Morgunblaðið - 26.10.2003, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 26.10.2003, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 2003 19  Evrópuráðið er elsti pólitíski samráðsvett- vangur Evrópuþjóðanna en því var komið á legg 1949.  Aðild að Evrópuráðinu eiga nú 45 þjóðir, þ. á m. 21 fyrrverandi kommúnistaríki sem fengið hafa inngöngu frá árinu 1990. Aðildar- umsóknir liggja fyrir frá tveimur ríkjum til viðbótar.  Höfuðstöðvar ráðsins eru í Strassborg, í Norðaustur-Frakklandi.  Evrópuráðið var sett á laggirnar til að stuðla að bættum mannréttindum, þing- ræðisstjórnarfyrirkomulagi og virðingu fyrir lögum og rétti. Þá átti að stuðla að samevr- ópskri vitund meðal íbúa álfunnar.  Alls hafa verið samþykktir 192 samningar á vettvangi Evrópuráðsins, sem allir eru bindandi fyrir þau ríki sem þá hafa fullgilt. Þeir fjalla t.d. um mannréttindamál, barátt- una gegn skipulögðum glæpum, persónu- vernd og réttindi minnihlutahópa.  Merkastur samninganna, sem Evr- ópuráðið hefur samþykkt, er án efa Mann- réttindasáttmáli Evrópu en með samþykkt hans var jafnframt settur á fót sérstakur Mannréttindadómstóll sem aðsetur hefur í Strassborg. Þangað geta einstaklingar vísað málum telji þeir að brotið hafi verið á mann- réttindum sínum. Öll aðildarríki Evrópuráðs- ins eiga fulltrúa í dómnum.  Mannréttindadómstóllinn í Strassborg felldi dóma í um 900 málum í fyrra. Meiri- hluti mála snertir nú Mið- og A-Evrópu, 57%. Hlutfallið hvað varðar Vestur-Evrópuþjóðir er aðeins 26% en var 52% árið 1999.  Sérstök ráðherranefnd aðildarríkja Evr- ópuráðsins er starfrækt og fundar vikulega en þar hittast fastafulltrúar landanna og ræða málin. Ráðherranefndin tekur ákvarð- anir í helstu álitamálum. Þá fundar þing Evr- ópuráðsins nokkrum sinnum á ári en þar sitja fulltrúar frá þjóðþingum aðildarríkjanna. Einnig er starfrækt sérstakt samráðsnet sveitarstjórna í aðildarríkjunum. Loks starfa um 1.300 manns hjá framkvæmdastjórn Evrópuráðsins og fer Austurríkismaðurinn Walter Schwimmer fyrir framkvæmdastjórn- inni. Staðreyndir um Evrópuráðið Schwimmer nefnir „svarta blettinn“ að því er varðar lýðræðisþróun í Evrópu. Schwimmer segir í samtali við Morgunblaðið að Hvíta- Rússland hafi lýst vilja til að styrkja tengslin við Evrópuráðið. Af hálfu Evrópuráðsins komi hins vegar ekki til greina að verða við þeim ósk- um fyrr en ákveðin skref hafa verið tekin í rétta átt og nefnir hann tryggingu fyrir því að fjöl- miðlar fái notið frelsis í landinu og afnám dauðarefsingar, svo dæmi sé tekið. Segir Schwimmer að Evrópuráðið hafi boðið Hvít- Rússum aðstoð við að semja löggjöf er tryggi frelsi fjölmiðlanna í landinu en ekki fengið neitt svar. Megum ekki sofa á verðinum Virði aðildarríki Evrópuráðsins ekki skuld- bindingar sínar getur Evrópuráðið beitt ýms- um viðurlögum. Til að mynda getur þing Evr- ópuráðsins ákveðið að svipta ríki atkvæðisrétti, gera það brottrækt af þinginu. „Þá er ekki úti- lokað, ef eitt ríki sýnir mjög slæmt framferði sem brýtur gegn skuldbindingum, að vísa slíku ríki úr Evrópuráðinu,“ segir Hörður. „Slíkt yrði viðkomandi ríki mikið áfall pólitískt séð. Rússar misstu atkvæðisréttinn í Evrópuráðsþinginu fyrir nokkrum árum vegna Tétsníumálanna en þegar ástandið fór að batna aftur var ákveðið að þeir fengju atkvæðisréttinn aftur. Þetta er eitt vopn sem má beita. Ríki vilja ekki lenda í þeirri stöðu að vera vísað úr Evr- ópuráðinu, slíkt væri pólitískur áfellisdómur og menn vilja ekki verða fyrir slíku.“ Bætir Hörður því við að lönd eins og Azerba- ídjan og Armenía leggi mikla áherslu á að sýna fram á að eitthvað sé að þokast í rétta átt hjá þeim, einkum hvað varðar lýðræðisþróun og dómskerfið. „Mörg þessara ríkja líta til Evr- ópuráðsins sem fyrstu Evrópustofnunarinnar sem þau gátu gerst aðilar að, jafnvel fyrstu al- þjóðastofnunarinnar sem þau gátu gerst aðilar að. Þau fengu því vissa viðurkenningu á al- þjóðavettvangi með því að fá að gerast aðilar hér. Vilji þau síðan ná samvinnu við Evrópu- sambandið og umheiminn allan er það gæða- stimpill að hafa fengið aðild að þessari stofnun hér.“ Hörður segir að þetta breyti hins vegar ekki þeirri staðreynd að lönd eins og Azerbaídjan og Armenía, auk Georgíu, Úkraínu og sumra ríkja í SA-Evrópu eiga langt í land hvað varðar grundvallarkröfur um lýðræði, mannréttindi og réttarvernd „og verða þau því um ófyrirsjáan- lega framtíð í gjörgæslu Evrópuráðsins“. Athyglisvert er hins vegar í þessu samhengi að bæði Walter Schwimmer og Alvaro Gil-Ro- bles, sem er framkvæmdastjóri mannréttinda- mála hjá Evrópuráðinu, hafa sérstaklega orð á því að þeir hafi áhyggjur af því að Vestur-Evr- ópuríkin sofi á verðinum að því er varðar mann- réttindamál. Tengjast áhyggjur þeirra hinni svonefndu baráttu gegn alþjóðlegum hryðju- verkum en Gil-Robles segir ýmis merki um að gömlu ríkin í Evrópuráðinu, þ.e. lýðræðisríkin í Vestur-Evrópu, séu að lækka mörkin að því varðar almenn mannréttindi. Schwimmer nefnir Bandaríkin sérstaklega, en þau hafa fulltrúa án atkvæðisréttar hjá Evr- ópuráðinu [e. observer status], og málefni fang- anna sem Bandaríkjamenn halda í Guant- anamo-herstöðinni á Kúbu. Segir Schwimmer að menn eigi ekki að fórna mannréttindum í viðleitni sinni til að ráða niðurlögum hryðju- verkahópa. „Við eigum ekki að líta á þessi rétt- indi sem sjálfsagðan hlut. Það eru ekki aðeins nýju lýðræðisríkin í Evrópu sem þurfa að halda vöku sinni,“ segir hann. ESB gerist aðili Nokkuð er rætt á vettvangi Evrópuráðsins um stöðu Evrópusambandsins gagnvart Mann- réttindasáttmálanum. Lýsir Walter Schwimm- er áhuga sínum á því að Evrópusambandið sem slíkt gerist aðili að mannréttindasáttmálanum, í stað þess að hafa eigin mannréttindaákvæði í stjórnarskránni sem nú er til umræðu á vett- vangi þess. „Hér hjá Evrópuráðinu telja menn það mjög æskilegt, að Evrópusambandið gerist sem slíkt aðili að sáttmálanum, m.a. til að ekki verði árekstrar milli dómstólsins hér í Strasborg og Evrópudómstólsins í Lúxemborg, en hann fjallar frekar um efndir í efnahagsmálum og málefni er víkja að stofnskrá Evrópusambands- ins. Menn hafa áhyggjur af því að tveir dóm- stólar verði starfandi sem úrskurði eftir að ein- hverju leyti ólíkum mannréttindasáttmála,“ segir Hörður. Segir hann að menn bíði spenntir eftir nið- urstöðu ríkjaráðstefnu ESB, þar sem ræða á um stjórnarskrárdrög sambandsins. Ef það verði ofan á að Evrópusambandið gerist í heild sinni aðili að mannréttindasáttmálanum þá megi segja að mikilvægi mannréttindadóm- stólsins og Evrópuráðsins aukist að sama skapi. „Það sem aðallega hefur staðið í Evrópusam- bandinu, a.m.k. sumum aðildarríkjanna, er sú tilhögun að hvert aðildarríki Evrópuráðsins á rétt á því að hafa sinn dómara hjá Evrópudóm- stólnum. Þá spyrja menn hvort það sé eðlilegt að dómarar frá ríkjum utan Evrópusambands- ins dæmi í málum sem gætu e.t.v. snert Evr- ópusambandið sem slíkt. Aðrir telja þetta ekki koma að sök, hægt verði að setja sérstakar reglur um slík tilfelli. Þá megi hugsa sér að dómarar sem dæmi um grundvallaratriði er varði Evrópusambandið komi frá aðildarríkjum sambandsins, eða verði í það minnsta í meiri- hluta.“ Þarf að huga að verkaskiptingu Hörður segir þann dag enn langt undan að öll aðildarríki Evrópuráðsins gerist aðilar að ESB. Fyrirséð sé því að mikilvægi Evrópuráðsins muni ekki breytast á næstu tíu eða fimmtán ár- um a.m.k. „Þegar stækkun Evrópusambands- ins á næsta ári er um garð gengin munu sjálf- sagt vakna spurningar um hver verkaskipting Evrópustofnana eigi að vera. ÖSE telur tíu að- ildarríkjum fleira en Evrópuráðið en þar er einkum fjallað um afvopnunarmál og sáttaum- leitanir í deilum innan Evrópu. Verkefni þeirr- ar stofnunar hafa að mörgu leyti breyst eftir umskiptin í Austur-Evrópu. ÖSE er því að mörgu leyti að fara yfir í þessi mjúku mál sem Evrópuráðið hefur sinnt, mannréttindi, lýðræð- isþróun og eftirlit með kosningum. Það kemur því að þeim tímapunkti að skilgreina þurfi bet- ur verkaskiptinguna milli þessara stofnana.“ Sumir hafa viljað taka dýpra í árinni og segja að Evrópuráðið muni lenda í mikilli tilvistar- kreppu þegar stækkun ESB er um garð gengin á næsta ári. Forráðamenn Evrópuráðsins sem Morgunblaðið hitti að máli bera sig þó vel, telja næg verkefni framundan og segjast jafnframt (a.m.k. opinberlega) fyllilega sáttir við það hlut- skipti Evrópuráðsins, að vera biðsalur fyrir ESB. „Leiðin til Brussel er í gegnum Stras- borg,“ segir Jean-Louis Laurens, deildarstjóri í stjórnsýslu Evrópuráðsins, og Walter Schwimmer svarar spurningunni með því að rifja upp orð ónefnds þingmanns frá Slóveníu sem líkti Evrópuráðinu við skyrtu. Þó að menn gengju í ESB, þ.e. færu í jakka utan yfir skyrt- una, þá færu þeir ekki úr skyrtunni fyrst. Schwimmer segist fyrir sitt leyti ekki óttast um framtíð Evrópuráðsins. Í baráttunni gegn hryðjuverkum þurfi samstarf sem nái til allra ríkja í Evrópu. Þetta samstarf sé þegar fyrir hendi á vettvangi Evrópuráðsins. david@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.