Morgunblaðið - 07.10.2003, Side 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
ÞÓTT bæjaryfirvöld hafi vissulegaáhyggjur af fólksfækkun á Bíldudal,þar sem búa nú 258 manns, setja þauspurningarmerki við það hvort unnt sé
að stöðva þróunina með sértækum aðgerðum. Ár-
ið 1998 bjuggu 334 íbúar á staðnum, þannig að
fækkunin er umtalsverð. Nú eru 145 vinnufærir
íbúar á Bíldudal og 14 atvinnulausir. 54 börn upp
að 15 ára aldri búa á staðnum og í Grunnskóla
Vesturbyggðar voru 37 börn frá Bíldudal í fyrra
eftir að hafa snarfækkað fyrir þremur árum, eða
úr 50.
Brynjólfur Gíslason, bæjarstjóri Vesturbyggð-
ar, segist hafa áhyggjur af þessari þróun og segir
einmitt fækkun grunnskólabarnanna endur-
spegla það ástand sem blasir við augum. „Þessa
stundina hljóta bæjaryfirvöld að hafa áhyggjur af
þróun mála, en á hinn bóginn, litið á hlutina í
stærra samhengi, spyr maður hver sé hin alþjóð-
lega þróun,“ segir hann. „Eitt er þó það sem ekki
fer hátt í umræðum um þessi mál, en það eru af-
leiðingar hagræðingar. Það hefur komið fram að
um 20% starfsfólks í fiskverkun eru erlendir rík-
isborgarar. Einnig að starfsfólki í sjávarútvegi
hafi fækkað um helming á tíu ára tímabili. Þetta
er vegna hagræðingar í greininni og því þarf eng-
an að undra þótt störfum skuli fækka. Að þessu
hefur verið stefnt í mörg ár, þ.e. að létta störfin í
frumframleiðslugreinunum, þannig að það þurfi
færri hendur til að vinna þau. Af þessu leiðir að
störfum fækkar. Fjölgun starfa hefur fyrst og
fremst verið í opinbera geiranum síðasta áratug-
inn. Þegar ekkert þeirra starfa verður til á minni
stöðunum úti á landi, þá verð ég undrandi þegar
stjórnmálamenn skilja ekki neitt í því sem er að
gerast. Það er hagrætt og störfum fækkar í einni
atvinnugrein. Ef þessi atvinnugrein er burðarás
atvinnulífs á einhverjum til-
teknum stað hlýtur það að
koma mjög merkjanlega fram
þar. Ef fjölgun starfa í sam-
félaginu verður ekki til í þessu
umhverfi, þá hlýtur þetta allt
saman að vera í mínus og eng-
inn ætti að verða undrandi á
því.“
Á bæjarráðsfundi Vestur-
byggðar 1. október síðastlið-
inn var gerð samantekt á skoð-
un opinberra aðila á atvinnulífi á Bíldudal, en
Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða og Byggðastofn-
un hafa tilnefnt tvo fulltrúa í starfshóp til að
greina stöðu fyrirtækja á Bíldudal og gera tillögur
til úrbóta. Þá hefur svæðismiðlun Vestfjarða verið
að undirbúa Menntasmiðju fyrir konur á Bíldudal
og víðar og við þetta bætist umfjöllun um atvinnu-
mál í Vesturbyggð með starfi hópa sem gert er
ráð fyrir að hefjist 9. október. Brynjólfur segir
ekki hafa verið kallað eftir sértækum aðgerðum í
atvinnumálum fyrir Bíldudal, en tveir Bílddæl-
ingar sitja í sveitarstjórn. Talað hefur verið um
nýsköpunarmöguleika á sviði kalkþörungavinnslu
á Bíldudal og að verksmiðja verði reist sem muni
útvega 15 manns atvinnu. Frestun hefur orðið á
byggingu hennar vegna markaðsaðstæðna í
Bandaríkjunum, en þangað átti að selja fram-
leiðsluafurðirnar. Brynjólfur varar við því að litið
verði á kalkþörungavinnslu, hvenær sem hún
muni hefjast, sem allsherjar bjargvætt fyrir
Bíldudal. „Ég hef lagt á það áherslu að kalkþör-
ungavinnsla yrði viðbót við atvinnulífið en kæmi
ekki í stað fiskvinnslu. Hún kemur ekki í staðinn
fyrir það sem er fyrir. Þangað til búið er að útiloka
aðra möguleika, mega menn ekki að líta framhjá
þ
s
e
e
Þ
i
v
e
e
v
á
s
s
s
v
ó
V
h
á
e
s
e
i
s
h
s
s
v
v
t
b
Fólk vonsv
og þarf skýr
Greiðslustöðvun hjá frystihúsi Þórðar Jónssonar ehf. á Bíldu
unar hjá Rækjuveri og frestun á kalkþörungaverksmiðju á s
um tíma í vor og hafði slæm áhrif á atvinnumálin skrifar Örly
frá Bíldudal. Fólki hefur fækkað um ríflega þriðjung síðan 1
Brynjólfur
Gíslason
o
VANDAMÁL BÍLDDÆLINGA
Vandamál í atvinnulífi Bílddæl-inga eru ekki ný af nálinni. Þauhafa skotið upp kollinum við og
við á undanförnum áratugum. Þó hefur
verið hljótt um þau í allmörg ár og á
tímabili fyrir nokkrum árum virtist
Bíldudalur vera að blómstra á ný en
staðurinn á sér eins og kunnugt er
glæsta fortíð í atvinnumálum og menn-
ingarlífi.
Nú búa 258 manns á Bíldudal og hef-
ur þeim fækkað verulega frá árinu
1998, þegar íbúar voru 334. Nú eru 145
vinnufærir íbúar á Bíldudal og þar af
eru 14 atvinnulausir.
Með þeim breytingum, sem orðið
hafa í atvinnuháttum og skipulagi at-
vinnufyrirtækja er ekki hægt að búast
við því að öll litlu sjávarplássin haldist í
byggð. Það er heldur ekkert reiðarslag
fyrir þjóðarbúskapinn þótt þeim fækki
eitthvað. En það er jafnsárt fyrir íbúa
þeirra staða sem standa höllum fæti að
þurfa að horfast í augu við brottflutn-
ing og jafnvel frá verðlausum eða verð-
litlum eignum.
Það er ekkert nýtt á Íslandi að sjáv-
arplássum fækki. Eitt sinn var blómleg
byggð á Hesteyri og í Aðalvík svo að
dæmi séu nefnd en fólk flutti á brott frá
þessum stöðum og afkomendurnir
sækja nú í heimabyggðir sínar að sum-
arlagi. Í eina tíð var líka róið frá Skála-
vík utan Bolungarvíkur en í þeirri fal-
legu vík, sem stendur fyrir opnu hafi,
eru nú nokkur sumarhús.
Það má ekki alltaf líta svo á að breyt-
ing frá ríkjandi ástandi sé alvond.
Sú tíð er liðin að hægt sé að halda
uppi byggð á einstökum stöðum á Ís-
landi með svokölluðum „sértækum að-
gerðum“. Reynslan hefur kennt okkur
að það er ekkert vit í því og íbúarnir
standa í sömu sporum nokkrum miss-
erum seinna.
Byggðakjarninn við Djúpið er að
verða býsna öflugur. Göngin hafa haft
mikla þýðingu fyrir atvinnulífið og
tengslin á milli staðanna.
Margir hafa talið vissa möguleika á
að byggja upp nokkuð sterkan byggða-
kjarna á sunnanverðum Vestfjörðum í
kringum byggðina á Patreksfirði. Þótt
einhverjar tilfæringar verði á milli
byggðanna á sunnanverðum Vestfjörð-
um þarf ekki endilega að líta á það sem
neikvæða þróun. Alla vega getur hún
haft ákveðna kosti í för með sér.
Þegar horft er til Tálknafjarðar,
Bíldudals og Patreksfjarðar er ljóst að
Tálknafjörður hefur skapað sér
ákveðna sérstöðu og þar hefur staðan í
atvinnumálum yfirleitt verið betri.
Töluverðar sveiflur hafa verið í at-
vinnulífi á Patreksfirði og er það bæði
gömul saga og ný.
Það eru sterk rök fyrir því að leggja
áherzlu á öflugan byggðakjarna á
sunnanverðum Vestfjörðum en það
verður að gera ráð fyrir því að einhver
hreyfing verði á milli byggðarlaga.
Jafnframt er tímabært að Alþingi og
ríkisstjórn hugleiði hvernig hægt er að
auðvelda fólki flutning milli byggðar-
laga, þannig að það standi ekki eigna-
laust eftir ævistarf vegna þess að þró-
un byggðar í landinu hefur verið þeim
hinum sömu óhagstæð.
SKÓLAFRÍ OG SKIPULAG
Flestir foreldrar barna á grunn-skólaaldri þekkja þá röskun, sem
svokallaðir starfsdagar í grunnskól-
um og vetrarfrí barnanna valda. Það
er undir hælinn lagt hvort vinnandi
fólk getur fengið frí þegar börnin eru
ekki í skólanum og oft verður niður-
staðan sú að börnin þeytast á milli
vina og ættingja úr einni pössuninni í
aðra eða fylgja foreldrum sínum í
vinnuna, sem oft hentar hvorki vinnu-
staðnum, foreldrunum né börnunum.
Foreldrar, sem eiga inni sumar-
eða vetrarleyfi, reyna auðvitað oft að
nota það með börnunum á skólafrí-
dögum þeirra, en þá biðja margir
starfsmenn á vinnustað gjarnan um
frí á sama tíma, sem getur verið mjög
óhagstætt fyrir atvinnulífið.
Menn hafa rætt ýmsar lausnir á
þessu vandamáli. Reykjavíkurborg
hefur nú farið þá leið að leitast við að
samræma starfsdaga í grunnskólum
borgarinnar og í leikskólum líka. Það
hefur þann kost að foreldrar, sem
eiga t.d. börn bæði í grunnskóla og
leikskóla, þurfa ekki að taka sér frí
eða finna pössun fyrir börnin sín
jafnmarga daga og ella. Hins vegar
getur það haft ofangreindan ókost í
för með sér fyrir atvinnulífið; að
margir foreldrar þurfi frí á sama
tíma. Hér á Íslandi hefur ekki skap-
azt sú hefð, sem til er víða í ná-
grannalöndunum, að starfsemi
margra fyrirtækja sé í lágmarki á
sama tíma og frí eru í skólum, þannig
að foreldrar og börn geti verið saman
í fríi. Samtök atvinnulífsins hafa þó
lýst sig tilbúin „til samstarfs um að
koma orlofsmálum hér á landi í fast-
ari skorður“ eins og það var orðað
þegar þessi mál voru rædd í fyrravet-
ur.
Íslandsbanki gerir nú tilraun með
lausn á þessum vanda. Í Morgun-
blaðinu í dag er sagt frá því að bjóða
eigi starfsmönnum bankans, sem eigi
börn í 1.–5. bekk grunnskóla, upp á
að fara með þau í Heilsuskóla á veg-
um bankans þá daga, sem vetrarfrí
stendur yfir. Herdís Pála Pálsdóttir,
starfsmaður bankans, segir í samtali
við blaðið að með þessu fái allir eitt-
hvað fyrir sinn snúð; álagi sé létt af
foreldrum, komið sé í veg fyrir að
starfsemi bankans raskist og börnum
starfsfólksins sé boðið upp á
skemmtilegan skóla.
Þetta er snjöll hugmynd til að leysa
úr áðurnefndu vandamáli og sjálfsagt
geta fleiri fyrirtæki nýtt sér hana ef
vel gengur; jafnvel gæti orðið til
grundvöllur fyrir fleiri einkarekna
„skóla“, sem bjóða upp á fræðslu og
skemmtun fyrir börn þá daga, sem
hið opinbera skólakerfi fer í frí.
Hins vegar er þeirri spurningu í
raun ósvarað hvort betra er að dreifa
skólafrídögum þannig að tiltölulega
fá börn séu í fríi á hverjum tíma, eða
hvort samræma eigi fríin á milli
skóla, skólastiga, hverfa og jafnvel
sveitarfélaga, þannig að allir fari í frí
á sama tíma.
Svo er það líka spurning, hvort
börn verðskuldi það ekki að fá stund-
um alveg frí frá öllu, sem heitir skóli
og fræðsla og fái bara að leika sér –
helzt með foreldrum sínum.
JÓN Þórðarson, framkvæmdastjóri Þórð-ar Jónssonar ehf. á Bíldudal, sem fór ígreiðslustöðvun nú í vor, bindur vonirvið að starfsemin geti komist í fullan
gang bráðlega og unnt verði að fjölga starfsfólki,
en nú starfa 20 manns í fyrirtækinu. Unnið er að
endurfjármögnun á fyrirtækinu og segir Jón lík-
legast að það fari í nauðasamninga við lánar-
drottna sína. Undanfarin ár hefur fyrirtækið
byggt á vinnslu 260 tonna þorskkvóta og til við-
bótar unnið úr 1200 til 1500 tonnum af hráefni
árlega.
„Til að fyrirtækið geti starfað þarf aukið
hlutafé upp á 50 milljónir og einnig þarf trygg
hráefnisöflun að vera fyrir hendi,“ segir Jón.
Fyrirtækið fór í greiðslustöðvun vegna óhag-
stæðra ytri skilyrða svo sem lækkun afurða-
verðs og gengisbreytinga, en því til viðbótar
hafði hækkun á leigukvóta slæm áhrif á rekst-
urinn svo og erfitt aðgengi að hráefni. Greiðslu-
stöðvunin stendur til 1. desember. „Ef allt geng-
ur samkvæmt áætlun ætti fyrirtækið að vera
orðið eðlilegt um miðjan nóv-
ember. Ég er bjartsýnn á að
það takist, þótt erfitt sé að
sjá alla framvindu mála ná-
kvæmlega fyrir á þessu stigi
málsins.“
Starfsmenn hætta
vegna óvissu
Um fjörutíu manns unnu
hjá fyrirtækinu áður en það
fór í greiðslustöðvun, en ekki
hefur verið um uppsagnir að ræða vegna henn-
ar, heldur hættu flestir vegna óvissu um framtíð
fyrirtækisins. „Óöryggi verkafólks hefur auðvit-
að það í för með sér að fólk hugsar sér til hreyf-
ings,“ segir Jón. „Það gildir um sjávarbyggðir
almennt að atvinnuöryggi í sjávarútvegi er allt
of lítið, sérstaklega á minni stöðunum. Það kem-
ur til af því að ekki er verið að gera út skip sem
eru hæf til þess að afla hráefnis yfir vetrarmán-
uðina. Stór hluti þeirra báta sem gerðir eru út í
d
h
o
v
v
k
a
u
e
á
e
u
k
s
h
B
þ
A
s
s
á
Allt of lítið atv
öryggi í sjávarú
Jón Þórðarson