Morgunblaðið - 26.10.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.10.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ OLÍURISI HANDTEKINN Rússnesk yfirvöld létu í gær handtaka Míkhaíl Khodorovskí, for- stjóra Yukos-olíurisans, en saksókn- arar hafa um langt skeið rannsakað Yukos á grundvelli grunsemda um skattsvik og þjófnað á eigum rík- isins. Margir telja þó að handtakan sé liður í pólitískri herferð gegn Yukos. Vændi meðal ungs fólks Samkvæmt nýrri rannsókn Bryn- dísar Bjarkar Ásgeirsdóttur hjá Rannsóknum & greiningu birtist vændi meðal ungs fólks í ýmsum myndum. Bæði stelpur og strákar skipta þannig á kynmökum fyrir t.d. vímuefni, mat, gistingu eða peninga. Um er að ræða skipulegt og óskipu- legt vændi. N-Kóreumenn mildast Norður-Kóreumenn hafa mildað afstöðu sína í deilunni við Banda- ríkjamenn um kjarnorkuáætlanir stjórnvalda í Pyongyang. Þeir segj- ast nú reiðubúnir að íhuga tilboð Bandaríkjamanna um að ef þeir leggi áætlanir sínar til hliðar séu Bandaríkin tilbúin að gefa út skrif- leg fyrirheit um að ekki standi til að efna til hernaðar gegn N-Kóreu. Rannsókn tilkynnt formlega Ríkissaksóknari hefur tilkynnt Samkeppnisstofnun með formlegum hætti að lögreglurannsókn sé hafin á meintum brotum olíufélaga og starfsmanna þeirra á samkeppn- islögum. Bogi Nilsson ríkissaksókn- ari telur að Samkeppnisstofnun verði eftir þetta að taka tillit til hagsmuna lögreglurannsókn- arinnar. Lækkun á fargjöldum Flugleiðir eru að taka upp nýtt fargjaldakerfi og býður m.a. allt að 38% lækkun á viðskiptafargjöldum. Að sögn upplýsingafulltrúa Flug- leiða, Guðjóns Arngrímssonar, er lækkunin til frambúðar. Boðnir verða þrír verðflokkar, tveir í Evr- ópu og einn í Bandaríkjunum. Sunnudagur 26. október 2003 atvinnatilboðútboðfundirtilsölutilleigutilkynningarkennslahúsnæðiþjónustauppboð mbl.is/atvinna Gestir í vikunni 9.196  Innlit 17.265  Flettingar 70.460  Heimild: Samræmd vefmæling                                                                                                                                                                                          Bíldshöfða 16 - 110 Rvík - Sími 550 4600 - Fax 550 4610 Netfang: vinnueftirlit@ver.is - Heimasíða: www.vinnueftirlit.is Vinnueftirlit ríkisins starfar samkvæmt lögum um aðbúnað, hollustu- hætti og öryggi á vinnustað nr. 46/1980. Markmið stofnunarinnar er að stuðla að fækkun slysa, atvinnutengdra sjúkdóma og góðri líðan starfsmanna á vinnustað. Lögfræðingur Laust er til umsóknar starf lögfræðings hjá Vinnueftirlitinu. Starfshlutfall 100%. Starfið felur í sér eftirfarandi:  Undirbúning reglna og reglugerða skv. lög- um nr. 46/1980.  Ýmis lögfræðileg úrlausnarefni er varða framkvæmd laga og reglna á verksviði Vinnueftirlitsins.  Umfjöllun um EES reglur á undirbúnings- stigi.  Samskipti við eftirlitsstofnun EFTA og fleiri alþjóðastofnanir. Æskilegt er að umsækjandi hafi sérmenntun og/eða reynslu á sviði vinnuréttar og einnig sérmenntun og/eða reynslu á sviði Evrópurétt- ar. Konur jafnt sem karlar eru hvött til að sækja um starfið. Laun eru samkvæmt launakerfi opinberra starfsmanna. Umsóknum, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, skal skila til Vinnu- eftirlitsins, Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík, fyrir 15. nóvember 2003. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Ekki eru notuð umsóknareyðublöð. Æskilegt er að viðkomandi hefji störf sem fyrst. Nánari upplýsingar um starfið veitir Eyjólfur Sæmundsson, forstjóri, í síma 550 4600. Lögfræðingur óskast Jafnréttisstofa óskar að ráða til sín lögfræðing í hálft starf frá og með næstu áramótum eða skv. samkomulagi. Í starfinu felst m.a. eftirlit með framkvæmd laga nr. 96/2000 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla og leiðbeiningar og ráðgjöf til einstaklinga, stofnana og fyrirtækja. Umsækjendur skulu hafa grundvallarþekkingu á jafnréttismálum kvenna og karla, búa yfir tölvufærni og góðri þekkingu á ensku og Norð- urlandamáli. Starfið krefst lipurðar í samskipt- um og sjálfstæðra vinnubragða. Nánari upplýsingar veitir Margrét María Sigurðardóttir á Jafnréttisstofu í síma 460 6200 eða 862 0414. Upplýsingar um Jafnréttisstofu er einnig að finna á heimasíðu stofunnar: www.jafnretti.is Laun greiðast samkvæmt samningi fjármála- ráðuneytis og viðkomandi stéttarfélags. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist til Jafnréttisstofu, Hvannavöllum 14, 600, Akureyri. Umsóknarfrestur er til 17. nóvember nk. Öllum umsóknum verður svarað. Sunnudagur 26. október 2003 Barði engumháður Ljósmynd/Bernard Benant Sumum þykir Barði Jóhannsson sérvitur, en enginn frýr honum hæfileika. Árni Matthíasson ræddi við Barða um tón- listarferil hans sem er um margt óvenjulegur.  2 Masca „Þorpið liggur í djúpum dal sem er umkringdur þverhníptum klettabeltum“ / 10 Foringi og fræðimaður Sjálfstæðishetjan Jón Sigurðsson Philippe Girardon galdrar fram ljúfa rétti á Holtinu. Prentsmiðja Morgunblaðsins Yf ir l i t Í dag Skissa 6 Myndasögur 42 Sigmund 8 Bréf 42/43 Listir 23/27 Hugvekja 43 Af listum 28 Dagbók 44/45 Forystugrein 32 Krossgáta 46 Reykjavíkurbréf 32 Leikhús 48 Skoðun 30/35 Fólk 48/53 Þjónusta 37 Bíó 50/53 Kirkjustarf 37 Sjónvarp 54/55 Minningar 38/41 Veður 55 * * * MÓTSSTJÓRN Íslandsmóts skák- félaga, Flugfélagsmótsins, úrskurð- aði í gærmorgun að a-sveit Hróks- ins hefði verið ólögleg í fyrstu umferð, Faruk Tairi var úrskurð- aður ólöglegur og skák hans dæmd töpuð. Hrókurinn tefldi fram fimm er- lendum ríkisborgurum í átta manna sveit sinni gegn Taflfélagi Vestmannaeyja, en samkvæmt lög- um mótsins skal að minnsta kosti helmingur liðsmanna sveita vera ís- lenskir ríkisborgarar eða hafa haft lögheimili sitt á Íslandi undanfarið ár. Mótsstjórnin úrskurðaði að fimmti erlendi ríkisborgarinn í a- sveit hróksins, talið frá fyrsta borði, væri ólöglegur. Hrafn Jökulsson, forseti Hróks- ins, segir að þessu máli sé ekki lok- ið. „Hér hefur verið unnið mikið óhappaverk og nú kallar hin gamla skákhreyfing yfir sig mjög alvar- legar umræður um allt sem lýtur að þeirra sjónarmiðum og vinnu- brögðum á síðustu árum.“ Forseti Hróksins segir að það sé miður hvernig umræðan hafi þróast en úr því sem komið sé verði Hrókurinn að taka þátt í henni og minna á kjörorð alþjóðahreyfing- arinnar, Við erum ein fjölskylda. „Nú hefur einn úr fjölskyldunni verið tekinn og honum úthýst og það munum við félagar hans að sjálfsögðu ekki líða,“ segir Hrafn. „Ég minni á að þessir erlendu skák- meistarar okkar hafa gert meira fyrir íslenskt skáklíf en að minnsta kosti samanlögð stjórn Skák- sambandsins síðustu fimm árin og við neyðumst til að hefja umræður um störf Skáksambandins á und- anförnum árum.“ Skákmaður Hróksins ólöglegur Morgunblaðið/Ómar Milli 300 og 400 skákmenn á öllum aldri keppa á Íslandsmóti skákfélaga, Flugfélagsmótinu, sem Þórdís Björk Sig- urbjörnsdóttir frá Flugfélagi Íslands setti á föstudagskvöld. Hér er F-sveit Hróksins að etja kappi við H-sveit Tafl- félags Reykjavíkur. Fremst eru þau Júlía Rós Hafþórsdóttir og Smári Eggertsson að tafli. FYRIRHUGAÐ er að hefja fram- kvæmdir við tvöföldun Vesturlands- vegar, frá Víkurvegi í Reykjavík að Skarhólabraut í Mosfellsbæ, á næsta ári. Skipulagsstofnun hefur tekið til athugunar umhverfisáhrifin af þessum framkvæmdum. Sam- kvæmt samþykktri vegaáætlun verður 100 milljónum króna veitt í verkefnið í ár, 300 milljónum á næsta ári og 100 milljónum króna árið 2005. Ennþá er verið að hanna end- anlegt útlit á veginum eftir að hann hefur verið breikkaður. Allur kostn- aður liggur ekki enn fyrir. Sam- kvæmt upplýsingum Vegagerðar- innar er markmið framkvæmdanna að lækka slysatíðni á þessum veg- kafla og greiða fyrir umferð. Vegurinn mun að mestu liggja í núverandi veglínu yfir Úlfarsá. Þar verður vegurinn færður fjær ánni á tæplega 2 km vegkafla. Þá fer hann aftur sömu línu og núverandi Vest- urlandsvegur, í boga meðfram hlíð- um Úlfarsfells að Skarhólabraut. Byggð verða tvenn ný gatnamót á þessum vegkafla með tvöföldu hringtorgi. Annað verður í Mos- fellsbæ undir hlíðum Úlfarsfells, þar sem Korpúlfsstaðavegur mun tengjast inn á Vesturlandsveg. Hitt er í Reykjavík og mun tryggja að- komu að þeirri starfsemi sem nú er við Vesturlandsveginn og tengingu við núverandi Hafravatnsveg. Eru hringtorgin hugsuð sem bráða- birgðagatnamót þar til mislæg gatnamót verða reist. Þau eru á samgönguáætlun á tímabilinu 2007 til 2014. Samkvæmt upplýsingum Vega- gerðarinnar fara um 17 þúsund bílar á dag um Vesturlandsveg. Umferðarspár gera ráð fyrir að um- ferðin aukist í um 37 til 43 þúsund bíla árið 2024. Segir að núverandi vegur anni núverandi umferð illa og tvöföldun hans auki umferðarrýmd verulega. Um veginn geti farið vel yfir 50 þúsund bíla á dag eftir gerð mislægra gatnamóta. Úlfarsá í nýjan farveg Búa þarf til nýjan farveg Úlfars- ár á kafla við nýju brýrnar. Veiði- málastofnun sér um að hanna þenn- an nýja árfarveg í samvinnu við brúahönnuði til að tryggja að þar skapist góð uppeldisskilyrði og hrygningarsvæði laxa. Fram- kvæmdirnar verða tímasettar með það í huga að ekki verði neinu breytt á ánni á göngu- og hrygning- artíma. Þá verður lögð áhersla á að framkvæmdirnar trufli ekki veiði- menn. Tillaga um þessa framkvæmd liggur fyrir til kynningar til 5. des- ember nk. Allir hafa rétt til að leggja fram athugasemdir fyrir þann tíma og skulu þær berast skriflega. Tvöfaldur Vesturlands- vegur í umhverfismat                                          DÆLINGU er lokið á kísilgúr úr Mývatni þetta árið. Dæluprammi og leiðslur hafa verið dregin á land til vetr- argeymslu. Hér standa við ranann sem sker og sýgur gúrinn af botn- inum þeir Axel Stefánsson og Magnús Ómar Stefánsson. Þeir eru að ganga frá dælubúnaðinum í haustblíðunni. Morgunblaðið/BFH Dælingu lokið í ár
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.