Morgunblaðið - 26.10.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.10.2003, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ S EGJA má að rann- sóknin hafi staðið yfir í rúm þrjú ár. Í for- mála skýrslu sinnar segir Bryndís Björk að rannsókninni hafi verið ætlað að vera einungis hluti af áfangaskýrslu um vændi og fé- lagslegt umhverfi þess sem Bryn- dís Björk vann ásamt tveimur sam- starfsfélögum sínum hjá Rannsóknum & greiningu, þeim Hólmfríði Lydíu Ellertsdóttur og Ingu Dóru Sigfúsdóttur, fyrir dómsmálaráðuneytið árið 2000 til 2001. Sú áfangaskýrsla, sem kynnt var í mars árið 2001, staðfesti til- vist vændis hér á landi í margs konar myndum. Í framhaldinu skipaði þáverandi dómsmálaráð- herra, Sólveig Pétursdóttir, nefnd til að bregðast við niðurstöðunum. Snemma í þessu rannsóknarferli varð ljóst að viðfangsefnið krafðist meiri athygli en virtist við fyrstu sýn. Því ákvað Bryndís Björk að halda áfram með þann hluta rann- sóknarinnar er sneri að ungu fólki í vændi og vinna hana sem meist- araverkefni í rannsóknarnámi í fé- lagsfræði við félagsvísindadeild Há- skóla Íslands. Áður hafði Bryndís Björk útskrifast með BA-próf í sál- fræði við sama skóla árið 1999. Rannsókn hennar var styrkt af dómsmálaráðuneytinu og rann- sóknanámssjóði Rannsóknaráðs Ís- lands, auk þess sem Félagsstofnun stúdenta verðlaunaði Byndísi Björk í júlí sl. með styrk fyrir fram- úrskarandi lokaverkefni. Leiðbein- andi hennar í rannsókninni var Þórólfur Þórlindsson prófessor. Unnið með viðtölum og könnunum Markmið rannsóknarinnar var annars vegar að leitast við að lýsa vændi meðal ungs fólks á Íslandi og athuga í hvaða myndum það birtist. Hins vegar var markmiðið að rannsaka með tölfræðilegum hætti félagslegt umhverfi fram- haldsskólanema sem þegið hafa greiða eða greiðslu í skiptum fyrir kynmök. Bryndís Björk notaðist við tvenns konar aðferðir í rannsókn- inni. Annars vegar voru tekin viðtöl við 22 eintaklinga og 20 sérfræð- inga sem þekktu til vændis meðal ungs fólks hér á landi. Þar af voru átta einstaklingar sem stundað höfðu vændi. Hins vegar var unnið úr könnun meðal nemenda í öllum framhaldsskólum á Íslandi árið 2000. Könnunina gerði fyrirtækið sem Bryndís Björk vinnur hjá, Rannsóknir & greining, og þátttak- endur voru alls 7.239 nemendur á aldrinum 16 til 19 ára sem mættir voru í kennslustundir dagana 31. október og 1. nóvember árið 2000. Þar af voru 3.362 strákar og 3.853 stelpur en 24 svarendur gáfu ekki upp kyn sitt. Svarhlutfall í könn- uninni í heild nemur 67% allra nemenda í framhaldsskólum sem skráðir voru í kennslustundir þessa daga. Rannsóknina byggði Bryndís Björk svo á svörum þeirra er sögð- ust einhvern tímann um ævina hafa þegið greiða eða greiðslu í staðinn fyrir kynmök. Alls slepptu 525 nemendur þessari spurningu þann- ig að unnið var með svör 6.714 ein- staklinga varðandi vændið sjálft. Félagslegt umhverfi þessa hóps var kannað sérstaklega. Þeir fé- lagslegu þættir sem voru til athug- unar voru valdir með tilliti til nið- urstaðna erlendra rannsókna á vændi meðal ungs fólks, viðtölum við íslenska sérfræðinga og fé- lagsfræðilegra kenninga sem not- aðar eru til að skýra vændi sem frávikshegðun ungs fólks. Athug- aður var sérstaklega bakgrunnur, reynsla um kynferðislega misnotk- un, félagslegt taumhald og líðan framhaldsskólanema sem þegið höfðu greiða eða greiðslu í staðinn fyrir kynmök. 2% framhaldsskólanema í einhvers konar vændi Niðurstöður rannsóknarinnar eru þær helstar að vændi meðal unga fólksins birtist í ýmsum og ólíkum myndum. Þannig á sér það stað í íslensku samfélagi að bæði stelpur og strákar skipta á kyn- mökum fyrir til dæmis vímuefni, mat, gistingu, eða peninga. Af þess- um 6.714 nemendum sem svöruðu spurningunni um vændið sagðist 131 nemandi, tæp 2%, hafa einu sinni eða oftar um ævina þegið greiða eða greiðslu í stað kynmaka. Þar af voru þetta 95 strákar og 36 stelpur. Þannig virðast strákar vera sjö af hverjum þeim tíu fram- haldsskólanemendum sem viður- kenna að hafa stundað vændi af einhverjum toga. Þetta er algeng- ara meðal yngri nemenda, 16–17 ára, heldur en 18 og 19 ára. Hlut- fallið er 2,4% í yngri hópnum en 1,2% í þeim eldri. Bryndís segir ekki ljóst hvað valdi þessu en hluti skýringarinnar kunni að felast í brottfalli úr framhaldsskólum. Leiða megi líkur að því að þeir nemendur sem hvað verst séu staddir félagslega og fjárhagslega séu líklegastir til að hætta námi. Þannig breytist samsetning nem- endahópsins í skólunum með hverju aldursári. Í skýrslu Bryndísar segir að þessar niðurstöður séu sambæri- legar við niðurstöður kannana Rannsóknar & greiningar meðal ungs fólks sem ekki stundar fram- haldsnám, bæði hlutföllin sjálf og kynjamunurinn. „Þessi kynjamunur kemur nokk- uð á óvart enda hefur í umfjöllun og fræðilegum skrifum um vændi verið að miklu leyti einblínt á vændi meðal stúlkna. Þannig hefur vændi meðal stráka varla verið veitt nokkur athygli þangað til ný- lega,“ segir m.a. í skýrslunni og vitnað er til nýrra erlendra rann- sókna, m.a. í Noregi og Bandaríkj- unum, sem sýndu að fjöldi stúlkna sem höfðu leiðst út í vændi væri að- eins um þriðjungur af fjölda stráka sem höfðu slíka reynslu. Bryndís Björk telur athyglisvert hve þessar niðurstöður séu svipaðar þeim úr könnuninni hér á landi. Þetta sýni glöggt að til sé ungt fólk á Íslandi sem hafi þegið greiða eða greiðslu í staðinn fyrir kynmök og vanda- málið leynist á fleiri stöðum en oft hafi verið ætlað, m.a. meðal skóla- nema og stráka. Sumir skilgreini þetta sem vændi en aðrir ekki. Vændið tengt ýmsum félagslegum þáttum Hverjar sem mögulegar skýring- ar kunni að vera sé ljóst að nið- urstöðurnar kalli á frekari rann- sóknir á vændi meðal beggja kynja, ekki síður meðal stráka. Þá megi ætla að niðurstöðurnar kalli á að athygli sé ekki síður beint að strákum en stelpum við mótun úr- ræðna og stefnu á þessu sviði. Sem fyrr segir voru félagslegir þættir skoðaðir sérstaklega meðal ungs fólks. Í ljós kom nokkuð há fylgni vændis við kynferði, stuðn- ing fjölskyldu, tengsl við skóla, kynferðislega misnotkun á ung- lingsárum, ótta við líkamlegt of- beldi heima fyrir, reiði, vímuefna- neyslu, þess að vera gerandi eða þolandi ofbeldis og að hafa gert til- raun til sjálfsvígs einhvern tímann um ævina og á síðastliðnu ári fyrir könnunartímann. Öll þessi fylgn- isambönd mældust marktæk við 99,9% öryggismörk, samkvæmt rannsókninni. Þá er marktæk fylgni milli vænd- is meðal ungs fólks við aldur við- komandi, menntun föður, kynferð- islega misnotkun í æsku, ölvun síðastliðna 30 daga og þunglyndi. Hins vegar virðist menntun móður, búseta, sambýlisstaða foreldra, stuðningur vina og sjálfsmat ung- menna ekki spá fyrir um hvort ungmenni séu líkleg til að segjast hafa þegið greiða eða greiðslu í stað kynmaka. Reyndust þau fylgnisambönd ekki marktæk. Um þetta segir í skýrslunni: „Þessar niðurstöður eru nokkuð athyglisverðar í ljósi þess að búseta eða það hvort unga fólkið búi á höf- uðborgarsvæðinu eða annars staðar á landinu virðist ekki skipta máli þegar kannað er hvaða þættir spái fyrir um vændi meðal framhalds- skólanema. Þá virðist félagsstaða foreldra einungis spá að litlu leyti fyrir um vændi meðal ungmenna. Vændi meðal stráka Ný rannsókn um vændi meðal ungs fólks á Íslandi og félagslegt umhverfi þess, sú fyrsta sinnar tegundar, leiðir ýmsar forvitnilegar niðurstöður í ljós sem eiga eftir að vekja at- hygli og umræðu. Björn Jóhann Björnsson skoðaði þessa rannsókn og ræddi við höf- undinn, Bryndísi Björk Ásgeirsdóttur. BRYNDÍS Björk Ás- geirsdóttir segir að kveikjuna að þessari rannsókn á vændi ungs fólks megi m.a. rekja til umræðu um hugs- anlegt vændi tengt rekstri nektardans- staða hér á landi og til alþjóðlegra vandamála sem skapast hafa vegna vaxandi umsvifa kynlífsiðnaðar í Evr- ópu. Miklar pólitískar umræður hafi t.d. verið um þessi mál er rann- sóknin hófst fyrir þremur árum. Í ljós hafi komið að almenn og fræðileg umfjöllun og þekking á málaflokknum hafi verið af skornum skammti. Bryndís segir að vegna reynslu Rannsókna & greiningar af könn- unum á högum ungs fólks hafi dóms- málaráðuneytið leitað til fyrirtækis- ins á sínum tíma. Það hafi t.d. unnið ítarlegar rannsóknir á vímuefna- neyslu og ofbeldi ungs fólks og gert margar aðrar æskulýðsrannsóknir. „Í þessari fyrstu rannsókn okkar komu fram vísbend- ingar um bakgrunn þess fólks sem leiðst hefur út í vændi, m.a. aðstæður eins og kyn- ferðislega misnotkun og vímuefnaneyslu. Við ákváðum að taka enn fleiri viðtöl við ungt fólk þannig að við gætum séð betur að- stæður ungs fólks í vændi. Viðtölin gáfu betri lýsingu á að- stæðum þessara krakka og lifnaði. Lýs- ingarnar gefa okkur innsýn í mjög grimm- an heim og niðurstöð- urnar staðfesta í raun allt það sem við komumst að í upphafi,“ segir Bryndís. Rannsóknin hefur þegar vakið athygli erlendis Rannsókn hennar á sér ekki margar hliðstæður erlendis þar sem umfang og ástæður vændis hafa lítt verið rannsakaðar. Af þeim sökum hafa niðurstöðurnar þegar vakið at- hygli erlendis, nú síðast á ráðstefnu í Rússlandi fyrir rúmri viku þar sem Bryndís hélt erindi ásamt öðrum ungum félagsvísindamönnum. Ráð- stefnan var haldin af NYRI, sem er norrænn vettvangur æskulýðsrann- sókna sem Bryndís hefur starfað á á undanförnum árum og er m.a. styrktur af Norrænu ráðherra- nefndinni. Auk Norðurlandanna áttu þarna Eystrasaltslöndin og Rússland sína fulltrúa þar sem ýms- ar rannsóknir voru kynntar. „Vændisumræðan hefur tengst mikið Eystrasaltslöndunum og Rússlandi. Fulltrúum þeirra þótti gott að sjá að við værum að hugsa um þessi mál og rannsaka þau hér á landi. Fyrir þeim er mansal og vændi gífurlega flókið og erfitt vandamál. Einnig er það svolítið „tabú“ og fólki í þessum löndum finnst erfitt að horfast í augu við vændið. Þess vegna er það mik- ilvægt að við séum í rannsókna- samstarfi við þessi lönd. Enda hafa okkar rannsóknir vakið athygli og ánægju. Rannsóknir & greining eru að mínu mati að vinna mjög gott starf fyrir ekki meiri fjármuni en raunin er,“ segir Bryndís. Á þeim þremur árum sem rann- Gefur okkur innsýn í grimm Bryndís Björk Ásgeirsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.