Morgunblaðið - 26.10.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 26.10.2003, Blaðsíða 26
LISTIR 26 SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Minningarsjóður Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Kristjánssonar Námsstyrkir í verkfræði og raunvísindum Stjórn sjóðsins auglýsir hér með eftir styrkumsóknum vegna náms á skólaárinu 2003-2004. Styrkirnir eru ætlaðir nemendum í verkfræði og raunvísindum og hafa þeir einkum verið veittir nemendum í framhaldsnámi. Með umsóknum skulu fylgja staðfesting á skólavist og námsárangri, tvenn meðmæli, feril- skrá og önnur þau verk, sem umsækjandi telur að komið geti að gagni við mat umsóknar. Nánari upplýsingar veitir Sigurður Brynjólfsson, formaður sjóðstjórnar (sb@hi.is, http://www.hi.is/~sb/minningarsjodur). Umsóknum ber að skila til Alþjóðaskrifstofu Háskóla- stigsins, Neshaga 16, IS 107 REYKJAVÍK. Umsóknarfrestur er til 21. nóvember 2003. Stefnt er að því að tilkynna úthlutun í byrjun desember. Þ EIR virðast ekki upp- teknir af frægð sinni þeir Jorma Hynninen barítonsöngvari og pí- anóleikarinn Gustav Djupsjöbacka, og kynna sig bara sem Gustav og Jorma, þegar blaðamaður hittir þá til að spyrj- ast fyrir um tónleika þeirra í Saln- um í kvöld kl. 20.00. Þar flytja þeir sönglög eftir Vaughan- Williams, Hugo Wolf, Ralph Goth- oni, Einujuhani Rautavaara og Sibelius. Jorma Hynninen er í hópi eft- irsóttustu barítonsöngvara heims og á að baki glæsilegan söngferil við öll helstu óperuhús heims. Gustav Djupsjöbacka er einnig mjög vel þekktur á sínu sviði og hefur starfað með flestum bestu söngvurum Finna. Tónleikar eru haldnir í samvinnu við finnska sendiráðið. Ralph Gothoni er einn þekktasti píanóleikari Finna, en Gustav Djupsjöbacka upplýsir blaðamann um það, að hann sé einnig farinn að láta til sín taka við tónsmíðar. „Gothoni er fjölhæfur tónlist- armaður og hefur líka samið kammeróperur. Þjóðlagaútsetn- ingar samdi hann einmitt fyrir Jorma.“ Jorma Hynninen segist einhvern tíma hafa beðið Gothoni að útsetja þjóðlög fyrir sig, og það hafi hann gert árið 1987. „Síðan þá er ég bú- inn að syngja þessi lög úti um all- an heim, oft með Gothoni, en að- eins einu sinni áður með Gustav. Þetta eru létt lög og full gleði. Finnsk tónlist er stundum mel- ankólísk, en á þessum tónleikum erum við líka með lagaflokk eftir Rautavaara, byggðan á þremur sonnettum eftir Shakespeare, og það er líka glaðleg músík.“ Gustav Djupsjöbacka segir að söngvar Rautavaara séu frá byrj- un sjötta áratugarins, og séu dæmigerðir fyrir tónskáldið. Þó hefur Rautavaara breytt þeim ei- lítið síðan. „Sonnettur Shak- speares eru vinsælar hjá tón- skáldum, – og það eru til margar útgáfur af þeim. Rautavaara gerir þetta á allt annan hátt en önnur tónskáld, – kannski helst að stíll- inn minni á Benjamin Britten. En úr því við erum að tala um Rauta- vaara, – þá er Jorma að koma beint frá því að syngja í nýjustu óperunni hans, Raspútín.“ „Ég var þó ekki Raspútín, heldur sjálfur keisarinn, Nikulás,“ segir Jorma og þeir hlæja báðir þegar Jorma segist hafa fengið sérstakt leyfi til að klippa vængina af löngu vax- bornu og uppsnúnu yfirvaraskeggi Nikulásar áður en hann syngi fyr- ir íslenska áheyrendur. Lög Sibeliusar eru þekktust finnsku laganna á efnisskránni. Þeir Jorma og Gustav segjast ekki sjá neinn sérstakan þráð sem bindi finnsku tónskáldin þrjú á efnisskránni saman. „Kannski þó að Rautavaara hafi eitthvað úr Sibeliusi, – en það er ekki mikið.“ Nýtt tónlistarhús í Helsinki Þeir félagar eru glaðir í bragði, í gær ákváðu finnsk yfirvöld að byggja nýtt tónlistarhús á besta stað í Helsinki, gegnt þinghúsinu. Finnar áttu þó fyrir Finlandia tón- listarhöllina í Helsinki, og nýlegt glæsilegt óperuhús. Talið berst að finnskum menningarmálum. „Við höfum náð að eignast góða tónlist- armenn og góð tónskáld, vegna þess hve mikið hefur verið lagt í tónlistarmenntun í Finnlandi,“ segir Jorma, en bætir þó við, að tónlistarmönnum þyki alltaf vanta meira fé í tónlistina. Gustav segir þó svo komið núna að tónlistar- skólar eigi í talsverðum fjár- kröggum. „Meir að segja Síbelíus- arakademían berst í bökkum. Yfirvöld skilja ekki að tónlist- arháskóli er ekki eins og hver ann- ar háskóli. Tónlistarnám er dýrt, – kostar mikla peninga, og því er ekki hægt að leggja að jöfnu tón- listarskóla og aðra skóla.“ Jorma Hynninen er að koma til Íslands í fjórða sinn og þekkir til íslensks tónlistarfólks. „Halldór Hansen var góður vinur minn. Það eru mörg, mörg ár síðan hann fór að tala um það við mig að ég kæmi að kenna „masterklassa“ við Schu- bertiade sumarhátíðina í Vín- arborg. Það var hringt í mig á hverju ári, en ég var alltaf upp- tekin við að stjórna Savonlinna sumaróperunni. En í ár komst ég til Vínar. Þegar þangað kom spurði ég strax um Halldór, og þá var mér sagt að hann hefði látist aðeins deginum á undan. Ég á honum mikið að þakka, og það eiga eflaust fleiri söngvarar.“ Jorma Hynninen syngur á ljóðatónleikum í Salnum Fékk að klippa Nikulásarskeggið fyrir Íslendinga Morgunblaðið/Árni Sæberg Jorma Hynninen barítonsöngvari og Gustav Djupsjöbacka píanóleikari. Á FYRRI hluta 20. aldar og allt þar til hann lést sumarið 1962 var nafn Vilhjálms Stefánssonar kunn- ugt flestum Ís- lendingum. Næstu þrjá ára- tugina eða svo var furðu hljótt um manninn hér á landi og við lá að hann gleymdist. Bækur hans, sem út höfðu komið á íslensku, voru að sönnu til á söfn- um, en munu hafa verið næsta lítið lesnar af öðrum en fáeinum grúsk- urum og fólki sem lagði sig sérstak- lega eftir fróðleik um sögu rannsókna á heimskautasvæðum Norður-Amer- íku. Vilhjálmur Stefánsson var ein- faldlega ekki í tísku á meðal Íslend- inga á 7., 8. og 9. áratug 20. aldar. Þetta breyttist á síðasta áratug aldarinnar. Árið 1995 kom út á ís- lensku nýleg ævisaga Vilhjálms eftir bandarískan fræðimann, rannsókna- stofnun í heimskautafræðum, sem ber nafn hans, var sett á stofn á Ak- ureyri og ýmsar greinar um ævi hans og störf birtust í blöðum og tímarit- um. Þá fór eins og oft áður, áhuginn vaknaði á ný og undanfarin ár hefur verið allnokkuð um Vilhjálm fjallað hér á landi. Gísli Pálsson mannfræðingur hef- ur á undanförnum árum rannsakað ævi Vilhjálms rækilegar en aðrir menn íslenskir, ferðast um sumar þær slóðir sem Vilhjálmur lagði leið sína um, aflað gagna sem áður voru lítt eða ekki þekkt og, síðast en ekki síst, lagt sig í líma við að hafa uppi á afkomendum hans og kynna sér sög- una um „inúítafjölskyldu“ Vilhjálms. Stundum eru þeir fræðimenn sem harðast leggja að sér heppnir og finna gögn, sem færa þeim alveg nýj- an fróðleik. Svo var í þessu tilfelli er Gísli komst í tiltölulega nýfundin bréf, sem fóru á milli Vilhjálms og æskuunnustu hans, og enginn virðist hafa vitað af fyrr en árið 1987. Þessi bók er árangur áralangra rannsókna og færir okkur ýmislega nýja vitneskju um manninn Vilhjálm Stefánsson, vitneskju sem ekki er að finna í ritum hans sjálfs og ekki held- ur í fyrri ævisögum eða æviágripum. Í inngangskafla lýsir Gísli markmiði sínu þannig: „Hér skal ekki fjölyrt um þau efni sem öðrum ævisagnarit- urum Vilhjálms hefur orðið starsýnt á, nema að svo miklu leyti sem það er nauðsynlegt til að staðsetja Vilhjálm í tíma og rúmi. Þess í stað er sjónum beint að tilteknum þáttum í ævi hans og störfum sem lítt hefur verið fjallað um til þessa, ekki síst frásögn ferða- dagbókanna, inúítafjölskyldu hans, tengslum hans við Ísland og, síðast en ekki síst, togstreitunni milli einka- lífs hans og þeirra kenninga sem greina má í ritum hans og hann er þekktastur fyrir.“ Tilgangurinn er sem sagt ekki sá að skrifa tæmandi ævisögu Vilhjálms Stefánssonar, heldur að varpa nýju ljósi á tiltekna meginþætti í ævi hans, ekki síst einkalífið sem fyrri höfund- ar hafa haft næsta hljótt um og Vil- hjálmur sjálfur steinþagði um. Þetta er óneitanlega býsna vandasamt verkefni sem gerir nokkrar kröfur til þekkingar lesandans og þó enn meiri til höfundarins. Að minni hyggju tekst Gísla þó yfirleitt vel upp. Hann gerir að loknum ýtarlegum inngangi grein fyrir uppruna Vilhjálms, náms- árum og ferðum til Íslands í upphafi 20. aldar, og segir frá sambandi hans við æskuunnustuna, Orpha Cecil Smith. Því næst segir frá heim- skautaleiðöngrunum þremur á árun- um 1906–1918 og þar greinir frá sam- bandi hans við inúítakonuna Fanný Pannigablúk og fæðingu sonarins Alex árið 1910. Um hann og afkom- endur hans og viðhorf þeirra til Vil- hjálms er svo fjallað í sérstökum kafla. Þessi umfjöllun er öll mjög ýt- arleg og fróðleg en ítrekaðar tilraun- ir höfundar til að skýra afstöðu og framkomu Vilhjálms gagnvart þess- ari „fjölskyldu“ sinni verða á köflum eilítið staglsamar. Sérstakir kaflar eru um árin í New York og samband Vilhjálms við skáldkonuna Fannie Hurst, um hjónaband þeirra Evelyn Stefánsson Nef og árin í Dartmouth, um Íslands- ferðir og hremmingar af völdum óamerísku nefndarinnar svokölluðu. Í lokaköflum er fjallað um arfleifð Vilhjálms Stefánssonar og þar reynir höfundur að „gera upp við viðfangs- efnið“, ef svo má að orði kveða. Öll er þessi bók ágætlega skrifuð og hefur að geyma margan fróðleik. Gísla tekst vel það ætlunarverk sitt að varpa nýju ljósi á tiltekna þætti í ævi Vilhjálms og sýna okkur hann í öðru ljósi en algengast hefur verið. Engu að síður hljóta þeir lesendur sem fátt hafa lesið um Vilhjálm áður að sakna ýtarlegri vitneskju um rit- og fræðastörf hans og því er ekki að neita, að ég saknaði þess að ekkert er fjallað um þátt hans í sambandi við þátttöku Íslendinga í heimssýning- unni í New York árið 1938, störf hans fyrir flugfélagið Pan American Air- ways, hugmyndir um flug um norð- urslóðir og samstarf þeirra Vilhjálms Þór að utanríkismálum í Bandaríkj- unum á árinu 1939. Þessi efni falla að sönnu utan meginefnis þessa rits en stutt umfjöllun um þau hefði skýrt sitthvað í heildarsögunni, ekki síst hvers vegna Vilhjálmur var svo vin- sæll hér á landi um og eftir 1940. Þetta er fróðleg bók og skemmti- leg aflestrar. Hún sýnir okkur mann- inn Vilhjálm Stefánsson í nokkuð öðru ljósi en áður hefur verið gert og að því er góður fengur. Vilhjálmur Stefáns- son í nýju ljósi BÆKUR Ævisögur Gísli Pálsson. Mál og menning, Reykja- vík 2003. 416 bls. myndir. FRÆGÐ OG FIRNINDI. ÆVI VILHJÁLMS STEFÁNSSONAR Jón Þ. Þór Gísli Pálsson Borgfirskar ævi- skrár, tólfta bindi er komið út. Það nær yfir nöfnin Valur til og með Þorsteinn. Skráð hafa Sveinbjörg Guðmundsdóttir og Þuríður J. Kristjánsdóttir. Stuðst er við gögn frá Aðalsteini Halldórssyni, Ara Gíslasyni og Guðmundi Ill- ugasyni sem hófu verkið fyrir nær fjörutíu árum, en fyrsta bindi ævi- skránna kom út 1969. Í þessu bindi er að finna ævi- skrár um níu hundruð íbúa Borg- arfjarðarhéraðs frá upphafi nítjándu aldar, nokkrar raunar eldri, og allt til okkar daga. Í frétt frá útgefanda segir m.a.: „Enn er ókomið eitt bindi til þess að ljúka stafrófinu, en væntanlega mun síðar bætast við aukabindi, sem hefur að geyma leiðréttingar og viðbætur. Til þess að auðvelda það starf og tryggja að leiðréttingar komist til skila eru þeir sem hafa fundið villur eða vita um ein- staklinga, sem ekki er getið í bók- unum beðnir að koma leiðréttingum á framfæri við ritstjóra verksins, Þuríði J. Kristjánsdóttur, Hjarð- arhaga 54, Reykjavík.“ Sögufélag Borgarfjarðar var stofn- að 7. desember 1964 og verður því fjörutíu ára á næsta ári. Aðalverk- efni þess hefur verið útgáfa á Borg- firskum æviskrám, en auk þess hafa verið gefnar út Æviskrár Ak- urnesinga í fjórum bindum, átta bækur með íbúatali héraðsins, sem út hafa komið á fimm ára fresti og fjórir árgangar af ársriti félagsins, Borgfirðingabók. Æviskrá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.