Morgunblaðið - 26.10.2003, Blaðsíða 35
mögulegt er að gefa út bráðabirgða-
lög, þá getur Alþingi komið saman og
samþykkt löggjöf. Það er ekki flókn-
ara fyrir Alþingi að koma saman en
ráðuneyti og forsetaembættið.
Miklir hagsmunir í laxveiðum
Í málinu eru ekki aðeins hagsmunir
fyrirtækja sem framleiða hrogn og
seiði til útflutnings. Stærstu hags-
munirnir eru tengdir laxveiði verð-
mætum sem því tengist. Réttindin og
hlunnindi þeim tengd eru metin á um
30 milljarða króna og árlegar tekur
eru taldar vera 3–4 milljarðar króna.
Þessar tekjur gera það að verkum að
búseta á mörgum jörðum er möguleg
og án þeirra færu margar jarðir í
eyði. Fulltrúar þessara hagsmuna eru
uggandi um sinn hag og óttast þá
breytingu að leyfa innflutning á lif-
andi laxi, en fram að setningu bráða-
birgðalaganna í sumar hefur gilt al-
gert bann við slíkum innflutningi.
Óttast er að erlendir laxastofnar
blandist þeim stofnum sem ganga í
laxveiðiárnar og það geti leitt til þess
að veiði leggist af. Ef það gerist verða
laxveiðihlunnindin lítils virði. Land-
búnaðarráðherra segir að allt hafi
verið gert til þess að draga úr hættu á
erfðablöndun, sem gæti valdið tjóni á
íslenska laxastofninum. Þrátt fyrir
það er verið að ganga skref aftur-
ábak, það hlýtur að vera minni hætta
á skaða án innflutnings heldur með
innflutningi og það skref bætist við
annað ekki síður umdeilt sem stigið
var fyrir 2–3 árum, að leyfa laxeldi í
sjó.
Spurningin er hvort sé hægt að við-
halda innflutningsbanni og nú liggur
fyrir álitsgerð Stefáns Más Stef-
ánssonar prófessors um að slíkt sé
mögulegt með því að vísa til þess að
nauðsynlegt sé að vernda innlenda
laxastofna. Í umsögn Bændasamtaka
Íslands kemur fram, það mat stjórnar
samtakanna að enginn vafi er á því, að
þessar breytingar fela í aukna hættu
á að fisksjúkdómar berist til landsins,
sem geti valdið búsifjum og nátt-
úruspjöllum. Bæði Veiðimálastofnun
og Náttúrufræðistofnun Íslands eru
andsnúin því að heimila innflutning á
laxfiskum og leggja áherslu á að
tryggja verndun innlendu stofnanna.
Hinir hagsmunirnir í þessu máli
eru miklu minni en laxveiðihlunnindin
gefa af sér. Útflutningur á lax-
ahrognum var á síðasta ári um 130
milljónir króna og þar af um 94 millj-
ónir króna til ESB-landa . Árið 2001
nam þessi útflutningur um 116 millj-
ónum króna og þar af um 97 millj-
ónum króna til ESB landa. Enginn
útflutningur var á lifandi laxi þessi ár
og hefur ekki verið síðan árið 2000 og
þá í litlum mæli. Þótt sjálfsagt sé að
gæta að útflutningshagsmunum þá
má ekki gera það á kostnað þeirra
hagsmuna sem í dag eru miklu stærri.
Ástæða er til þess að taka sérstaklega
fram að fiskeldi annað en laxeldi í sjó
er í raun óviðkomandi deilunum.
Framleiðsla og sala á hrognum, seið-
um og öldum fiski svo sem lúðu og
þorski hefur engin áhrif á laxastofna í
íslenskum ám og er því málinu óvið-
komandi, það er aðeins laxeldið í sjó
sem talið er geta valdið hættu á erfða-
blöndum við þá stofna sem fyrir eru í
ánum.
Reynslan er ólygnust
Deilur um þetta eru ekki nýjar af
nálinni, minna má á að norskur laxa-
stofn hafi verið hér á landi í 20 ár. Um
það voru miklar deilur af sömu
ástæðu og nú og þáverandi landbún-
aðarráðherra Jón Helgason skipaði
nefnd til þess að gera tillögur til sátta.
Nefndin varð sammála um að ekki
þætti fært að taka neina áhættu sem
skaðað gæti íslenska náttúru í bráð
og lengd. Samkomulag varð um að
norskættuð hrogn, seiði eða lax færu
aldrei í hafbeit eða til eldis í sjókvíum
við strendur Íslands vegna þess að
menn óttuðust erfðablöndun við ís-
lenska laxastofna. Nú hefur nýlega
verið frá þessu brugðið, leyft sjókvía-
eldi með þeim afleiðingum að norskir
laxar hafa sloppið úr kvíunum og
gengið upp í laxveiðiár. Þessi reynsla
vísar til þess að skynsamlegast sé að
halda sig við fyrri ákvörðun. Þess
vegna er óhjákvæmilegt að finna
betri lausn en landbúnaðarráðherra
lagði til í frv. sínu í mars sl. og lögfest
var í sumar. Að því er unnið.
Höfundur er alþingismaður.
SKOÐUN
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 2003 35
Sími 552 1400
fax 552 1405
Laugavegi 170, 2. hæð, 105 Reykjavík
Viðar Böðvarsson
viðskiptafræðingur
löggiltur fasteignasali
Heimasíða: www.fold.is - Netfang: fold@fold.is
20 íbúðir - 2ja, 3ja og 4ra herbergja
Okkur hefur verið falið af opinberum aðila að útvega 20 íbúðir, 2ja, 3ja og 4ra herbergja, í
Reykjavík. Staðgreiðsla í boði fyrir réttar eignir. Skoðun og kaup ganga mjög hratt fyrir sig.
Áhugasamir hafi samband við sölumenn Foldar fasteignasölu í gsm-síma
sölumanna: Böðvar 892 8934, Ævar 897 6060, Þorri 897 9757, Helgi 897 2451.
GLAÐHEIMAR 8 - SÉRHÆÐ
ÁSAMT BÍLSKÚR - OPIÐ HÚS Í DAG
Vantar allar gerðir eigna á skrá!
sími
530 6500
Finnbogi Hilmarsson
löggiltur fasteignasali
Opið mán.- fös. frá kl. 9-17
Falleg og mjög mikið endurnýjuð um 136 fm sérhæð með sérinngangi
og um 23 fm bílskúr. Íbúðin skiptist í 3-4 herbergi og 2-3 stofur. Gegn-
heilt parket á allri íbúðinni. Glæsileg nýleg eldhúsinnrétting. Nýlegt gler
og gluggar, endurnýjað rafmagn. o.fl. o.fl. Tvennar svalir. Vönduð og fal-
leg eign. Mjög góð staðsetning í rólegu hverfi. Nánari uppl. veitir
Finnbogi í síma 895 1098. Opið hús í dag frá kl. 15-17, Björk og
Sveinn taka vel á móti fólki.
MI‹SVÆ‹IS Á HÖFU‹BORGARSVÆ‹INU
EINSTAKT TÆKIFÆRI
Um er a› ræ›a fágætan möguleika ólíkan ö›rum,
bæ›i hva› var›ar sta›setningu og stær›.
Eignin er mi›svæ›is á höfu›borgarsvæ›inu en utan
erils mi›bæjarins.
Grei› lei› er a› svæ›inu og möguleiki á fjölda
bílastæ›a/bílakjallara.
Eignin er sta›sett efst á Ártúnshöf›anum og b‡›ur
upp á stórkostlegt úts‡ni.
Ón‡ttur byggingarréttur um 16 flús. fm.
Til sölu er húsnæ›i Hampi›junnar a›
Bíldshöf›a 9. Fasteignin er i›na›ar- og
skrifstofuhúsnæ›i á tveimur hæ›um,
samtals 9.700 fermetrar a› gólffleti.
Ló›in er 3,7 hektarar a› stær› me›
miklum byggingarrétti.
Möguleiki er a› n‡ta eldri byggingar
ásamt n‡byggingum í einni heild e›a sér.
... stórkostlegt úts‡ni af Ártúnshöf›anum
FASTEIGNA
MARKAÐURINN ehf
Óðinsgötu 4 • S. 570 4500
Jón Guðmundsson, lögg. fasteignasali
Nánari uppl‡singar veitir
Jón Gu›mundsson, löggiltur fasteignasali
hjá Fasteignamarka›inum ehf.
N
O
N
N
I
O
G
M
A
N
N
I
IY
D
D
A
•
N
M
1
0
4
7
5
/s
ia
.is
N†BYGGINGAR
N†BYGGINGAR
Brauðgerð til sölu
Upplýsingar veitir Ásmundur
GSM 894 0559. Hóll á Reyðarfirði.
Við höfum til sölu vel tækjum búna brauðgerð,
staðsetta í Neskaupstað.
Hér er um að ræða fyrirtæki í fullum rekstri
með markað í Fjarðabyggð.
Þetta er kjörið tækifæri fyrir þann, sem vill taka þátt í þeirri miklu
uppbyggingu sem framundan er vegna framkvæmda
við álver í Reyðarfirði.
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111