Morgunblaðið - 26.10.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 26.10.2003, Blaðsíða 24
LISTIR 24 SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Cider Vinegar FRÁ Viltu verða léttari H á g æ ð a fra m le ið sla Nr. 1 í Ameríku LETTNESKI píanóleikarinn Liene Circene hefur þrátt fyrir ung- an aldur haldið tónleika víða um heiminn, komið fram á listahátíðum og þegar unnið til fjölda verðlauna fyrir píanóleik sinn. Það var því engin furða þótt mikil spenna og eft- irvænting ríkti í sal Tónlistarhúss- ins í Kópavogi á sunnudagskvöldið. Ekki brást Liene áheyrendum þetta kvöldið, hún lék snilldarlega hvert verkið á fætur öðru. Liene ræður yf- ir frábærri tækni er skyggði aldrei á tónlistina sem flaut syngjandi úr flyglinum fram í sal til áheyrenda. Fallegur ásláttur, músíkalskur leik- ur, vel úthugsaðar hendingar, mikið temprament með öllum styrkleika- skalanum, frá veikasta pianissimo þar sem hún gældi við hljóðfærið upp í sterkasta forte með crescendo sem steig eðlilega og úthugsað frá nótu til nótu og kyrrðin sem færðist síðan jafn eðlilega yfir aftur. Sónötuna í G-dúr op. 78, D 894 samdi Schubert í október 1826 og var hún gefin út 11. apríl 1827. Circ- ene lék sónötuna með glæsibrag þar sem hinar miklu andstæður 1. þátt- ar, Molto moderato e cantabile, nutu sín í öllu sínu veldi og síðan söng 2. þátturinn, Andante, ljóðrænn og syngjandi sem og þriðji þátturinn, Menuetto: All- egro moderato, með sínu dún- mjúka og fallega Ländler-tríói og að lokum yfir í glæsilegt Alle- gretto. Því næst lék Circene glæsi- lega Small Night Music eftir samlanda sinn Peteris Vasks (1946). Lítið verk sem nýtir hina ýmsu möguleika flygilsins á fjölbreyttan hátt og er gott innlegg í næturljóðaflóru píanótónlistarinnar. Næst lék hún undurvel Rondo a capriccio í G-dúr sem Beethoven byrjaði á 1795 (25 ára) en lauk sennilega aldrei við. Það var ekki fyrr en eftir andlát tónskáldsins sem Anton Diabelli lauk því og og bjó til útgáfu í Vín (1828) sem opus 129 undir hinum gjörsamlega ábyrgðarlausa titli „Die Wut über den verlorenen Groschen“(Reiðin vegna týnda tíeyringsins). Franz Liszt átti síðustu tóna efn- isskrárinnar með Ballöðunni nr. 2 í h-moll frá 1853 og þriggja þátta svítunni um Feneyjar og Napólí sem Liszt byrjaði á um 1840 og setti í endanlegan búning 1861 og voru flutningurinn og túlkunin hreint út sagt stórglæsileg. Þetta voru hreint frábærir tónleikar á heimsmæli- kvarða sem boðið var upp á í Saln- um þetta kvöld. Flaut syngjandi úr flyglinum fram í salinn til áheyrenda TÓNLIST Salurinn í Kópavogi Liene Circene, píanóleikari. Verk eftir Schubert, Vasks, Beethoven og Liszt. Sunnudagurinn 19. október kl. 20. PÍANÓTÓNLEIKAR Liene Circene Jón Ólafur Sigurðsson S UMIR mundu orða það svo að við Íslendingar höfum verið tvöfaldir í roðinu í Feneyjum, með Rúrí sem fulltrúa okkar í Íslandsskálanum og Ólaf Elías- son sem fulltrúa frænda okkar í Danska skálanum. Ef til vill hefði Norræni skálinn litið betur út ef við hefðum einnig fengið þar inni – svo maður leyfi sér nú einu sinni að brýna vannærða þjóðrembuna – en það verður að segja eins og er: Norðurlandaskálinn gekk engan veg- inn upp. Vandinn væri ærinn, jafnvel með tóman skála, því þótt allir geti tekið undir það að Norðurlandaskálinn, eftir norska snilld- ararkitektinn Sverre Fehn, sé með fegurstu sýningarskálunum í Kastalagörðunum í Feneyjum þá er hann ekki eins vel heppnað sýningapláss og ætla mætti af húsagerðinni. Risastór eikartré sem vaxa þrískipt upp úr salnum og ekki mátti höggva hafa oftast gert sýnendum lífið leitt. Þau draga til sín ómælda athygli og drepa um leið alla þá list sem fyrir þeim verður. Samtímis er sem veggir salarins nái ekki að halda utan um það sem þá prýðir. Hér sannast enn og aft- ur að góður arkitektúr er engin trygging fyrir hentugu sýningarými nema síður sé. Þá bætir það ekki úr skák að Finnar, Norðmenn og Svíar senda hver sinn fulltrúa til að sýna í skálanum þó að það sé ekki heiglum hent að raða þar inn þriggja manna sýningu án þess að einhver sýnenda líði fyrir það. Um það er nú rætt í alvöru hvort ekki eigi að takmarka valið við einn listamann í hvert sinn og bjóða hinum lönd- unum að leigja sýningarrými utan garðanna þegar þau eiga ekki fulltrúa í Norð- urlandaskálanum. Margir væntu mikils af Ute Meta Bauer sem yfirstjórnanda sýningar á þrem konum, þeim Liisu Lounila frá Finnlandi, Kristinu Bræin frá Noregi og Mömmu Andersson frá Svíþjóð. Bauer er í hópi þekktustu sýn- ingastjóra samtímans, menntuð í Hamborg, prófessor í listfræði í Stuttgart og Vín- arborg, einn af stjórnendum Documenta XI, í Kassel á síðasta ári, og nú síðast stjórn- andi I+NCA, Stofnunar um alþjóðlega og norska samtímalist í Osló. Sem meðsýning- arstjóra valdi Bauer tvær ungar, norskar konur, þær Anne Karin Jortveit og Andreu Kroksnes. En þó svo að aðalsýningarstjórinn sémargreyndur meistari og listamenn-irnir góðra gjalda verðir er útkomandapurleg. Kristina Bræin er líklega veikasti hlekkurinn í sýningunni. Þótt verk hennar mundu sóma sér ágætlega í reyk- vísku galleríi virkar samtíningur hennar veiklulegur í skálanum í Feneyjum. Liisa Lounila er athyglisverður myndbands- listamaður sem gjarnan endurvinnur eldra heimildarefni með sínum persónulega hætti, en vegna takmarkana skálans er henni boð- ið upp á þröngt rými sem gefur sig illa gagnvart áhorfendum. Þá er sem myndbönd hennar vinni ekki nægilega vel saman. Mamma Andersson er eflaust með best heppnaða framlagið af þrenningunni, enda einn athyglisverðasti listmálari Norður- landanna um þessar mundir. En hálf- súrrealísk málverk hennar með marga tíma og víddir krefjast yfirlegu og íhugunar, nokkurs sem Tvíæringurinn í Feneyjum á erfitt með að láta þeim í té. Danmerkurskálinn með Ólaf Elías-son sem fulltrúa frænda okkar áþví ekki í miklum erfiðleikum meðað yfirskyggja Norðulandaskálann að þessu sinni. Með honum fá Danir upp- reisn æru fyrir nokkuð misjafnt framlag sitt gegnum tíðina, en á stundum hefur þessi hentugasti Norðurlandaskáli skartað heldur dauflegu framlagi. Í „Blinda skálanum“, eins og Ólafur kallar heildarskipan sína dregur hann saman í hnotskurn drjúgan hluta þeirra tilrauna sem hann hefur fengist við á sviði sjónrænnar skynjunar. End- urspeglun, margbrotin kviksjá í ýmsum myndum, margrætt innra rými með ólíkri lýsingu, stigar upp og niður, jafnvel út á þakverönd skálans, breyting á innviðum herbergja og myrkrakompur hjálpa til við að gera Danmerkurskálann að einu stóru allsherjarverki með margvíslegum og mis- munandi áherslum. Þótt dómar hafi verið misjafnir og sumir gagnrýnendur brigsli Ólafi um ofhlæði – einn líkti „Blinda skálanum“ við leik- tækjasal – verður að segja að honum takist afar vel að halda utan um margþætt verk sitt og leiða til niðurstöðu hin ólíku áreiti sem áhorfandinn verður fyrir. Hvergi ann- ars staðar er sýningagestum fært eins mik- ið vald yfir skoðunarferlinu og því má segja að Ólafur fullkomni tilmæli Francescos Bonami þess efnis að Tvíæringurinn, þetta árið, færi áhorfandanum ákveðið alræð- isvald. Af öllu því margslungna áreiti sem Ólafur ber á borð fyrir áhorfendur er gula herbergið eflaust það sem skekur flesta mest. Í birtunni sem þar ríkir verða allir gestir litlausir þegar þeir mæta augnatilliti náungans. Svo virðist sem þessi merkilegu ljóshrif séu náskyld magnþrunginni birtunni sem hann bregður upp í túrbínusal Tate Modern. Er nema von að sumir gestanna þar hafi orðið fyrir dulrænni reynslu þegar þeir misstu litaraftið? Það var ekki laust við að ósýnilegur þráð- ur væri milli Danmerkurskála Ólafs Elías- sonar og verðlaunasýningar Lúxemborgar, en hún var fyrir utan garðana, vestur af Markúsartorginu, skammt frá Canal Grande, eða Stórasíki, aðalumferðaræð borgarinnar. Fulltrúi Lúxemborgar, Su-Mei Tse, er fyrrverandi sellóleikari og má sjá hana í myndbandi sem fyllir út í vegg í öðr- um aðalsal sýningarstaðarins leika á selló frammi fyrir hamravegg, hátt uppi í sviss- nesku Ölpunum. Myndbandið, sem heitir „Bergmál“, kallast á við „Eyðimerkursóp- ara“, annað myndband sem varpað er á vegg aðliggjandi salar. Þar sópa götusóp- arar, íklæddir einkennisgalla hreins- unardeildar Parísarborgar, eyðimörk og hrúga sandinum í smáhrauka út um allt. Styrkur þessa verks, sem hrepptigullna ljónið að þessu sinni, eru ánefa samfélagslegar vangaveltur lista-mannsins um tímann og starfið. Ann- ars vegar er um að ræða markvissan hljóð- færaleik tónlistarmannsins sem nýtur þess að puð hans á sér ákveðið upphaf og endi, meðan starf götusóparanna er takmarka- laust. Hljóðfæraleikarinn athafnar sig í upphöfnu umhverfi frjálsra fjallasala þar sem hreint og heilsusamlegt loftlag ríkir. Á meðan má hreinsunardeildin púla stefnu- laust í tilbreytingasnauðri flatneskju eyði- merkurlandslagsins, í rykmettaða andrúms- lofti undir brennadi sólargeislum. Því má segja að Su-Mei Tse líti í eigin barm og velti fyrir sér vænlegri stöðu sinni um leið og hún vottar ónefndum her verkamanna virðingu sína og samúð með því að draga athygli okkar að tímalausum aðstæðum þeirra og takmarkalausu – jafnvel tilgangs- litlu – erfiði. Þótt vissulega heyrist efasemdaraddir um ágæti „Air Conditioned“ – Loftræst – eins og heildin nefnist hlýtur það að teljast af hinu góða þegar smáríki eins og Lúx- emborg, með sáralitla myndlistarhefð, hreppir fyrstu verðlaun. Nógu oft falla þau í skaut stórveldunum. Af Ólafi Elíassyni og fleirum í Feneyjum „Blindi skáli“ Ólafs Elíassonar er uppfullur af undurfögrum kviksjám sem gleðja augað. Í einum hluta verks Su-Mei Tsu, í sýningarsal Lúxemborgar, sópa innflytj- endur í klæðnaði hreinsunardeildar Parísarborgar eyðimörk í gríð og erg. Gestir límast við „gervigígana“ sem Ólafur hefur komið fyrir á þaki Danmerkurskálans, enda er þar margt óvænt að sjá. Meðal þess sem mætir auga þeirra sem stara ofan í „gervigígana“ er krist- alstær vatnsbuna sem einna helst líkist kvikasilfursgosi. AF LISTUM Eftir Halldór Björn Runólfsson hbr@simnet.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.