Morgunblaðið - 26.10.2003, Blaðsíða 41
af dugnaði og hugrekki haldið
áfram þrátt fyrir áföll. Hetja í dag-
legu lífi, ekki aðeins nú þessi síð-
ustu ár heldur alla tíð. Þannig
minnist ég hennar allt frá því ég
kynntist henni fyrst þegar hún var
nemandi minn í grafíkdeild Mynd-
lista- og handíðaskóla Íslands og í
gegnum öll okkar samstarfsár.
Það hefur verið aðdáunarvert að
fylgjast með Þorgerði bæði sem
persónu og listamanni. Sem lista-
maður óx hún og þroskaðist með
hverju ári. Lífið gaf henni misjöfn
spil en lofsvert var hvernig hún
tókst á við þær misjöfnu aðstæður.
Veikindin og önnur áföll virtust
ekki hindra hana, hún varð jafnvel
enn sterkari og öflugri í verkum
sínum þegar aðrir hefðu ef til vill
bugast. Hún sýndi verk sín sem
aldrei fyrr nú þessi síðustu ár og
jafnvel fram á síðustu stundu sá
hún um að setja upp sýningu í
kirkju á verkum sínum. Fallegur
endir á annars farsælu myndlist-
arstarfi og í hennar anda, en kristin
trú var alla tíð mikilvæg fyrir Þor-
gerði sem hún túlkaði með ýmsu
móti í verkum sínum.
Það er þó fyrst og fremst persón-
an Þorgerður sem ég minnist allra
mest, og sakna dýpst. Þessarar
konu sem var ætíð heiðarleg og
hugrökk, djúp og sterk, hlý og gef-
andi. Sterkur persónuleiki og bráð-
vel gefin kona sem mikill missir er
af. Fegurð sálar hennar og persónu
kemur skýrt fram í hennar eigin
ljóði úr ljóðabók hennar „Í fjörutíu
daga“ sem skrifuð var sem andsvar
við erfiðum tíma í lífi hennar.
Sái ég með tárum
uppsker ég sorg.
Sái ég með brosi
uppsker ég kærleika.
Ég sái í sama reitinn,
í sömu moldina.
Hvenær er tími uppskerunnar?
Verk Þorgerðar og minning er sú
uppskera sem aldrei mun gleymast
okkur sem hana þekktum og áttum
þess kost að starfa með henni.
Guð varðveiti minningu Þorgerð-
ar Sigurðardóttur.
Ég sendi sambýlismanni, syni og
fjölskyldu Þorgerðar mínar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Valgerður Hauksdóttir.
Í borðstofunni okkar hangir
mynd. Það er hvít grafíkmynd, af
fornum brauðmótum frá Byggða-
safninu á Grenjaðarstað með út-
skurði og áletraðri borðbæn Hall-
gríms Péturssonar; Þurfamaður ert
þú mín sál.
Sterk mynd og stílhrein eins og
sú sem vann hana.
Þorgerður var okkur kær vinur,
fyrst frá unglingsárum til háskóla-
ára og nú síðast einnig sem ná-
granni. Það eru ófáir kaffibollar
okkar megin og gómsætir réttir
þeirra megin sem glatt hafa geð og
styrkt vináttu við þau Ólaf hér í
Auðarstrætinu.
Í hvert sinn er við fluttum búferl-
um var beðið þangað til Þorgerður
gat komið og verið listrænn stjórn-
andi við upphengingu mynda. Hún
hafði hvorki mörg orð né fyrirgang
en alltaf kom hún með djarfar til-
lögur sem settu bæði verk og veggi
í nýtt samhengi.
Við eigum sama afmælisdag og
göntuðumst oft með hve margt
væri líkt með því sem við hefðum
tekið okkur fyrir hendur. Það var
gaman og uppbyggilegt að eiga
samfélag við Þorgerði og húmor
hennar var bæði ferskur og beittur.
Ég dáðist að rósemi hennar og
styrk og staðfestu við lífið og
listina, ekki síst nú síðustu ár þegar
hún glímdi við sjúkdóm sinn. Mynd-
irnar hennar bera með sér þennan
styrk og þá hógværð sem aðeins sí-
fellt vaxandi listamaður býr yfir.
Hún gaf okkur mikið í sjóð minn-
inganna og í gegnum sorgina sér í
þakklæti og gleði yfir því að hafa
orðið gjafa hennar aðnjótandi.
Við hér á Snorrabrautinni biðjum
Guð að styrkja alla ástvini hennar
nú og ævinlega.
Margrét Bóasdóttir.
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 2003 41
Mig langar að
minnast Nonna
tengdaföður míns í
nokkrum orðum.
Nonni, eins og hann
var oftast kallaður,
var rólegheitamaður, geðgóður og
sá yfirleitt góðu hliðarnar á flest-
um mönnum. Skaplaus var hann
þó ekki og sagði sína skoðun á
mönnum og málefnum og lét í sér
heyra ef honum líkaði ekki. Í upp-
hafi okkar kynna hefðu þau Rúna
sjálfsagt viljað kasta mér út í hafs-
auga. Ég var að fara á fjörurnar
við litlu prinsessuna þeirra á
Brekkubrautinni, sem var alltof
ung og myndarleg fyrir svona
Nobbara. Brátt var ég þó orðinn
einn af fjölskyldunni.
Nú sit ég hér, 21 ári síðar,
hugsa til baka og það koma aðeins
góðar minningar fram í hugann.
Það var mikið hlegið á Brekku-
brautinni og þar var ýmislegt látið
flakka. Þarna voru húmoristar
fram í fingurgóma og lumaði
Nonni oft á góðum sögum. Best af
öllu var að menn gátu gert grín að
sjálfum sér.
Mér er minnisstætt fyrst þegar
ég sá enska boltann með Nonna og
Rúnu. Nonni sparkaði með vinstri
og hægri og gaf dómara leiksins
tóninn og Rúna lét ekki sitt eftir
liggja. Þá varð mér litið á Kadý.
Hún yppti öxlum og gaf til kynna
að svona væri þetta alltaf þegar
hjónin horfðu á fótbolta. Þær voru
margar góðar stundirnar í stofunni
þar sem spjallað var um daginn og
veginn, en mest þó um fótbolta,
ættfræði og svo um hesta og
hestamennsku.
Nonni var úrvalskokkur en ég
er ekki viss um að ég hafi fengið
JÓN S.
JÓNSSON
✝ Jón SigurðssonJónsson fæddist
á Akranesi 20. jan-
úar 1925. Hann lést á
Sjúkrahúsi Akraness
18. október síðastlið-
inn og var útför hans
gerð frá Akranes-
kirkju 24. október.
sama réttinn tvisvar
hjá honum. Þegar ég
spurði út í það svaraði
karlinn að maður yrði
alltaf að prófa eitt-
hvað nýtt.
Nonni var alltaf
með vaðið fyrir neðan
sig og tefldi engu í
tvísýnu ef því væri við
komið. Honum leist
t.d. ekkert á þessa
Dani, sagði að þeir
væru eintómir bófar
og glæpamenn. Hann
spurði hvað við vær-
um eiginlega að þvælast þarna úti
hjá þessum Baunum. En við sökn-
uðum ykkar líka og reyndum að
verja sem flestum fríum á Íslandi.
Við vorum búin að panta far heim
um jólin og hlökkuðum mikið til að
hitta ykkur öll saman. Það var
harmafregn er við fréttum að þú
værir alvarlega veikur, karlinn
minn. Við náðum að kveðjast síð-
ustu dagana þína á sjúkrahúsinu á
Akranesi. Það var erfiður en ómet-
anlegur tími fyrir mig.
Það er stutt stórra högga á
milli, fyrst Ægir heitinn og nú þú,
Nonni minn. Eftir situr fjölskylda,
vinir og vandamenn með söknuð
og sorg í hjarta. En svona er lífið
þótt erfitt sé að sætta sig við það.
Ég vil þakka þér kynnin, Nonni
minn, þú veist að þú átt nú tölu-
vert í mér.
Ég vil ljúka þessum fátæklegu
línum með smálífsspeki úr Háva-
málum:
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama.
En orðstír
deyr aldregi
hveim er sér góðan getur.
Elsku Rúna, Alli, Doddi, Siggi,
Peta og Kadý mín. Fjölskylda, vin-
ir og vandamenn. Við stöndum
saman í sorginni, styðjum og
styrkjum hvert annað. Er hjá ykk-
ur öllum.
Hörður.
✝ Júlíus KristinnEiríksson vél-
stjóri fæddist í Mið-
koti í Miðneshreppi
1. júlí 1916. Hann
lést á Heilsustofnun
Suðurnesja 16. októ-
ber síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Eiríkur Jónsson tré-
smíðameistari, f. 21.
janúar 1884, d. 22.
ágúst 1940, og
Sveinbjörg Orms-
dóttir húsfreyja, f.
23. október 1889, d.
3. júní 1990. Systkini Júlíusar
eru: Vilborg, f. 23. desember
1912, látin, Sóley, f. 10. júlí
1914, látin, Jónína Sóley, f. 9.
júlí 1915, látin, Gunnhildur
Fjóla, f. 3. júní 1919, Jón, f. 28.
febrúar 1921, lát-
inn, Sveinbjörn, f.
25. ágúst 1923, Ei-
ríkur, f. 8. nóvem-
ber 1925, Sigrún
Lilja, f. 28. desem-
ber 1927, Sigurður,
f. 8. september
1929, Hildur, f. 25.
janúar 1932, og
Reynir, f. 13. jan-
úar 1935.
Júlíus kvæntist
20. desember 1941
Þuríði Þórarins-
dóttur frá Stein-
boga í Garði, f. 18. febrúar 1908,
d. 27. september 1997. Þau voru
barnlaus.
Útför Júlíusar var gerð frá
Safnaðarheimilinu í Sandgerði
24. október.
Kæri frændi eða Júlli „bróðir“
eins og við í minni fjölskyldu vorum
vön að kalla þig, en þú varst bróðir
hans pabba, Sigurðar.
Nú er þessum tíma þínum hér á
jörðinni lokið og ég trúi því að annað
líf taki við á öðrum stað. Þar hefur þú
nú hitt hana Þuru, ömmu Svein-
björgu, afa og systkini þín sem nú
þegar eru farin.
Það verður skrítið að fara framhjá
húsinu þínu við Uppsalaveginn og
vita að þú ert þar ekki lengur. Það
var alltaf spennandi að leika sér í
garðinum þínum þegar við systkinin
vorum krakkar og komum í heim-
sókn til ykkar Þuru. Sérstaklega
fannst okkur bóndabærinn flottur.
Einnig á ég í minningunni kvöld-
stund sem við áttum ekki alls fyrir
löngu. Þá var ég að taka saman ævi-
ágrip ömmu og afa. Þá leitaði ég til
þín og þú rifjaðir upp og sagðir mér
frá æviferli ömmu og afa.
Við fjölskyldan erum þakklát fyrir
að hafa kynnst þér og átt með þér
góðar stundir. Það þótti orðið sjálf-
sagt að þú borðaðir með okkur á há-
tíðisdögum og ef þú komst ekki
spurðu krakkarnir alltaf hvort Júlli
„bróðir“ yrði ekki í mat.
Elsku pabbi, við vottum þér,
systkinum þínum og fjölskyldum
samúð okkar.
Sigríður Hanna og fjölskylda,
Norðurkoti.
JÚLÍUS KRISTINN
EIRÍKSSON
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý-
hug vegna andláts og útfarar ástkærrar móður
okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
SESSELJU JÓNSDÓTTUR,
Mánabraut 6,
áður Hamraborg 16,
Kópavogi.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjúkrunar-
heimilinu Sunnuhlíð fyrir kærleiksríka umönnun.
Hörður Jónasson, Sigrún Eliseusdóttir,
Guðfinna Sesselja Solvåg, Halvdan Solvåg,
Guðmundur Þorvar Jónasson, Sigrún Sigvaldadóttir,
Jón Hersteinn Jónasson, Anna Kristjánsdóttir,
Þorvaldur Rúnar Jónasson, Ragnhildur Karlsdóttir
og öll ömmubörnin.
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu
okkur samúð og hlýhug vegna andláts og
útfarar eiginmanns míns, föður okkar, teng-
daföður og afa,
ÞORSTEINS SIGURBJÖRNS JÓNSSONAR
frá Ólafsfirði,
Bogahlíð 15,
Reykjavík.
Hólmfríður Jakobsdóttir.
börn, tengdabörn og barnabörn
Systir mín,
GUÐRÚN ÞORVALDSDÓTTIR,
sem lést á Droplaugarstöðum föstudaginn
17. október, verður jarðsungin frá Bústaða-
kirkju þriðjudaginn 28. október kl. 13.30.
Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á
Barnaspítalasjóð Hringsins.
Björg Hafsteins.
Bróðir okkar, mágur og frændi,
JÓAKIM ARASON
frá Seljalandi,
síðast til heimilis á Litlu-Völlum,
Garðabæ,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánu-
daginn 27. október kl. 15.00.
Jóhannes Arason,
Arnfríður Aradóttir,
Jón Hallsson
og systkinabörn.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
JÓN VILMUNDUR ÓSKARSSON
vélstjóri,
Beykilundi 2,
Akureyri,
lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hring-
braut fimmtudaginn 23. október.
Ólöf Sveinsdóttir,
Helga Guðný Jónsdóttir, Óskar Karl Guðmundsson,
Óskar Sveinn Jónsson, Dóra Gísladóttir,
Sveinbjörn Jónsson,
barnabörn og langafabarn.
Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er
sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf út-
prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnu-
síma og heimasíma). Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda
þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn
einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar
skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17
dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er
hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að
það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki
stuttnefni undir greinunum.