Morgunblaðið - 26.10.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.10.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ HÖFNIN á Arnarstapa á Snæfellsnesi var vígð síðastliðinn föstudag eftir gagngerar breytingar að viðstöddu fjölmenni. Sturla Böðvarsson sam- gönguráðherra klippti á fánaborða til að opna hafnarsvæðið formlega fyrir umferð. Jafnframt voru útsýnispallar settir upp við höfnina. Að sögn Björns Arnaldssonar, hafnarstjóra Snæfellsbæjar, hefur verið unnið við end- urbætur hafnarinnar í tvö ár. Gamli hafnargarð- urinn var lengdur um 35 metra og endurbættur. Jafnframt var hlaðinn garður milli lending- arkletts og hafnarhúss og fóru um 18.000 rúm- metrar af efni í þessar endurbætur. Grjótið í hleðsluna kom frá Malarrifi en Umhverf- isstofnun veitti sérstakt leyfi til námu þar, að gefnum ýmsum skilyrðum um frágang í lok verks sem öllum var mætt. Ný innsigling var gerð við höfnina sem nú er 2,5 metrar að dýpt og var höfnin sjálf dýpkuð sem nam 5.000 rúmmetrum, en hún er nú tveggja metra djúp. Þekjan á höfninni var breikkuð um 200 fermetra og hefur sú viðbót aukið mjög athafnasvæði hennar. Lagður var nýr vegur upp frá höfninni í samvinnu við Vega- gerðina og hann breikkaður og steyptur, auk þess sem grjótgarður var hlaðinn meðfram hon- um. Að auki hefur lýsing við hann verið bætt. Í ræðu hafnarstjóra í hófi sem hafnarmála- yfirvöld héldu að lokinni vígsluathöfn sagði hann að Arnarstapahöfn hefði lengi laðað til sín ferðamenn sem koma til að njóta hinnar ein- stæðu náttúrufegurðar, auk þess sem fuglalíf og almennt athafnalíf við höfnina heillar þá mjög. Í samvinnu við Ferðamálaráð hafa hafnarmála- yfirvöld því byggt tvo útsýnispalla við höfnina, annan með aðgengi fyrir fatlaða. Koma þeir bæði til með að bæta aðgengi ferðamanna og bæta öryggi þeirra. Heildarkostnaður við fram- kvæmdirnar var um 80 milljónir og taldi hafn- arstjóri að þeim hefði verið vel varið, því ljóst væri að athafnalíf hefði aukist til muna samhliða endurbótunum. Morgunblaðið/Guðrún G. Bergmann Björn Arnaldsson hafnarstjóri og Þórður Stefánsson, formaður hafnarnefndar, aðstoða Sturlu Böðvarsson samgönguráðherra við að klippa á borðann. Útsýnispallar settir upp fyrir ferðafólk Hellnum. Morgunblaðið. lýsinga hjá viðkomandi byggðarlagi Ekki eru í gildi sambærilegir samningar um meðlagsgreiðslur við önnur ríki en Norðurlöndin. Þeir sem búsettir eru utan Norður- landanna verða því hver og einn að kanna rétt sinn í sínu búsetulandi. Útlend börn á Íslandi fá meðlög Ný barnalög hafa þær breytingar einnig í för með sér að barn af er- lendum uppruna, þar sem báðir for- eldrarnir eru einnig búsettir hér á landi í sitt hvoru lagi, á nú rétt á meðlagsgreiðslum fyrir milligöngu TR. Þess má geta að meðlags- Norðurlöndunum, 30 í Bandaríkjun- um, 22 á Bretlandseyjum, 9 í Þýska- landi, 7 í Kanada og 6 á Spáni. Norðurlandabúar geta samkvæmt gagnkvæmum samningi um fé- lagslega aðstoð og þjónustu framvís- að meðlagsákvörðun frá heimalandi sínu í búsetulandinu og fengið greiðslur samkvæmt þeim reglum sem þar gilda. Tryggingastofnun segir það vera mismunandi eftir löndum hvar meðlög eru greidd, best sé að leita til umboða í því sveitarfé- lagi eða hverfi sem viðkomandi búi í. Í Finnlandi sé t.d. mjög mismunandi hvaða stofnun það er sem greiði meðlag og ráðlegast sé að leita upp- Á FIMMTA hundrað íslenskir rík- isborgarar, búsettir erlendis, hafa fengið greiddar meðlagsgreiðslur fyrir milligöngu Tryggingastofnunar ríkisins, en eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu mun stofnunin ekki lengur gera þetta frá 1. nóvember nk. þegar ný barnalög taka gildi. Frá þeim tíma miðast greiðslurnar ekki við ríkisborgararétt heldur við bú- setu á Íslandi. Nýju lögin hafa þó engin áhrif á meðlagsskylduna, hún verður áfram fyrir hendi. Samkvæmt upplýsingum frá Tryggingastofnun ríkisins, TR, hafa 436 manns fengið þessar greiðslur í gegnum stofnunina, þar af 342 á greiðslur nema nú rúmum 15 þúsund krónum á mánuði fyrir hvert barn að 18 ára aldri. Hægt er fara fram á við- bótargreiðslur til tvítugs vegna náms viðkomandi unglings. Að sögn Elfu Bjarkar Ellertsdótt- ur á upplýsingadeild TR hafa marg- ar fyrirspurnir borist stofnuninni vegna þessara breytinga og hvetur hún fólk til að hafa samband, auk þess sem upplýsingar séu fáanlegar á vefsíðu Tryggingastofnunar. Þær voru hafðar ítarlegar þar sem ekki hefur tekist að hafa uppi á heimilis- fangi fjölda fólks sem fengið hafa greiðslurnar og aðeins gefið TR upp bankareikningsnúmer erlendis. Tryggingastofnun hættir að greiða meðlög til yfir 400 Íslendinga erlendis Greiðslustaðir mismunandi LÖGÐ er áhersla á það í kjara- og efnahagsmálaályktun ársfundar Al- þýðusambands Íslands að í komandi kjarasamningum verði samið um launahækkanir sem tryggi launafólki kaupmáttaraukningu án þess að stöðugleika verði stefnt í voða. Árs- fundinum lauk í fyrradag. Í kjaramálaályktuninni er lögð áhersla á að launafólk fái réttláta hlutdeild í aukningu þjóðarverðmæta og að sérstaklega verði hugað að lægstu launum og launajafnrétti. Í sérstakri ályktun um kröfur í vel- ferðarmálum eru talin upp nokkur atriði sem fundurinn telur að eigi að hafa algjöran forgang við uppbygg- ingu velferðarkerfisins. Fyrst er nefnt mikilvægi þess að dregið verði úr hlut almennings í lyfjakostnaði. Í því sambandi er varpað fram þeirri hugmynd að tekið verði upp lyfjakort að danskri fyrirmynd. Hvatt er til þess að biðlistum eftir félagslegu leiguhúsnæði verði eytt og niðurgreiðsla á húsaleigu í félagslegu leiguhúsnæði aukin. Hvatt er til end- urskoðunar atvinnuleysisbótakerfis- ins, bæði hvað varðar upphæð bóta og virkar vinnumarkaðsaðgerðir. Staða barnafólks verði bætt, meðal annars með því að efla barnabóta- kerfið. Ársfundurinn mótmælir í ályktun harðlega áformum félags- málaráðherra að skerða réttindi launafólks til atvinnuleysisbóta í fyrsta mánuði atvinnuleysis og telur skerðingu atvinnuöryggis fisk- vinnslufólks óviðunandi. Þess er krafist að þessi áform verði dregin til baka og því lýst yfir að verkalýðs- hreyfingin muni ekki taka þátt í um- ræðu um breytingar á lögum um At- vinnuleysistryggingasjóð fyrr en það hafi verið gert. Lýst er áhyggjum af auknum fé- lagslegum undirboðum á íslenskum vinnumarkaði, þar sem kjör og að- búnaður erlendra starfsmanna hafi verið langt undir því sem hér þekkist. Hvatt er til setningar laga um um starfsemi erlendra starfsmannaleiga. Ársfundi ASÍ lauk með samþykkt ályktana Kaupmátt- araukning verði án röskunar HILDUR Jónsdóttir, jafnrétt- isráðgjafi Reykjavíkurborgar, fékk starfsviðurkenningu Reykjavík- urborgar fyrir árið 2002 og er það í fyrsta sinn sem stofnun fær ekki viðurkenninguna. ÍTR fékk starfsviðurkenninguna fyrir árið 1997, Félagsþjónustan 1998, Leikskólar Reykjavíkur 1999, Miðgarður 200 og verkefn- isstjórn Menningarnætur 2001. Í ávarpi Þórólfs Árnasonar borg- arstjóra við afhendinguna á föstu- dag kom m.a. fram að staða jafn- réttisráðgjafa borgarinnar hefði verið sett á laggirnar 1996 og síð- an hefði Hildur unnið ötullega að því að jafna stöðu og kjör karla og kvenna hjá Reykjavíkurborg. Hlut- fall kynja í æðstu stjórnunar- stöðum hefði þannig verið jafnað og launamunur kynjanna minnkað úr 15,5% árið 1995 í 7% árið 2001, en samkvæmt nýrri jafnrétt- isstefnu borgarinnar sé markmiðið að „Reykjavíkurborg verði í fremstu röð fyrir frumkvæði og faglegt starf að jafnréttismálum sem tryggi konum og körlum jöfn áhrif, tækifæri og virðingu“. Morgunblaðið/Árni Sæberg Hildur Jónsdóttir jafn- réttisráðgjafi verðlaunuð Starfsviðurkenning Reykjavíkurborgar fyrir árið 2002
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.