Morgunblaðið - 26.10.2003, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 26.10.2003, Blaðsíða 25
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 2003 25 Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Njóttu lífsins í Karíbahafinu við ótrúlegar aðstæður í febrúar á þessari fögru paradísareyju, Dóminíska lýðveldinu. Önnur stærsta eyja Karíbahafsins býður stórkostlegar aðstæður fyrir ferðamanninn, fagrar strendur, einstaka tónlistarmenningu og glæsileg hótel, þar sem þú getur valið um hvaða afþreyingu, íþróttir eða skemmt- un sem hægt er að hugsa sér. Heimsferðir bjóða nú ótrúlegt tilboð. Þú kaupir tvö flug- sæti í Karíbahafið, en greiðir aðeins fyrir eitt. Að auki getur þú valið um úrval góðra gististaða á meðan á dvölinni stendur. Sérflug Heimsferða • Síðustu sætin 24 sætin Verð kr. 39.990 M.v. 2 fyrir 1 tilboð. Flugsæti kr. 68.600/2 = 34.300. Skattar kr. 5.690. Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.900 til Juan Dolio. 4 stjörnu hótel frá kr. 3.400 kr. á mann per nótt. Karíba- hafið 13.–20. nóvember frá kr. 39.990 Munið Mastercard ferðaávísunina SCHOLA cantorum, kammerkór Hallgrímskirkju, og stjórnandi kórs- ins, Hörður Áskelsson, hafa þekkst boð um að taka þátt í alþjóðlegri kórakeppni í Tolosa á Norður-Spáni, sem haldin verður dagana 29. októ- ber til 2. nóvember nk. Þessi keppni á sér langa sögu og er nú haldin í 35. skipti en þetta er í fyrsta skipti sem íslenskur kór er meðal þátttakenda. Þessi keppnisferð er hin þriðja sem Schola cantorum leggur í, en árið 1998 bar kórinn sigur úr býtum í al- þjóðlegri keppni í Frakklandi. „Það eru kórar frá öllum heims- hornum sem taka þátt í keppninni, allt frá Nýja-Sjálandi til Íslands,“ segir Guðrún Finnbjarnardóttir, formaður Schola cantorum. „Það er mikil stemming og tilhlökkun í kórn- um okkar og fólk vill gera sitt besta. Það er ekki hægt að neita því að það er spenna í loftinu.“ Fyrir þessa keppni eru sér- staklega valdir kórar til þátttöku. „Við tókum þátt í kórakeppninni í Gorizia á Ítalíu á sl. ári og þá voru forráðamenn keppninnar með „út- sendara“ og buðu okkur þátttöku í þessari keppni. Þetta er mikill heið- ur og við höfum svo sannarlega upp- skorið laun erfiðisins. Við keppum nú í tveimur flokkum kammerkóra með 16 söngvurum eða færri, annars vegar með kirkjulega og hins vegar með veraldlega efnisskrá. Við erum ekki vön að syngja veraldlega tónlist en okkur þykir afskaplega skemmti- legt að takast á við það. Við urðum að taka verk frá helstu tímabilum, frá 15. öld og allt fram á okkar tíma. Við flytjum mjög fjölbreytt efni, madrigala, þjóðlög og mótettur eftir Passerau, Wilbye, Gesualdo, Brahms, Bruckner og Poulenc. Einnig erum við með íslenskt tón- skáld, Hjálmar H. Ragnarsson, í kirkjuflokknum og íslensk þjóðlög í útsetningu Hafliða Hallgrímssonar.“ Auk þess að taka þátt í keppninni heldur kórinn þrenna tónleika í borgum í nágrenni Tolosa, m.a. í San Sebastian, og kemur fram með öðr- um kórum á samkomum á vegum keppninnar. Keppnisverkin flutt í Hallgrímskirkju Þeim sem vilja heyra Schola cant- orum flytja keppnisverkin gefst kostur á því í Hallgrímskirkju í dag kl. 17. Þar mun kórinn auk þess flytja nokkur kórlög af tónleikaefn- isskrá Spánarferðarinnar, íslenskar kórperlur eftir Atla Heimi Sveins- son, Báru Grímsdóttur og Hjálmar H. Ragnarsson, svo og mótettuna Warum ist das Licht gegeben eftir Brahms. Morgunblaðið/Jim Smart Schola cantorum á æfingu í Hallgrímskirkju. Kórinn kemur þar fram á tónleikum í dag, sunnudag, kl. 17. „Útsendarar“ tóku eftir kórnum á Ítalíu Schola cantorum tekur þátt í alþjóðlegri kórakeppni Eyjadís er fyrsta barnabók Unnar Þóru Jök- ulsdóttur. Eyjadís er dularfull æv- intýrasaga. Draumar eru það dýrmætasta sem við eigum, er pabbi Eyjudísar vanur að segja. Samt kemst Eyjadís að því að hann á sér engan draum lengur og ásamt vinum sínum leggur hún upp í mikla háskaför yfir úthafið mikla til að bæta úr því. En er hægt að finna týndan draum? Unnur Þóra hefur sjálf lent í æv- intýrum á úthöfunum, eins og hún lýsti í bókum sínum Kjölfari Kríunnar og Kría siglir um Suðurhöf. Útgefandi er Mál og menning. Bók- in er 160 bls., prentuð í Prentsmiðj- unni Odda hf. Guðjón Ketilsson mynd- skreytir bókina og gerir kápu. Verð: 2.690 kr. Börn Listasafn Íslands kl. 15–16 Rakel Pétursdóttir deildarstjóri fræðsludeildar gengur með gestum safnsins um sýninguna Vefur lands og lita –Yfirlitssýning á verkum Júl- íönu Sveinsdóttur. Sýningin sam- anstendur af málverkum og mynd- vefnaði og spannar allan feril Júlíönu sem er einn af frumkvöðl- unum í íslenskri myndlist og ein fyrsta íslenska konan sem gerði myndlist að ævistarfi sínu. Sýningin er framlengd til 2. nóv- ember. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.