-
eða fjöltyngd börn, sem í
raun og veru kunni ekkert
tungumál. „Það þarf því
að hlúa vel að því máli,
sem börnin velja sér sem
sitt móðurmál. Ég er
löngu búin að segja upp
störfum hjá tungu-
málalöggunni. Þess í stað
reyni ég að hjálpa börn-
unum mínum við að ná
sem bestum tökum á að minnsta
kosti einu máli, sem getur verið ís-
lenska eða enska eða það tungumál,
sem er verið að nota í því samfélagi,
sem þau búa í, og ýta svo undir
þekkingu á hinum málunum.“
Fulltrúar Íslands erlendis
Þegar Elín bjó í Indónesíu á ár-
unum 2000-2002, var hún í góðum
samskiptum við aðrar íslenskar
mæður, Valkyrjurnar svokölluðu,
erlendis í gegnum veraldarvefinn.
„Mikill stuðningur var að því að
heyra hvernig þær sinntu íslensku-
kunnáttu barna sinna, en greinilega
var mikill munur á því hvort þær
voru einar að tala íslensku eða báðir
foreldrar voru íslenskir. Og best var
auðvitað þegar aðrir Íslendingar
voru á svæðinu.“
Ánægjulegt væri, að mati Elínar,
ef hægt væri að styðja við málanám
þessara íslensku barna á einhvern
hátt, t.d. með sumarbúðum á Íslandi
og einnig mætti skoða betur mögu-
leika veraldarvefjarins og hugs-
anlega útgáfu fræðsluefnis fyrir for-
eldra, sem eru að takast á við
tvítyngi/fjöltyngi, hvort sem það er
erlendis eða á Íslandi. „Þessi börn
verða eins og Vestur-Íslendingar
eru í okkar hugum í dag, fulltrúar
Íslands á erlendri grundu að skila
menningararfinum áfram til kom-
andi kynslóða. Það er því nauðsyn-
legt fyrir okkur að muna eftir þeim
þegar rætt er um íslensku og ís-
lenskukennslu.“
TUNGUMÁL | Hætta er á því að tví- eða fjöltyngd börn öðlist aðeins yfirborðsþekkingu á tungumálum
Morgunblaðið/Sverrir
Fjölskyldan víðförla: Elín Eiríksdóttir og David Lynch með börnum sínum, Sigrúnu
15 ára, Eiríki Anthony 8 ára og Söndru Kristínu 5 ára.
Elín Eiríksdóttir hefur
sagt upp störfum hjá
tungumálalöggunni, en
reynir nú að hjálpa
þremur tvítyngdum
börnum sínum við að ná
sem bestum tökum á
málinu, sem talað er þar
sem þau búa hverju
sinni. Jóhanna Ingvars-
dóttir heimsótti fjöl-
skyldu, sem víða hefur
verið.
join@mbl.is
„Þegar mamma
talar íslensku
veit ég að hún
er reið.“
Tvítyngi
kemur ekki
af sjálfu sér