Morgunblaðið - 26.10.2003, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 26.10.2003, Blaðsíða 43
HUGVEKJA MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 2003 43 ÞEGAR kristnir mennvoru að byrja að fótasig í landinu helga ogþar um kring, eftirfyrsta hvítasunnudag, bjó maður að nafni Sál í Jerúsal- em. Hann var gyðingur af ætt- kvísl Benjamíns, en jafnframt rómverskur þegn, og bar því einn- ig nafnið Páll. Hann er jafnan kenndur við borgina Tarsus í Kil- ikíu í Litlu-Asíu, sem var aðsetur menningar- og listastrauma á þeim tíma, heimili stóuspekinga, og á miðri aðalverslunarleið Aust- ursins og Vestursins, en ekki vita menn fæðingarár hans. Oftast er það talið hafa verið einhvers stað- ar á árabilinu 1–10 e. Kr. Páll nam iðn föður síns, tjalda- gerð, en lagði einnig stund á hin gyðinglegu fræði. Kennari hans í þeim efnum var lögvitringurinn Gamalíel I. Páll gekk í lið með faríseum er tímar liðu, en það var stærsti og mikilvægasti flokkur landsins um þær mundir, og stjórnað af prestum og fræði- mönnum. Hann varð til á 3. öld f. Kr. Talið er að í Jerúsalem einni hafi farísear á dögum Jesú verið 4.000–5.000 talsins. Vildu þeir, að alvara þeirra og ströng hlýðni við lögmálið og kenningu öldunganna leiddi til þess, að nýtt andlegt Ísr- aelsríki risi, og fannst þeim boð- skapur Krists ógn við þetta. Páll gekk einna harðast fram í því að ofsækja kirkjuna á þessum árum, og elti liðsmenn hennar jafnvel uppi í erlendum borgum. T.a.m. var hann áhorfandi að líf- láti fyrsta kristna píslarvottarins, Stefáns, og líkaði vel. Þetta gæti hafa verið árið 36. Dag einn litlu síðar er fyrir Pál lagt að halda til Damaskus í Sýr- landi, þar sem hann átti að sækja kristna fanga. Í Postulasögunni, 22. kafla, greinir hann frá þessari reynslu með eftirfarandi orðum: Ég ofsótti þá, sem voru þessa vegar, og sparði ekki líf þeirra, færði í fjötra og hneppti í fangelsi karla og konur. Æðsti presturinn og allt öldungaráðið geta borið mér vitni um þetta. Hjá þeim fékk ég bréf til bræðranna í Damaskus og fór þangað til að flytja einnig þá, er þar voru, í böndum til Jerúsalem, að þeim yrði refsað. En á leið- inni, er ég nálgaðist Damaskus, bar svo við um hádegisbil, að ljós mikið af himni leiftr- aði skyndilega um mig. Ég féll til jarðar og heyrði raust, er sagði við mig: „Sál, Sál, hví ofsækir þú mig?“ Ég svaraði: „Hver ert þú, herra?“ Og hann sagði við mig: „Ég er Jes- ús frá Nasaret, sem þú ofsækir.“ Við þetta blindaðist Páll, en fyrir bæn Ananíasar nokkurs fékk hann sjónina aftur er til Damaskus kom. Ofsækjandinn snerist nú til fylgis við hinn nýja sið og varð einn duglegasti kristniboði 1. aldar, fór á árunum 46–57 eða svo í þrjá trúboðsleið- angra til landanna austanvert við Miðjarðarhafið, jafnvel allt til Spánar og Bretlands, og stofnaði kirkjur víða. Almennt hefur verið talið, að frumpostularnir hafi eingöngu stundað kristniboð meðal gyð- inga, en Páll einbeitt sér hins veg- ar að kristnun annarra heiðinna manna, samkvæmt þessu boði Jesú á Damaskusveginum: „Far þú, því að ég mun senda þig til heiðingja langt í burtu.“ Þetta getur samt ekki verið alls kostar rétt, því Pétur áttar sig á því snemma, að fagnaðarerindið er ekki bara fyrir gyðinga, heldur alls mannkyn (sbr. einnig Post- ulasagan, 15. kafli). Og eins er lík- lega með hina postulana, ef eitt- hvað er að marka arfsagnir um þá. Einhver ágreiningur mun þó hafa verið meðal gyðing-kristinna og heiðin-kristinna, sem jafnaður var á fundi í Jerúsalem árið 49. Páll kallaði sig iðulega postula, en var ekki einn af hinum tólf fyrstu. Þeir ruddu brautina. En vegna áhrifa hans síðar – í gegn- um bréfin í Nýja testamentinu, sem þrettán eru við hann kennd, en sennilega einungis 7–9 þó með rentu, og vangaveltna um, að Pét- ur hafi verið of fljótur á sér að bæta í skarðið eftir hvarf Júdasar úr hópnum – áttu myndlistar- menn það til að hafa lærisveinana ellefu ásamt með Páli í verkum sínum, og ekki sjaldan Maríu Guðsmóður og Krist líka; Mattías þurfti að víkja. Í gegnum skrif Ágústínusar (354–430), biskups í Hippo í Norð- ur-Afríku, eins mesta brautryðj- anda kristninnar á þeim tíma og síðar, náðu orð Páls einnig mikilli útbreiðslu í latnesku kirkjunni, og ekki síst í röðum mótmælenda á 16. öld, með „uppgötvun“ á orðum hans um réttlætingu af trúnni einni saman. Sú kenning hefur einnig litað jafn ólíka einstaklinga og heimspekinginn Jean-Paul Sartre (1905–1980) og sálfræð- ingana Carl G. Jung (1865–1961) og Abraham H. Maslow (1908– 1970). Og upp úr 1960, með til- komu náðargjafarhreyfing- arinnar, gekk Páll í endurnýjun lífdaga, en hann var fyrstur til að nota orðið karisma (náð) í guð- fræðinni og skilgreina það. En frumpostularnir tólf virðast hafa staðið austurkirkjunni nær, einhverra hluta vegna. Sagt er, að Páll hafi liðið písl- arvættisdauða nærri Rómaborg, verið hálshöggvinn á stað er nefndist Aquae Salviae (nú Tre Fontane). Þetta á að hafa gerst á síðustu valdaárum Nerós keisara, einhvern tíma á árabilinu 64–68, e.t.v. sama dag og ár og Pétur, eða þar um kring. Meðal einkennistákna Páls eru sverð og bók; hún er gjarnan opin og þar ritað „Spiritus gladius“ (Andans sverð). Banavopn hans er sagt varðveitt í klaustri einu í La Lisla á Spáni. Myndin, sem þessum pistli fylgir, er eftir hollenska listmál- arann Rembrandt Harmenszoon van Rijn (1606–1669). Pálsmessa er 25. janúar, og að auki á hann dag með Pétri 29. júní. Páll frá Tarsus sigurdur.aegisson@kirkjan.is Hann ofsótti kristna menn í byrjun og gekk fram í því af meiri hörku en aðrir. Svo gerðist eitthvað mikið á leiðinni frá Jerúsalem til Dam- askus. Sigurður Æg- isson fjallar í dag um manninn, sem fékk viðurnefnið „postuli heiðingjanna“. Fyrirtæki til sölu Upplýsingar um fyrirtæki ekki veittar í síma Við sölu fyrirtækja er gagnkvæmur trúnaður mikilvægur og við gefum því ekki upplýsingar um fyrirtæki í síma. Við viljum fá kaupendur til okkar og kynnast þeim, en með því móti getum við einnig þjónað þeim betur. Vinsamlega hringið áður og pantið tíma. Síminn er 533 4300, en einnig er hægt að nota tölvupóstinn: jens@husid.is Eftirfarandi eru stuttar lýsingar á nokkrum fyrirtækjum sem eru fáanleg, en við auglýsum ekki nema brot af þeim fyrirtækjum sem höfum til sölu:  Lítil en þekkt heildverslun með trésmíðavélar o.fl. Góð umboð. Tilvalið fyrir trésmið sem vill breyta um starf.  Gömul og þekkt bátasmiðja með 6 starfsmenn. Mikil verkefni og góður hagnaður. Gæti hentað til flutnings hvert á land sem er.  Þekkt barnafataverslun í Kringlunni. Mjög góður rekstur.  Veitinga- og skemmtistaður í miðbænum til sölu eða leigu. Gæti verið hentugt fyrir veisluþjónustur.  Lítið rótgróið iðnfyrirtæki sem framleiðir plastglugga, hurðir og sólstofur. Góð verkefnastaða. Gæti hentað til flutnings út á land.  Maraþon í Kringlunni. Sportvöruverslun með þekkt merki og mikla sölu. Rekstrarhagnaður 11 m. kr. á ári.  Lítill söluturn í nágrenni miðbæjarins. Verð aðeins 2 m. kr.  Foldaskáli, Grafarvogi. Söluturn í sérflokki með videó, grilli og ís. Stöðug velta og góð afkoma.  Raftækjaverslunin í Suðurveri auk heildverslunar. Rótgróið fyrirtæki með ágæt umboð. Miklir framtíðarmöguleikar.  Lítil sérverslun með fatnað í mjög góðu húsnæði við Laugaveg. Þekkt umboð.  Ein besta lúgusjoppa landsins. Mikil sala í grilli. Góður hagnaður.  Tveir pizza „take-out" staðir úr stórri keðju. Vel staðsettir með öllum búnaði.  Höfum til sölu nokkrar stórar sérverslanir, heildverslanir og iðnfyrirtæki í ýmsum greinum fyrir rétta kaupendur. Ársvelta 100—1000 m. kr.  L.A. Café Laugavegi. Góður matsölu- og skemmtistaður með 100 sæt- um. Löng og góð rekstrarsaga.  Bílaverkstæði með mikil föst viðskipti. 4—5 starfsmenn. Vel tækjum búið, í eigin húsnæði á góðum stað.  Glæsileg tískuvöruverslun í stórri verslunarmiðstöð. Góð viðskiptasam- bönd.  Kaffi Espresso í Grafarvogi. Nýtt og glæsilegt kaffihús á besta stað í Spönginni. Miklir möguleikar. Auðveld kaup.  Stór sérhæfð trésmiðja með góðan hagnað. 10 starfsmenn. Gott tæki- færi fyrir fyrirtæki í svipaðri starfsemi.  Matvöruverslun, bensínsala og veitingarekstur í Búðardal. Eigið hús- næði. Ársvelta er nú tæpar 200 m. kr. og hefur farið vaxandi með hverju ári. Góður hagnaður um margra ára skeið og mjög heilbrigður rekstur. Sérstaklega hentugt fyrir stóra fjölskyldu eða tvenn hjón.  Traust jarðverktakafyrirtæki á Austurlandi óskar eftir duglegum og heið- arlegum meðeiganda sem hefur reynslu á þessu sviði. Viðkomandi verður að leggja fram a.m.k. 10 m. kr. í peningum. Mjög góð verkefna- staða og mikil tækifæri framundan. Gagnlegur fróðleikur á heimasíðu fyrirtækjadeildar: www.husid.is Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsin v/Faxafen) Sími 533 4300, GSM 820 8658 Þegar þú ferðast ferðastu þá með AVIS Verð pr. dag kr. 2.500 M.v. lágmarksleigu 7 daga Opel Corsa eða sambærilegur Við gerum betur AVIS Sími 591 4000 www.avis.is Orlando BRÉF TIL BLAÐSINS AÐ gefnu tilefni tel ég rétt að upp- lýsa að stuttmynd sú sem fjallað hef- ur verið um í tengslum við þjóðfræði- safnið á Stokkseyri, sem fengið hefur nafnið Draugasetrið, hefur skýran boðskap um sigur þeirrar trúar sem biskup Íslands hefur nú síðustu dægrin lagt áherslu á að dugi best í viðureign við hið illa í heim- inum. Í mynd þessari leik ég fyrir- rennara minn, sr. Tómas í Villinga- holti, sem tengdist þeim atburðum sem greint er frá í myndinni. Mynd- stefið greinir frá því þegar Flóa- menn nokkrir reyndu í sínum mann- lega mætti – og því án árangurs – að kveða niður dauðans öfl og ákváðu loks að grípa til þess ráðs sem eitt var eftir, að leita til kirkjunnar þjóns sem fékk því til vegar komið að þau öfl viku og friður færðist yfir. Í hinum nýja þætti ríkissjónvarps- ins, Pressukvöldi, sl. miðvikudag, þar sem biskup Íslands, herra Karl Sigurbjörnsson, var til álitsgjafar um hin kirkjulegu og trúarlegu álita- mál samtímans var hann spurður um hvað honum þætti um að ég tæki þátt í að leika prestinn í umræddri stuttmynd. Svaraði hann þeirri spurningu svo, að hver og einn þyrfti að gera það upp við eigin samvisku hvað hann legði nafn sitt og titil við. Í ljósi innihalds þessarar myndar og hinnar kristnu lokaniðurstöðu og boðskapar tel ég að biskupinn hefði fagnað aðkomu minni að þessari mynd ef hann hefði verið búinn að sjá hana en svo var alls ekki. Þjóðsagan sem myndin byggist á er til í nokkrum útgáfum en hér er á ferðinni myndræn framsetning þeirrar safaríkustu sem að mínum dómi er jafnframt í mestum háveg- um höfð í hinni munnlegu geymd í Flóanum. Þemað er hins vegar sígilt: sigur hins heilnæma boðskapar kirkjunnar yfir öflum dauða og myrkurs í líki drauga og forynja. Þessi öfl eru enn á sveimi í hinum ýmsu myndum, t.d. fordæminga, vanþekkingar og þröngsýni. Óvar- legt er að næra þau öfl með hálf- kveðnum vísum sem botna má eftir smekk eða tortryggnisfræjum sem sundra og skemma. Þau virðast ein- mitt heppilegust á vorri skegglausu og óskáldlegu tíð til að vekja upp nú- tímadrauga og hvers konar háðung. Ég vona að allir kirkjunnar þjónar og þeir sem kristni unna beri gæfu til að kveða niður alla drauga og draugagang í hvaða mynd sem slíkt birtast. SR. KRISTINN ÁG. FRIÐFINNSSON. Að gefnu tilefni Frá sr. Kristni Ágústi Friðfinnssyni www.thjodmenning.is SKEMMUVEGI 36 Sími 557 2000 BLIKKÁS – ÞAKRENNUKERFI á öll hús – allsstaðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.