Morgunblaðið - 26.10.2003, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 26.10.2003, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Ein gata, eitt hverfi eða allur bærinn www.postur.is Kortleggðu næstu markaðssókn með Fjölpósti. VETRARSÓLIN skapar oft skemmtilega stemningu og varpar skuggum á skrautlegt og iðandi mannlíf. Dýrin koma þar einnig inn í myndina líkt og þessi ágæti hundur sem hefur komið sér fyrir úti í glugga og fylgist með unga mannfólkinu – og ljósmyndaranum. Morgunblaðið/RAX Dýr og menn í vetrarsól NIÐURSTÖÐUR nýrrar rannsókn- ar gefa til kynna að vændi meðal ungs fólks á Íslandi birtist í ýmsum mynd- um. Bæði stelpur og strákar skipta þannig á kynmökum fyrir til dæm- is vímuefni, mat, gistingu eða peninga. Um er að ræða skipulagt og óskipulagt vændi innan félagahópsins sem utan. Samkvæmt könnun meðal 16–19 ára fram- haldsskólanema sagðist 131 nemandi, tæp 2% af þeim er svöruðu spurn- ingunni, hafa einu sinni eða oftar þeg- ið greiða eða greiðslu í staðinn fyrir kynmök. Var vændið algengara með- al stráka en stelpna, eða 3,1% hjá strákum á móti 1% hjá stelpum. Hafa niðurstöðurnar þegar vakið athygli erlendis, m.a. á nýlegri ráðstefnu í Rússlandi þar sem þær voru kynntar. Rannsóknina gerði Bryndís Björk Ásgeirsdóttir hjá Rannsóknum & greiningu og vann hún hana sem meistaraverkefni í félagsfræði við Háskóla Íslands, með styrk frá dóms- málaráðuneytinu og Rannsóknarráði Íslands. Bryndís Björk útskrifaðist með BA-próf í sálfræði frá sama skóla árið 1999 en rannsóknin er í raun framhald ann- arrar rannsóknar sem Bryndís vann að ásamt tveimur samstarfskon- um sínum hjá Rannsókn- um & greiningu, þeim Hólmfríði Lydíu Ellerts- dóttur og Ingu Dóru Sig- fúsdóttur, fyrir dóms- málaráðuneytið árið 2000 til 2001. Markmið rannsóknar- innar nú var annars vegar að leitast við að lýsa vændi meðal ungs fólks á Íslandi og athuga í hvaða myndum það birtist. Hins vegar var markmiðið að rannsaka með tölfræðilegum hætti félagslegt umhverfi framhaldsskóla- nema sem þegið hafa greiða eða greiðslu í skiptum fyrir kynmök. Tekin voru 42 viðtöl við sérfræð- inga og einstaklinga sem þekktu til vændis meðal ungs fólks og sem fyrr segir var einnig unnið úr könnun meðal nemenda í öllum framhalds- skólum á Íslandi árið 2000. Þar voru þátttakendur 7.239 nemendur á aldr- inum 16 til 19 ára. Spurningunni um greiðslur fyrir kynmök svöruðu 6.714 nemar. Kynferðisleg misnotkun í æsku eykur líkur á vændi Bryndís Björk notaði þrjár fé- lagsfræðilegar kenningar um fráviks- hegðun til að draga fram félagslega áhættuþætti vændis, þ.e. kenningar um félagsnám, almennt álag og fé- lagslegt taumhald. Reyndust allar þessar kenningar leggja eitthvað af mörkum til að skýra áhrif kynferð- islegrar misnotkunar í æsku á vændi meðal framhaldsskólanema. Segir Bryndís Björk að á þann hátt auki kynferðisleg misnotkun í æsku, and- leg vanlíðan og lítil tengsl við skóla líkur á vændi meðal framhaldsskóla- nema. Einnig gefa niðurstöðurnar til kynna að aðrir veigamiklir þættir hafi sjálfstætt forspárgildi um vændi, s.s. kyn, aldur, menntun föður og áfengis- og vímuefnaneysla nemenda. Vændi ungs fólks í ýmsum myndum Ný rannsókn hér á landi gefur til kynna að fleiri strákar en stelpur hafi þegið greiðslur fyrir kynmök                             DE FDG HIGJ I J   ! %  I J IEJ =' #+#6%#; #+ &! ;  Vændi/10–11 MEÐAL þeirra sem komnir eru áfram í úr- slit í Idol-stjörnuleitinni á Stöð 2 er Karl B. Guðmundsson, 27 ára kokkur og háseti á netaveiðibátnum Sigga Magg frá Grinda- vík. Ásamt Önnu Katrínu Guðbrandsdóttur frá Akureyri fór Karl áfram eftir fyrstu keppnina í 32 manna úrslitum, sem sýnd var á föstudagskvöld. Þar hlaut Karl rúm- lega 41% atkvæða í símakosningu þar sem ríflega 51 þúsund áhorfendur hringdu inn. Anna Katrín hlaut 37% atkvæða. Morgunblaðið náði tali af Karli í gær- morgun þar sem hann var að draga inn netin um borð í Sigga Magg. Hann sagðist skiljanlega vera ánægður með árangurinn, markmið hvers keppanda væri að komast alla leið. Þó að Karl sé til sjós hefur hann nokkra reynslu af tónlist, bæði af flutningi og tónsmíðum. Þannig samdi hann og flutti stuðningsmannalag Grindvíkinga í knattspyrnu. Hann sagðist eiga sér þann draum að hafa lífsviðurværi sitt af tónlist. „Segja má að ég hafi verið sísyngjandi frá fæðingu. Amma mín í Grundarfirði ýtti mér út í sönginn og tónlistina og ég fór að glamra á hin ýmsustu hljóðfæri,“ segir Karl, sem er fæddur í Reykjavík en bjó frá þriggja ára aldri til 14 ára í Grundarfirði. Síð- ustu árin hefur hann búið í Grindavík og á þar konu, lítið barn og fósturdóttur. „Það spurðu mig margir eftir þáttinn hvort ég ætlaði ekki að fara út á lífið og fagna árangrinum fram eftir morgni en ég þurfti að vakna snemma til að fara að draga upp þorskanetin,“ sagði Karl og var þar með stokkinn niður úr brúnni og út á dekkið. Hásetinn á sér draum um að lifa af tónlistinni Karl B. Guðmundsson ♦ ♦ ♦ NÝKJÖRINN ferðafrömuður ársins, Jón Jónsson á Kirkjubóli á Ströndum, hefur uppi ýmis áform um aukna þjónustu við ferðamenn næsta sumar. Meðal þess er meistaramót í hrútaþukli. Jón segir í samtali við Morgunblaðið í dag að Strandamenn hafi verið að fikra sig áfram með fjölskylduvænar uppá- komur eins og fjörudaga, hrútaskoð- unardaga, dráttarvéladaga og leikjadaga, svo dæmi séu tekin. Þuklað á hrútum Nýjung í ferðaþjónustu  Sunnudagur/B9 FLUGLEIÐIR eru að taka upp nýtt far- gjaldakerfi og bjóða meðal annars allt að 38% lækkun á viðskiptafargjöldum. „Þetta er liður í aukinni vöruþróun og þjónustu,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsinga- fulltrúi Flugleiða, og bætir við að ekki sé tjaldað til einnar nætur heldur sé lækkunin til frambúðar. Guðjón segir að boðið sé upp á þrjá verð- flokka, tvo í Evrópu og einn í Bandaríkj- unum, og sé verðið frá 58.900 kr. Hann segir að verð fari stöðugt lækkandi í flugi og Flugleiðir takið mið af því í þessum verð- breytingum. „Við viljum fá fleiri til að nota þá þjónustu og þau þægindi sem fylgja þessum fargjöldum,“ segir hann. Nýtt fargjaldakerfi tekið upp hjá Flugleiðum Allt að 38% lækkun á viðskipta- fargjöldum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.