Morgunblaðið - 07.10.2003, Page 51

Morgunblaðið - 07.10.2003, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 2003 51 SEM oftast áður sækir kínverski leikstjórinn Zhang Yimou efni Hetju (Ying Xiong), í litríka sögu þjóðar sinn- ar. Aðeins að nafninu til að vísu, at- burðarásin í nýjustu myndinni hans er stílfærð og ljóðræn og minnir á löngum köflum vissulega meira á ofurmann- lega skylmingakeppni með balletívafi en sagnfræðilega kvikmynd. Zhang hefur tekið stafræna tölvugrafík í sína þjónustu, með misjöfnum árangri. Nokkur fjöldaatriðin eru veisla fyrir augað á meðan önnur ná ekki slíku flugi. Hetja gerist á ófriðartímum þegar konungurinn af Quin héraði hefur sam- einað kínversku ríkin sex í hið volduga Kínaveldi undir kjörorðinu Allt undir himninum. Hann hefur jafnframt eign- ast hættulega óvini þar sem fara fremstir þrír vígfimir bardagamenn, og launmorðingjar sem hyggjast ráða konung af dögum. Þeir eru Brotið sverð (Tony Leung), Svífandi mjöll (Maggie Cheung) og Himinn (Donnie Yen). Konungur er orðinn var um sig og hleypir engum nálægt sér öðrum en traustum vinum og bandamönnum. Einn slíkur er hetjan Nafnlaus (Jet Li), af honum fer gífurlegt orðspor sem bardagamanni sem hefur unnið fræki- lega sigra á óvinum konungs. Á fund- inum segir hann konungi hvernig hann réð niðurlögum launmorðingjanna þriggja en kóngur er vís og þykir sagan harla lygileg þó svo að Nafnlaus beri vopn þremenninganna orðum sínum til sönnunar. Hann púslar saman sann- leika og uppspuna og endalokin eru óumflýjanleg Saga Nafnlauss er rakin í aftur- hvörfum og frá atburðunum, bæði sam- kvæmt frásögn hans og eins og þeir gerðust í raunveruleikanum. Fram- vindan er nánast eitt, stórfenglegt sjón- arspil þar sem litir hafa grundvallar- merkingu í hrífandi táknmáli. Söguþráðurinn er frekar byggður á kínverskum heimspekikenningum en nákvæmni vísindanna, Hetja er engu síður dæmisaga um leit að sannleikan- um, vörslu og mikilvægi menningar- arfsins frá kynslóð til kynslóðar og fórnarkostnað friðar en lýsing á svipt- ingum í stjórnarmunstri voldugasta ríkis heims á sínum tíma. Auk þess sem hún er sígild lýsing á pólitískri refskák sem á ekki illa við andrúmsloft samtím- ans þar sem skilin á milli hrapps og hetju liggja ekki alltaf í augum uppi. Leikstjórinn notar hljóðrásina á áhrifaríkan hátt og hefur fengið til liðs við sig Dun Tan, tónskáldið sem gerði m.a. tónlistina við stórvirki Angs Lee, Krjúpandi tígur. Tan fer vítt og breitt, auk austurlenskra hljóma má greina áhrif frá jafn ólíkum, vestrænum tón- listarsnillingum og Ry Cooder og Enn- io Morricone. Bardagadansinn er slá- andi tignarlegur enda fimi Jet Li, Tony Leung, Maggie Cheung og Zhang Ziyi góðkunn á Vesturlöndum úr fjölda Kung Fu- og annarra mynda. Kvik- myndatakan er engu síður tilþrifamikil. Hetja verður mikið borin saman við Krjúpandi tígur og þolir þann saman- burð með ágætum því hún býr yfir allt öðrum og upprunalegri töfrum sem minna meira á uppruna sinn en Holly- wood. Hrappar og hetjur „Bardagadansinn er sláandi tignarlegur“ í Hetju.                       !" #        $ % &%& '  KVIKMYNDIR Regnboginn – Kvikmyndahátíð Eddu Leikstjóri: Zhang Yimou. Handrit: Wang Bin, Li Feng og Zhang Yimou. Kvik- myndatökustjóri: Christopher Doyle. Tón- list: Dun Tan. Aðalleikendur: Jet Li, Tony Leung, Maggie Cheung, Zhang Ziyi, Daoming Ghen. 97 mínútur. Miramax. Hong Kong, Kíma 2002. HETJA/YING XIONG/HERO  Sæbjörn Valdimarsson KVIKMYNDASAFN Íslands býður upp á mynd eftir einn af brautryðjendum kvikmynd- anna, Spánverjann Luis Buñ- uel. Myndin heitir Viridiana og er frá 1961. Myndin segir frá Viridiönu, ungri nunnu, sem opnar híbýli sín fyrir fátæklingum og um- renningum en laun heimsins eru vanþakklæti og hlutirnir fara úr böndunum. Í myndinni rannsakar Buñ- uel möguleika góðverksins í heimi þar sem illskan virðist hafa yfirhöndina. Viridiana vann Gullpálmann í Cannes 1961 og er ein hinna mörgu ögr- andi kvikmynda sem Buñuel gerði á sjöunda áratugnum. Hún er sú fyrsta þriggja mynda hans sem Silvia Pinal lék í. Hinar eru The Exterm- inating Angel (1962) og Símon í eyðimörkinni sem Kvikmynda- safnið stefnir á að sýna í febr- úar á næsta ári. Buñuel var bú- inn að vera í 25 ára útlegð frá Spáni sem harðstjórn Francos hafði þá enn kverkatak á. En menningarmálafrömuðir harð- stjórnarinnar ákváðu að gefa þessum dáða kvikmyndagerð- armanni eitt tækifæri enn og kostuðu Viridiana. Efni mynd- arinnar og hin dulda gagnrýni á stjórnarfarið á Spáni fór hins- vegar svo fyrir brjóstið á Franco og skósveinum hans að þeir bönnuðu hana með öllu eft- ir að hún hafði verið frumsýnd í Cannes og var hún því aldrei sýnd í kvikmyndahúsum á Spáni. Viridiana er í svarthvítu og 90 mínútur að lengd. Sýningin hefst í Bæjarbíói, Hafnarfirði kl. 20 og aðgangseyrir er 500 kr. Myndin verður sýnd aftur á laugardaginn kl. 16. Silvia Pinal leikur nunnuna ungu í Viridiana. Buñuel í Bæjarbíói ÞEGAR félagslegur þrýstingur, hormónabreytingar og innri sárs- auki ná hámarki í lífi hinnar þrettán ára gömlu Tracy (Evan Rachel Wood), breytist hún nánast á einni nóttu úr barninu sem móðir hennar þekkti yfir í eitthvað stjórnlaust og óskiljanlegt. Leit Tracy að viður- kenningu hjá Evie (Nikki Reed), vin- sælustu stelpu skólans, ber nefni- lega árangur og í kjölfarið gengur hún í gegnum þann útlitspakka sem mun umbreyta henni í löggilta pæju og lyfta sjálfsmyndinni upp á æðra svið. Og á fyrsta áratug 21. aldar er það ekki spurning um að klína á sig app- elsínugulum augnskugga og setja gel í hárið eins og lög gerðu ráð fyrir í ungdæmi undirritaðrar (nema að ég hafi verið að misskilja eitthvað), heldur eitthvað mun afdrifaríkara: Andlitsfarði, húðflúr, tungu- og naflastungur, aðskorin föt, g-streng- ur og skartgripir samkvæmt fyrir- mælum útlitshönnuða kyntákna af- þreyingarmenningarinnar, og síðan hörð vímuefnaneysla og kynlíf. Fyrir þrettán ára barn reynast þessi um- skipti auðvitað alltof skörp og uppá það horfir móðirin Melanie (Holly Hunter) en reynist hálfráðalaus and- spænis því hlutverki sem dóttir hennar hefur falið sig á bak við. Catherine Hardwicke tekur á áhugaverðum spurningum í þessari frumraun sinni á leikstjórnarsviðinu og þótt útkoman hafi veikleika ber tilraunin vott um áræðni og metnað gagnvart viðfangsefninu. Mikil áhersla er lögð á að bregða upp raunsærri mynd af þeim útlits- og hegðunarlögmálum sem hvergi virð- ast gilda jafnákveðið og í lífi unglinga, nokkuð sem tísku- iðnaðurinn hefur áttað sig á og notfærir sér óspart. Með- handritshöfundur Hardwicke var einmitt hin þrettán ára Nikki Reed sem leikur læri- systur Tracy í sjálfsmyndar- kreppunni, tilfinningalega niðurbrotna stúlku sem finn- ur sjálfstraust í því að stjórna öðrum og mótar hina leitandi Tracy eins og leir. Hið hraða og stjórnlausa tilfinningalega ferli sem Tracy gengur í gegnum er síðan undirstrikað með afgerandi frásagn- arstíl, hringsólandi tökuvél, hröðum klippingum og grófri áferð. Þessi frásagnaraðferð gefur heildinni kraftmikið yfirbragð og miðlar vel innra uppnámi og jafnvel vímu- ástandi persónanna, en verður full- flaustursleg á köflum, einkum þegar leitast er við að veita innsýn í bak- grunn Tracy, fjölskyldu hennar og vina. Á meðan samband Tracy við Evie rennur út í nokkuð kunnuglegar nót- ur eftir því sem á líður, nær Hard- wicke að byggja upp áhrifaríkt sam- band milli Tracy og móður hennar Melanie, sem er nýskilin við fjöl- skylduföðurinn. Melanie er sjálf ekkert blávatn, hefur gengið í gegn- um ýmislegt um ævina og kemur með þá reynslu inn í samskiptin við dóttur sína. Holly Hunter gæðir þessa persónu miklu lífi og er sú mynd sem brugðið er upp af heim- ilislífi fjölskyldunnar áþreifanleg og margbrotin. Ákveðna dýpt skortir þó í þetta tilfinningadrama í heild sinni, þar sem kafað er ofan í umbrot unglings- áranna á tímum stjórnlausrar neyslumenningar. Unglingaveikin á tímum tónlistarmyndbanda KVIKMYNDIR Regnboginn – Kvikmyndahátíð Eddunnar Leikstjórn: Catherine Hardwicke. Hand- rit: Catherine Hardwicke og Nikki Reed. Kvikmyndataka: Elliot Davis. Aðal- hlutverk: Evan Rachel Wood, Nikki Reed, Holly Hunter, Jeremy Sisto og Brady Corbet. Lengd: 100 mín. Bandaríkin/ Bretland. Fox Searchligth, 2003. THIRTEEN / ÞRETTÁN  Það getur verið þrautin þyngri að vera 13 ára á þessum síðustu og verstu. Heiða Jóhannsdóttir Nýr og betriHverfisgötu  551 9000 Sýnd kl. 6. Sýnd kl. 6 og 9. Tvímælalaust ein albesta mynd ársins sem slegið hefur rækilega í gegn í Bandaríkjunum Stórmynd sem engin má missa af. 3D gleraugu fylgja hverjum miða l l j j i Sýnd kl. 6.Sýnd kl. 10. Sýnd kl. 8. Sýnd kl. 6. Sýnd kl. 10.20. thirteen SV MBL Sýnd kl. 8. Sýnd kl. 8. Munið afs láttarkort in á kv ikmyndahát íð  HK. DV www.laugarasbio.is Sýnd kl. 8 og 10.15. BRUCE Tvímælalaust ein albesta mynd ársins sem slegið hefur rækilega í gegn í Bandaríkjunum Stórmynd sem engin má missa af. Sýnd kl. 8 og 10.15. B.i. 16 ára Ný vídd í skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Settu upp 3víddar gleraugun og taktu þátt í ævintýrinu! 3D gleraugu fylgja hverjum miða l l j j i Sýnd kl. 5.30 og 8. Sýnd kl. 6. Með ísl. tali - Tilboð 400 kr. Sýnd kl. 6 SV MBL Hafnarstræti 15, sími 551 3340 Hádegistilboð alla daga Restaurant Pizzeria Gallerí - Café

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.