Morgunblaðið - 26.10.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.10.2003, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ F ÁUM tónlistamönnum er eins lagið að vera upp á kant við allt og alla og Van Morrison sem bresk- ir tónlistarblaðamenn kalla oft „gamla fýlupúk- ann“. Enginn frýr honum þó hæfileika; það er almennt við- urkennt að Van Morrison er með fremstu söngvurum dægurtónlist- arsögunnar, aukinheldur sem hann hefur sent frá sér fjölmargar fram- úrskarandi breiðskífur, þar á meðal eina sem er jafnan talin með bestu plötum rokksögunnar. Málið er bara að Morrison fer ævinlega eigin leið- ir, lætur innblásturinn leiða sig og gefur þá lítið fyrir það sem öðrum finnst, hvort sem um er að ræða tón- listarfélaga, útgefendur eða blaða- menn. Það sannast ekki síst á nýrri hljóðversskífu hans, What’s Wrong With This Picture?, sem kemur út á morgun, en á þeirri plötu, sem Blue Note djassútgáfan gefur út, bregður Morrison sér í hlutverk djasssöngv- ara með frábærum árangri. Van Morrison, sem á tvö ár í sex- tugt, á ekki langt að sækja djass- áhugann, því faðir hans hlustaði mikið á djass og blús sem hafði mikil áhrif á pilt. Í nýlegu viðtali minnist hann þess frá æsku sinni að í plötu- safni föður hans var plata frá Blue Note með Sidney Bechet sem Morrison hinn ungi hélt mikið upp á. Þegar Morrison tók upp hljóðfæri var það einmitt saxófónn sem hann spreytti sig á líkt og Bechet lék á, en einnig blés Morrison í munnhörpu að hætti blúshunda. Tólf ára í hljómsveit Tólf ára gamall gekk hann í skifflehljómsveitina Deannie Sands and the Javelin, en á þeim tíma var skiffle-tónlist geysivinsæl í Bret- landi, en skiffle var bandarískur þjóðlagablús fluttur með einfaldri hljóðfæraskipan, oft ekki nema kassagítar, kontrabassa og þvotta- bretti. Eftir tveggja ára skiffle- spilirí skipti Morrison um hljóm- sveit, fór í rytmablús- og soul- hljómsveitina The Monarchs, og tók með henni upp með henni í fyrsta sinn, lék á saxófón og söng á smá- skífu sem tekin var upp í tónleika- ferð sveitarinnar um Þýskaland. Þegar hér var komið sögu, 1963, vildi Morrison leika harkalegri tón- list, harðari rytmablús, og á end- anum stofnaði hann hljómsveit sem hann kallaði Them með liðsmönnum annarrar sveitar, Gamblers. Fyrstu smáskífur sveitarinnar gengu vel, Don’t Start Crying Now (1963), Baby Please Don’t Go og Gloria (1965), en vegna spennu á milli Morrisons og umboðsmanns sveit- arinnar, Bert Berns, hætti Morrison í sveitinni og lýsti því reyndar yfir að hann væri hættur í tónlist. Berns var Bandaríkjamaður og hafði starfað í Bretlandi um hríð með góðum árangri. Hann fluttist til Bandaríkjanna eftir að slitnaði upp úr samstarfinu við Them og stofnaði þar fyrirtæki, Bang! Records, og bauð Morrison útgáfusamning. Morrison var ekki að fást við neitt sérstakt á þessum tíma og ákvað að reyna aftur að starfa með Berns. Það gekk þokkalega framan af en fljótlega kom upp krytur með þeim sem náði hámarki þegar Berns gaf út breiðskífuna Blowin’ Your Mind án samþykkis Morrisons. Aftur hætti Morrison í tónlistinni og hélt heim til Belfast haustið 1967. Í lok desember það ár lést Berns svo úr hjartáfalli og Morrison samdi við ekkjuna um að hann væri laus undan samningnum. Meðal skilmála var að hann myndi taka upp eina plötu til fyrir Bang! og hann gerði það; tók upp bunka af lögum um það hve Bang! útgáfan væri hörmulegt skíta- fyrirtæki, hve hann hefði verið illa svikinn og þar fram eftir götunum. Kemur varla á óvart að sú plata var ekki gefin út, en er víst fáanleg eftir krókaleiðum. Keltnesk sálartónlist Eftir að Morrison var laus við Bang! gat hann hafið vinnu við nýja skífu, en hann var þegar á Bang! ár- unum farinn að móta nýja stefnu í tónlist, þar sem han bræddi saman soul-tónlist, djass og popp, nokkuð sem gagnrýnendur kölluðu kelt- neska sálartónlist. Meðal laga sem hann tók upp fyrir Bang voru Madame George og Beside You, sem bæði voru á plötunni umdeildu Blow- in’ Your Mind!, en Morrison var meðal annars ósáttur við þá skífu vegna þess að honum fannst sem verið væri að gefa út skissur af lög- um sem hann ætti eftir að vinna bet- ur. Þau lög birtust og aftur á Astral Weeks, fyrstu plötunni sem Morrison gerði eftir að hafa losnað af Bang! samningnum, tekin upp á tveimur dögum nánast beint inn á band með aðstoð djasstónlist- armanna. Sú plata seldist ekki ýkja vel við útgáfu en hefur selst jafn og þétt síðan og er jafnan á listum yfir bestu plötur rokksögunnar. Astral Weeks kom út 1968 og næstu plötur voru líka vel heppn- aðar, fyrst Moondance (1970), þá His Band and the Street Choir, (1970), Tupelo Honey (1971) og Saint Dominic’s Preview (1972). Síð- an eru plöturnar orðnar býsna margar, en What’s Wrong With This Van Morrison er einn mesti söngvari rokksögunnar. Árni Matthíasson segir frá nýrri plötu Morrisons þar sem sá gamli syngur djass. Aftur í djassinn Blue Note- útgáfan SAGA Blue Note hófst í Berlín 1925 þegar Alfred Lion, þá sex- tán ára gamall, var á leið í al- menningsgarð með rúlluskauta undir hendinni. Á leiðinni leit hann inn á tónleika með banda- ríska djasspíanóleikaranum Sam Woodyard og hljómsveit hans, His Chocolate Dandies. Lion heillaðist af djassinum og áhugi hans á tónlistinni átti sinn þátt í að hann fluttist til Bandaríkjanna ungur maður. Aðrir tónleikar urðu svo til að hrinda sjálfri útgáfunni af stað, því þrettán árum síðar, 1938, var Lion búsettur í New York. Hann sótti djassbúllur og tónleika sem mest hann mátti og þar á meðal fór hann á fræga tónleika Johns Hammonds í Carnegie Hall, Spir- ituals to Swing, þar sem boogie- woogie píanóleikararnir Albert Ammons og Meade Lux Lewis voru meðal flytjenda. Eftir tón- leikana komst ekkert annað að hjá Lion en boogie-woogie og hann ákvað að taka upp þá Lewis og Ammons. Á skömmum tíma tókst honum að finna hljóðver, hafa upp á þeim Lewis og Amm- ons og skaffa peninga til að taka upp og gefa út undir nafninu Blue Note. Lion var naskur því mikið boogie-woogie upphófst í Banda- ríkjunum eftir tónleikana og plöt- urnar seldust bráðvel. Fyrir vikið stækkaði fyrirtækið ört og Lion fékk Francis Wolff til að sjá um fjármálin svo hann gæti sinnt upptökunum sem voru hans yndi. Lion og Wolff voru naskir á að það sem menn vildu heyra og oft fyrstir til að gefa út plötur með nýjum stíl eða stefnu sem átti eftir að verða ríkjandi. Þar réð mestu að þeir hlutuðu á tónlist- arkennina, voru tilbúnir til að taka áhættu. 1953 slóst hljóðtæknirinn Rudy Van Gelder í hópinn, en hann hafði þá nýlokið við að setja saman hljóðver á heimili foreldra sinna. Þar voru síðan margar helstu plötur Blue Note teknar upp á næstu árum og þar varð til Blue Note hljómurinn sem þótti og þykir sérstakur. Gelder setti síðan upp nýtt hljóð- ver fyrir Blue Note og tókst að ná hljómnum þar. Það var þó ekki bara hljómurinn sem skipti svo miklu máli, heldur einnig að tón- listarmennirnir sem hljóðrituðu fyrir Blue Note fengu ekki bara borgað fyrir upptökurnar sjálfar heldur einnig fyrir æfingar fyrir upptöku þannig að þegar kveikt var á upptökutækjunum þekktu menn lögin út og inn. Það var ekki bara Blue Note hljómurinn sem þótti sérstakur heldur eru umslög útgáfunnar goðsagnakennd, en flest þeirra hannaði Reid Miles, nærfellt 500 umslög alls frá 1956 til 1971. 1965 seldu þeir Lion og Wolff fyrirtækið til Liberty og 1971 voru þeir hættir hjá því og Miles einnig. Á næstu árum hrakaði fyrirtækinu en þegar Capitol keypti það um miðjan níunda áratuginn rétti það úr kútnum undir stjórn þeirra Michael Cusc- una og Bruce Lundvall. Þeir fengu marga af þeim listamönn- um sem höfðu verið á mála hjá því til að snúa aftur, fengu unga listamenn til liðs við fyrirtækið og gerðu ýmsar tilraunir til að ná til stærri áheyrendahóps. Á síðustu árum hefur Blue Note náð verulegum árangri í út- gáfu. Endurútgáfur fyrirtækisins hafa selst vel og einnig hefur því tekist vel upp með listamönnum sem höfða ekki bara til djassunn- enda. Meðal listamanna sem eru á Blue Note sem stendur eru söngkonan snjalla Cassandra Wilson, Dianne Reeves, millj- ónastjarnan Norah Jones, en plata hennar hefur selst í 15 millj- ónum eintaka, Al Green og Van Morrison.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.