Morgunblaðið - 26.10.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 26.10.2003, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 2003 11 Þannig hefur einungis menntun föður marktæk tengsl við vændi meðal ungmenna á þann hátt að með minnkandi menntun föður aukast líkur á að framhaldsskóla- nemar á Íslandi hafi skipti á greiða eða greiðslu fyrir kynmök. Hins vegar tengist menntun móður og sambýlisstaða foreldra því ekki marktækt hvaða ungmenni í fram- haldsskólum eru líklegri en önnur til að leiðast út í vændi. Þannig virðast börn einstæðra foreldra eða börn fráskilins foreldris og stjúp- foreldris ekki líklegri til að hafa leiðst út í vændi en börn sem búa hjá báðum foreldrum. Þetta er sér- staklega athyglisvert í ljósi þess að í íslenskum rannsóknum á fráviks- hegðun 9. og 10. bekkinga hafa slík tengsl meðal annars komið fram í rannsóknum á vímuefnaneyslu og ofbeldi.“ Kynferðisleg misnotkun í æsku eykur líkur á vændi Séu einstakar niðurstöður varð- andi félagslega þætti skoðaðar í rannsókn Bryndísar þá kemur ber- lega í ljós að kynferðisleg misnotk- un í æsku eykur verulega líkurnar á að strákar og stelpur leiðist út í vændi af einhverju tagi. Þannig eru strákar sem hafa orðið fyrir kyn- ferðislegri misnotkun í æsku (0–15 ára) fimm sinnum líklegri en aðrir strákar til að hafa stundað vændi, þ.e. 16,7% af þeim sem orðið hafa fyrir kynferðislegri misnotkun hafa farið út í vændi á meðan 2,9% af þeim sem ekki hafa verið kynferð- islega misnotaðir hafa stundað vændi. Til nánari útskýringar þýðir þetta að rúm 83% þeirra sem segj- ast hafa orðið fyrir kynferðislegri misnotkun í æsku hafa ekki verið í vændi og rúm 97% þeirra sem ekki hafa verið kynferðislega misnotaðir hafa heldur ekki leiðst út í vændi. Þessi hlutföll hækka heldur hjá þeim er svara til um kynferðislega misnotkun á unglingsárum, þ.e. á 16–19 ára aldri. Oftast er þá um nauðgun að ræða. Þá fer hlutfall stráka sem hafa verið kynferðis- lega misnotaðir upp í 23,1% ef þeir hafa stundað vændi og 4,1% hjá stelpum. Bryndís Björk segir að kenning- arnar þrjár um frávikshegðun ungs fólks leggi allar eitthvað af mörk- um til að skýra áhrif kynferðislegr- ar misnotkunar í æsku á vændi meðal framhaldsskólanema. Rann- sóknin leiði skýrt í ljós þær alvar- legu afleiðingar sem kynferðisleg misnotkun í æsku hafi á börn og ungmenni. Samkvæmt niðurstöðun- um sé ljóst að áhættuþættir vændis séu margir. Þannig gefi þessi greining til kynna að kynferðisleg misnotkun í æsku geti leitt til vændis á þrjá vegu. Slík misnotkun geti í fyrsta lagi haft bein áhrif á vændi. Þannig eigi félagsnám sér stað þegar börn verða fyrir kyn- ferðislegri misnotkun sem síðar geti leitt til vændis. Vera megi að barni eða ungmenni lærist á þenn- an hátt ákveðið viðhorf og réttlæt- ing fyrir hegðun sinni, sem við- heldur henni og eykur líkur á að það sýni hana eða svipaða hegðun síðar á lífsleiðinni. Niðurstöður gefi til kynna að slíkur lærdómur ætti að eiga sér stað óháð bakgrunni, andlegri líðan og taumhaldi. Bryndís segir að í öðru lagi geti kynferðisleg misnotkun haft óbein áhrif á að ungmenni leiðist út í vændi síðar á lífsleiðinni. Annars vegar vegna þess að kynferðisleg misnotkun í æski hafi neikvæð áhrif á félagslegt taumhald barna og ungmenna og hins vegar vegna þess að kynferðisleg misnotkun í æsku hafi neikvæð áhrif á líðan þeirra. Loks gefi niðurstöðurnar til kynna að reiði nemenda, tengsl þeirra við skólann og áfengis- og vímuefnaneysla hafi sjálfstætt for- spárgildi um það hvort framhalds- skólanemar hafi þegið greiða eða greiðslu fyrir kynmök þegar tillit hafi verið tekið til svonefndra bak- grunnsbreyta; kynferðislegrar mis- notkunar í æsku, félagslegs taum- halds, andlegrar líðanar og áfengis- og vímuefnaneyslu. Rannsóknin sýnir einnig að eftir því sem ungmennin drekka oftar áfengi eða neyta ólöglegra vímu- efna þá aukast líkurnar á vændi meðal þeirra. Tengslin koma fram hjá báðum kynjum. Nemendur sem hafa notað hass 40 sinnum eða oft- ar um ævina eru nærri fimm sinn- um líklegri til að segjast hafa stundað vændi en þeir sem aldrei hafa notað hass. Hafi ungmennin neytt amfetamíns í óhófi eru þau sex sinnum líklegri. Þetta á einnig við um óalgengari vímuefni eins og sniff, kókaín og E-pilluna. Vændið skipulagt og óskipulagt Í rannsókninni er einnig komist að þeirri niðurstöðu að vændið sé bæði skipulegt og óskipulegt, innan félagahópsins sem utan. Innan hópsins vísar til þess félagahóps sem ungmennin eru í samskiptum við. Miðað er þá við lífsstíl frekar en aldur, til dæmis þátttaka í partí- um og neysla vímuefna. Að sögn viðmælenda Bryndísar Bjarkar út- vega sumir þeirra sér vímuefni, húsnæði eða jafnvel mat á þennan hátt í skiptum fyrir kynmök við fé- lagana. Um þetta atriði segir m.a. í skýrslunni: „Flest þessara ungmenna líta, að sögn heimildarmanna, ekki á þetta sem hið hefðbundna vændi þar sem oft er um að ræða þögult sam- komulag milli tveggja aðila og oft eru ekki beinharðir peningar á borðinu. Einnig liggur ekki alltaf ljóst fyrir hvort tilfinningasamband sé til staðar milli einstaklinganna eða ekki. Þannig geti skilin milli þess, hvað telst til slíkra skipta á kynmökum fyrir greiða eða greiðslu og hvað ekki, verið nokkuð óljós.“ Í viðtölum Bryndísar við ungt fólk og sérfræðinga kemur fram að vændi eigi sér stað meðal ungs fólks utan félagahópa þeirra. Þann- ig á sér stað að fullorðið fólk tæli ungmenni til við sig með ýmsum leiðum og bjóði þeim hitt og þetta í skiptum fyrir kynmök. Í sumum til- vika skipuleggi þessir aðilar jafnvel skipti á kynmökum fyrir greiða eða greiðslu við enn aðra og séu þar með orðnir milligöngumenn um skipulegt vændi. Í slíkum tilvikum eru kaupendur eldri og betur stæð- ir einstaklingar, á aldrinum 20–50 ára, sem útvega yngra fólki pen- inga, vímuefni, húsaskjól, mat og eftirsóknarverða hluti eða jafnvel bílfar í skiptum fyrir aðgang að lík- ama þeirra. Á þetta bæði við um stelpur og stráka, segir í rannsókn- inni. Þannig segjast sérfræðingar á meðferðarstofnunum vita til stráka í vændi. Slíkt tengist oft eiturlyfj- um eins og hjá stelpunum en þeir selja sig bæði konum og körlum. Það sé því til í dæminu að eldri konur taki unga stráka upp á sína arma gegn skiptum á kynmökum fyrir greiða eða greiðslu. Þá hafi sumir strákar verið misnotaðir á unga aldri af eldri konum en ekki upplifað það endilega sem misnotk- un. Tekur bara þeim sem kemur Sem fyrr segir byggði Bryndís Björk rannsókn sína m.a. á við- tölum við 20 sérfræðinga hjá lög- reglunni, Barnaverndarstofu, með- ferðar- og heilbrigðisstofnunun, Félagsþjónustunni í Reykjavík, Stígamótum, Rauða krossinum, Kvennaathvarfinu og fleiri aðilum. Að endingu skal hér vitnað í orð lögreglumanns sem hefur haft af- skipti af vændi meðal unglinga: „Það er til vændi sem tengist unglingum. Mjög ungu fólki, í flest- um tilfellum með vandamál. Oftar en ekki í vímuefnum, svo sem pill- um, dópi og áfengi. Þetta er kannski það sem er nöturlegast við þetta allt. Það er til ungt fólk sem selur sig öðrum sem er ekki í eit- urlyfjum og svo ungt fólk sem selur sig fólki í eiturlyfjum, það er vændi innan hópsins. Það er ógeðfelldasti þátturinn í þessu öllu saman. Öm- urleikinn er svo mikill. Þetta fólk hefur ekkert val um viðskiptavini, það tekur bara þeim sem kemur, alveg sama þótt það sé sextugur, ógeðslegur og skítugur karl.“ jafnt sem stelpna Morgunblaðið/Árni Torfason NOKKRIR einstaklingar lýsa eigin reynslu í rannsókn Bryndísar, þeirra á meðal ung kona sem var í vímuefnaneyslu og skipulögðu vændi. Hér segir hún frá því er hún seldi sig í fyrsta sinn til að geta keypt sér tvö grömm af amfetamíni: „Ég var ekki þannig dópisti að þetta hafi verið félagsþrýstingur. Þetta var bara ég ein, mér leið svo vel þegar ég sniffaði. Ég fann ekki eins mikið fyrir mér þá. Þannig fannst mér ég komast einhvern veg- inn frá líkamanum og frá mér allri. Ég varð meðvitundarminni. Fékk frið, ró, gat allt í einu andað. Hugsaði að svona gæti mér liðið vel. Þannig byrjaði það. Svo vafði það upp á sig. Ég kynntist hassi 16 ára, byrjaði reyndar mjög fljótt að reykja mikið af því. Síðan fór ég svo að prófa spítt, sýru og þetta allt saman. Þegar ég seldi mig í fyrsta skipti þá var ég bara ein. Þá var ég að taka stúdentsprófin. Ég var líka að vinna á hóteli á þeim tíma og það var alltaf karl að hringja á hótelið, svona ógeðslegur dónakarl. Hann sagði að hann myndi borga mér 10 þúsund kall fyrir að sofa hjá sér. Og ég gerði það. Bara af fíkn. En ég sagði mér þá að þetta hefði ég gert til að komast í gegnum stúdentsprófin. Sem sagt, ég var í síð- ustu prófunum og átti ekki pening fyrir dópi sem ég virkilega þurfti, ætlaði ég mér að komast í gegnum prófin. Mig vantaði 2 grömm.“ Hætti að selja mig eftir að hafa verið nauðgað þrisvar UNGUR strákur sem var í vímuefnaneyslu og vændi frá 15 til 18 ára aldurs segir hér stuttlega frá reynslu sinni: „Æska mín var rosalega erfið. Ég var beittur kynferðislegu ofbeldi af fósturföður mínum. Ég byrjaði í neyslu 13 ára gamall og 15 ára var ég fluttur að heiman. Ég gat bara ekki verið heima út af erfiðum heimilisaðstæðum. Á þeim tíma var ég byrjaður að nota hass, E- pilluna, kók, sveppi og allt þetta. Ég lenti í því að þurfa að selja mig fyrir dóp 15 ára. Það var mjög erfið reynsla. Ég bjó hjá strák sem átti mikinn pening en var ekki í neyslu eins og ég. Ég byrjaði með honum út af því að hann átti fullt af peningum. Á þessum tíma lenti ég í mörgu slæmu. Ég hætti að selja mig eftir að hafa verið nauðgað þrisvar sinnum af einhverjum strákum. Ég man lítið eftir þessu atviki en man bara að daginn eftir gat ég ekki gengið. Þetta var fyrir tveimur árum. Eftir að ég hætti fór ég að brjótast inn í staðinn. Ég stal til að fá pening fyrir dópi. Svo hætti ég að nota þessi sterkari efni og fór í læknadóp. Ég hætti að hugsa um skrokkinn á mér og byrjaði þá að borða mjög mikið. Á stuttum tíma fitnaði ég mikið. Ég gerði þetta til að engan langaði að horfa á mig og til að enginn hefði geð á að vera með mér kynferðislega.“ Algjörlega kominn á botninn VANLÍÐAN og svartsýni einkennir oft aðstæður viðmælenda í rann- sókninni, samanber eftirfarandi ummæli stráks sem var í vímu- efnaneyslu og vændi: „Ég reyndi margar sjálfsvígstilraunir. Reyndi náttúrulega oft að fremja sjálfsmorð. Þá var ég búinn að selja mig fyrir peninga og dóp í þrjú ár og var orðinn heimilislaus. Ég var algjörlega kominn á botninn, orðin alger rúst. Var kominn með nóg af öllu, fjölskyldunni minni og lífinu öllu. Þetta var bara svo sjúkt þegar maður var í neyslu.“ Lýsingar ungs fólks á aðstæðum sínum Morgunblaðið/Ásdís Og ég gerði það – bara af fíkn sóknir á vændi hafa staðið yfir seg- ist Bryndís hafa fundið fyrir mikilli viðhorfsbreytingu. Fyrst hafi verið mjög erfitt að nálgast viðfangsefnið og upplýsingar hafi verið torsóttar. Eftir að fyrri skýrslan hafi komið út árið 2001 segist Bryndís hafa fundið fyrir allt öðru umhverfi meðal við- mælenda sinna. Meiri umræða og frekari upplýsingar hafi legið fyrir og gert mörgum auðveldara að tjá sig og takast á við vandamálið. Mikilvægt að skoða „hina hliðina“ næst Bryndís segir að í framhaldi af þessari rannsókn sé afar mikilvægt að skoða „hina hlið“ vændisins, þ.e. þá sem kaupa sér vændi, tæla ungt fólk í vændi og sérstaklega þá sem hafa milligöngu um vændi. Slíkar rannsóknir hafi ekki farið fram enn. Einnig þurfi að skilgreina betur þá mælikvarða sem notaðir hafi verið. Þá megi benda á mikilvægi þess að athuga nánar afleiðingar vændis al- mennt. Rannsókn hennar sé fyrsta skrefið í öflun fræðilegrar þekk- ingar um vændi meðal ungs fólks sem nýst geti til stefnumótunar á þessu sviði. an heim bjb@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.