Morgunblaðið - 26.10.2003, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 26.10.2003, Blaðsíða 17
auðvitað að ríkinu beri að bæta fjár- tjónið að fullu. Það er líka spurning hvort það hafi verið í samræmi við meðalhófsreglur að ríkið skyldi eins og málum var háttað bera fyrir sig fyrningu. Stjórnarskráreftirlit dómstóla – hvert stefnir? Það er ekkert nýtt að íslenskir dómstólar víki settum lögum til hlið- ar á grundvelli stjórnarskrárinnar. Er það einmitt talið eitt af helstu einkennum réttarríkja nútímans að löggjafarþingið hafi ekki sjálfdæmi um það hvort lög standist gagnvart stjórnarskrá. Í því felst ákveðin vörn fyrir minnihlutann að réttindi í stjórnarskrá séu ekki fyrir borð borin af hálfu þingmeirihlutans. Stjórnarskráreftirliti dómstóla má haga með ýmsu móti. Í Banda- ríkjunum og á Norðurlöndum fellur það í hlut almennra dómstóla með Hæstarétt í broddi fylkingar að meta hvort lög samrýmist stjórn- arskrá. Á meginlandi Evrópu eins og í Þýskalandi, Frakklandi, Ítalíu, Austurríki, Spáni og í velflestum ríkjum Austur-Evrópu hafa hins vegar verið stofnaðir sérstakir stjórnlagadómstólar sem hafa það meginverkefni að skera úr um stjórnskipulegt gildi laga. Stjórnarskráreftirlit getur annað- hvort farið fram í tilefni af einstöku venjulegu dómsmáli þar sem látið er á það reyna hvort lög sem beita á um réttarágreining standist eða þá að látið er reyna á lög eða laga- ákvæði almennt án tengsla við til- tekinn réttarágreining þar sem hafðar eru uppi afmarkaðar kröfur. Þar sem stjórnarskráreftirlit er í höndum almennra dómstóla reynir yfirleitt ekki á lög almennt án tengsla við tiltekinn réttarágrein- ing. Frá þessu eru undantekningar. Hæstiréttur Bandaríkjanna heimil- ar til dæmis slíka málshöfðun. Dæmi munu einnig vera um slíkt frá Danmörku. Með kvótadómi sínum haustið 1998 og dóminum í fyrra ör- yrkjamálinu hefur Hæstiréttur Ís- lands einnig skapað fordæmi fyrir því að láta reyna almennt í viður- kenningarmáli á lagaákvæði án tengsla við tiltekinn réttarágrein- ing. Margar spurningar vakna í því sambandi. Þýðir slíkt fyrirkomulag að réttaráhrif dóms um að lög fari í bága við stjórnarskrá verða önnur og víðtækari en ef látið væri reyna á ákvæði í tilteknu ágreiningsmáli? Er þörf á því í þágu réttaröryggis og að franskri fyrirmynd að setja frest til að vefengja lög til að koma í veg fyrir að lög verði dregin í efa löngu eftir að þau taka gildi? Hafa íslenskir dómstólar og einkum Hæstiréttur stöðu í þjóðfélaginu sem er sambærileg við stöðu stjórn- lagadómstóls Þýskalands eða Hæstaréttar Bandaríkjanna - þ.e. nauðsynlegt lýðræðislegt umboð og traust til að taka virkari þátt í lög- gjafarstarfinu en verið hefur? Verð- ur þetta skref stigið til fulls án skýrrar lagaheimildar eða jafnvel stjórnarskrárbreytingar? Hvernig á að fara með félagslegu réttindin? Mörgum lögfræðingum verður enn tíðrætt um hversu Hæstiréttur gekk langt í fyrri öryrkjadómnum við túlkun félagslegra réttinda sem finna má í stjórnarskránni. Þrátt fyrir þær takmarkanir sem inn- byggðar eru í 76. grein stjórnar- skrárinnar - „Öllum, sem þess þurfa, skal tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna ... örorku ... (let- urbr. höf.)“ - mat meirihluti Hæsta- réttar það svo að almannatrygg- ingalögin gengju of langt í að binda réttindin við tekjur maka. Aðrir telja þessa túlkun vera mjög í takt við tímann og í samræmi við þróun í átt til aukins sjálfstæðis dómstóla gagnvart ríkisvaldinu og herts eft- irlits með stjórnarskránni og þá öll- um ákvæðum hennar. Einnig má benda á að eftir að dómurinn féll og bætur voru leiðréttar kom í ljós að næstum allir sem höfðu orðið fyrir skerðingunni voru konur. Rennir það frekari stoðum undir jafnræð- issjónarmiðin sem byggt var á. Á síðustu árum hefur félagslegum réttindum óneitanlega verið veitt aukin réttarvernd. Má þar geta stjórnarskrárbreytinga árið 1995 sem fjölguðu þeim félagslegu rétt- indum sem njóta stjórnarskrár- verndar. Einnig má benda á nokkra nýlega dóma Hæstaréttar um rétt- indi fatlaðra. Eitt af því sem vekur athygli í nýlegri réttindaskrá Evr- ópusambandsins sem verður hluti af stjórnarskrá sambandsins er hversu félagslegum réttindum er gert hátt undir höfði. Dómaframkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu sýn- ir einnig að skilin milli félagslegra réttinda og klassískra stjórnmála- legra og borgaralegra réttinda eru ekki eins skörp og margir vilja vera láta. Það á því örugglega eftir að reyna í vaxandi mæli á valdmörk dómstóla og þings á þessu sviði. Höfundur starfar sem lögfræðingur hjá Evrópuráðinu. Skoðanir sem birtast í greininni eru alfarið á ábyrgð höfundar og endurspegla ekki nauðsynlega viðhorf Evr- ópuráðsins. Vinsamlegast sendið at- hugasemdir til pall@evc.net. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 2003 17 S T E I N   Ó Næstu námskeið verða haldin fimmtudagana 30. október, 13. og 27. nóv. kl. 20:00 í húsnæði Ljós og lífs að Ingólfsstræti 8, 2.hæð. Leiðbeinandi: Jóhanna K. Tómasdóttir Námskeiðið kostar kr. 3.500. Skráning í símum 551.9088 og 698 7695 eða jkt@centrum.is. Grundvallaratriði og praktískar lausnir Með Feng Shui má sannreyna hvernig litlar breytingar í nánasta umhverfi geta valdið miklum breytingum í lífi okkar. Við lærum að nýta okkur "Bagua" kortið, frumefnin fimm og jafnvægi milli yin og yang á einfaldan hátt. Þannig bætum við orkuflæðið á heimilum okkar og umhverfi og aukum vellíðan, hagsæld og hamingju. Aukum hagsæld og hamingju!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.