Morgunblaðið - 07.10.2003, Page 40
KIRKJUSTARF
40 ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
FYRIR nokkrum vikum birtist
grein um tvíærar plöntur. Í þeirri
grein var vikið að mislöngum líf-
tíma jurta. Við tölum um einærar
jurtir, tvíærar og fjölærar. Einær-
ar jurtir ljúka öllu vaxtarskeiði
sínu á einu ári, þær vaxa upp af
fræi, laufgast, blómgast og mynda
fullþroska fræ á einu sumri, það er
því ekki einstaklingurinn, sem lifir
af veturinn, heldur fræið, sem ber
með sér erfðaefni
plöntunnar áfram til
komandi kynslóða.
Þegar við sem dund-
um okkur við að
rækta blóm tölum
um einær blóm dett-
ur okkur oftast í hug
sumarblómin, sem
setja svo mikinn svip
á marga garða, bæði
einkagarða og al-
menn útivistarsvæði
í bæjum. En sumar-
blómin okkar þurfa
ekki endilega að
vera einær á upp-
runastað sínum þótt
þau séu það hjá okk-
ur, þau þola einfald-
lega ekki íslenskan vetur.
Tvíærar jurtir þurfa ekki endi-
lega að deyja eftir tvö ár frá því að
fræin spíra, þær geta lifað í all-
nokkur ár. Hins vegar deyja þær
að lokinni blómgun þegar fræið er
þroskað og efðaefnið getur borist
áfram. Fjölærar jurtir lifa eins og
nafnið bendir til í fleiri en eitt ár og
þær hafa þá sérstöðu að geta
blómgast oft án þess að láta sjálfar
lífið. En hvað þá með eilífðarjurtir,
er eitthvað til sem ber þá nafngift?
Þegar ég var telpa kom ég stöku
sinnum í hús eitt í Þingholtunum.
Húsráðendur voru töluvert við ald-
ur og sitthvað öðru vísi innan
stokks en ég átti að venjast. Í vasa
á smáborði voru blóm og ég tók eft-
ir að það voru alltaf eins blóm í vas-
anum. Loks gat ég ekki orða bund-
ist og hafði orð á þessum blómum.
„Þetta eru eilífðarblóm“ var mér
svarað og ég fékk að koma við
blómin. Og viti menn, þau voru allt
öðru vísi viðkomu en venjuleg
blóm, þau voru þurr og það skrjáf-
aði í þeim líkt og pappír. Eilífðar-
blómunum í Þingholtunum hef ég
ekki gleymt og ég sáði til þeirra
löngu seinna, þegar ég hafði eign-
ast minn eigin garð. Töframáttur
eilífðarblómanna minna var samt
einhvern veginn minni en þeirra í
blómavasanum í Þingholtunum;
svona er barnsminnið.
Ég fletti oft upp í Íslensku garð-
blómabókinni eftir Hólmfríði Sig-
urðardóttur. Í þessari bók er
fjallað um tvær ætt-
kvíslir körfublóma,
sólargull og sólvængi,
sem báðar hýsa jurtir,
sem svara til eilífðar-
blómanna í Þingholt-
unum. Þetta eru
körfublóm; sjálf blóm-
in eru lítil gul og pípu-
krýnd en körfureif-
arnar sem eru í
mörgum röðum eru
þurrar og pappírs-
kenndar og eru til í
mörgum litum, hvítar,
bleikar, gular, rauð-
gular eða hárauðar.
Heitin eilífðarfífill,
ódáinsfífill og eilífðar-
blóm vísa einmitt til
þess hve þurr blómin standa lengi.
Mín uppáhalds eilífðarjurt til-
heyrir þó hvorki sólargulli né sól-
arvængjum, þótt hún sé af körfu-
blómaættinni. Þetta er sannkölluð
glæsijurt sem heitir alpaþyrnir eða
Eryngium alpinum á latínu.
Eryngium-ættkvíslin er nokkuð
stór, innan hennar eru um 230 mis-
munandi tegundir og útbreiðslan
er vítt og breitt um heiminn. Þyrn-
arnir vaxa í Ameríku t.d. Mexíkó
og Argentínu, Asíu og í Evrópu,
meira að segja eru til villtar teg-
undir í Danmörku, en flestar teg-
undirnar vaxa umhverfis Miðjarð-
arhafið. Alpaþyrnirinn er einmitt
Evrópubúi eins og nafnið bendir
til, hann vex villtur í Alpafjöllum,
Júrafjöllum og fjallahéruðum
Júgóslavíu. Alpaþyrnir er hávaxin
planta og sérkennileg, verður allt
að 1 m á hæð. Laufblöðin eru hóf-
laga og tennt, á löngum legg og
vaxa í hvirfingu niður við jörð. Upp
úr þessari hvirfingu vex svo blóm-
stöngullinn sem ber líka laufblöð,
en þau eru legglaus og verða stöð-
ugt meira og meira skipt eftir því
sem ofar dregur á blómstönglin-
um. Blómin eru lítil, dökk á lit og
sitja mörg saman í blómskipun
sem kallast kollur. Kollurinn er
umluktur reifablöðum sem eru
aðalskrautið. Þessi reifablöð eru
stór en fíngerð og mjög mikið
skipt, minna einna helst á
kniplinga, oddmjó og stingandi við-
komu. Þau skipta litum eftir því
sem þau þroskast, eru fyrst eins og
silfurgræn og glansandi en verða
svo stálblá eða blágrá með aldrin-
um. Alpaþyrnirinn blómgast í
venjulegum sumrum í júlíbyrjun
og stendur síðan fram á vetur há-
leitur uns vetrarstormarnir tæta
hann í sig. Alpaþyrnirinn er því
einstök garðaprýði en hann er líka
stórgóður í blómvendi, vegna þess
hve hann stendur lengi. Það er
verst að maður lendir stundum í
sálarháska yfir hvort á að klippa
hann í vönd eða láta hann vera
kyrran á rótinni. Falli maður í
freistni og taki blóm inn í vasa má
afsaka sig með því að þegar önnur
blóm í vendinum fölna stendur
alpaþyrnirinn óhaggaður og held-
ur árum saman stálbláa litnum, ef
ekki skín sól á hann. Hann er því að
vissu leyti eilífðarblóm.
Nokkrar tegundir af þyrnum
eru ræktaðar á Íslandi, auk alpa-
þyrnis hef ég eignast flatþyrni og
fílabeinsþyrni. Báðir eru þeir fal-
legir, þótt alpaþyrnirinn beri af.
Fílabeinsþyrnirinn minn reyndist
aðeins tvíær þ.e. hann dó að lokinni
blómgun.
Þyrnarnir gera ekki sérstakar
kröfur til jarðvegs og alpaþyrnir er
langlíf jurt, minn er a.m.k. 20 ára
gamall. Hann er ekki frekur til
fjörsins, þannig að hann breiðir
ekki of mikið úr sér en gildnar þó
smátt og smátt. Best er að fjölga
honum með sáningu en þó má
skipta honum snemma vors og það
hef ég gert, stungið smáklípur utan
af. Hefði ég vitað að í flestum
blómabókum stendur að ekki skuli
reyna að skipta honum því hann er
með stólparót hefði ég sjálfsagt
ekki einu sinni gert tilraun í þá átt-
ina. Stundum kemur fáfræðin
manni til bjargar.
S. Hj.
Alpaþyrnir.
EILÍF BLÓM
VIKUNNAR
BLÓM
Um s j ó n S i g r í ð u r
H j a r t a r
502. þáttur
Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa
milli kl. 10–14 í neðri safnaðarsal kirkj-
unnar. Bæna- og fyrirbænastund kl. 12. Að
lokinni bænastund gefst þátttakendum
kostur á léttum hádegisverði. Allir vel-
komnir. Opinn 12 spora fundur kl. 19 í
neðri safnaðarsalnum. Allir velkomnir.
Grensáskirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl.
12.10. Orgelleikur, ritningarlestur, altaris-
ganga, fyrirbænastund. Léttur málsverður
á sanngjörnu verði að helgistund lokinni.
Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðsþjónusta
kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Eldri borgara
starf kl. 13. Leikfimi, súpa, kaffi og spjall.
Háteigskirkja, eldri borgarar. Pútt alla
morgna ef veður leyfir frá kl. 10. Félagsvist
mánudaga kl. 13, brids miðvikudaga kl.
13. . Þátttaka tilkynnist til Þórdísar í síma
511 5405.
Laugarneskirkja. TTT-starfið kl. 16:15.
(5.–7. bekkur). Umsjón Þorkell Sigur-
björnsson, Sigurbjörn Þorkelsson og Andri
Bjarnason. Fullorðinsfræðsla Laugarnes-
kirkju kl. 19:30. (Athugið breyttan fund-
artíma!) Í kvöld talar sr. Bjarni Karlsson um
hugsjón þjóðkirkjunnar í samfélagi nú-
tímans. Gengið inn um dyr bakatil á aust-
urgafli kirkjunnar. Þriðjudagur með Þor-
valdi kl. 20:30. Þorvaldur Halldórsson
leiðir lofgjörðina við undirleik Gunnars
Gunnarsonar á flygilinn og Hannesar Guð-
rúnarsonar sem leikur á klassískan gítar.
Gengið er inn um aðaldyr kirkju, eða komið
beint inn úr Fullorðinsfræðslunni.
Neskirkja: Fermingarfræðsla kl. 15:00.
Vetrarnámskeið. Litli kórinn – kór eldri
borgara kl. 16:30. Stjórnandi Inga J. Back-
man. Allir velkomnir. Alfa-námskeið kl. 19.
Seltjarnarneskirkja: Foreldramorgnar kl.
10–12. Kirkjuprakkarar kl. 16:00. Starf
fyrir 10–12 ára kl. 17:30.
Árbæjarkirkja. Kl. 10 foreldramorgnar í
safnaðarheimilinu. Kl. 15.30 TTT-starf
með tíu til tólf ára börnum í safnaðarheim-
ilinu. Kl. 15.30 TTT-starf með tíu til tólf ára
börnum í Ártúnsskóla.
Breiðholtskirkja. Bænaguðsþjónusta
með altarisgöngu kl. 19.30. Bænaefnum
má koma til sóknarprests í viðtalstímum
hans.
Digraneskirkja: Kirkjustarf aldraðra. Leik-
fimi ÍAK kl. 11.15. Léttur hádegisverður,
helgistund, samverustund og kaffi. Ung-
lingakór Digraneskirkju kl. 17–19.
KFUM&K fyrir 10–12 ára börn kl. 17–
18.15. Húsið opnað kl. 16.30. Alfa nám-
skeið kl. 19. (Sjá nánar www.digranes-
kirkja.is)
Fella- og Hólakirkja. Strákastarf fyrir
stráka í 3.–7. bekk kl. 16.30.
Grafarvogskirkja. Eldri borgarar. Opið hús
kl. 13.30. Helgistund, handavinna, spil og
spjall. Kaffiveitingar, alltaf eitthvað gott
með kaffinu. Kirkjukrakkar með börn á
aldrinum 7–9 ára kl. 17.30–18.30. Æsku-
lýðsfélag fyrir unglinga í 9. og 10. bekk í
Grafarvogskirkju kl. 20.
Hjallakirkja. Prédikunarklúbbur prestar kl.
9.15. Bæna- og kyrrðarstund kl. 18.
Lindakirkja í Kópavogi. Mömmumorgnar í
Safnaðarheimili Lindasóknar, Uppsölum
3, kl. 10–12.
Seljakirkja. Mömmumorgnar kl. 10–12.
SELA yngri deild kl. 20–22.
Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir 10–12
ára börn í safnaðarheimilinu Strandbergi,
Vonarhöfn frá kl. 17–18.30.
Víðistaðakirkja. Dagskrá fyrir 8–9 ára í
dag kl. 15.30–16.30. Dagskrá fyrir 10–12
ára (TTT) í dag kl. 17–18. Skemmtilegar
stundir fyrir hressa krakka. Æskulýðs-
félagið (Megas) heldur vikulegan fund kl.
19.30–21 í kvöld. Umsjón með starfi
þessara hópa hafa Anna Hulda Einarsdótt-
ir og Sigríður Rún Tryggvadóttir.
Fríkirkjan í Hafnarfirði. Kl. 16.30–18 er
opið hús fyrir 7–9 ára krakka. Kl. 20–22 er
opið hús fyrir unglinga 13–15 ára.
Vídalínskirkja. Opið hús kl. 13–16. Spilað
og spjallað. Nanna Guðrún mætt aftur eftir
frí galvösk að vanda.
Grindavíkurkirkja. Foreldramorgnar alla
þriðjudaga kl. 10–12.
Borgarneskirkja. Helgistund í kirkjunni kl.
18.30–19.
Þorlákskirkja. Fermingarfræðsla í dag kl.
13.40.
Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 15
kirkjuprakkarar, 6–8 ára krakkar í kirkj-
unni. Við höldum áfram með bænabókina
og bætum einni bæn á bænasnúruna. Bú-
in verða til vinabönd. Einnig verða söngur,
leikir og ný biblíumynd. Sr. Fjölnir Ásbjörns-
son og leiðtogarnir. Kl. 16 Litlir lærisveinar
Landakirkju. Kóræfing hjá yngri hóp 1.–4.
bekk. Þátttaka ókeypis. Kórstjóri Joanna
Wlaszcsyk, umsjónarmaður Sigurlína Guð-
jónsdóttir. Kl. 17. Litlir lærisveinar Landa-
kirkju. Kóræfing eldri hóps, 5. bekkur og
eldri. Þátttaka ókeypis. Kórstjóri Joanna
Wlaszcsyk, umsjónarmaður Sigurlína Guð-
jónsdóttir. Kl. 20.30 kyrrðarstund í Landa-
kirkju. Sr. Fjölnir Ásbjörnsson og organisti
Guðmundur H. Guðjónsson. Góður vett-
vangur frá erli hversdagsins.
Keflavíkurkirkja. Kirkjulundur opinn kl.
10–12 og 13–17 með aðgengi í kirkjuna
og Kapellu vonarinnar eins og virka daga
vikunnar. Starfsfólk verður á sama tíma í
Kirkjulundi. Fermingarundirbúningur í
Kirkjulundi: Kl. 15.10–15.50, 8. IM og 8.J.
í Myllubakkaskóla, kl. 15.55–15.35, 8.
SV í Heiðarskóla og kl. 16.40–17.20, 8.
VG í Heiðarskóla.
Krossinn. Almenn samkoma kl.20.30 í
Hlíðasmára 5. Allir velkomnir.
Kefas. Brauðsbrotning og bænastund kl.
20.30. Allir velkomnir.
AD KFUK í Vindáshlíð. Brottför kl. 18.15
frá Holtavegi 28. Farið í Sumarbúðir KFUM
og KFUK í Vindáshlíð. Kvöldverður og
kvöldvaka í umsjón Hlíðarmeyja. Verð kr.
2.800. Nauðsynlegt að skrá fyrir hádegi á
þriðjudag á skrifstofunni í síma 588-8899
eða í netfangi: skrifstofa@krist.is. Allar
konur velkomnar.
Akureyrarkirkja. Morgunsöngur kl. 9.
Fermingarfræðsla kl. 15. Hópur 1 (Oddeyr-
arskóli og 8.C Brekkuskóla).
Hjálpræðisherinn, Akureyri. Kl. 18.30
Mannakorn fyrir 6. og 7. bekk.
Safnaðarstarf
Nýbýlavegi 12 • 200 Kópavogi • Sími 554 4433
Opið virka daga 10-18, laugardaga 11-15
Föt fyrir
allar konur
Síðumúla 34 - sími 568 6076
Antik er fjárfesting
Antik er lífsstíll
FYRIRTÆKI TIL SÖLU
www.fyrirtaekjasala.is
FYRIRTÆKJASALA
ÍSLANDS
Síðumúla 15 • Sími 588 5160
Gunnar Jón Yngvason
lögg. fasteigna- og fyrirtækjasali
mbl.isFRÉTTIR
NÝR þáttur í safnaðarstarfi Bú-
staðakirkju hefst miðvikudags-
kvöldið 8. október kl. 19:30. Þá
verður fræðsla um grunnþætti
kristinnar trúar og fræðsla um
heilaga ritningu í umsjá sókn-
arprestsins sr. Pálma Matthías-
sonar.
Margir hafa talað að ritningin sé
erfið aflestrar og missa móðinn eft-
ir nokkrar síður. Hér verður bak-
svið og sagan kynnt og þannig
byggður grunnur þekkingar og
fræðslu. Einnig verður fjallað um
grundvöll kristinnar trúar út frá
fræðum Lúters.
Eftir fræðslustundina verður
farið inn í kirkju og þar verður
lofgjörðarstund með fjölbreyttri
tónlist í umsjá Guðmundar Sig-
urðssonar organista, Ásgeirs Páls
Ágústssonar tónlistarmanns og
Kristjönu Thorarensen söngkonu.
Að stundinni lokinni verður boð-
ið upp á molasopa og spjall og þú
kominn heim aftur um klukkan
21.00.
Samverurnar verða annan hvern
miðvikudag til áramóta; 8. okt., 22.
okt., 5. nóv., 19. nóv., 3. des. og 17.
des. kl. 19:30 – 20:30. Fyrri hlutinn
fer fram í Bókasafninu og seinni
hlutinn í kirkjunni.
Allir eru velkomnir sem vilja
styrkja trú sína og þekkingu og
taka þátt í lofgjörð með skemmti-
legri og gefandi tónlist.
Pálmi Matthíasson.
Bústaðakirkja
Viltu njóta lífsins
með fræðslu og lofgjörð?