Morgunblaðið - 07.10.2003, Síða 36
MINNINGAR
36 ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Ásdís Ragnars-dóttir fæddist á
Hlíð í Álftafirði við
Ísafjarðardjúp 8.
febrúar 1950. Hún
andaðist á heimili
sínu á Akranesi 29.
september síðastlið-
inn. Foreldrar henn-
ar voru Ragnar
Steindór Helgason, f.
26.9. 1900, d. 22.7.
1979, og Pálína Val-
gerður Þorsteins-
dóttir, f. 2.6. 1914, d.
14.1. 1999. Systkinin
voru níu talsins: 1)
Helga Ragnheiður Hólmfríður, 2)
María Erla, 3) María Erla Svan-
hildur, 4) Þorsteinn Bjarni, 5) Jón
Guðmunds, 6) Þóra Jóhanna, 7)
Ásdís, 8) Bragi og 9) Kjartan.
Látin auk Ásdísar eru María Erla
og Þorsteinn Bjarni.
Ásdís giftist 30. ágúst 1969
Hjalta Samúelssyni vélvirkja, f. á
Hrafnabjörgum í Ögurhreppi
29.8. 1945. Foreldrar hans voru
Samúel Guðmundur
Guðmundsson, f.
9.7. 1906, d. 30.9.
1958, og Hildur
Hjaltadóttir ljós-
móðir, f. 22.7. 1909,
d. 29.8. 1981, bænd-
ur á Hrafnabjörg-
um. Ásdís og Hjalti
eignuðust fjögur
börn. Þau eru: 1)
Bjarni Þór, kvæntur
Sigrúnu Gísladóttur
og eiga þau þrjár
dætur, Ásdísi Rún,
Ólöfu Lilju og
Söndru Björk, 2)
Sveinbjörn Reyr, kvæntur Guð-
nýju Ósk Stefánsdóttur og eiga
þau þrjár dætur, Stefaníu Sól,
Rögnu Dís og Agnesi Rós, 3)
Hildur, gift Kristjáni Þór Guð-
mundssyni og eiga þau eina dótt-
ur, Heiði Dís. 4) Hjalti Sigurvin,
lést ungur.
Útför Ásdísar fer fram frá
Akraneskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
Mamma var mér ein dýrmætasta
og kærasta manneskja sem ég hef
átt að. Söknuðurinn er því mikill og
sár. Margar minningar hafa streymt
í gegnum hugann á síðustu vikum,
eins og t.d. árin á Höfðabrautinni,
flutningurinn upp á Furugrund,
ferðalögin, unglingsárin og stund-
irnar í kringum barnabörnin. Þá
voru sumrin á Litla bæ og í hjólhýs-
inu ógleymanleg. Mamma var ein-
stakur trúnaðarvinur, átti margar
góðar vinkonur sem hún kynntist
víða í gegnum árin. Var alltaf já-
kvæð, með sitt jafnaðargeð og bjart-
sýn á lífið og tilveruna. Það vafðist
heldur ekkert fyrir henni af því sem
hún tók sér fyrir hendur. Hún átti
og hélt glæsilegt heimili, var mikil
blómakona, ótrúleg í sauma- og
prjónaskap, enda prýddu barna-
börnin glæsikjólar og prjónaföt á
tyllidögum. Þá elskaði hún að vera
úti í náttúrunni. Þó var sveitin henn-
ar, Hlíð í Álftafirði, með fjallið Kofra
í grunninn alltaf henni kærust.
Veikindin gerðu fyrst vart við sig
1992 og náði hún sér upp úr þeim á
rúmu ári. Þegar veikindin greindust
síðan aftur snemma á árinu 2000 tók
sama æðruleysið við og áður. Henni
tókst alltaf að halda reisn sinni í
veikindunum, baráttuþrekið virtist
óþrjótandi.
Pabbi, þú varst mömmu alltaf
sannur og varst eins og hún sagði
sjálf „sönn hetja“ þegar þú sinntir
henni síðustu vikurnar. Elsku
mamma, þú verður alltaf skærasta
ljós minninga minna, þinn
Bjarni Þór.
Elsku mamma og tengdamamma,
það er svo sárt að þurfa að kveðja
þig. Betri manneskju er vart hægt
að finna. Þú varst svo mikill vinur í
raun, alltaf gátum við leitað til þín
með allt sem við þurftum að leysa
eða þá bara til að fá bros á vör. Þú
varst svo mikill mannvinur og allir
voru jafningjar fyrir þér.
Þér þótti svo gaman að vinna í
garðinum þínum og í sumar komu
Stefanía Sól og vinir hennar til að fá
að hjálpa til. Alltaf tókstu þeim sem
bestu vinum þínum og þau tala
endalaust um það hvað það var
skemmtilegt að koma, því alltaf
gerðir þú eitthvað skemmtilegt með
þeim.
Stelpurnar leituðu mjög mikið til
þín, það sýnir bara hversu yndisleg
amma þú varst, þú gafst þeim tíma
og bakaðir, prjónaðir og söngst með
þeim. Við eigum eftir að sakna þín
svo mikið. Við viljum þakka þér all-
ar þær frábæru samverustundir
sem við fjölskyldan höfum átt, þær
eru ómetanlegar, og öllum þeim
yndislegu minningum sem við eigum
um þig munum við deila með stelp-
unum okkar.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Minning þín er ljós í lífi okkar.
Guð geymi þig.
Sveinbjörn og Guðný.
Elsku mamma mín, mikið er þetta
sárt og ósangjarnt að þú skulir vera
tekin burt úr þessu lífi svona ung og
lífsglöð.
Það er þó hægt að ylja sér við það
að við áttum svo margar góðar
stundir saman og betri vinkonu en
þig er ekki hægt að eiga. Þú varst
bæði yndisleg og ástrík móðir og
frábær vinkona. Ég gat sagt þér allt
og vissi alltaf að að þú geymdir öll
leyndarmálin okkar eins og fjársjóð,
aldrei varst þú hneyksluð á ein-
hverju, þú fannst alltaf það rétta í
öllu, talaðir aldrei illa um fólk og
kenndir manni að virða náungann
og reyna að sjá það góða í öllum.
Þetta ætla ég að reyna að geyma í
brjósti mínu alla tíð.
Ég vil einnig fá að þakka þér fyrir
allt sem þú saumaðir og prjónaðir
handa mér, alla jólakjólana sem ég
fékk í gegnum árin gullfallega og
marga á ég enn. Einnig prjónuðu
peysurnar, útsauminn, harðangur-
inn og bútasauminn sem voru allt
listaverk frá þér og ekki má gleyma
þegar við Kristján giftum okkur 1.
september 2001 þá saumaðir þú
slörið mitt og heklaðir þá fallegustu
kórónu sem ég hef séð, þetta á ég
allt til minningar um þig. Þær voru
dýrmætar stundirnar sem við sátum
saman og gerðum handavinnu,
föndruðun jólakort, hlógum og
spjölluðum saman.
Einnig vil ég þakka þér fyrir allar
ferðirnar okkar vestur til pabba þar
sem hann var við vinnu og einnig til
Súðavíkur í Álftafjörðinn þinn, þann
stað sem þér fannst einn sá falleg-
asti á landinu. Það voru margar sög-
urnar sem þú sagðir mér af uppvexti
þínum á Hlíð þegar þið krakkarnir
fóruð á hestum inn í fjarðarbotninn
og áttuð ógleymanlegar stundir
saman.
Ekki má heldur gleyma góðu
stundunum sem við áttum í hjólhýs-
inu okkar, þar sem við héldum til á
sumrin til þess að geta verið nær
pabba. Þá steiktir þú fiski- og kjöt-
bollur, bakaðir og fékst að stinga í
frysti hjá Vegagerðinni. Þessum
tíma gleymi ég aldrei, fyrir barn að
geta leikið sér frjálst út í nátt-
úrunni, hafa mömmu alltaf til staðar
er fjársjóður sem ég bý alltaf að.
Elsku mamma, þú áttir margar
góðar stundir í sumar og við fórum
meðal annars okkar langþráðu ferð í
Aðalvík, sá dagur er ógleymanlegur
og ekki spillti veðrið fyrir.
Þú barðist af æðruleysi við þenn-
an erfiða sjúkdóm, þú sagðir alltaf
„ég vil ekki láta líf mitt snúast um
veikindi mín“, það tókst þér svo
sannarlega, aldrei kvartaðir þú og
þó að maður vissi að þér liði ekki
alltaf vel þá þurfti maður oft að
minna sig á að þú værir veik því þú
gast hreinlega látið mann gleyma
því, það segir hversu sterkur per-
sónuleiki þú varst.
Því var það mikið högg er þú
kvaddir þennan heim, ég veit eins
og við töluðum um að maður verður
aldrei tilbúinn að missa einhvern,
hvað þá í blóma lífsins. Það er svo
sárt að hugsa um að litla Heiður Dís
mun ekki fá að þekkja þig en ég
ætla að vera dugleg að segja henni
frá þér og hún var svo heppin að fá
yndislega fallega prjónuð föt frá
þér, þau munum við varðveita.
Elsku mamma, við pössum pabba,
umvefjum hann kærleika og hlýju af
bestu getu, þið voruð svo frábær
saman, eins og einn maður, það sást
nú einna best í veikindunum þegar
erfiðir tímar komu hvað hann var
þér góður, þú sagðir að hann væri
besta hjúkka sem hægt væri að
hugsa sér, betra hrós er varla hægt
að fá.
Guð varðveiti sálu þína, elsku
mamma mín, ég veit að við hittumst
aftur. Þín dóttir
Hildur.
Elsku Dísa.
Mig langar til að þakka þér fyrir
frábær kynni síðastliðin 13 ár. Ég
kveið því mjög að hitta þig fyrst, þá
sem kærastan hans Bjarna Þórs. En
frá fyrstu stundu komstu fram við
mig eins og vinkonu þannig að mér
leið alltaf vel í návist þinni. Þú hafð-
ir einstakan hæfileika til að hafa
gott og skemmtilegt andrúmsloft í
kringum þig. Þó að þú veiktist alvar-
lega 1992 þá breyttist þetta ekki.
Hvernig þú barðist við sjúkdóminn
þá og nú var aðdáunarvert. Aldrei
heyrðist þú kvarta, heldur tókstu
hvern dag fyrir í einu og þakkaðir
fyrir hvern dag. Eftir harða baráttu
tókst þér að sigra í bili. Síðan tóku
við sjö góð ár án sjúkdómsins. Á
þeim árum eignaðist þú fimm barna-
börn, allt stelpur, og eftir að þú
veiktist aftur hafa bæst tvær telpur
við. Árið 2000 tók sjúkdómurinn sig
upp aftur, sem var mikið áfall, en
aftur barðist þú af æðruleysi allt þar
til yfir lauk.
Þú varst amma af lífi og sál og var
umhyggja þín öllum ljós enda dýrk-
uðu þær þig allar, eins og við öll, og
þín er sárt saknað. Okkar dætur
héldu allt þar til þú lést að ef þær
bæðu bara Guð nógu vel myndi
hann ekki taka þig frá okkur. En því
miður dugði það og þín hetjulega
barátta ekki til. Og nú reyna þær að
hugga sig við að nú eigi þær sinn
einkaengil hjá Guði.
Takk fyrir allt elsku Ásdís, þín
tengdadóttir
Sigrún.
Á stundu sem þessari sækja á
mann ótal spurningar án svara. Það
er erfitt, ef það er þá nokkurn tím-
ann hægt, að sætta sig við að missa
einhvern sér nákominn. Það eina
sem maður getur huggað sig við er
að hafa notið þeirra forréttinda að
kynnast manneskju eins og Ásdísi.
Þar fór kona með einstaka lífssýn. Á
erfiðum tímum stóð hún ætíð keik,
með heilbrigða hugsun og einstakt
baráttuþrek og vilja.
Það rökkvar óneitanlega þegar
slokknar á svo skæru ljósi en allar
björtu minningarnar henni tengdar
eru fjársjóður í huga allra sem til
hennar þekktu.
Elsku Ásdís, ég þakka fyrir góðan
en allt of stuttan tíma. Minning þín
lifir með okkur um ókomin ár.
Kristján Þór.
Elsku systir mín.
Það var fallegur dagur, er þú
kvaddir þennan heim, sólin skein og
haustið skartaði sínum fegurstu lit-
um. Mikið er ég rík að hafa átt þig
sem systur. Það var stutt á milli
okkar í árum talið, aðeins 15 mán-
uðir. Vorum við nánast eins og tví-
burar, alltaf eins klæddar og mjög
samrýndar.
Þær eru margar minningarnar
sem fara í gegnum huga minn er ég
rita þessar línur. Fyrsta minningin
mín um þig er haustið 1951, við vor-
um háttaðar og sváfum í sama rúmi
enda systkinahópurinn stór. Þá kom
stóra kisan okkar, hoppaði upp á
sængina og gerði allar þarfir sínar.
Þú reist upp í rúminu, horfðir fast á
mig og sagðir „döfullinn dóa, kött-
urinn skeit á sængina“. Önnur
minning, þú fjórtán ára, ég fimmtán.
Við vorum að fara á ball á Ísafjörð,
þetta var í júní og það varð að
mjólka kýrnar sem þá gengu úti. Við
vorum seinar fyrir og flýttum okkur
mikið, hún Skjalda sem þú mjólk-
aðir var óróleg og sparkaði stans-
laust í fötuna þína. Þolinmæði þín
var á þrotum, þú sagðir: „Ég er
hætt að mjólka þig og þetta skalt þú
hafa“ og þar með helltir þú úr föt-
unni yfir hausinn á Skjöldu. „Þóra
flýttu þér, Einar og Bjössi bíða eftir
okkur,“ það voru bræðurnir frá
Minnidal sem tóku okkur með á
böllin sem þá byrjuðu klukkan 21.
Elsku systir, þú varst hetja, það
sýndir þú í þinni löngu baráttu, því-
líkt æðruleysi og ekki varstu að
kvarta, ónei. Alltaf var verið að
hugsa um aðra og máttir þú aldrei
neitt aumt sjá, þar varst þú alltaf
boðin og búin.
Elsku Dísa mín, þakka þér allt
sem þú gerðir fyrir mig, dætur mín-
ar og barnabörn. Öll eiga þau eitt-
hvað sem þú saumaðir handa þeim.
Þá er komið að leiðarlokum, elsku
Hjalti, Bjarni, Svenni, Hildur, Sig-
rún, Guðný, Kristján og allar ömmu-
stelpurnar sjö, megi góður guð
styrkja ykkur í þessari miklu sorg.
Þín elskandi systir
Þóra Jóhanna Ragnarsdóttir.
Elsku Dísa.
Ég þakka þér samfylgdina sl. 27
ár. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi
að kynnast þér þegar ég var barn,
þegar þú komst vestur eins og far-
fuglarnir á vorin. Það var hluti af
vorkomunni að fá þig í heimsókn,
fyrst með tvo stráka og síðan með
lítið stelpuskott til viðbótar. Seinna,
þegar ég kom á Akranes, var heimili
ykkar Hjalta ávallt opið mér ef mig
vantaði einhverja aðstoð eða bara
félagskap. Þú reyndist mér sem
móðir og tókst drengjum mínum
eins og þeir væru þín fyrstu barna-
börn. Ég er þakklát fyrir allar
ánægjustundirnar sem við áttum og
fyrir alla þá aðstoð og hlýju sem þú
veittir mér og mínum. Nú hefur þú
kvatt að hausti, eins og farfuglarnir
forðum, megi þér líða sem best á
nýjum stað.
Ber við hjarta blóðug sár,
burt er að hverfa skíman,
ei skal fella tregatár,
tekur enda glíman.
(Ragnar S. Helgason.)
Hvíl í friði elsku vinkona. Minning
þín lifir í hugum okkar.
Pálína Pálsdóttir.
Það bíður okkar bak við dauðans haf
hið bjarta land, sem trúarvissan gaf
og þar er ekki þjáning lengur til
né þyrnibraut við il.
Að láni fenginn lífsins neisti er.
Til landsins bjarta hann við andlát fer
og vinir koma þar með hjálparhönd
á hinni miklu strönd.
Úr sorgarfjötrum sálin verður leyst,
á sigur yfir broddi dauðans treyst
og gengið fram í gleði yfir því
að geta sést á ný.
Elsku Ásdís.
Við þau þáttaskil sem nú eru orð-
in þegar þú ert ekki lengur hjá okk-
ur rifjast upp svo ótalmargar minn-
ingar frá góðum og glöðum stundum
liðinna ára. Vinátta okkar hófst þeg-
ar við unnum á sama vinnustað fyrir
tuttugu árum og hefur haldist alla
tíð síðan. Oft var farið milli húsa og
setið við handavinnu og spjallað
saman. Stundum fórum við til
Reykjavíkur og röltum Laugaveg-
inn eða í Kringluna, settumst á
kaffihús og nutum dagsins.
Ógleymanleg er haustlitaferðin
sem við fórum til Þingvalla fyrir ári
síðan, þá skartaði náttúran svo
sannarlega sínu fegursta. Þetta eru
perlur í minningasjóð.
ÁSDÍS
RAGNARSDÓTTIR
HALLFRÍÐUR JÓNSDÓTTIR
frá Undralandi,
lést á Landspítala Fossvogi að kvöldi föstu-
dagsins 3. október.
Guðbjörg Guðjónsdóttir,
Elsa Bjarnadóttir,
Sigurður Jónsson.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
SIGRÍÐUR STEFÁNSDÓTTIR
frá Geithálsi
í Vestmannaeyjum,
lést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja föstu-
daginn 3. október.
Útförin fer fram frá Landakirkju laugardaginn
11. október næstkomandi kl. 14.00.
Ragnheiður Einarsdóttir, Guðjón R. Rögnvaldsson,
Aðalheiður Einarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
ÞÓRHALLUR ÁRNASON
fyrrum bóndi
á Veðramóti,
lést á hjúkrunarheimilinu Hlíð laugardaginn
4. október.
Dýrleif Ásgeirsdóttir,
Ásgeir Þórhallsson, Sigrún S. Baldursdóttir,
Jarþrúður Þórhallsdóttir, Halldór Gunnarsson,
Svanhvít Þórhallsdóttir,
Árni Þórhallsson, Ester Þorbergsdóttir,
Sigurvin Þórhallsson
og barnabörn