Morgunblaðið - 07.10.2003, Síða 46
ÍÞRÓTTIR
46 ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
SÖLVI Geir Ottesen, varnarmað-
urinn efnilegi sem leikur með
Víkingi, mun dvelja við æfingar
hjá ensku 1. deildarliðunum
Barnsley og Stoke næstu vik-
urnar. Sölvi hélt utan á sunnudag
ásamt þjálfara sínum, Sigurði
Jónssyni. Hann verður í eina viku
hjá Barnsley, liði Guðjóns Þórð-
arsonar, og þaðan fer hann til
Stoke.
Sölvi þykir mikið efni og hafa
útsendarar frá erlendum félögum
fylgst með honum.
Sölvi Geir er 19 ára – lék 15
leiki með Víkingum í 1. deildinni í
sumar. Hann missti af þremur síð-
ustu leikjunum eftir að hann kinn-
beinsbrotnaði og slasaðist á auga
í leik gegn Þórsurum.
Sölvi til Stoke
og Barnsley
SVEN Göran Eriksson, landsliðs-
þjálfari Englendinga í knattspyrnu,
frestaði á ný í gær að tilkynna
enska landsliðshópinn sem ætlað er
að leika við Tyrki í undankeppni
EM í Instanbúl næsta laugardag.
Upphaflega ætlaði Eriksson að
kynna hópinn á sunnudag, en sló
því þá á frest til dagsins í gær. Upp
úr hádeginu í gær var það tilkynnt
að hópurinn yrði ekki kynntur til
sögunnar fyrr en eftir hádegi í dag.
Ástæðan er sú að óvissa ríkir um
þátttöku nokkurra leikmanna
vegna meiðsla, aðaláhyggjur Eriks-
son eru vegna Michaels Owens sem
meiddist í leik Liverpool og Arsenal
í ensku úrvalsdeildinni á laugar-
dag.
Leitt er að því líkur að ef Owen
geti ekki tekið þátt í leiknum þá
kalli Eriksson eftir kröftum Alans
Shearers eða Teddys Sheringhams,
en Shearer hætti að leika með
enska landsliðinu eftir Evrópu-
meistaramótið í Frakklandi fyrir
þremur árum. Hann hefur leikið vel
með Newcastle og er talið líklegt að
hann skorist ekki undan leiti Eriks-
son eftir kröftum hans.
Þess má geta að Shearer skoraði
sitt 250 mark í úrvalsdeildinni í
Englandi um helgina – gegn South-
ampton, 1:0. Leikurinn er báðum
þjóðum afar mikilvægur því hann
ræður úrslitum um hvor þeirra
tryggir sér farseðilinn á EM í
Portúgal á næsta ári. Alan Shearer
Eriksson frestar lands-
liðsvali á nýjan leik
Þjóðverjar hafa leikið frábærlegaþað sem af er keppninni og
skorað 20 mörk í fjórum leikjum. Á
sama tíma hafa
bandarísku stúlk-
urnar aðeins fengið
á sig eitt mark, gegn
Svíum sem léku hinn
undanúrslitaleikinn við Kanada.
Bandaríkin og Þýskaland mættust
síðast á móti í Kína fyrr á þessu ári
og þar töpuðu Þjóðverjar naumlega,
1:0, og því full ástæða til að reikna
með jöfnum og spennandi leik
tveggja frábærra liða.
Nokkurrar taugaveiklunar gætti
meðal leikmanna beggja liða þegar
leikurinn hófst en þýsku stúlkurnar
voru fyrri til að hrista það af sér og
á 15. mínútu skoraði Kersten
Garefrekes fyrsta mark Þjóðverja
með laglegum skalla í slána og inn
eftir hornspyrnu frá Renate Lingor.
Eftir markið sóttu bandarísku
stúlkurnar mun meira en frábær
markvarsla Silke Rottenberg hélt
þeim þýsku inni í leiknum. Hún
varði m.a. þrumuskot frá Kristine
Lilly og Abby Wambach.
Seinni hálfleikurinn var frábær
skemmtun og einhverjar skemmti-
legustu 45 mínútur af kvennaknatt-
spyrnu sem undirrituð hefur séð.
Bandarísku stúlkurnar sóttu nær
látlaust allan hálfleikinn en stór-
kostlegur varnarleikur þeirra þýsku
ásamt frábærri markvörslu Silke
Rottenberg var þeim ofviða. Þessi
þunga pressa bandarísku stúlkn-
anna varð sömuleiðis til þess að vörn
þeirra opnaðist illa og voru þær
Maren Meinert og Birgit Prinz oft
nærri því að tryggja Þjóðverjum
sigurinn. Þeim tókst það þó ekki
innan venjulegs leiktíma en á þeim
þremur uppbótarmínútum sem
Silvia Davencourt, hinn kanadíski
dómari leiksins, bætti við skoruðu
þær Meinert og Prinz sitt hvort
markið og var mark Prinz hennar
sjöunda í mótinu. „Ég hafði mjög já-
kvæða tilfinningu fyrir þessum
leik,“ sagði Tina Thuene-Meyer,
þjálfari þýska liðsins í leikslok.
„Stelpurnar voru ákaflega vel
stemmdar og staðráðnar í að gefa
allt í leikinn. Við leyfðum þeim að
sækja á okkur og treystum á að
skora úr hraðaupphlaupum og sú
áætlun heppnaðist fullkomlega. Að
auki var Silke Rottenburg eins og
klettur í markinu hjá okkur og lok-
aði öllum leiðum,“ sagði Tina
Thuene-Meyer.
Stjarna bandaríska liðsins, Mia
Hamm, átti einn sinn besta leik á
ferlinum en þessi stórstjarna, sem
er tekjuhæsta knattspyrnukona í
heimi og þénar m.a. 1 milljón dollara
á ári vegna samninga við Nike, var
að vonum niðurbrotin í leikslok og
þótt April Heinrics, þjálfari banda-
ríska liðsins, hafi teflt fram stjörn-
um eins og Cindy Parlow, Ali Wagn-
er og Tiffeny Milbrett, dugði það
ekki til. Þýska liðið var einfaldlega
ofjarl þeirra og verðskuldaði sigur-
inn.
Silke Rottenberg var hetja Þjóð-
verja í þessum leik. Hún sýndi stór-
brotna markvörslu og hirti boltann
hvað eftir annað af tám bandarísku
sóknarleikmannanna. Renata Ling-
or og Pia Wunderlich léku einnig
ákaflega vel í þýska liðinu eins og
reyndar liðið allt.
Fögnuður Þjóðverja í leikslok var
gríðarlegur. Tina Thuene-Meyer
sem ekki hefur verið þekkt fyrir að
brosa mikið var eitt sólskinsbros
enda hafa líkur Þjóðverja á að fagna
heimsmeistaratitli sjálfsagt aldrei
verið eins miklir og einmitt nú.
Svíar í úrslit í fyrsta sinn
Fyrir 45 árum léku Svíar til úr-
slita á heimsmeistaramóti í knatt-
spyrnu í fyrsta og eina skiptið þang-
að til á sunnudag er kvennalandslið
þeirra mætir Evrópumeisturum
Þjóðverja í úrslitum heimsmeistara-
AP
Sænska stúlkan Josefine Öqvist (20) fagnar sigurmarki sínu gegn Kanada, ásamt samherjum, 2:1.
ÞAÐ verður nýtt nafn skráð á bikarinn sem veittur er í lok heims-
meistaramóts kvenna sem nú fer fram í Bandaríkjunum. Í fyrrinótt
léku heimsmeistarar Bandaríkjanna undanúrslitaleik við Evrópu-
meistara Þjóðverja í borginni Portland í Oregon-fylki og máttu
sætta sig við tap, 3:0, fyrir framan 33.000 áhorfendur. Liðin tvö
voru álitin sigurstranglegust fyrir keppnina og því var talið að leik-
urinn væri hinn óformlegi úrslitaleikur, liðið sem sigraði myndi fara
alla leið. Það verða Svíar sem leika við Þjóðverja í úrslitum á sunnu-
daginn, en Svíar lögðu Kanada í hinum undanúrslitaleiknum, 2:1.
Eftir
Ingibjörgu
Hinriksdóttur
Heimsmeist-
ararnir úr leik RAGNAR Óskarsson skoraði 7mörk og var markahæstur í liðiDunkerque þegar liðið sigraði Nim-es á útivelli, 23:22, í frönsku 1. deild-inni í handknattleik á sunnudaginn.
Dunkerque er í 6. sæti með 9 stig eft-
ir sex umferðir en Montpellier er
með 18 stig, hefur unnið alla leiki
sína, og Paris SG er í öðru sæti með
11 stig.
HALLDÓR Jóhann Sigfússon
skoraði 5 mörk fyrir Friesenheim
sem tapaði fyrir Römerswall, 26.25, í
suðurriðli þýsku 2. deildarinnar í
handknattleik. Friesenheim er í átt-
unda sæti af 18 liðum.
ALEXANDERS Petersons gerði 6
mörk fyrir Düsseldorf þegar liðið
vann TSG Groß-Bieberau, 33:22, á
útivelli í suðurhluta þýsku 2. deild-
arinnar í handknattleik. Düsseldorf
er í öðru til fimmta sæti deildarinnar
með 8 stig þegar 5 leikir eru að baki.
HRAFNHILDUR Skúladóttir
skoraði 5 mörk fyrir Tvis/Holstebro
í dönsku 1. deildinni, vesturhluta,
þegar liðið tapaði 29:24, fyrir Es-
bjerg. Kristín Guðmundsdóttir
skoraði 4 mörk fyrir Tvis/Holstebro
og Hanna G. Stefánsdóttir eitt. Inga
Fríða Tryggvadóttir komst ekki á
blað. Helga Torfadóttir stóð í marki
Tvis/Holstebro í leiknum.
EIGENDUR NBA-liðsins New
Jersey Nets hafa komist að sam-
komulagi við miðherjann Dikembe
Mutombo þess efnis að hann verði
leystur undan samningi sínum við fé-
lagið. Mutombo kom til liðsins fyrir
ári frá Philadelphiu 76’ers.
TALIÐ er að Mutombo fái um 2,3
milljarða ísl. kr. í sinn hlut frá Nets
en Mutombo mun örugglega finna
sér nýtt lið á næstunni en hann hóf
ferilinn hjá Denver Nuggets, fór til
Atlanta Hawks, Philadelphiu og nú
síðast New Jersey Nets.
EGIL Olsen fyrrum landsliðsþjálf-
ari Norðmanna segir í viðtali við
norska ríkisútvarpið að dagar fram-
herjans snjalla, John Carew, séu
taldir í norska landsliðinu. Carew
sem leikur með Róma á Ítalíu gaf
ekki kost á sér í næstu verkefni liðs-
ins og hefur gagnrýnt landsliðsþjálf-
arann, Nils Johan Semb, í gegnum
norska fjölmiðla.
CAREW var sendur heim úr æf-
ingabúðum norska liðsins í byrjun
september eftir að honum lenti sam-
an við John Arne Riise á æfingu liðs-
ins. Carew var afar ósáttur við fram-
komu norska knattspyrnusam-
bandsins og gaf ekki kost á sér í
næsta verkefni liðsins.
FRANSKI varnarmaðurinn Ah-
med Madouni, sem leikur með þýska
liðinu Borussia Dortmund, verður
frá æfingum og keppni næstu sex
vikurnar en hann meiddist í leik gegn
Eintracht Frankfurt sl. laugardag.
Madouni varð 23 ára í gær og er talið
að liðbönd í ökkla séu rifin eða slitin.
FÓLK