Morgunblaðið - 26.10.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 26.10.2003, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ GRÍMUR Thomsen komst til umtalsverðra metorða í Kaupmannahöfn. Hann var m.a. leynilegur erindreki Kristjáns áttunda Dana- konungs í London og varð góðkunningi Frið- riks sjöunda. Frami hans í danska stjórnkerf- inu varð með ólíkindum mikill en um síðir gerðist hann þreyttur á stórborginni og flutt- ist heim á Bessastaði. Hér hefst hins vegar frásögnin er Magdalena Thoresen, ástkona Gríms og barnsmóðir, er lagði lag sitt við frægustu rithöfunda Norðurlanda, flytur á ný til Kaupmannahafnar. Victoria Benediktsson bar ofurást íbrjósti til Brandesar. Eftir skrif-um hennar að dæma lék hann sérað henni eins og köttur að mús.Hún leitaði alla þá uppi, sem kynni höfðu af honum, þeirra á meðal Magda- lenu. Victoria fyrirfór sér 1888, og varð lát hennar nokkuð umrætt þá, svo og áratugum síðar, er Fredrik Böök prófessor gaf út bók um kynni þeirra Brandesar og Victoriu Bene- diktsson. Sumir hafa ýjað að því, að kynni við Grím Thomsen hafi valdið því, að Magdalena fluttist til Hafnar. Um það eru engar heimildir, en fullljóst má vera, að með þeim hafi verið góður kunningsskapur, og það er mun léttara yfir Grími en áður, hver sem ástæðan hefur verið. Hún bað hann fyrr um bókmenntalega aðstoð og taldi sig „einlægustu og tryggustu“ vinkonu hans, eins og hún segir í bréfi, sem hún skrif- aði honum, en hann átti um þessar mundir nokkrar „vinkonur“. Vel má vera, að Grímur hafi stutt hana beint og óbeint, svo að lítið bar á. Hann var raungóður maður og fyllti flokk kunnustu áhrifamanna í Kaupmannahöfn. Það var ofur erfiður róður fyrir Magdalenu að sjá fjölskyldunni farborða með ritlaunum og ekkjulífeyri, kosta menntun barnanna og sjá fyrir aldraðri móður, unz hún lézt árið 1877. Þrátt fyrir fátæktarbasl taldi Magdalena Hafnarárin blómaskeið ævi sinnar, næst á eft- ir barnsárunum. Í Kaupmannahöfn vakti hún fyrst verulega athygli sem rithöfundur. Flest, sem hún hafði til þessa ritað, var án höfund- arnafns. Nú fór hún að rita undir nafni. Axel sonur þeirra Gríms og Magdalenu gekk í sjóliðsforingjaskóla um þær mundir, sem móðir hans settist að í Höfn. Hann var nú alfarið á vegum föður síns, sem bjó fyrir utan borgina. Sumarið 1863 sendi Grímur Axel á fund ættingja sinna á Íslandi. Hann var sjó- liðsforingjaefni (kadet) og kom með dönsku herskipi til landsins. Hann heimsótti ömmu sína á Bessastöðum og föðursystur sína í Odda. Gamla Ingibjörg var þá orðin blind. Þegar hún strauk hönd unga mannsins sagði hún: „Þetta er höndin hans Gríms míns.“ Mælt er, að Grímur hafi aldrei sagt móður sinni frá son- arsyninum. Hann hefur talið, að slíkt mundi særa hana, að sonurinn skyldi eiga lausaleiks- barn og dylja faðernið. Hafði hún ekki eitt sinn sagt í bréfi til Gríms af litlu tilefni: „Dulbún- ingur er aldrei sá rétti, en þó er sá verstur, sem leiðir til undirferla og pretta og skin- helgi.“ Hið rétta faðerni Axels hefur verið á mjög fárra vitorði. Og óvíst er, hvort drengurinn hefur nokkurn tíma fengið að vita hið rétta. En það fer ekki milli mála, að Grímur hefur trúað vini sínum síra Árna í Görðum fyrir leynd- armálinu. Hann skrifar presti með tvíræðu orðalagi 13. júní 1863: Pilturinn skal koma að Görðum með fyrstu ferð. Hann er gagnsvipaður móður minni, svo það er ekki furða, þó hann sé heldur efnilegur til munnsins. Hann er hægur og stilltur, og því ólíkur mér. Stóri-Brúnn Þegar Grímur sneri heim frá Kaupmanna- höfn settist hann að á Bessastöðum. Grípum þar niður sem segir frá hestum Gríms en hann var alla tíð mikill dýravinur og átti þjóðkunna gæðinga. Grímur hafði lítið bú, nokkrar kýr, 50 ær, sem gengu allan ársins hring í Bessastaðanesi eins og fyrr segir. Hann hafði og 10–20 hross í Nesinu. Hann tók oft í hagagöngu reiðhesta vina sinna í Reykjavík og Hafnarfirði, sá þó ekki á, að Bessastaðanes væri beitt um hans daga. Grímur lét sér einkar annt um allar skepnur og fór marga ferðina í Nesið. Hann átti þar stóðmerar og graðhesta tvo. Sá eldri þeirra, sjö-átta vetra stólpagripur, hét Stóri- Brúnn, hornfirzkur að kyni eins og Sóti. Hafði Grímur á honum mikið dálæti, en vildi þó ekki þola honum ójöfnuð. Eitt sinn hafði hann hrak- ið yngri graðfolann frá merunum út í sjó og varnað honum landgöngu. Grímur var kallaður á vettvang. Skipaði hann vinnumanni að grípa þrjótinn Stóra-Brún og hnýta upp í hann snæri og kvað svo á, að dæma yrði hann til tugthúsvistar sakir ofbeldis við minni máttar. Dómurinn hljóðaði upp á þriggja sólarhringa innilokun. Stóra-Brún var stungið inn í hest- hús um hásumarið. Þar væsti þó ekki um hann, því að Grímur mælti svo fyrir, að fanganum skyldi gefa á málum nýslegna töðu á stall. Deilt við prestinn Hér segir frá erjum Gríms við prestinn í Görðum en Grímur var tvímælalaust með orð- heppnari Íslendingum og eru til margar sögur af snjöllum tilsvörum hans. Kirkjusókn var góð á Bessastöðum, en til- talan var annan hvorn sunnudag. Ekki þótti Grímur kirkjurækinn, enda lengi nokkrir fá- leikar með þeim síra Þórarni Böðvarssyni í Görðum út af beitarmálunum, sem áður hefur verið minnzt á. Það reyndist of þröngt fyrir tvo stórbrotna menn og mikilhæfa á Álftanes- inu. Oft var það, er síra Þórarinn kom til að messa, að Grímur brá sér að heiman, rölti út í Nes og dundaði sér þar, unz kirkjufólk var á burtu, en það gat orðið drjúglangur tími, því að venja var að bjóða öllum kaffi, „og mátti frú Jakobína helzt ekki til þess vita, að nokkur færi án þess að þiggja góðgerðir, og naut prestur þeirra þá með kirkjugestunum, þrátt fyrir missættina við Grím“. Erjur þessar komu þó ekki í veg fyrir að bezta vinátta ríkti milli prestsfrúarinnar í Görðum, Þuríðar Jónsdóttur, og Jakobínu á Bessastöðum, og reyndu báðar að bera klæði á vopnin, en áttu ekki alltaf erindi sem erfiði. Hér kann að hafa gætt öfundar hjá Grími. Síra Þórarinn var búhöldur, framkvæmdamaður og greiðamaður mikill. Hann var auðugur maður, er hann fór byggðum að Görðum 1862. Einhverju sinni var Grímur inntur eftir, hvernig honum féllu stólræður síra Þórarins. Hann svaraði því til, að í fyrsta lagi færi hann sjaldan í kirkju, í öðru lagi heyrði hann illa og í þriðja lagi skildi hann illa það litla, sem hann heyrði. Sáttaskál Grímur var vel látinn sem húsbóndi og er kaflinn sem hér fer á eftir því ekki dæmigerð- ur fyrir það sem skáldið bauð hjúum sínum upp á. Sjaldan varð þess vart á Bessastöðum, að Grími yrði skapbrátt. Þó reiddist hann einu sinni illa við Kristrúnu Ketilsdóttur, þau ár, sem hún vann hjá honum, og taldi hún sig eiga nokkra sök. „Ég braut það boðorð, sem engum leiðst að brjóta á heimilinu.“ Hún svaraði hús- bónda sínum fullum hálsi. Tólf ára drengur gætti vallarins um nætur. Einhverju sinni, er hann vakti yfir túninu, var kalsarigning. Um fótaferðatíma Kristrúnar kom drengurinn holdvotur inn í eldhús til hennar, hríðskjálfandi. Kristrún „dró af hon- um plöggin og gaf honum hýran sopa“ og sagði honum að hátta hið bráðasta, var hrædd um, að hann kynni að ofkælast. Um þetta leyti vors leitaði stóð ákaft í túnið. Drengurinn kvaðst hafa verið nýbúinn að stugga því frá, er hann kom inn. Kristrún taldi því öllu óhætt og uggði ekki að neinu. Þegar piltar komu út, var drengurinn nýsofnaður og var þá stór hópur hrossa á beit á vellinum. Einn vinnumanna bar þetta í húsbóndann, sagði, að strákur sæist hvergi og hann svæfi sjálfsagt einhvers staðar úti við. Grímur kom litlu síðar fram í eldhús til Kristrúnar og gustaði af honum. Hann spurði, hvort hún hefði séð strák. Kristrún sagði allt sem var, að hún hefði háttað hann ofan í rúm. Grímur sagði, að hún hefði ekkert vald til slíks. Kristrún kvað það rétt, að ekki réði hún yfir drengnum, en sagði það ábyrgðarhluta gagn- vart húsbóndanum, hefði hún rekið hann út aftur. „Hvers vegna svarið þér mér, Kristrún?“ sagði Grímur og hóf á loft staf sinn og skalf af bræði. Kristrún kvaðst aðeins segja það, sem rétt væri, og tæki afleiðingum af því. „Látið þér stafinn dynja á mér, ef yður sýnist.“ Og bætti við, að hann gæti lúskrað á henni og rek- ið úr vistinni, sýndist honum svo. Í því kom húsfreyja inn í eldhúsið. Grímur lét stafinn þegar síga og snaraðist út, en Jakobína á eftir. Henni var raun að árekstrum milli Gríms og hjúa og brýndi oft fyrir þeim að bera ekki hina og þessa smámuni í bónda sinn, sem síðan gætu leitt til missættis. Eftir þetta atvik töluðust þau Grímur og Kristrún ekki við í viku og var önnur stúlka látin færa honum morgunkaffið og ganga um beina í stofunni. Á sunnudegi viku síðar kom Þuríður Sigurgeirsdóttir til Kristrúnar með þau skilaboð, að húsbóndinn vildi finna hana inni í borðstofu. Þegar hún kom inn var Grím- ur að basla við að ná tappa úr vínflösku, en sú var venja hjónanna að fá sér staup af víni með matnum. Grímur rétti Kristrúnu flöskuna og bað hana ná tappanum úr henni, hvað hún gerði og setti flöskuna síðan á borðið. Grímur hellti í tvö staup og sagði: Hér helli ég á sáttabikarinn fyrir okkur, Kristrún mín. Nú drekkum við sáttaskál! Kristrún maldaði í móinn, vildi ekki þiggja vínið, en þó stóð ekki á sáttum frá hennar hendi. Þá sagði Grímur: Jú, við bergjum af sáttabikarnum. Ég var óbilgjarn við þig um daginn, og hafði á röngu að standa. Svo lyfti hann glasinu, sáttaskál var drukkin, og næsta morgun fór Kristrún með morgunkaffið inn til hjónanna. Upp frá því hallaði aldrei orði milli þeirra. Bókarkafli Skáldið Grímur Thomsen hefur legið undir því ámæli að vera kaldur og grár, gott ef ekki varmenni, en frami hans í danska stjórnkerfinu var engu að síður með ólíkindum. Kristmundur Bjarnason varpar nýju ljósi á skáldið og dregur meðal annars fram í sviðsljósið kvennamál Gríms og barneignir en skáldið átti að hafa dáið barnlaust. Lífsþorsti og leyndar ástir Ljósmynd/ Þjóðminjasafn Íslands Grímur með hundinn Vamba. Myndin er tekin í Kaupmannahöfn. Ljósmynd/ Þjóðminjasafn Íslands Axel Peter Jensen sjóliðsforingi fæddist þegar faðir hans var 23 ára. Ljósmynd/ Þjóðminjasafn Íslands Jakobína Thomsen, eiginkona Gríms. Henni var raun að árekstrum milli Gríms og hjúa. Lífsþorsti og leyndar ástir – Svipmyndir úr lífi Gríms Thomsen og nokkurra samferðamanna er eftir Kristmund Bjarnason. Bókin, sem er prýdd myndum, er gefin út af Hólum og er 254 bls. að lengd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.