Morgunblaðið - 26.10.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.10.2003, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ færu aldrei í hafbeit eða til eldis í sjókvíum við strendur Íslands. Nú væri landbúnaðarráðherra búinn að rifta samkomulaginu og virða að vettugi þennan mikilvæga sáttmála. „Ég held ég tali fyrir hönd allra sem starfa við stjórnun laxveiði- mála á Íslandi,“ segir Orri. „Allt frá því að laxeldismálin komu aftur á dagskrá árið 2000 hefur landbún- aðarráðuneytið unnið eins og eftir forskrift að því að opna laxeldis- mönnum allar gáttir og ganga þvert á allar tillögur um verndun og var- færni.“ NASF, verndarsjóður villtra laxastofna, hefur ásamt veiðifélög- um Selár, Hofsár og Haffjarðarár farið fyrir þeim sem telja laxeldi ógna villta íslenska laxastofninum og hafa lagt fram kærur á öllum stigum undirbúningsferlis eldisins. „En allt kemur fyrir ekki, landbún- aðarráðherra hefur hafnað öllu sem við höfum til málanna að leggja. Fyrst var brotið loforð um tveggja ára rannsóknir umhverfisþátta við Reykjanes, síðan er Vestmannaey- ingum boðin 15 metra eldiskví þar sem dýpið er aðeins 10 metrar, lág- marks þolprófunum á Austfjörðum er hafnað, fagnefnd hagsmunaaðila er lögð niður, opnað fyrir innflutn- ing brunnbáta frá sýktum svæðum og síðan gefin út rekstrarleyfi án vandaðs undirbúnings, án fag- mennsku, án nauðsynlegs eftirlits allt gegn óskum og tillögum hags- munaaðila villtra laxastofna. Það er lítt skiljanlegt hvers vegna landbúnaðarráðherra lætur viðgangast að ráðist er með þessum hætti til atlögu gegn þeirri einu grein íslensks landbúnaðar sem er í broddi fylkingar á alþjóðavettvangi og þeirri einu sem gefur íslenskum bændum afburðatekjur. Flest bendir til að það sé land- búnaðarráðherra sjálfur sem ber ábyrðina á því hve illa hefur verið haldið á þessum málum. Laxveiði- Í NÝLEGRI grein í hinu virtavísindatímariti NationalGeographic er Orra Vigfús-syni, formanni Verndarsjóðsvilltra laxastofna, lýst sem krossfara sem helgað hefur líf sitt baráttunni fyrir verndun villtra laxastofna í Atlantshafi. Orri hefur frá því síðla á 9. áratugnum staðið fyrir herferð til að kaupa upp neta- lagnir víða í Atlantshafinu. Sjóður- inn hefur safnað sem nemur 2,5 milljörðum króna sem varið hefur verið til að greiða sjómönnum fyrir að taka upp net sín og snúa sér að öðrum veiðum eða skipta um starfs- vettvang. Orri hefur fram til þessa einkum einbeitt sér að því að draga úr netaveiðum á laxi við Ísland, Færeyjar, Grænland og Wales með góðum árangri og fram undan eru sams konar verkefni við Írland, England og Noreg. En Orri segir nú aðra ógn steðja að íslenska laxastofninum, ógn sem annars vegar holdgervist í Guðna Ágústssyni landbúnaðarráðherra og hins vegar í erlendum laxastofn- um sem nú er, samkvæmt nýsam- þykktum bráðabirgðalögum, heim- ilt að flytja lifandi til landsins til frekara eldis. Orri er eldheitur andstæðingur laxeldis og hefur um árabil talað fyrir því að við uppbygginu laxeldis hér á landi beri að stíga varlega fram, en lengst af talað fyrir dauf- um eyrum að eigin sögn. Allt frá ár- dögum fiskeldis hér á landi hafi veiðiréttareigendur, stangveiði- menn og verndarsinnar lagst hart gegn öllum áformum sem ógnað gætu íslenskri náttúru. Þannig hafi árið 1988 nefnd á vegum þáverandi landbúnaðarráðherra, sem fjallaði um ógöngur fiskeldisins, komist að þeirri niðurstöðu að ekki væri fært að taka neina áhættu sem skaðað gæti íslenska náttúru og náð heið- ursmannasamkomulagi um að norskættuð hrogn, seiði eða lax geirinn skapar 1.860 lögbýlum um- talsverðar tekjur vegna faglegrar uppbyggingar, virðingar fyrir nátt- úrunni, sjónarmiða verndunar og varúðar. Við sem höfum í áratugi staðið í því að hámarka sjálfbærni og arðsemi í þessari grein og skapa jákvæða ímynd íslenska laxins á al- þjóðagrundvelli erum undrandi.“ En hvaða hagsmuni eru Orri og skoðanabræður hans að verja? Eru hagsmunir laxeldisframleiðenda ekki meiri til lengri tíma litið en hagsmunir stangveiðimanna? Orri þvertekur fyrir að svo sé og bendir á að stangveiðin velti árlega hátt í fjórum milljörðum króna inn í ís- lenskan efnahag og segir hæpið að í komandi framtíð verði íslenskur eldislax samkeppnisfær við lax sem alinn er við mun hagstæðari að- stæður, svo sem í Chile. Og nú kemst Orri á flug, hann þjáist ekki af vanmáttarkennd fyrir hönd íslensku laxveiðiánna. Hann telur upp hverja perluna á fætur annarri; Laxárnar allar, Norðurá, Langá, Grímsá, Þverá, Miðfjarðará, Haffjarðará, Selá, Hofsá og marg- ar, margar fleiri. „Þessar ár eru okkar merkjavara, vitnisburður mikilla gæða rétt eins og heims- fræg vörumerki á borð við Armani, Cartier eða Rolls Royce. Þessar ár hafa verið nytjaðar frá ómunatíð án þess að valda tjóni en hæfileg nýt- ing hefur tryggt sjálfbæran og eðli- legan viðgang þeirra. Þær eru markaðssettar á faglegan hátt eins og frægu vörumerkin í hágæða- flokki bæði á röksemdum og tilfinn- ingum. Um nýtinguna gilda strang- ar siðareglur, veiði og verndun eiga eðlilega samleið, sjálfbærni og sam- spil lífríkis og samfélags.“ Orri seg- ir að stefna og verklag landbúnað- arráðherra eigi hins vegar enga samleið með þeim sem vinni faglega að því að auðga þessa atvinnugrein. „Fagleysi og fornaldarleg vinnu- brögð hans skemma þann orðstír sem okkur er nauðsynlegur í bráð og lengd. Ég þykist viss um að flestir veiðiréttareigendur á Íslandi líta á ráðherrann sem sinn hættu- legasta andstæðing og ég þekki engan sem lítur á hann sem sam- herja. Aðför hans að náttúru Ís- lands er sú versta frá því minknum var hleypt inn í landið. Hvoru tveggja eru óafturkræfar aðgerð- ir.“ Ótal hættur Og Orri segir ótal hættur sam- fara laxeldi. Skaðlegastur sé farald- ur af völdum sjávarlúsar en laxeld- inu fylgi einnig veruleg mengun af úrgangi, sjúkdómar af völdum baktería og vírusa, auk þess sem lyf og skaðleg efni fari út í náttúruna. Þá sýni dæmin að eldislaxar valdi skemmdum á hreiðrum villtra laxa í ám. Síðast en ekki síst sé hætta á erfðamengun til lengri tíma. Ríkisstjórnin setti sl. sumar bráðabirgðalög sem meðal annars heimila innflutning á lifandi eldis- laxi á milli landa, samkvæmt til- skipun Evrópusambandsins. Lögin eru nú í meðferð Alþingis. Orra hitnar í hamsi þegar talið berst að umræddum lögum og fer ekki leynt með skoðun sína. Hann segir að vel hefði mátt láta reyna á tilskipunina, auk þess sem Stefán Már Stefáns- son lagaprófessor hafi bent á ýmsar leiðir sem banni innflutning á lif- andi laxfiskum eða öðrum fiski sem lifi í ósöltu vatni. „Nýlega hefur komið í ljós van- hæfi ráðherrans til að vernda laxinn í sambandi við Evróputilskipanir. Kannski fengu sérfræðingar hans alls ekki að beita sér? Verklag nokkurra undirmanna ráðherrans er ámælisvert. Veiðimálastjóri hef- ur til að mynda sótt hundruð fag- legra ráðstefna á erlendri grund þar sem lögð er áhersla á verndun laxastofna og hættuna sem stafar af laxeldi. Allar hans embættisfærslur ganga þvert á þær ábendingar og tillögur sem hann hefði þar átt að tileinka sér. Yfirdýralæknir fisk- sjúkdóma hefur þær yfirlýstu skoð- anir að hættur fiskeldis séu hrein- lega ekki fyrir hendi þrátt fyrir stöðug slys og misferli. Hvað getur það gengið lengi að þessir tveir embættismenn sem eru valdir til að vernda íslenska náttúru hafi í einu og öllu þveröfugt mat á skoðunum allra íslenskra hagsmunaaðila og fagaðila hjá öllum náttúru- og um- hverfisstofnunum Íslands? Það má benda á í þessu sambandi að allir sérfræðingar Veiðimálastofnunar eru í öllum megin atriðum á önd- verðum meiði við þessa tvo menn.“ Fáfræði og úrelt sjónarmið Orri telur að ekki aðeins hafi landbúnaðarráðherra gerst sekur um forystuleysi, heldur sé ábyrgð- ar- og fyrirhyggjuleysi hans algert og bendi til fáfræði og úreltra sjón- armiða. Orri bendir á að Margot Wallström, ráðherra Evrópusam- bandsins í umhverfismálum, hafi meira að segja bent á einfaldar og faglegar leiðir til úrbóta. Og Orri spyr: „Hvað rekur landbúnaðarráð- herra til að plata samráðherra sína til að skrifa upp á ónauðsynleg bráðabirgðalög? Er verkefnið hon- um ofviða? Ef ráðherrann hefði haft fyrir því að hlusta á okkur hefðum Morgunblaðið/Ásdís ’ Það virðast allir Ís-lendingar nema land- búnaðarráðherra og laxeldismenn vera sammála um að vernda villta laxa- stofna á Íslandi, ekki bara á grundvelli sjúk- dóma heldur líka til að koma í veg fyrir erfðamengun. ‘ ’ Árið 2000 benti églandbúnaðarráðherra á að fátt væri skelfi- legra en fyrirhyggju- laus framtakssemi. Þetta hefur nú gengið eftir og eldislaxar hans eru þessa dagana að eyðileggja hreiður villtra laxa í Selá og Hofsá. Auðvitað á að fara fram opinber rannsókn á stöðu þessara mála. ‘ Íslenski laxinn er Rolls Royce ’ Laxveiðigeirinnskapar 1.860 lögbýl- um umtalsverðar tekjur vegna faglegrar uppbyggingar, virð- ingar fyrir náttúrunni, sjónarmiða verndunar og varúðar. ‘ Orri Vigfússon hefur um árabil verið í fylkingar- brjósti þeirra sem berjast fyrir verndun villtra laxastofna. Hann óttast nú mjög um afdrif íslenska laxastofnsins verði af stórfelldu eldi á norskum laxi hér við land. Í spjalli við Helga Mar Árnason sakar Orri landbúnaðarráðherra um aðför að íslenska laxastofninum, ábyrgðarleysi, fáfræði og úrelt vinnubrögð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.