Morgunblaðið - 07.10.2003, Side 32
UMRÆÐAN
32 ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
F
élag þar sem allir eru
samtímis við stjórn
og enginn hefur um-
boð til að taka af
skarið getur verið
eins og heillandi fuglabjarg. En
gagnsemin er lítil. Og eitt er víst:
enginn óbrjálaður maður myndi
mæla með því að heiminum væri
stjórnað af slíkri samkundu. En
samt láta margir sig dreyma um
að það verði gert og halda að þá
yrði allt svo friðsamlegt og allar
deilur leystar á siðlegan hátt.
Veruleikinn er allt annar, málræði
færir þjóðum oft einræði af ein-
hverju tagi vegna þess að þær gef-
ast loks upp á froðusnökkum sem
geta ekki tryggt þeim öryggi. Fólk
fer að hugsa með söknuði til þeirra
tíma þegar hægt var að ganga um
göturnar án
þess að óttast
ofbeldislýð og
biður um
sterkan leið-
toga.
Hvernig var
ástandið um mestallan heim í
blessuðu kalda stríðinu? Tvö risa-
veldi, Bandaríkin og Sovétríkin,
gnæfðu yfir önnur ríki. Þau héldu,
annað þeirra aðallega með góðu og
hitt illu, uppi ákveðinni lögreglu
sem tryggði að oftast ríkti þokka-
legur friður. Spennan vegna stöð-
ugs óttans við kjarnorkustríð
skemmir að vísu þessa glansmynd
af fortíðinni, friðurinn var ótrygg-
ur. En öflugustu ríki heims þyrftu
nú að taka sig saman um að gera
það eina sem þau geta öðrum
fremur: að tryggja frið og öryggi,
með hervaldi þegar þörf krefur.
Það er vítavert ábyrgðarleysi af
hálfu annarra stórþjóða að láta
Bandaríkjamenn eina um að
stöðva glæpahunda eins og Sadd-
am Hussein og leyfa Sameinuðu
þjóðunum að koðna niður í áhrifa-
leysi vegna ofuráherslu á að aldrei
megi grípa inn í innri mál aðild-
arríkis með valdi. Grimmir harð-
stjórar eins og Castro og Gaddafi
komast enn upp með að þykjast
vera menn en ekki ómenni.
En hvernig er hægt að fá lög-
regluvaldið í hendur þeim sem
ráða yfir tækjunum til að halda
uppi lágmarksreglu, hvernig er
hægt að þvinga fram aukin áhrif
stórveldanna á kostnað smáþjóð-
anna í fuglabjarginu? Einfaldast
væri sennilega að stokka algerlega
upp öryggisráð Sameinuðu þjóð-
anna og hafa þá að leiðarljósi veru-
leikann en láta draumana um heim
þar sem öll dýrin í skóginum eru
vinir ekki villa sér sýn.
Kofi Annan, framkvæmdastjóri
SÞ, segir að samtökin standi á
tímamótum eftir Íraksstríðið og
brýn þörf sé á endurskipulagningu
sem taki mið af gerbreyttum
heimi frá því að þau voru stofnuð
1945. Nú hafa fimm ríki fast sæti
og neitunarvald í öryggisráðinu og
tíu ríki að auki eru kosin þar til
setu um nokkurra ára skeið í senn
en hafa ekki neitunarvald. Ef Evr-
ópusambandinu tekst einhvern
tíma að klambra saman utanríkis-
og varnarstefnu er eðlilegast að í
nýju, fámennara öryggisráði yrðu
Bandaríkin, Evrópa, Indland og
Kína. Vegna stærðar og legu
Rússlands og efnahagsmáttar
Japans má færa rök að því að í
nýju öryggisráði eigi að sitja alls
sex fulltrúar. Þau verða öll að hafa
neitunarvald, ella myndi eitthvert
ríkjanna á endanum neita að hlíta
meirihlutaákvörðun og þá fengi
ráðið hægt andlát. Veruleikinn
gæti verið betri en svona er hann.
Einhver rís nú upp á afturlapp-
irnar og segir að SÞ séu samtök
sjálfstæðra ríkja og eðlilegt sé að
þau hafi öll eitthvað um öryggis-
mál heimsins að segja. Nær væri
að fella niður neitunarvaldið og
fjölga í öryggisráðinu. En hér skal
spurt hvort markmiðið með starfi
ráðsins sé ræðuhöld fremur en að
tryggja öryggi og sameinast um
viðbrögð þegar viðvaranir og
skammir duga ekki.
Sumum finnst að nauðsynlegt
sé fyrir smáþjóðir að geta þóst
hafa afgerandi áhrif á heimsfrið-
inn. Ekki skal gert of lítið úr sið-
ferðislegu aðhaldi sem smáþjóð-
irnar geta veitt ósvífnum
ráðamönnum í Kína, Indlandi eða
Rússlandi, löndum þar sem ann-
aðhvort ríkir ekkert lýðræði eða
mjög takmarkað. En gagnrýnin á
betur heima á allsherjarþinginu.
Öryggisráðinu ætti að breyta í
samráðsvettvang þeirra sem ráða
í reynd og líklega best að hafa
fundina þar lokaða fjölmiðlum; þá
yrði minna um innantóman áróður
í yfirlýsingunum.
Einhver gæti spurt hvort það sé
ekki óraunsæi að halda að sex
stórveldi geti komið sér saman um
að tryggja öryggi í heiminum. En
þá er margs að gæta. Mestu and-
stæðurnar í öryggisráðinu yrðu
sennilega milli Kína og Bandaríkj-
anna vegna harðstjórnarinnar í
fyrrnefnda landinu en á hinn bóg-
inn verður að minna á að við-
skiptatengsl milli ríkjanna tveggja
eru orðin geysimikil og vaxa hratt.
Þar eru því sameiginlegir snerti-
fletir. Öll eiga ríkin sex það sam-
eiginlegt að ógnin sem steðjar að
heimsfriði er nú af öðrum toga en
hún var. Þau eru á vissan hátt öll í
sama bátnum.
Ógnin við heimsfrið stafar nú
ekki síst af því að mörg bláfátæk
ríki í þriðja heiminum eru að
breytast í óskapnað. Þau eru ófær
um að halda uppi lögum og reglu,
mistekst að stemma stigu við
mannfjölgun og geta ekki haft
hemil á glæpasamtökum sem
stundum flagga pólitísku flaggi,
eins og til dæmis í Líberíu. Rík-
isvald í hefðbundnum skilningi er
að leysast upp í umræddum lönd-
um. Hryðjuverkahópar hreiðra
þar um sig og leggja þau jafnvel
undir sig, eins og reyndin varð í
Afganistan þegar Osama bin Lad-
en keypti talibanana. En örygg-
isráðið gæti virkjað þekkingu og
reynslu SÞ til að taka að sér vel-
viljaða umboðsstjórn í umræddum
löndum í nafni heimsbyggð-
arinnar. Samtökin gætu smám
saman byggt þar upp siðað sam-
félag og réttarríki. Stórveldin
myndu annast löggæsluna.
Sagt er að nýjar hættur geti
skerpt mönnum sýn. Fámennir
hryðjuverkahópar gætu jafnvel
einhvern tíma í framtíðinni komið
stórveldi á kné, sundrað innviðum
þess með gereyðingarvopnum eða
tölvuárásum. Þrátt fyrir stærðina
eru stórveldi og einnig risaveldið
Bandaríkin berskjölduð fyrir slík-
um hættum – nema þau vinni sam-
an.
Eflum nú
stórveldin
Öryggisráðinu ætti að breyta í samráðs-
vettvang þeirra sem ráða í reynd og lík-
lega best að hafa fundina þar lokaða
fjölmiðlum; þá yrði minna um innan-
tóman áróður í yfirlýsingunum.
VIÐHORF
Eftir Kristján
Jónsson
kjon@mbl.is
EINU sinni fyrir langa löngu á
árinu 1914 var stofnað lítið skipa-
félag til að bjarga umkomuleysi
þjóðarinnar við
flutninga til og frá
landinu. Það var
nefnt Eimskipafélag
Íslands hf. því að þá
voru aðeins til gufu-
skip eða eimskip.
Landsmenn voru þá
svo aumir að þeir urðu að leita á
náðir landflótta Íslendinga í Vest-
urheimi til að geta stofnað þetta fé-
lag og komið því á legg. Lengi áttu
Vestur-Íslendingar menn í stjórn
Eimskips, og komu löngum fulltrú-
ar þeirra til landsins til að sitja að-
alfundi félagsins. Þeir urðu þó um
síðir þreyttir á þessu og seldu sinn
hlut til ríkisins á spottprís. Seinna,
þegar Íslendigar höfðu lítillega rétt
úr kútnum eftir síðari heimsstyrj-
öldina komu svonefndir íslenzkir
athafnamenn til skjalanna og
keyptu upp gamalt hlutafé Eim-
skips á sömu spottprísunum þar til
þeir höfðu náð fullum tökum á
hlutafé félagsins og stóðu þau upp-
kaup yfir fram á lok sjöunda ára-
tugs síðustu aldar.
Eftir að Eimskip hafði losað sig
við samkeppni með gjaldþroti Haf-
skips hf. 1989 og í kjölfarið Útvegs-
bankans hf. sem Framsókn studdi
að venju á Alþingi, hefir vegur
Eimskips farið stöðugt vaxandi,
enda hafa þeir verið einráðir um
ákvörðun allra flutningataxta til
landsins síðan. Samskip hf. hafa
síðan siglt góðum byr í skjóli
verndar af háum flutningatöxtum
Eimskips. Eftir að lögin um einka-
hlutafélög voru sett árið 1994, hefir
Eimskip síðan stofnað níu einka-
hlutafélög, en einkenni þeirra er að
Eimskip á allt hlutafé þeirra og að-
eins stjórnarmönnum í Eimskip er
heimill aðgangur að upplýsingum
um rekstur þeirra. Þannig veit
enginn nema stjórnarmenn í Eim-
skip hvaða millifærslur frá Eimskip
hafa átt sér stað til þessara einka-
hlutafélaga á liðnum árum. Þannig
er t.d. ekki vitað hvaðan Burðarás
ehf. hefir fengið allt sitt fé til
kaupa á margvíslegum eignum
þessa einkahlutafélags.
Reykjavíkurborg
í hafti hugarfarsins
Nú skýrir Mbl. frá því að Eim-
skip hafi sótt um að byggja nýjar
höfuðstöðvar félagsins á bílaplan-
inu austan Pósthússtrætis og því
hafi verið vel tekið af bæjarráði.
Vitlausari tillaga hefir ekki sést
síðan Þorsteinn Pálsson staðsetti
Hæstarétt á byggingarlóð Stjórn-
arráðsins en hann hefir verið land-
flótta síðan. Nýjar höfuðstöðvar
Eimskips gætu verið staðsettar
hvar sem er í bænum, en eðlilegast
væri að hafa þær í grennd við
Sundahöfn. Stjórnendur Reykjavík-
urborgar eru í eilífum vanda út af
uppbyggingu Miðbæjarins sem þeir
telja að sé aðeins í Kvosinni. Þeir
sýnast aldrei sjá lengra nefi sínu.
Stórt bílageymsluhús
fyrir Kvosina
Bílastæðavandinn í Kvosinni
verður ekki leystur nema með
stóru bílastæðahúsi. Kvosin er að-
eins lítið svæði, og bílahús á þess-
ari lóð austan Pósthússtrætis er
upplögð lausn á vandanum. Lóðin
er utan fluglínu á Reykjavík-
urflugvelli og því unnt að byggja
þarna hátt, t.d. tvær hæðir í kjall-
ara fyrir bílageymslur, næstu tvær
hæðir fyrir verzlanir og skrifstofur,
og síðan t.d. sex hæðir fyrir lang-
tímabílageymslur, en síðan mætti
og ætti að loka öllum öðrum bíla-
stæðum í Kvosinni, banna þar allar
bílastöður á götunum og byggja
hús á núverandi opnum bílastæða-
lóðum. Menn verða að varast að
vinna sér ekki til óþurftar. Ekki
veldur sá er varar.
Vandræðabarn þjóðarinnar
Eftir Ønund Ásgeirsson
Höfundur er fyrrverandi forstjóri.
NÚ ER rætt um að „úrelda“ sláturhús á Kópaskeri, Vopnafirði og á
Fosshóli. Keyra lömbum lengri leið, stressa kjötið, fleiri marbletti,
borga meiri akstur, meiri þungaskatt og slátra í sláturhúsi sem skuld-
ar milljarða – „til að auka hagræðingu“.
Þegar „hagræðing“ heyrist hrekk ég við, að öðru leyti
er ég góður á taugum. Dýralæknar EB virðast svo
drullusvekktir út af salmonellu og kamfýlobakter í kjúk-
lingum og svínum að þeir heimta að slátrun fjallalamba
fari fram eins og heiðarlömbin séu smituð þessum bakt-
eríum!
Í Grikklandi – sem er í EB – virðist enginn hafa hug-
mynd um reglugerðir dýrulækna EB. Á Krít er ferskt lambakjöt og
ferskur fiskur selt hlið við hlið á mörkuðum – inni og úti (bannað hér-
lendis). Á innimörkuðum er galopið í allar áttir (bannað hérlendis) og
engar hurðir, bara járnrimlar. Gólfið á þessum mörkuðum er malbik
(bannað hérlendis) og vinalegir kettir að sníkja í matinn. Af hverju er
allt morandi í öfgum hérlendis en menning Grikklands fær að blómstra
– í EB? Kjöt var höggvið á harðviðarhnalli (bannað hér). Í næsta bás,
opið á milli (bannað hér), var fisksali að selja ferskan fisk ísaðan í tré-
kössum (bannað hér). Greitt var með evrum sem settar voru í trékassa
ofan á einum fiskikassanum (engin sjóðsvél!). Garðyrkjubændur seldu
grænmeti og ávexti beint sjálfir á þessum mörkuðum – borgað í tré-
kassann! Allt framkallaði þetta stemmingu sem var sérstök, menning
þessa lands – beint í æð. Enginn virtist hafa áhyggjur af dýralæknum
EB. Ég borðaði bæði fisk og lambakjöt – eflaust keypt á þessum mörk-
uðum – sem bragðaðist frábærlega.
Á hvaða leið erum við svo hér heima á Fróni? Eru reglugerðir EB
heilagri en rótgróin íslensk sveitamenning? Má fórna íslenskri sveita-
menningu á altari duttlunga dýralækna EB? Má ekki alveg eins ræða
að snúa þessari þróun við – og fjölga sláturhúsum? Bændur geta vel
slátrað sjálfir og selt afurðir sínar – merktum héraðs-, bæjar- eða
fjallamerkjum. Bændur verða að hætta að vera fórnarlömb í eigin
gæðaframleiðslu og fá svo bara afganginn – 1⁄3 eða jafnvel ekkert! Allir
aðrir hirða sitt á þurru! Bændur eru duglegt fólk sem fara létt með að
þróa lítil og ódýr sláturhús – t.d. úr notuðum frystigámum – klæddum
ryðfríu stáli að innan. Ryðfrítt stál hlýtur að duga dýralæknum EB.
Varðandi ríkisstyrki til bænda hérlendis, þá eru þeir ekkert meiri en
í EB! Við látum ekki EB múta okkur með skitnum silfurpeningum –
eða niðurgreiddu salmonellufóðri til svína og kjúklingaræktar – til að
rústa rótgóinni íslenskri sveitarmenningu?
Það er eðlilegt að strangar reglugerðir EB gildi um slátrun búfén-
aðar sem er sífellt með skitu af salmonellu eða kamfýlobakter. En að
gera sömu kröfur um slátrun ósýktra heiðarlamba er lítið faglegt.
Hvað með hrefnuskurð á sjó sem fær „vottun“! Hreindýrakjöt – skotið
á fjalli – fær „vottun“. Heiðagæsir, svartfugl, svartfuglsegg o.fl fær
„vottun“. Allt er þetta svo selt í sama kjötborðinu í Hagkaup! Eru þetta
bæði kindarlegar og sauðheimskar reglugerðir frá EB?
Kindarlegar reglugerðir
Eftir Kristin Pétursson
Höfundur rekur fiskverkun.
HALLDÓR Ásgrímsson utan-
ríkisráðherra hefur mikinn hug á
að koma fulltrúa í öryggisráð Sam-
einuðu þjóðanna.
Hann telur að þessi
herlausa þjóð, með
þessa herskáu
stjórn, muni á ein-
hvern hátt efla ráð-
ið. Þó virðist hann
hafa veður af því,
að litið sé á Ísland
sem leppríki Bandaríkjanna í kjöl-
far stuðningsyfirlýsingar rík-
isstjórnarinnar við innrás í Írak.
Þetta viðhorf þeirra at-
kvæðabæru þjóða, sem andvígar
voru innrásinni, mun ekki auka lík-
ur þess að Íslendingar fái nægan
stuðning til að ná sæti í örygg-
isráðinu. Utanríkisráðherra, hins-
vegar, reynir að fela þessa raun-
verulegu ástæðu þess hversu
umsókn Íslands í öryggisráðið er á
fótinn, með því að benda á að þró-
unaraðstoð Íslands er langt undir
því sem gerist í tilgreindum Evr-
ópulöndum, og að aukning þar á
muni auka líkur til þess að Ísland
fengi nægan stuðning til að koma
hinum langþráða fulltrúa utanrík-
isráðherra í ráðið.
Máli sínu til stuðnings tíundar
ráðherra að Ísland sé rík þjóð, og
því beri okkur skylda til að styðja
við bakið á þeim þjóðum, sem ekki
eru eins lánssamar. Þetta hefur
honum sjálfsagt verið efst í huga
þegar hann samþykkti auknar
álögur á nauðsynjavörur nú í upp-
hafi þings, álögur á almenning,
sem væntanlega duga til að bæta
fyrir tekjumissi ríkisins vegna af-
náms hátekjuskattsins.
Sjái einhver hræsni í þessu, þá
ættu þau sömu að sjá hræsnina
sem felst í því að tala um aukningu
á þróunaraðstoð til ríkja sem vel
eru til landbúnaðar fallin, á sama
tíma og reistir eru tollamúrar í
kringum öll helstu markaðssvæði
þeirra, sem koma í veg fyrir að
þau geti nokkurn tíma auðgast af
því sem þau gera best.
Vestrænar þjóðir hafa kerf-
isbundið haldið þróunarlöndunum
niðri með verndartollum og nið-
urgreiðslu á eigin framleiðslu.
Evrópusambandið, sem dæmi, er
ekkert annað en bandalag, sem
stofnað var af hinum upprunalegu
nýlenduherrum, sem lögðu undir
sig heilu álfurnar, og mergsugu
svo lengi sem þeir komust upp
með það. Nú koma þessar sömu
þjóðir í veg fyrir fjárhagslegt
sjálfstæði þessara fyrrverandi ný-
lendna, og uppbyggingu þeirra á
eigin afurðum með því að slá upp
skjaldborg verndartolla í kringum
sig.
Þá er svokölluð þróunaraðstoð
með fjárframlögum bæði gulrót og
svipa í senn. Þær þjóðir, sem eru
háðar erlendum fjárframlögum,
vegna þess að þær eru ekki sjálf-
bærar, búa ætíð í skugga þess að
missa þessi fjárframlög, hvort sem
það er vegna þess að þær komu
ekki í veg fyrir einhver voðaverk,
eða einfaldlega vegna þess að þær
kusu ekki rétt í einhverju alþjóða-
máli, eins og hvalveiðum.
Ef Íslendingar vilja vera í fram-
varðarsveit þeirra þjóða, sem vilja
búa þróunarlöndunum sem besta
framtíð, þá á Ísland að ríða á vaðið
með frjálsan innflutning á land-
búnaðarafurðum frá þróunarlönd-
unum, og hvetja önnur lönd til að
gera slíkt hið sama.
Þau áhrif sem það mun fyr-
irsjáanlega hafa á íslenskan land-
búnað verða sársaukafull fyrir
bændastéttina til skemmri tíma lit-
ið, en þess ánægjulegri fyrir alla
neytendur í landinu. Ádeila á fyr-
irkomulag landbúnaðarstefnu Ís-
lands er efni í fleiri pistla, og verð-
ur ekki rakin hér.
Þróunar-
aðstoð og
ánauð
Eftir Sigurð Inga Jónsson
Höfundur er í miðstjórn
Frjálslynda flokksins.