Morgunblaðið - 07.10.2003, Síða 29

Morgunblaðið - 07.10.2003, Síða 29
R ÚMUR fimmtungur Íslendinga mun ein- hvern tímann á lífs- leiðinni þurfa að glíma við geð- sjúkdóm. Geðsjúkdómar snerta hverja einustu fjölskyldu landsins. Bati er oft langt, strangt og flókið ferli sem gerir miklar kröfur til einstaklingsins og umhverfis hans. „Það skiptir meginmáli fyrir bata að hafa möguleika á að taka málin í eigin hendur,“ segir Elín Ebba, sem telur það vera lykilatriði í bata geðsjúklinga að gera þeim kleift að taka þátt í meðferðarferlinu og að þeir fái á tilfinninguna að þeir séu með í ráðum. „En það gerist ekki nema þú mætir samferðafólki sem trúir á þig og treystir á þig, með- ferðaraðilum sem leyfa þér að taka stjórn. Það getur tekið mörg ár að taka málin í eigin hendur.“ Elín Ebba segir að rétt geðlyf hjálpi mörgum að höndla líf sitt, þar sem rétt lyf slái á sjúkdóms- einkenni og komi í veg fyrir að fólk lokist af í sjúkdómnum. „Lyfin eru samt aðeins byrjunin að bata. Læknavísindin eru alltaf að reyna að lækna einkenni fólks, svo að bati að mati vísindanna er að vera ein- kennalaus, en bati að mati þeirra sem telja sig hafa náð árangri er að geta lifað með sjúkdómnum og vera virkur í samfélagi manna þrátt fyrir sjúkdómseinkenni. Lykillinn er því ekki lækning, heldur að læra að lifa með sínum sjúkdómi. Ef manneskja væntir þess að vera einkennalaus verður hún stöðugt fyrir vonbrigðum og upplifir að hún sé vonlaus. Og ef allur fókusinn fer í að finna réttu lyfin gerir viðkomandi ekkert sjálf- ur til að hafa áhrif á batann. Að mati viðmælenda minna þarf við- komandi að læra að lifa með sjúk- dómnum, læra að þekkja til dæmis fyrstu einkenni og bregðast við þeim á þann hátt að ástandið versni ekki, læra að þekkja styrkleika og veikleika hjá sjálfum sér og í eigin umhverfi. Á þann hátt eru uppi allt aðrar væntingar og mun meiri möguleikar á að vera virkur þátt- takandi í eigin bataferli. Rannsóknin beindist að því að gera þá þætti sem áhrif hafa á bata sýnilegri, hvað hefur áhrif, bæði hjá einstaklingnum og í umhverfi hans.“ Engin meðalbatamanneskja en margir sameiginlegir þættir Í rannsókn sinni tók Elín Ebba viðtöl við nítján einstaklinga sem höfðu þjáðst af ýmsum geðrösk- unum, þar á meðal geðhvörfum, geðklofa og þunglyndi. Allir áttu það sameiginlegt að hafa náð bata. Elín Ebba nýtti sér ekki hinar hefðbundnu megindlegu rannsókn- araðferðir þar sem unnið er eftir stöðluðum spurningalistum, heldur notaðist hún við aðferðafræði fyr- irbærafræðinnar. Elín Ebba beitti því sem kallast eigindlegar rann- sóknaraðferðir, en slíkar aðferðir heldur er þjónustan skoðuð yfir langan tíma. Að virkja geðsjúka sem náð hafa bata í meðferðarstarfi, þetta virkar í áfengismeðferð, þar sem alkóhól- istar sem hafa náð bata hjálpa öðr- um á jafningjagrundvelli sem ráð- gjafar. Það er ómetanlegt að fá fólk sem hefur reynslu af geð- sjúkdómum inn í starfið og inn í bataferli notenda. Vissulega er heilbrigðisstarfsfólk smeykt við að missa viss völd og áhrif og láta þau í hendurnar á „sjúklingunum“, en þetta er þekking sem alls ekki má vanmeta, því þetta fólk hefur frá miklu að segja.“ Einn viðmælenda Elínar Ebbu undirstrikar fordóma gagnvart geðsjúkum í heilbrigð- iskerfinu, að skoðanir geðsjúkra komi hvergi fram. „Hvaða óskir höfum við, langanir, hvað við eigum að stefna, þetta kemur hvergi fram og við höfum engan aðgang ... okk- ar skoðanir komast hvergi á fram- færi.“ Hlutverk fjölmiðla og fordómar Fjölmiðlar hafa gríðarleg áhrif á skoðanir samfélagsins. Elín Ebba segir mikilvægt að fjölmiðlar fjalli um einstaklinga sem ná að lifa með geðsjúkdómum sínum og ná góðum tökum á lífi sínu. Nauðsynlegt sé að sýna slíka einstaklinga svo fólk geri sér grein fyrir því að það er enginn dauðadómur að greinast með geðsjúkdóm. Einn viðmælandi sagði m.a.: „Það skiptir líka miklu máli að sjá fyrirmyndir sko, ég man eftir því, það var hryllingur ótrúlegt ... ég sá aldrei neinn sem hafði náð bata úr þessu kerfi, það skeði bara löngu seinna.“ Elín Ebba leggur áherslu á ábyrgð fjölmiðla. „Fjölmiðlar hamra á staðalímynd geðsjúkra sem eru hættulegir, óáreiðanlegir og oft viti sínu fjær. Fjölmiðlar hafa því mikilvægu hlutverki að gegna að gera fólk sem náð hefur bata sýnilegt.“ Hún segir að vinna þurfi með lífsstíl geðsjúkra. „Það að vinna með lífsleikni, auka sjálfstraust og þekkja streituvalda í eigin lífi og kunna bjargráð við þeim getur aldrei verið nógu vel undirstrikað. Þú mátt aldrei missa vonina, sama hversu alvarlegan geð- sjúkdóm þú færð í greiningu. Það er alltaf séns, það er ólíklegasta fólk sem hefur náð bata. Eitt af því sem notendur hafa gagnrýnt er að þeim finnst oft svo mikið vonleysi tengt geðsjúkdómum. Það á aldrei að taka vonina frá fólki, þó það fái til dæmis geðklofagreiningu má ekki taka burt drauminn um að það geti eignast maka og börn, hús- næði og góða vinnu. Ef þetta er tekið frá þeim, þá er verið að taka vonina af fólki og án vonar er eng- inn möguleiki á raunverulegum bata.“ þess sem einn helsti þátturinn sem hindrar bata geðsjúkra er valda- leysi og áhrifaleysi yfir eigin með- ferð. Fjölskylda og vinir í lykilhlutverki Elín Ebba telur að samstaða fjölskyldu og vina sé einn af helstu þáttum sem gera einstaklingi kleift að ná bata. Mikilvægt er að missa ekki sambandið við vini og fjöl- skyldu. „Oft verður bara einn eftir og stundum enginn. Það er ekki leggjandi á eina manneskju að ann- ast og vera til staðar fyrir sjúkan einstakling. Það þarf að minnsta kosti fimm manns, sem deila með sér verkum og hjálpast að. Ef við- komandi hefur ekki slíkt stuðnings- net þarf að huga að slíku og þar gæti heilbrigðiskerfið tekið þátt. Það er ómetanlegt að láta ekki ein- staklinginn einangrast í sjúkdómi sínum. Viðmælendur mínir tala mikið um hvað vinir skipta máli, að þeir hverfi ekki frá.“ Í skýrslu Elínar Ebbu segir meðal annars: „Vegna fordóma hurfu margir úr lífi viðmælenda minna þegar þeir veiktust. Það var mikilvægt að umhverfið gæfi aldrei upp vonina um bata.“ Orð eins við- mælenda hennar voru þessi: „Þau (fjölskyldan) ætluðu bara ekkert að gefast upp á mér, ég var alveg eins og brjálæðingur á tímabili og var alltaf að skaða mig og rústa hlutum og svona, en þau sögðu bara að það skipti ekki máli, þér batnar bráðum og þau trúðu alveg á það og smátt og smátt fór ég að hugsa svona, já þetta er líklega rétt hjá þeim.“ Notendarannsóknir og hjálp jafningja Að sögn Elínar Ebbu er ein besta leiðin til að bæta þjónustu heilbrigðiskerfisins við notendur þess (geðsjúka) að leyfa notend- unum sjálfum að taka þátt í stefnu- mótun og rannsóknum á mögu- leikum til úrbóta. „Slíkt verkefni hefur verið gert í Noregi með góð- um árangri. Þar eru notendur sem hafa náð góðum bata að taka viðtöl við aðra notendur í trúnaði og finna út ýmislegt sem læknar og annað heilbrigðisstarfsfólk verður aldrei vart við, vegna þess að þarna eiga sér stað jafningjasamræður. Í sam- starfi við fagaðila taka notendur út ákveðnar geðdeildir með reglu- legum heimsóknum yfir árið og í lokin er gerð skýrsla þar sem fram kemur hvað gott er gert og hvað megi betur fara. Þessar skýrslur eru síðan sendar til yfirmanna sem bregðast við með því að koma með tillögur til úrbóta. Þarna er komið skilvirkt gæðaeftirlit þar sem not- endur eru í lykilhlutverki að hafa áhrif á þjónustuna. Með slíkri vinnu er líka komið í veg fyrir að þjónusta sem notendur meta sé ekki skorin niður í þrengingum. Eins kemur svona eftirlit í veg fyr- ir að hlaupið sé á eftir einstaka ein- staklingum sem eru óánægðir, eru nú í örum vexti þegar rannsaka þarf hluti náið og öðlast dýpri vitn- eskju en þá sem tölfræðin getur veitt okkur. Eigindlegar rann- sóknir fela í sér náin viðtöl og þátt- tökuathuganir þar sem reynt er að koma einstaklingsbundnum upp- lýsingum til skila og finna sameig- inlega þætti sem koma fram hjá viðmælendunum. „Það er augljóst að það er ekki hægt að finna „með- albatamanneskjuna“. Batinn er einstaklingsbundinn og sérstakur fyrir hvern og einn. Ég vildi vita hvað varð til þess að viðkomandi einstaklingar náðu tökum á tilver- unni, þrátt fyrir alvarlegan geð- sjúkdóm. Megináhersla í viðtöl- unum var að hvetja fólk til að lýsa reynslu sinni með eigin orðum og á eigin forsendum. Með eigindlegum greiningaraðferðum var hægt að finna atriði sem sameinuðu hópinn og þá þætti sem höfðu áhrif á bata. Ég fékk einnig heilmiklar upplýs- ingar um það hvað prýðir góðan heilbrigðisstarfsmann, og það hef- ur ekkert með fagstétt að gera, hugmyndafræði eða neitt slíkt. Það voru persónueiginleikar fagmanns- ins sem skiptu máli og hvernig hann kom fram við þig sem mann- eskja.“ Í erlendum rannsóknum sem Elín Ebba vitnar í má lesa að rétt geðlyf vega þungt í bataferli en duga engan veginn ein og sér auk Raddir geðsjúkra verða að heyrast svavar@mbl.is Elín Ebba Ásmundsdóttir hefur starfað sem iðjuþjálfi í rúma tvo áratugi. Hún kynnti nýlega niðurstöður rannsóknar á þeim þáttum sem stuðla að bata geðsjúkra og gera þeim fært að lifa eðlilegu lífi í sam- félaginu með sjúkdómnum. Rannsóknin nefndist „Geðrækt geðsjúkra, áhrifavaldar á bata“. Svavar Knútur Kristinsson ræddi við Elínu Ebbu um notendarannsóknir, jafnrétti, von og bata. Morgunblaðið/Ásdís Elín Ebba Ásmundsdóttir hefur mikla þekkingu á málefnum geðsjúkra. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 2003 29 því sem verið hefur. Ef Bíldudalur á að heita lítið sjávarpláss, þá hlýtur það að vera sjávarútvegur, eins og hann hefur viðgengist hingað til, sem horft er til. Annar atvinnurekstur kæmi þar til viðbótar. Það má ekki leggja það að jöfnu að þegar nú ári illa í sjávarútveginum, þá muni kalkþörunga- vinnsla koma til bjargar samfélaginu. Mjög líklegt er þó talið að þessi áform verði að veruleika, þá ekki hvort heldur hvenær.“ Kalkþörungavinnslan aðeins viðbót Aðalsteinn Óskarsson, framkvæmdastjóri At- vinnuþróunarfélags Vestfjarða, segir atvinnu- ástandið mjög slæmt á Bíldudal og fólk þurfi að fá skýr svör fyrir áramót um hvað verða vill. Menn séu vonsviknir yfir greiðslustöðvun Þórðar Jóns- sonar, frestun kalkþörungaverksmiðjunnar og vinnslustöðvun Rækjuvers, sem hefur verið óvenjulangvinn að þessu sinni, eða allt frá í vor. Vanalega varir vinnslustöðvunin ekki nema yfir hásumarið. Hins vegar gefi hærri rækjukvóti en áður nokkrar vonir um að úr muni rætast en hann er nú 750 tonn en hefur verið frá 500 til 700 tonn síðustu árin. 12 störf hafa fallið niður í Rækjuveri, en þar starfa nú fjórir við viðhald. Á atvinnuleys- isskrá á Bíldudal eru nú 14 manns. Varðandi kalkþörungavinnsluna segir Aðal- steinn að slæmt efnahagsástand í Bandaríkjunum hafi haft úrslitaáhrif á þróun mála, en þegar að- stæður þar vestra breytist til hins betra, muni það skila sér fljótlega hingað til lands. „Kalkþörunga- vinnslan mun koma, en það er óvíst hvenær af því verður, segir hann. Þetta er nýsköpunarstarf sem tekur sinn tíma og getur aldrei orðið annað en við- bót við annað atvinnulíf.“ vikið r svör udal auk framleiðslustöðv- taðnum gerðist á skömm- ygur Steinn Sigurjónsson 1998 og atvinnuleysi er 10%. Morgunblaðið/Árni Torfason orsi@mbl.is ELÍN Ebba starfar mikið við geðrækt og leggur áherslu á forvarnir. Hún setti saman stuttan lista yfir æskileg og óæskileg viðbrögð þegar fólk finnur til vanlíðunar. Alls ekki  Leggjast í tölvuleiki, vídeó- eða sjónvarpsgláp.  Þamba gos og háma í sig sælgæti og ruslfæði.  Neyta kaffis, áfengis eða annarra vímuefna.  Einangra sig, draga fyrir gluggana og leggjast í rúmið. Frekar á að gera eftirfarandi  Fara út, velja bjartasta partinn af deginum.  Hreyfa sig, fara í göngutúr eða sund.  Borða hollan og fjöl- breyttan mat.  Passa upp á svefninn.  Gera eitthvað skemmtilegt  Jafna út álagið í lífinu.  Tala við einhvern um líðan sína.  Leita uppi staði eða fólk sem hefur jákvæð áhrif á mann.  Ef algjör nauðsyn er að horfa á sjónvarp, velja gamanefni. Geðheilsuráð og forvarnir dag er óhæfur til að stunda úthafsmið með ein- hverjum áreiðanleika. Þessi smábátaútgerð er of stopul og getur því aldrei orðið undirstaða úr- vinnslugreinanna, þótt hún geti sums staðar verið verulegur þáttur í útgerð. Staðirnir hérna í kringum okkur hafa verið að tryggja sig með því að hefja útgerð úthafslínuveiðiskipa en Bíldudal- ur hefur setið eftir í þessari þróun. Þegar spurt er hvernig megi snúa þeirri þróun við, skal bent á þá augljósu staðreynd að hér á staðnum er ekki til það fjármagn sem þarf til að koma á við- unandi útgerðarmynstri. Ennfremur þurfa að koma til auknar veiðiheimildir. Íbúatalan myndi sjálfkrafa hækka ef þessi skilyrði væru fyrir hendi.“ Jón bendir einnig á að í atvinnumálum á Bíldudal megi líta til vaxtarbrodda í t.d. ferða- þjónustu, s.s. hugmyndir að náttúruskoðun í Arnarfirði og sögutengingu við Gísla sögu Súrs- sonar. Auk þess megi líta til þróunar í úrvinnslu sjávarfangs beint til neytenda og kræklingaeldis á Bíldudal. innu- útvegi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.