Morgunblaðið - 07.10.2003, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 2003 45
DAGBÓK
STJÖRNUSPÁ
Frances Drake
VOG
Afmælisbörn dagsins:
Þú ert hugsjónamaður og
vilt breyta heiminum til hins
betra. Ákveðni einkennir þig
og þú veist hvernig á að
stjórna aðgerðum annarra.
Ef þú leggur hart að þér
næsta árið mun árangurinn
skila sér 2005.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Þú lætur þér ekki á sama
standa um trúmál og pólitík
en hins vegar er ekkert unnið
með því að hafa hátt. Sumir
vilja einfaldlega ekki hlusta.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Komið gæti til lítils háttar
ágreinings við vin í dag um
peninga eða eitthvað sameig-
inlegt. Vináttan er peningum
mikilvægari.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Aðrir virðast halda að þeir
viti hvað þér er fyrir bestu,
en það þarf ekki að vera og
þú þarft ekki að hlusta á
þeirra ráð frekar en þú vilt.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Viðskiptavinur eða starfs-
félagi gæti reynst ýtinn í dag.
Þú átt tvo kosti; að svara í
sömu mynt eða sýna fram á
að önnur framkoma væri
heppilegri.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Afbrýðisemi gæti blossað
upp í dag og er best að doka
við og sjá hver staðan verður
á morgun. Afstaða þín gæti
breyst.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Láttu verða af hugmyndum
um að taka til hendinni
heimafyrir. Best væri að hefj-
ast handa í þvottahúsinu eða
baðherberginu.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Örðugleikar gætu komið upp
í samstarfi í vinnunni í dag.
Þetta á að hluta rót í tor-
tryggni, en láttu það ekki
trufla þig.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Þú kannt að líta svo á að þú
verðir að kaupa ákveðinn hlut
í dag. Ef þú lætur undan er
betra að gera það fyrri hluta
dags.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Þú kannt að vilja koma með
einhverjar tillögur eða gagn-
rýni á nákomna, en eins víst
er að litið verði á slíkt sem
óþarfa afskiptasemi.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Ekki leggja of hart að þér við
að sannfæra aðra í dag. Þú
kannt að vera gagntekin/n,
en öðrum stendur á sama.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Einhver áhrifaríkur gæti
reynt að segja þér fyrir verk-
um í dag. Það kann að vaxa
þér í augum, en þú verður að
fylgja þinni sannfæringu.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Varastu að bjóða yfirboð-
urum byrginn í dag. Þetta er
ekki góður dagur til að efna
til ágreinings. Líklegra er að
þú náir árangri síðar.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
ÁRNAÐ HEILLA
1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rf3 e6
4. Dc2 dxc4 5. Dxc4 Rf6 6.
Bg5 b5 7. Dc2 Bb7 8. e4
Rbd7 9. Bd3 Db6 10. a4 a6
11. O-O Hc8 12. Rc3 h6 13.
Be3 Rg4 14. Bf4 Be7 15.
De2 O-O 16. h3 Rgf6 17. e5
Rd5 18. De4 f5 19. exf6
Hxf6 20. Dh7+
Kf7 21. Re5+
Ke8 22. Bg3
Dxd4 23. Had1
Rxe5 24. Be4
Db4 25. Bxe5 Kf7
26. axb5 axb5 27.
Hd3 Hg8 28.
Bxf6 Bxf6 29.
Bg6+ Kf8 30.
Rxd5 cxd5 31.
Hf3 Dxb2 32.
Hb1 De5 33.
Hxb5 Bc6
Staðan kom
upp á rússneska
meistaramótinu
sem lauk fyrir
skömmu. Andrei Kharlov
(2596) hafði hvítt gegn
Bator Sambuev (2496). 34.
Hxf6+! og svartur gafst
upp enda verður hann mát
eftir 34... gxf6 35. Df7# og
verður hróki undir eftir
34... Dxf6 35. Hb8+. MP-
mótinu, meistaramóti Tafl-
félags Reykjavíkur lýkur í
vikunni með umferðum
miðvikudaginn 8. október
og föstudaginn 10. október.
SKÁK
Helgi Áss
Grétarsson
Hvítur á leik.
SUÐUR á 24 punkta og
þarf því ekki mikla hvatn-
ingu á móti til að segja
slemmu. En þrátt fyrir
drjúgan styrk og rennilegan
tromplit er slemman afleit:
Suður gefur; allir á
hættu.
Norður
♠ 9532
♥ 10986
♦ D543
♣Á
Suður
♠ ÁK86
♥ ÁKDG3
♦ Á10
♣DG
Vestur Norður Austur Suður
-- -- -- 2 lauf
Pass 2 tíglar Pass 2 hjörtu
Pass 4 lauf * Pass 6 hjörtu
Pass Pass Pass
Norður afmeldar fyrst við
alkröfunni, en sýnir svo
stutt lauf og góðan hjarta-
stuðning með „splinter“
stökki í fjögur lauf. Suður
veit sem er að litlu hjónin í
laufi nýtast illa á móti ein-
spili, en kærir sig kollóttan
og segir slemmuna.
Vestur spilar út lauftíu og
við sagnhafa blasa tveir lík-
legir tapslagir, annar á
spaða og hinn á tígul. Hvað
er til ráða?
Það verður að spila út frá
þeirri forsendu að sami mót-
herji haldi á þrílit í spaða og
tígulkóng. Þá er hugsanlegt
að senda viðkomandi inn á
þriðja spaðann og láta hann
spila frá kóngnum í tígli. En
fyrst þarf að trompa lauf og
taka tvisvar hjarta. Sem
þýðir að hjörtu varnarinnar
þurfa helst að vera 2-2:
Norður
♠ 9532
♥ 10986
♦ D543
♣Á
Vestur Austur
♠ G4 ♠ D107
♥ 752 ♥ 4
♦ G2 ♦ K9876
♣1098754 ♣K632
Suður
♠ ÁK86
♥ ÁKDG3
♦ Á10
♣DG
Það er ekki endilega
nauðsynlegt að trompið sé
2-2. Sagnhafi spilar þannig:
tekur ÁK í trompi, fer heim
spaðaás og stingur lauf.
Spilar svo spaða á kónginn
og meiri spaða. Austur lend-
ir inni á spaðadrottningu og
verður að spila tígli frá
kóngnum eða laufi í tvöfalda
eyðu.
En bíðum við. Vestur get-
ur trompað þriðja spaðann!
Það væri góð vörn, en dugir
ekki til í þetta sinn, því suð-
ur á tígultíuna.
BRIDS
Guðmundur Páll
Arnarson
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 19. júlí sl. í Víðistaða-
kirkju af sr. Braga J. Ingi-
bergssyni þau Linda Sig-
urðardóttir og Páll
Jóhannes Aðalsteinsson.
Þau eiga heimili í Hafn-
arfirði.
Mynd, Hafnarfirði Ljósmynd/Árni Sæberg
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 14. júní sl. í Háteigs-
kirkju af séra Hjálmari
Jónssyni þau Valdís Sig-
urgeirsdóttir og Björn Jak-
obsson.
HLUTAVELTA
Morgunblaðið/Kristján
Þessir ungu piltar héldu nýlega hlutaveltu á Akureyri til
styrktar Rauða krossi Íslands og söfnuðust 2.600 krónur.
Þeir heita Gunnar Torfi Steinarsson og Hreiðar Kristinn
Hreiðarsson.
BRÚÐURIN BLÁRRA FJALLA
Þið trúið því aldrei, hve langur var tíminn sem leið
og löngunin sár:
með ástina í hjartanu sat ég við sjóinn og beið
í sjö hundruð ár.
Ég sat þar í fjötrum – og stormarnir stóðu um mig
vörð
við stjarnanna skin.
Og oft fannst mér ég vera einasta veran á jörð,
sem átti engan vin.
Ég beið eftir honum. Mig dreymdi hann dagsetrin
hljóð,
hinn dýrðlega mann.
Og fávís og einmana orti ég sögu eða ljóð
– og alltaf um hann.
- - -
Jóhannes úr Kötlum
LJÓÐABROT
MORGUNBLAÐIÐ birt-
ir tilkynningar um af-
mæli, brúðkaup, ætt-
armót og fleira
lesendum sínum að
kostnaðarlausu. Til-
kynningar þurfa að ber-
ast með tveggja daga
fyrirvara virka daga og
þriggja daga fyrirvara
fyrir sunnudagsblað.
Samþykki afmæl-
isbarns þarf að fylgja
afmælistilkynningum
og/eða nafn ábyrgð-
armanns og síma-
númer. Fólk getur
hringt í síma 569-1100,
sent í bréfsíma 569-
1329, eða sent á net-
fangið ritstj @mbl.is.
Einnig er hægt að
skrifa:
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Kringlunni 1,
103 Reykjavík
Bridsfélag Selfoss
og nágrennis
Fimmtudaginn 2. október sl. var
spilaður eins kvölds tvímenningur.
Þátt tóku 13 pör, sem er mjög góð
þátttaka miðað við að þetta var
fyrsta mót vetrarins. Þessi pör voru
með meira en meðalskor:
Höskuldur Gunnarss. – Jón S. Péturss. +48
Sigurjón Pálsson – Páll Skaftason +28
Auðunn Hermannss. – Gunnar Þórðars. +21
Ólafur Steinason – Guðjón Einarsson +18
Þórður Sigurðsson – Gísli Þórarinsson +16
Nk. fimmtudagskvöld (9. október)
hefst 3 kvölda Málarabutler. Spilar-
ar eru beðnir um að mæta tímanlega
til leiks, þannig að spilamennska geti
hafist stundvíslega kl. 19:30. Spilað
verður að venju í Tryggvaskála.
Þess má geta að félagið hefur nú
opnað heimasíðu, þar sem hægt er að
fletta upp úrslitum, ásamt því að
hægt verður að nálgast fleiri upplýs-
ingar. Vefslóðin er: http://
www.bridge.is/fel/selfoss.
Íslandsmót
í einmenningi
Mótið verður spilað 17.–18. októ-
ber í Síðumúla 37. Spilamennska
hefst föstudag kl. 19:00 og lýkur
laugardag um kl. 18:00. Spilaður
verður barometer. Allir spila sama
kerfið þ.e. einfalt Standard-kerfi og
er hægt að nálgast það á skrifstof-
unni eða á www.bridge.is
Skráning er í s. 587 9360 eða
bridge@bridge.is Skráningar verða
að berast í síðasta lagi fimmtudaginn
16. okt. kl. 17:00.
Keppnisstjóri er Björgvin Már
Kristinsson og keppnisgjald er kr.
3.000.
Bridsfélag eldri borgara
í Hafnarfirði
Spilaður var Mitchel-tvímenning-
ur föstudaginn 3. október á sex borð-
um. Miðlungur var 100.
Norður/suður
Kristján Ólafsson – Friðrik Hermannss. 127
Sævar Magnússon – Bjarnar Ingimarss. 110
Þorvarður S. Guðm. – Árni Bjarnason 107
Austur/vestur
Lilja Kristjánsd. – Sigríður Gunnarsd. 119
Árni Guðmundss. – Hera Guðjónsdóttir 106
Jón Gunnarsson – Kristján Þorláksson 105
Það verður ekki spilað föstudag-
inn 10. október.
Félag eldri borgara
í Kópavogi
Það mættu 20 pör þriðjudaginn
30. sept og var hörkukeppni í báðum
riðlum. Lokastaða efstu para í N/S
varð þessi:
Jón Stefánsson - Þorsteinn Laufdal 266
Vilhj. Sigurðss. - Þórður Jörundss. 264
Hörður Davíðss. - Einar Einarss. 235
Hæsta skorin í A/V:
Jóhannes Guðmannss. Unnar Guðmss. 255
Haukur Guðmundss. - Valdimar Elíass. 245
Garðar Sigurðss. - Haukur Ísakssson 238
Sl. föstudag var góð mæting en þá
spiluðu 24 pör. Lokastaða efstu para
í N/S:
Jón Stefánss. - Þorsteinn Laufdal 259
Lárus Hermannss. - Sigurður Karlss. 254
Vilhj. Sigurðss. - Þórður Jörundss. 250
Hæsta skorin í A/V:
Eysteinn Einarss. - Magnús Halldórss. 266
Einar Markússon - Magnús Oddsson 245
Oddur Jónsson - Katarinus Jónsson 235
Meðalskor báða dagana var 216.
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson
Hann?
Jóhanna Guðrún
Jónsdóttir
fjölskylduráðgjafi
Skemmtilegt námskeið fyrir konur á öllum aldri
af öllum stærðum og gerðum verður haldið í
Brautarholti 4A
laugardaginn 11. október frá kl. 13-17.
Efni námskeiðsins er m.a.:
Eigi vil ek hornkerling vera
BE-ástandið
„Þóknast þér“-skeiðið
Seinkunartæknin
Hverjir voru heimsmeistarar í sektarkennd 2002?
Stuttir fyrirlestrar með léttu ívafi og meðlæti
Skráning í síma 588 2092 og 862 7916
ER NEFIÐ STÍFLAÐ?
Fæst í apótekum
og lyfjaverslunum
STERIMAR
Skemmir ekki slímhimnu
er náttúrulegur
nefúði sem losar stíflur
og léttir öndun.
Fyrir 0-99 ára.