Morgunblaðið - 07.10.2003, Side 52

Morgunblaðið - 07.10.2003, Side 52
52 ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4. Ísl tal KRINGLAN Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 16. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 10 ára. KRINGLAN Sýnd kl. 10.20. B.i. 10. Topphasarmyndin í USA í dag. Fór beint ítoppstætið í USA þrælmögnuð yfirnáttúruleg spennumynd sem hefur slegið rækilega í gegn. Topphasarmyndin í USA í dag. Sýnd kl. 8 og10. Sjáið sannleikann! VINSÆLUSTU MYNDIRNAR Á BRESKUM BÍÓDÖGUM SÝNDAR ÁFRAM. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 16. Sýnd kl. 8 og 10.kl. 6. kl. 6. kl. 8. kl. 10.15.kl. 6. H.J. MBL S.G. DV „Áhrifarík og lofsamleg.“ HJ. MBL THE MAGDALENE SISTERS Skonrok Fm 90.9 H.K. DV SG DV SV. MBLPlots With a View SG DV SG MBL Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.20. B.i. 12. Frá leikstjóranum Ridley Scott sem færði okkur myndirnar Gladiator, Hannibal, Blade Runner og Alien  "Skotheldur leikur og frábært handrit." HP KVIKMYNDIR.COM H.K. DV Nói Albinói sýnd um helgar SV MBL HK.DV KVIKMYNDIR.IS AÐDÁENDUR á öllum aldri fylgd- ust með þegar gömlu góðu Hljóm- ar spiluðu fyrir troðfullu húsi í Austurbæ á sunnudagskvöld í til- efni þess að liðin voru 40 ár frá því þeir stigu fyrst á svið. Færri komust að en vildu og því greini- lega ekki vanþörf á auka- tónleikum til að anna eftirspurn eftir íslensku bítlunum. Stemningin var gríðargóð á sunnudagskvöldið og ánægjusvip- urinn leyndi sér ekki á andlitum gesta sem margir eiga góðar minningar af böllum með hinni fornfrægu keflvísku sveit. En hvernig tókst piltunum upp, nú 40 árum síðar? Morgunblaðið/Árni Sæberg Hvernig Hljómaði? „ÉG skemmti mér svakalega vel, þetta var tóm hamingja fyrir mig,“ segir Ómar Ragnarsson, fréttamaður og skemmtikraftur, þegar hann er spurður hvernig honum hafi þótt tónleikarnir með Hljóm- um. „Ég á erfitt með að tína bestu lögin út en hafði óskap- lega gaman af að heyra þessa gömlu smelli, eins og Ég elska alla og Lífsgleði. Þegar ég heyrði þá hugsaði ég með mér að það er ekkert í dag sem tekur þessu fram.“ Hann segir tónleikana hafa vakið gamlar minningar enda vann hann töluvert með hljóm- sveitinni, samdi m.a. marga af textunum á fyrstu plötu þeirra. „Ég fílaði þá alveg í tætlur þá ef svo má segja. Ég var búinn að vera í rokkinu og þeir voru fyrsta íslenska bítla- sveitin þannig að við vorum að vinna að því sama, kafa ofan í grasrótina og gera hana ís- lenska. Þetta var skemmti- legur tími og gríðarleg ólga í þjóðfélaginu.“ Hann segir að í lögunum þeirra sé gríðarlegur kraftur sem hafi skilað sér vel á tón- leikunum. „Þarna fuku nærri fjörutíu ár út í veður og vind á einni kvöldstund.“ Ómar Ragnarsson Tóm hamingja HANN er tvímælalaust orðinn stærsti laxinn í fljóti franskrar kvikmyndagerðar. Byrjaði sem smáseiði og synti gegn straumn- um með því að gera myndir undir sterkum áhrifum frá Hollywood í landi þar sem sú borg þykir ekki par fínn pappír. Eftir sigurgöngu mynda eins og Nikita, Léon og The Fifth Ele- ment var Besson greinilega dott- inn ofan á formúlu sem virkaði. Hárbeittur hasar, eilítið rudda- fengnari en tíðkaðist í Hollywood, með stælinn í lagi og hraðann í botni. Fór hann því að láta til sín taka sem framleiðandi og hand- ritshöfundur fyrir sér yngri leik- stjóra franska sem hann tók upp á arma sína. Fyrst slíkra mynda var bílahasarinn Taxi (1998). Sló hún svo svakalega í gegn að karlinn hefur varla gefið sér tíma til að gera eigin myndir síðan enda hafa þær fylgt eftir á færibandi mynd- irnar úr hasarsmiðju hans. Á meðan leikstjórasæti kólnar enn skrifar hann og skrifar, framleiðir sjálfur og græðir svo á öllu sam- an. Meðal mynda sem hann hefur dælt frá sér eru Taxi 2 og 3, Yamakasi, The Kiss of Dragon, The Transporter og Fanfan la tul- ipe. Helsti skósveinn hans Gér- ard Krawczyk (Taxi 2 og 3 og Fanfan la tulipe) leikstýrði Was- abi, mynd frá 2001 með Jean Reno (Léon) í aðalhlutverki. Hún kemur út á myndbandi á morgun. Aðrar myndir sem koma út á myndbandi í vikunni eru The Matrix endurhlaðin sem kemur einnig út á sölumyndbandi á föstudaginn. Góðkunningjar (People I Know) er eðalmynd með Al Pacino, Trommutaktur (Drumline er um lífið í klapplið- inu sem sló óvænt í gegn vestra og fékk fína dóma, Töfrabúðing- urinn er teiknimynd og Flug- slysið (Air Panic) stórslysamynd. ( )   *+ "               ,+ -+ *. /+ 0+ 1+ 2+ 3+ 4+ 5+ *. ,3+ ,6+ ,-+ *. *. ,,+ ,/+ ,4+ ,1+ "  3 3 , 3 - / / - 1 0 , 3 3 5+ ,+ , 5 ,6 0 4        #   7 (  #   7 #   7 # # (  #   7 # # # # # #   7 (  # # # # #   7 8 #9 #9 8  8 8 #9 #9 8 8  8 8   8 8 #9 #9           ! "# $ %         & ' () "     *   % & + , - .    &    (      .  / 0 - ( 1  2   3 -  # 4 )     & 2     2    &   ! "  #$! Luc Besson er stórlax mikill Franskur hasar á færibandi „ÞETTA voru fínir tón- leikar, ég er ánægður með þá,“ segir Gunnar Hjálm- arsson, öðru nafni Dr. Gunni. Hann bendir á að þeir séu fyrsta íslenska al- vörupopphljómsveitin og afar sterkir í þjóðarsálinni. „Það hefði auðvitað verið gaman að hafa Shady Owens líka og trommarann Pétur Östlund, þá hefði þetta verið fullkomið.“ Hann segir þá hafa tekið mikið af góðum lögum og að útsetningar hafi verið vand- aðar. „Þetta voru samt viðhafnartónleikar eins og maður svo sem bjóst við, mikið af fyrirmennum og ekki beint mikið rokk og ról, hefði mátt vera meira svoleiðis, en ég er samt ánægður.“ Sterkir í þjóðarsálinni Gunnar Hjálmarsson „MÉR fannst óskaplega skemmtilegt, alveg frábært, enda er ég aðdáandi núm- er eitt, tvö og þrjú og var meira að segja í svokallaðri Hljómaklíku á sínum tíma,“ seg- ir Valgerður Sverrisdóttir, iðn- aðar- og viðskiptaráðherra, um tónleikana. Hún segist enn eiga gormastílabók með eiginhand- aráritunum og myndum af hljómsveitarmeðlimum sem hún límdi inn. „Ég hef voða gaman af henni enda er svo skemmti- legt hvað maður er móttækileg- ur fyrir svona löguðu á ung- lingsárum. Maður fór á eftir- miðdagsdansleiki með þeim í skátaheimilinu á sunnudögum og skemmti sér óskaplega vel.“ Valgerður segist hafa haft mest gaman af því þegar Hljóm- ar spiluðu gömlu lögin á tónleik- unum í fyrrakvöld. „Þau komu mest við hjartað, þótt þessi nýju séu grípandi líka.“ Hún segir dætur sínar tvær sem séu um tvítugt líka hafa skemmt sér vel á tónleikunum enda stemningin í salnum góð. „Ég vil bara sjá fleiri tónleika enda eru þeir greinilega í góðu stuði, strákarnir.“ Hljómaað- dáandi númer 1, 2 og 3 Valgerður Sverrisdóttir „ÞETTA var rosa skemmti- legt og ég segi bara eins og Gunni Þórðar hefur sagt: einu sinni hippi, alltaf hippi,“ segir Bolli Krist- insson, kaupmaður í Sautján, sem kveðst alltaf hafa verið mikill Hljóma- aðdáandi. „Mér fannst þeir vel samhæfðir, sándið var gott og góð stemning, núna vil ég bara sjá Trúbrot koma líka saman aft- ur.“ Hann segir að gaman hefði verið að sjá Shady Owens syngja með þeim. „Ann- ars var þetta mjög gaman og þeir eru allt- af sömu töffararnir.“ Alltaf hippi Bolli Kristinsson Jean Reno og Ryoko Hirosue í framleiðslu Luc Bessons, Wasabi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.