Morgunblaðið - 26.10.2003, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 26.10.2003, Qupperneq 17
auðvitað að ríkinu beri að bæta fjár- tjónið að fullu. Það er líka spurning hvort það hafi verið í samræmi við meðalhófsreglur að ríkið skyldi eins og málum var háttað bera fyrir sig fyrningu. Stjórnarskráreftirlit dómstóla – hvert stefnir? Það er ekkert nýtt að íslenskir dómstólar víki settum lögum til hlið- ar á grundvelli stjórnarskrárinnar. Er það einmitt talið eitt af helstu einkennum réttarríkja nútímans að löggjafarþingið hafi ekki sjálfdæmi um það hvort lög standist gagnvart stjórnarskrá. Í því felst ákveðin vörn fyrir minnihlutann að réttindi í stjórnarskrá séu ekki fyrir borð borin af hálfu þingmeirihlutans. Stjórnarskráreftirliti dómstóla má haga með ýmsu móti. Í Banda- ríkjunum og á Norðurlöndum fellur það í hlut almennra dómstóla með Hæstarétt í broddi fylkingar að meta hvort lög samrýmist stjórn- arskrá. Á meginlandi Evrópu eins og í Þýskalandi, Frakklandi, Ítalíu, Austurríki, Spáni og í velflestum ríkjum Austur-Evrópu hafa hins vegar verið stofnaðir sérstakir stjórnlagadómstólar sem hafa það meginverkefni að skera úr um stjórnskipulegt gildi laga. Stjórnarskráreftirlit getur annað- hvort farið fram í tilefni af einstöku venjulegu dómsmáli þar sem látið er á það reyna hvort lög sem beita á um réttarágreining standist eða þá að látið er reyna á lög eða laga- ákvæði almennt án tengsla við til- tekinn réttarágreining þar sem hafðar eru uppi afmarkaðar kröfur. Þar sem stjórnarskráreftirlit er í höndum almennra dómstóla reynir yfirleitt ekki á lög almennt án tengsla við tiltekinn réttarágrein- ing. Frá þessu eru undantekningar. Hæstiréttur Bandaríkjanna heimil- ar til dæmis slíka málshöfðun. Dæmi munu einnig vera um slíkt frá Danmörku. Með kvótadómi sínum haustið 1998 og dóminum í fyrra ör- yrkjamálinu hefur Hæstiréttur Ís- lands einnig skapað fordæmi fyrir því að láta reyna almennt í viður- kenningarmáli á lagaákvæði án tengsla við tiltekinn réttarágrein- ing. Margar spurningar vakna í því sambandi. Þýðir slíkt fyrirkomulag að réttaráhrif dóms um að lög fari í bága við stjórnarskrá verða önnur og víðtækari en ef látið væri reyna á ákvæði í tilteknu ágreiningsmáli? Er þörf á því í þágu réttaröryggis og að franskri fyrirmynd að setja frest til að vefengja lög til að koma í veg fyrir að lög verði dregin í efa löngu eftir að þau taka gildi? Hafa íslenskir dómstólar og einkum Hæstiréttur stöðu í þjóðfélaginu sem er sambærileg við stöðu stjórn- lagadómstóls Þýskalands eða Hæstaréttar Bandaríkjanna - þ.e. nauðsynlegt lýðræðislegt umboð og traust til að taka virkari þátt í lög- gjafarstarfinu en verið hefur? Verð- ur þetta skref stigið til fulls án skýrrar lagaheimildar eða jafnvel stjórnarskrárbreytingar? Hvernig á að fara með félagslegu réttindin? Mörgum lögfræðingum verður enn tíðrætt um hversu Hæstiréttur gekk langt í fyrri öryrkjadómnum við túlkun félagslegra réttinda sem finna má í stjórnarskránni. Þrátt fyrir þær takmarkanir sem inn- byggðar eru í 76. grein stjórnar- skrárinnar - „Öllum, sem þess þurfa, skal tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna ... örorku ... (let- urbr. höf.)“ - mat meirihluti Hæsta- réttar það svo að almannatrygg- ingalögin gengju of langt í að binda réttindin við tekjur maka. Aðrir telja þessa túlkun vera mjög í takt við tímann og í samræmi við þróun í átt til aukins sjálfstæðis dómstóla gagnvart ríkisvaldinu og herts eft- irlits með stjórnarskránni og þá öll- um ákvæðum hennar. Einnig má benda á að eftir að dómurinn féll og bætur voru leiðréttar kom í ljós að næstum allir sem höfðu orðið fyrir skerðingunni voru konur. Rennir það frekari stoðum undir jafnræð- issjónarmiðin sem byggt var á. Á síðustu árum hefur félagslegum réttindum óneitanlega verið veitt aukin réttarvernd. Má þar geta stjórnarskrárbreytinga árið 1995 sem fjölguðu þeim félagslegu rétt- indum sem njóta stjórnarskrár- verndar. Einnig má benda á nokkra nýlega dóma Hæstaréttar um rétt- indi fatlaðra. Eitt af því sem vekur athygli í nýlegri réttindaskrá Evr- ópusambandsins sem verður hluti af stjórnarskrá sambandsins er hversu félagslegum réttindum er gert hátt undir höfði. Dómaframkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu sýn- ir einnig að skilin milli félagslegra réttinda og klassískra stjórnmála- legra og borgaralegra réttinda eru ekki eins skörp og margir vilja vera láta. Það á því örugglega eftir að reyna í vaxandi mæli á valdmörk dómstóla og þings á þessu sviði. Höfundur starfar sem lögfræðingur hjá Evrópuráðinu. Skoðanir sem birtast í greininni eru alfarið á ábyrgð höfundar og endurspegla ekki nauðsynlega viðhorf Evr- ópuráðsins. Vinsamlegast sendið at- hugasemdir til pall@evc.net. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 2003 17 S T E I N   Ó Næstu námskeið verða haldin fimmtudagana 30. október, 13. og 27. nóv. kl. 20:00 í húsnæði Ljós og lífs að Ingólfsstræti 8, 2.hæð. Leiðbeinandi: Jóhanna K. Tómasdóttir Námskeiðið kostar kr. 3.500. Skráning í símum 551.9088 og 698 7695 eða jkt@centrum.is. Grundvallaratriði og praktískar lausnir Með Feng Shui má sannreyna hvernig litlar breytingar í nánasta umhverfi geta valdið miklum breytingum í lífi okkar. Við lærum að nýta okkur "Bagua" kortið, frumefnin fimm og jafnvægi milli yin og yang á einfaldan hátt. Þannig bætum við orkuflæðið á heimilum okkar og umhverfi og aukum vellíðan, hagsæld og hamingju. Aukum hagsæld og hamingju!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.