Morgunblaðið - 26.10.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 26.10.2003, Blaðsíða 27
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 2003 27 GERRIT Schuil, píanóleikari og hljómsveitarstjóri, mun á síðdeg- istónleikum í Tónlistarhúsinu Ými í dag kl. 16 leika á píanó, auk þess að ræða við Bergþóru Jónsdóttur tón- listarfræðing og gagnrýnanda um líf sitt og tónlistarferil. Tónleikarnir eru liður í langri röð menningar- og list- viðburða í tilefni aldarfjórðungs af- mælis Samtakanna 7́8 á þessu ári. „Þegar kom að því að skipuleggja 25 ára afmæli Samtakanna 7́8 um síð- ustu áramót fannst okkur mikilvægt að vekja athygli á hinum ólíku þátt- um menningar og lista samkyn- hneigðra,“ segir Þorvaldur Krist- insson, formaður Samtakanna 7́8 og aðalskipuleggjandi afmælishátíð- arinnar, spurður um tilefni tón- leikanna. „Auk þess ákváðum við að efna m.a. til nýrrar fyrirlestraraðar þar sem talað væri um eitt og annað sem tengist samkynhneigð af fólki úti í samfélaginu og í því samhengi bað ég Gerrit að segja frá lífi sínu og list. En svona tónleikar með spjalli eru ný- lunda á Íslandi, að því er ég best veit. Gerrit tók afskaplega vel í hugmynd- ina og lýsti því yfir að sér væri heiður að styrkja hátíðahöld samkyn- hneigðra, heiðra þessa óvenjulegu hreyfingu sem hefur náð meiri ár- angri en nokkur önnur mannrétt- indahreyfing á Íslandi á svo skömm- um tíma. Nú er jafnvel svo komið að litið er til samkynhneigðra á Íslandi utan úr heimi fyrir árangur þeirra. Mér finnst auðvitað mjög ánægjulegt að listamaður á heimsmælikvarða á borð við Gerrit skuli vilja hjálpa til við að gera þetta að eftirminnilegu ári.“ Kallar á annars konar einbeitingu Gerrit segir að enginn munur sé á undirbúningi fyrir þessa tónleika hvað tónverkin sjálf varðar. „En auð- vitað er allt öðruvísi að þurfa að sitja á sviðinu og tjá sig um líf sitt og list. Og ég verð að viðurkenna að ég kvíði því aðeins, því ég hef aldrei gert neitt í þessa áttina áður. Fyrirkomulag tónleikanna kallar á allt annars kon- ar einbeitingu og ég hef ekki hug- mynd um hver útkoman verður. En það er mjög spennandi að gera eitt- hvað svona nýtt og ég vona bara að áheyrendur hafi gaman af því að kynnast mér aðeins betur,“ segir Gerrit Schuil. Bergþóra Jónsdóttir tekur undir þessi orð Gerrits. „Á tónleikum er áherslan alltaf á músíkina, tón- skáldin og túlkun listamannsins, en á tónleikunum í dag gefst vonandi tækifæri til þess að kynnast lista- manninum sjálfum aðeins betur. Gerrit hefur komið víða við, ekki bara sem konsertpíanisti heldur líka sem hljómsveitarstjóri, auk þess hef- ur hann spilað með þekktu fólki, þar á meðal fjölda söngvara. Hann hefur starfað mikið erlendis og kemur hingað með svolítið aðra strauma en við þekkjum hér. Óhætt er að segja að það hafi verið mikil vítamínsprauta fyrir okkur Ís- lendinga að fá hann hingað til starfa. Ég nefni nú bara Schubert-hátíðina sem hann hélt í Garðabæ fyrir nokkrum árum. Þannig að ég vona að það verði bara gaman fyrir fólk, sem hefur verið duglegt að sækja tónleika Gerrits, að fá að kynnast honum á svolítið annan hátt,“ segir Bergþóra. Mikilvægt að vera vandlátur Inn í samræður þeirra Bergþóru fléttar Gerrit nokkur píanóverk sem eru honum kær og lýsir því hvaða þýðingu þau og tónskáldin hafa haft fyrir hann á þroskabraut tónlistar- mannsins. Verkin eru eftir Beetho- ven, Schubert, Schumann og Chopin. Spurður hvers vegna þessi tónskáld hafi orðið fyrir valinu segir Gerrit ýmsar ástæður fyrir því. „Ég valdi verk eftir Schubert vegna þess að það var fyrsta verkið sem ég spilaði opinberlega þegar ég var níu ára gamall og það er ágætis byrjun á prógramminu. Beethoven er nátt- úrlega stórhetjan mín og mér finnst verk Schumanns hreint frábær. Chopin valdi ég vegna þess að hann er mér ávallt mikil áskorun. Oft spyr fólk hvert sé uppáhalds tónskáldið mitt og ég á alltaf afar erf- itt með að svara því, vegna þess að ég veit það satt að segja ekki. Kannski eru þrjú tónskáld sem komast næst því að vera í uppáhaldi, en þau eru Beethoven, Mahler og Shostakovitsj. En svo má ég auðvitað ekki gleyma að nefna Schubert, því ég gæti hrein- lega ekki lifað án hans.“ Gerrit segist með aldrinum hafa leyft sér að spila aðeins verk tón- skálda sem sér finnist nógu góð. „Þegar maður er að byrja ferilinn sinn getur maður auðvitað ekki leyft sér það og ég hef gegnum tíðina bæði stjórnað og spilað alveg hreint ótrú- lega miklu magni af drasli, en ég geri það ekki lengur. Í dag segi ég bara nei. Ég held að það mikilvægasta sem ég hafi lært á ferli mínum sé að vera vandlátari. Hins vegar getur verið mjög erfitt að segja nei því það þýðir að stundum er maður atvinnu- laus. En ég vil hins vegar aðeins flytja og stjórna verkum sem ég hef trú á. Ef verkið hefur enga meiningu og tilfinningu fyrir manni þá á maður ekki að flytja það,“ segir Gerrit. Nýstárleg- ir afmælis- tónleikar Morgunblaðið/Kristinn Gerrit Schuil og Bergþóra Jónsdóttir ræða um líf og list Gerrits í Ými. silja@mbl.is Hamraborg 552 3636 20% afsláttur peysur, buxur, bolir, jakkar, pils og kjólar frá fimmtudegi til sunnudags 1 árs afmæli í Hamraborg Opi› í dag sunnudag kl. 13-16 Heppinn viðskiptavinur fær 20.000 króna gjafabréf. Tilbo›s helgi allt a› 30% afsl. TVE IR MÁNUÐ IR Á VERÐ I E INS EKKERT S TOFNGJALD Allir þeir sem gerast áskrifendur að SKJÁTVEIMUR fyrir 1. nóvember fá myndlykil og 2 mánuði í áskrift fyrir aðeins 2.995 kr. eða 2.495 kr. með áskriftarpökkum Símans. www.skjar2.is Tryggðu þér áskrift í síma 800 7474 eða í verslunum Símans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.