Morgunblaðið - 26.10.2003, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 26.10.2003, Blaðsíða 50
50 SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ HUGSAÐU STÓRT EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Miðasala opnar kl. 13.30 Sýnd kl. 6 og 8. Besta sérsveit sem sett hefur verið saman er að lenda í sínu erfiðasta máli. Mögnuð spennumynd! 3D gleraugu fylgja hverjum miða l l j j i YFIR 20 000 GESTIR Sýnd kl. 2 og 4. ísl. tal. Miðav erð kr. 50 0 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 12. kl. 3.30, 6, 8.30 og 11. B.i. 16. Sýnd kl. 10.15. B.i. 16 . Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.30. B.i. 16. Miðaverðkr. 500  Kvikmyndir.com Skonrokk FM909 HJ MBL „Snilldarverk“ HK DV „Brjálæðisleg Kvikmynd“  ÞÞ FBL „Frábær mynd“ YFIR 10.000 GESTIR Á 10 DÖGUM 4. myndin frá Quentin Tarantino BLÓÐBAÐIÐ ER BYRJAÐ Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. Sýnd kl. 2 og 4. með ísl. tali. TOPP MYNDINÁ ÍSLANDI! I . I Sýnd kl. 2, 4 og 6.Sýnd kl. 8. 3D gleraugu fylgja hverjum miða l l j j i Sýnd kl. 2, 4 og 6. Sýnd kl. 10.30. B.i. 12. Miða verð kr. 50 0 TOPP MYNDINÁ ÍSLANDI! Sýnd kl. 8 og 10.10. B.i. 16 ára.  Kvikmyndir.com Skonrokk FM909 HJ MBL „Snilldarverk“ HK DV „Brjálæðisleg Kvikmynd“ „Frábær mynd“ BLÓÐBAÐIÐ ER BYRJAÐ  ÞÞ FBL YFIR 10.000 GESTIR Á 10 DÖGUMI . I UPPHAF Diabolus In Musica má rekja til þess að þær Jóhanna og systurnar Aagot Vigdís og Jóna Dóra Óskarsdætur voru saman í kór Menntaskólans við Hamrahlíð. Haustið 1974 fóru þær þrjár að syngja saman undir nafninu Gabrí- ellurnar, prófa sig áfram í röddun- um og slíku. Páll Torfi var hins veg- ar í hljómsveitinni Grasrex sem tók að sér undirleik með Gabríellunum og samsláttur þessara tveggja hópa leiddi síðar til stofnunar Diabolus In Musica. „Það vildu margir tengja þetta nafn, Grasrex við eitthvað vafa- samt,“ segir Páll Torfi og brosir. „Að þetta ætti að vera gras-konung- urinn eða eitthvað slíkt. Málið er hins vegar að ég misskildi nafn á smurolíutegund; Greaserex – en þótti svo Grasrex flottara!“ Jóhanna rifjar upp þegar Gabríellurnar og Grasrex komu fyrst fram á nem- endafélagskvöldi í MH. „Þetta tókst vonum framar. Spilverkið var á eftir okkur og Valgeir Guðjóns svitnaði baksviðs og sagði „Djöfull eruð þið góð“ (hlær).“ Þetta var á árunum ’74 til ’75. „Svo komum við fram saman aft- ur,“ segir Jóhanna. „Austurbæjarbíó var fullt og við Gabríellusysturnar komum tippl- andi inn eins og Pointerssystur á eggjandi híalínskjólum. Strákarnir í Grasrex voru hins vegar enn að stilla hljóðfærin og allt fór í handa- skolum. Við trylltumst og slitum samstarfinu á staðnum.“ Nú vantaði Gabríellusystur undirleikara og þeir sem fylltu svo upp í eyðuna vorið 1975 voru þeir Guð- mundur Thoroddsen, útskrifaður MR-ingur og píanóleikari í mynd- listarnámi og Jón Sig- urpálsson bassaleikari og myndlistarnemi í Myndlistar- og hand- íðaskólanum. Svo fór þó síðar um vorið að leitað var aftur á náðir Grasrex. „Ég hringdi grátandi í Pál Torfa og bað hann að koma til okkar aft- ur,“ segir Jóhanna og beinir orðum sínum til Páls. „Þú manst kannski ekkert eftir því?“ Páll Torfi brosir með hægð. „Jú jú, ég man vel eftir því.“ Vináttan skipti mestu Páll segir að tónlistin sem þau hafi sótt í hafi í raun verið kynslóð á undan þeirri sem þau tilheyrðu. „Við fórum á bakvið sjöunda áratuginn og leituðum aftar. En það komu líka alls konar nýrri áhrif inn í þetta. Gotta (Aagot) var með klassískan bakgrunn í píanóleik og söng, Jóna Dóra nam víóluleik í Tónó, Jóhanna var m.a. svolítið í djassinum og Jón var alltaf að kynna okkur fyrir ein- hverju nýju og spennandi, t.a.m. þjóðlagatónlist frá Bretlandi og Ír- landi, Sergio Mendez og Charles Mingus. Gvendur hafði klassískan bakgrunn og hlustaði á djass. Ég sjálfur hafði svo lært rómanska ásláttartækni í gítarleik og var í klassísku gítarnámi en hlustaði á gamalt rokk, Osibisa og Frank Zappa. Og allar tilraunir mínar til að poppa þetta upp voru slegnar af strax!“ Mottó Guðmundar sveitar- stjóra var: „ekkert rafmagn, ekkert popp og enga stæla“ og nafn sveit- arinnar er dregið af Modus Islandi- cus, miðaldanafni yfir ósönghæfan hljóm. „Það má segja að þegar við kom- um saman hafi orðið til hugljúft djöflasánd sem erfitt er að skil- greina,“ segir Páll. Hann rifjar því- næst upp að lag með sveitinni hafi ratað inn á safnplötuna Í kreppu sem Steinar Berg stóð að á sínum tíma. „Þetta var fyrsta útgáfan okkar og hljóðmyndin nokkuð önnur en sú er átti eftir að prýða Hanastél á Jónsmessunótt.“ Þessi fyrsta plata Diabolus náði talsverðum vinsæld- um er hún kom út árið 1976. Vegna náms erlendis og innlendis lauk samstarfinu þó fljótlega eftir upp- tökur þá um haustið. „Við ætluðum okkur aldrei að gera þetta að aðalstarfi,“ segir Jó- hanna. „Þetta var meira svona vinahópur. Vináttan skipti í raun mestu.“ Páll Torfi var líka að undirbúa annað ár sitt í læknisfræðinni og segir að hann hefði aldrei komist í gegnum fyrsta árið ef hann hefði ekki haft hljómsveitina innan seilingar. Lífsorka og bullandi sköpun Diabolus gerði aðra plötu eftir þessa, Lífið í litum, sem út kom árið 1980. Þá var Páll Torfi hættur og tónlistin allt öðruvísi. „Þá var þetta komið meira út í Ljúfar kölskakviður Hanastél á Jónsmessunótt með Diabolus In Musica er nýkomin út á hljómdisk. Arnar Eggert Thoroddsen ræddi við þau Pál Torfa Önundarson og Jóhönnu V. Þórhallsdóttur vegna þessa. arnart@mbl.is Diabolus In Musica var fremur ljósmyndafeimin sveit en Jóni Sigurpálssyni bassaleikara tókst að grafa upp þessa mynd. Sígild hljómplata Diabolus In Musica endurútgefin Það var glatt á hjalla þegar Jóhanna og Páll rifjuðu upp sögu Diabolus. Morgunblaðið/Árni Sæberg spunadjass,“ segir Jóhanna. Líkt og Spilverkið átti hluti meðlima Diabol- us rætur í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Á þessum tíma var skól- inn tiltölulega nýbyrjaður og grósk- an á sviði menningar og lista óskap- leg. „Það var mikill gleði,“ samþykkir Páll. „Lífsorka og bullandi sköpun. Á milli okkar myndaðist vinskapur sem hefur haldist allar götur síðan. Mín kenning er sú að fólk á þessum tíma hafi í raun verið að skapa skól- ann, enda engar hefðir sem voru að flækjast fyrir nemendunum.“ Og úr þessu öllu spratt sú plata sem hér er til umfjöllunar, plata sem hefur náð að lifa góðu fagurfræðilegu lífi fram á þennan dag enda tónlistin á henni undarlega tímalaus. „Þess má geta að hljómurinn er allur annar á disknum,“ segir Páll að lokum og það vottar bæði fyrir feg- inleik og stolti. „Það einfaldlega klúðraðist eitthvað þegar uppruna- legu upptökurnar voru settar á ví- nyl. Mér fannst alltaf eins og það væri búið að setja tvær þykkar mottur á hátalarana mína. Svo þeg- ar ég og Jóhanna komum í Sýrland að fylgjast með yfirfærslunni var eins og eitthvað hefði opnast. Þetta er nánast ný plata fyrir vikið.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.