Morgunblaðið - 26.10.2003, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 26.10.2003, Blaðsíða 21
Picture? er 34. platan sem Morrison sendir frá sér. Plötur hans eru flest- ar prýðilegar, margar snilldarskífur, en þær sem komu út á tíunda ára- tugnum eru með því sísta sem hann hefur sent frá sér. Þær voru reyndar svo klénar margar að þær raddir urðu háværar sem sögðu að Van Morrison væri búinn að lifa sjálfan sig sem tónlistarmann, en hann er óútreiknanlegur; The Skiffle Sess- ions sem kom út 2000 var skemmti- leg upprifjun á gömlu stuði og næstu plötur, You Win Again, sem kom einnig út 2000, og Down the Road sem kom út 2002, voru bráðgóðar, sérstaklega sú síðarnefnda. Litið um öxl Á Down the Road má segja að Morrison sé að líta um öxl, velta fyr- ir sér þeim tónlistarstefnum sem mótuðu hann í æsku og hafa orðið efniviður í mörg af hans helstu verk- um. Hann bregður fyrir sig rytm- ablús, þjóðlagatónlist, skiffle, blús og djass, sem var nasasjón af plöt- unni nýju What’s Wrong With This Picture? Eins og getið er kemur platan út á vegum Blue Note útgáfunnar góð- kunnu sem er kynnt annars staðar á síðunni. Tónlistarfróðum þykja þetta mikil tíðindi, en kemur ekki á óvart þegar hlustað er á skífuna, hún er hlýleg og aðgengileg djassplata þar sem Morrison fer á kostum í söng og lagasmíðum – unnendur Norah Jones taki eftir. Morrison segist aldrei hafa dottið í hug að hann ætti eftir að verða Bue Note listamaður í æsku, honum hafi ekki einu sinni dottið í hug að hann ætti nokkurn tímann eftir að taka upp plötu. „Það er miklu betra að vera á Blue Note en poppútgáf- unum, mig langaði til að vera hjá út- gáfu fyrir fullorðna. Það er ekkert vit í því að ég sé hjá poppútgáfu því menn þar kunna ekki að selja plötur með mér, vita ekki hvernig þeir eiga að fara að því að kynna þær. Ég vil vera á mála hjá útgáfu fyrir full- orðna sem spáir í tónlist en ekki poppdót fyrir krakka. Ég hefði átt að vera búinn að skipta fyrir löngu, en endaði alltaf hjá einhverjum poppútgáfum sem höfðu engan áhuga á tónlistinni, vildu bara hafa mig hjá sér út af nafninu.“ Afkastamikill Síðustu ár hefur Morrison verið afkastamikill og hann segist reyndar sífell vera að taka upp, nefnir sem dæmi What’s Wrong With This Pict- ure? sem tekin hafi verið upp á tveimur og hálfu ári meðfram öðrum verkefnum. „Lögin koma meira og minna af sjálfu sér, það er engin sér- stök pæling í gangi með það, ég fer aldrei í hljóðver með það fyrir aug- um að taka upp plötu. Þegar búið var að taka upp þrjátíu lög fórum við svo að spá í hvort ekki væri rétt að tína þau saman í plötu.“ Tónlistarspekúlöntum finnst merkilegt að Morrison skuli vera að gefa út á vegum djassútgáfunnar miklu Blue Note, en þrátt fyrir það og að tónlistin sé vissulega djass- skotin segir að ekki sé hægt að kalla What’s Wrong With This Picture? djassskífu. „Ég myndi kalla það blúsdjass eða eitthvað í þá áttina. Fyrir mér vakti að vinna sem mest með mönnum sem væru ekki bara færir djassleikarar heldur sem þekktu rytmablúsinn, djassaðan rytmablús. Það er ákveðinn vandi að hitta á rétta gerð af hljóðfæraleik- urum. Í gegnum árin hef ég yfirleitt unnið með framúrskarandi rokk- tónlistarmönnum eða frábærum djassleikurum en því miður er erfitt að hafa uppi á góðum hljóðfæraleik- urum sem falla þar á milli, en þar er ég einmitt, þannig tónlist vil ég. Ég er enginn nýgræðingur í þessu, veit að maður á að leyfa djassleikurum að spila innan ramma lagsins; ég hef áður gert djassplötur, Astral Weeks var djassplata og Moondance er orðin það í dag í með- förum fjölda djasstónlistarmanna, það eru hrein djasslög á Poetic Champions Compose og svo má telja, það er ekki eins og ég sé að gera eitthvað nýtt. Ég söng á sínum tíma með djassstórsveitum áður en ég ákvað að stofna rytmablússveit og það má því segja að ég sé að snúa aftur í djassinn.“ arnim@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 2003 21 Talnámskeið www.enskuskólinn.is Ný námskeið hefjast 29. október Okkar vinsælu 7 vikna námskeið. Kennt á mismunandi stigum. Frítt kunnátttumat. Námskeiðin metin hjá stéttarfélögum. Skráning í síma 588 0303 Range Rover Voguge Einn með öllu. 4/2002, ekinn 25 þús. km. 20" dekk + 18" fylgja, leður, lúga, Navi og sjónvarp og margt fleira. Upplýsingar í símum 533 4000 og 820 3373 Sjá myndir á www.bilasalan.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.