Morgunblaðið - 07.10.2003, Qupperneq 47
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 2003 47
ÞAU tíu félög sem léku í efstu
deild karla í knattspyrnu árið 2001
fengu í gær glaðning frá UEFA,
Knattspyrnusambandi Evrópu.
Þau deila með sér 16 milljónum
króna, fá 1,6 milljónir hvert, sem
skal varið til barna- og unglinga-
starfs. Þetta er hlutur af hagnaði
af Meistaradeild Evrópu 2002–
2003.
Félögin tíu eru ÍA, ÍBV, FH,
Grindavík, Fylkir, Keflavík, KR,
Fram, Valur og Breiðablik. Öll
uppfylla þau það skilyrði UEFA að
sinna barna- og unglingastarfi frá
12 ára aldri en KSÍ á jafnframt að
fylgjast með því að greiðslunni sé
rétt varið og gefa UEFA skýrslu
um það.
Áður höfðu Skagamenn fengið
13,2 milljónir frá UEFA fyrir þátt-
töku í forkeppni Meistaradeildar-
innar á síðasta ári, en inni í þeirri
upphæð var sérstakur „meistara-
bónus.“ ÍBV og Fylkir fengu 4,6
milljónir hvort félag fyrir þátttöku
sína í UEFA-bikarnum, og FH 5,8
milljónir fyrir að komast í aðra
umferð Intertoto-keppninnar.
Þetta var greitt út í nóvember á
síðasta ári.
Að auki hefur KSÍ fengið í sinn
hlut 17,6 milljónir frá UEFA vegna
Meistaradeildarinnar. Það renna
því samtals 56 milljónir króna af
hagnaðinum af þessari stærstu
keppni félagsliða í heiminum til ís-
lenskrar knattspyrnu.
Tíu félög fá hagnaðar-
greiðslur frá UEFA
GRÍMUR Þórisson GÓ og Rósa
Guðmundsdóttir GR tryggðu
sér þátttökurétt á Audi
Quattro Cup-golfmótinu sem
fram fer í Sun City í S-Afríku
þann 26.–30. okt., en Grímur og
Rósa fengu samtals 46 punkta
þegar þau unnu undankeppn-
ina sem fram fór á Grafarholts-
velli þann 4. okt., en keppendur
voru um eitt hundrað. Mótinu
hafði verið frestað í tvígang í
haust vegna veðurs.
Audi Quattro Cup er al-
þjóðleg mótaröð, og í fyrsta
skipti er Ísland meðal þátt-
tökuþjóða. Alls hefur mótið
verið haldið í 13 ár, í 34 löndum
á síðasta ári en þá var fjöldi
keppenda sá mesti frá upphafi
eða um 76.000 á 560 mótum.
Kjartan Einarsson og Jónas
Heiðar Baldursson, báðir úr
GR, enduðu í öðru sæti með 43
punkta en næstir komu Þröstur
Ástþórsson og Ingvar Hreins-
son, en þeir eru báðir úr GS.
Grímur og
Rósa fara
til Sun City
Ívar Ingimarsson segist í samtalivið Birmingham Post telja að
staða sín hjá Wolves geti komið í veg
fyrir að hann verði í byrjunarliði Ís-
lands þegar Íslendingar mæta Þjóð-
verjum í undankeppni EM í knatt-
spyrnu í Hamborg á næsta
laugardag. „Staða mín hjá Wolves er
ekki eins og best verður á kosið þar
sem ég hef ekki verið í aðalliðinu í
langan tíma,“ segir Ívar sem ekki
hefur leikið með aðalliði Wolves í ell-
efu mánuði. „Ég kem ekki til greina í
aðalliðið og verði ekki breyting á er
ég tilneyddur til að hugsa stöðu mína
upp á nýtt,“ segir Ívar í samtali við
Birmingham Post. „Ég verð að velta
því fyrir mér hvað er mér og ferli
mínum fyrir bestu þegar svona
stendur á.
Ég hef leikið reglulega með vara-
liðinu og tel mig vera kláran í slaginn
gegn Þjóðverjum. Þjálfarinn veit
hvað ég get og verði ég valinn þá mun
ég leggja mig fullkomlega fram í leik-
inn. Það er eitthvað um meiðsli í ís-
lenska liðinu og það gæti reynst vatn
á myllu mína.“
Ívar segir ennfremur að hann finni
ekki fyrir pressu á íslenska liðinu og
því megi heldur ekki gleyma að þótt
leikurinn á laugardaginn skipti ís-
lenska landsliðið miklu þá skipti
hann ekki síður máli fyrir Þýskaland.
„Þjóðverjar verða á heimavelli og því
verður mikið álag á þeim. Það álag
getum við nýtt okkur þar sem margir
telja okkur ekki eiga möguleika í
leiknum. Viðureignin við Þjóðverja
er líkust bikarúrslitaleik og allir vita
að í slíkum leikjum getur allt gerst,“
segir Ívar en tveir samherjar hans
hjá Wolves, Colin Cameron og
Kenny Miller, eru í skoska landslið-
inu sem leikur við Litháen á sama
tíma og íslenska liðið glímir við Þjóð-
verjar. Tapi íslenska liðið eða geri
jafntefli í Hamborg og Skotar leggja
Litháa þá fara Skotar í umspilið um
sæti á EM en Íslendingar sitja eftir.
móts kvenna sem fram fer í Banda-
ríkjunum. Svíar fögnuðu 2:1 sigri á
Kanada ógurlega, liðið lék ekki sína
bestu knattspyrnu í fyrri hálfleikn-
um en stærstu stjörnur þeirra, Vict-
oria Svenson og Hanna Ljungberg,
voru mjög hættulegar þegar nálg-
aðist vítateig Kanadamanna. Þeim
tókst þó ekki að koma knettinum í
markið frekar en leikmönnum Kan-
ada, undir stjórn Norðmannsins
Even Pellerud, sem lágu mjög aft-
arlega á vellinum og freistuðu þess
að skora úr hraðaupphlaupum.
Seinni hálfleikurinn var allur í
eigu Svía sem gerðu hvað eftir ann-
að harða hríð að marki Kanada. Það
var því gegn gangi leiksins að Kara
Lang skoraði fyrir Kanada með
glæsilegu skoti beint úr aukaspyrnu
á 65. mínútu. Marika Domanski Ly-
fors, þjálfari þeirra, gerði í fram-
haldinu tvær breytingar á liði sínu,
Therese Sjögran og Josefine Öqvist
komu inná fyrir Malin Anderson og
Önnu Sjöström á 70. mínútu. Aðeins
9 mínútum síðar hamraði Malin
Moström knettinum í netið eftir
aukaspyrnu frá Victoriu Svenson.
Markið hleypti auknum krafti í
sænska liðið og fjórum mínútum
fyrir leikslok skoraði varamaðurinn
Josefine Öqvist sigurmark Svíanna
eftir að leikmenn Kanada höfðu tap-
að knettinum á eigin vallarhelmingi.
Sigur sænska liðsins var sann-
gjarn. Liðið lék með hjartanu og eft-
ir að hafa lent marki undir sýndi lið-
ið mikinn sigurvilja og uppskar
úrslitaleik. Sænska kvennalandslið-
ið hefur verið í mikilli framför undir
stjórn Mariku Domanski Lyfors en
Svíar hafa undanfarin ár staðið
mjög í skugga Norðmanna sem léku
til úrslita gegn Bandaríkjamönnum
1991 í Guangshou í Kína og urðu þar
að láta sér lynda 2. sætið í 1:2 tapi.
Fjórum árum síðar fengu þær upp-
reisn æru er þær lögðu Þjóðverja að
velli í Svíþjóð 2:0. Svíar fagna því að
mæta Þjóðverjum í úrslitaleik. Þessi
lið léku til úrslita á Evrópumótinu
2001 þar sem Þjóðverjar sigruðu 3:1
og hafa Svíar ekkert annað í hyggju
en að hefna ófaranna í þeim leik.
Reuters
Þýsku stúlkurnar Bettina Wiegmann, Silke Rottenberg mark-
vörður og Sonja Fuss fagna sigrinum á Bandaríkjamönnum.
AP
Bandarísku stúlkurnar Joy
Fawcett og Mia Hamm voru
vonsviknar eftir tapið fyrir
Þjóðverjum.
Ívar fær fá
tækifæri
hjá Wolves
PÁLL Einarsson fyrirliði Þróttar
hefur skrifað undir nýjan tveggja ára
samning við félagið og þar með er
ljóst að hann leikur með liðinu í 1.
deildinni á næstu leiktíð. Nokkur lið í
úrvalsdeildinni sýndu áhuga á að fá
hann til liðs við sig.
GUNNAR Sigurðsson, markvörð-
ur, var útnefndur leikmaður ársins
hjá Fram á lokahófi félagsins um
helgina. Gunnar Þór Gunnarsson
varð fyrir valinu sem efnilegasti leik-
maður liðsins.
GÍSLI Kristjánsson, lyftingamaður
úr Ármanni, varð annar í sínum
þyngdarflokki, -105 kg, á Norður-
landamótinu í ólympískum lyftingum í
Svíþjóð um sl. helgi. Gísli snaraði 150
kg og 175 kg í jafnhhöttun, sem er Ís-
landsmet. Samanlagt lyfti hann 325
kg, sem er einnig met. Sigurvegarinn
í flokknum lyfti 327,5 kg.
JÓN Arnór Stefánsson, landsliðs-
maður í körfuknattleik, lék ekki æf-
ingaleik með Dallas gegn Utah Jazz í
Mexíkó. Dallas tapaði 90:85.
FABIEN Barthez markvörður hjá
Manchester United sagði í viðtali við
franska sjónvarpsstöð að líklega væru
dagar hans taldir hjá Man. United og
hann þyrfti að yfirgefa félagið til að
viðhalda ferli sínum. Barthez hefur á
undanförnum dögum verið orðaður
við Paris SG.
DANSKI knattspyrnudómarinn
Kim Milton Nielsen er meiddur og
getur því ekki dæmt hinn þýðingar-
mikla leik Tyrkja og Englendinga
sem fram fer í Istanbul á laugardag-
inn. Nielsen tognaði á fæti þegar hann
dæmdi leik Viborg og AaB í dönsku
úrvalsdeildinni um helgina og í gær
afboðaði hann komu sína til Tyrk-
lands. Pierluigi Collina dæmir leikinn
í forföllum Nielsens.
PAUL Dickov, miðherji Leicester,
mun ekki leika með skoska landslið-
inu gegn Litháen í Glasgow á laug-
ardaginn. Hann meiddist í leik gegn
Fulham á laugardaginn. Þá er óvíst
hvort Neil McCann og Paul Devlin
geti leikið með vegna meiðsla.
McCann meiddist á ökkla í leik með
Southampton gegn Newcastle og
Gordon Strachan, knattspyrnustjóri
Southampton, krafðist þess að
McCann færi í læknisskoðin áður en
haldið væri til Skotlands.
BERTI Vogts, landsliðsþjálfari
Skota, hefur áður séð á eftir sterkum
leikmönnum – Rangersleikmennirnir
Steven Thompson og Paul Lambert
eru meiddir.
ARMIN Veh þjálfari Hansa
Rostock sagði starfi sínu lausu í gær.
Undir hans stjórn hefur liðinu vegnað
illa og eftir tapleik á móti Leverkusen
um liðna helgi situr liðið í fimmta
neðsta sæti í þýsku 1. deildinni. Veh
er annar þjálfarinn sem sem lætur af
störfum í deildinni á tímabilinu en á
dögunum rak Borussia Mönchen-
gladbach þjálfara sinn Ewald Lienen.
FÓLK