Morgunblaðið - 26.10.2003, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 26.10.2003, Blaðsíða 34
SKOÐUN 34 SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Í SUMAR voru sett bráðabirgða- lög um breytingu á lögum um lax- og silungsveiði og fleiri lögum í því skyni að lögfesta efni til- skipunar Evrópu- sambandsins nr. 91/ 67/EBE sem varðar skilyrði á sviði heil- brigðis eldisdýra. Efni laganna er um- deilt, en ekki síður að landbúnaðarráðherra f.h. ríkisstjórn- arinnar skuli hafa tekið sér lagasetn- ingarvaldið. Ég tel að ekki hafi verið færð fram rök fyrir því að rétt hafi verið eða nauðsynlegt að setja bráða- birgðalög og ef áfram verður gengið á þessari braut þá geti ríkisstjórnin, núverandi eða þær sem síðar munu koma, með vísan til fordæmisins sem sett var nú, rökstutt það að setja bráðabirgðalög nánast að vild. Alþingi verði kallað saman Með breytingu á stjórnarskránni 1991 voru gerðar ýmsar breytingar á starfsháttum Alþingis sem ætlaðar voru til að styrkja löggjafarvaldið og meðal annars breytt ákvæðum í stjórnarskrá um heimild til að gefa út bráðabirgðalög. Það hafði tíðkast í verulegum mæli að ríkisstjórn tók sér vald til þess að setja lög og vildu menn breyta því. Helstu breytingar voru að Alþingi situr nú allt árið og getur hvenær sem er komið saman. Rætt var um hvort afnema ætti alveg heimild ríkisstjórnarinnar til útgáfu bráðabirgðalaga en ekki var sam- staða um það og því er heimildin enn í stjórnarskrá. En bætt var við ákvæð- um um að bráðabirgðalög skyldi leggja strax fyrir Alþingi þegar það kæmi saman að nýju og að lögin féllu úr gildi að 6 vikum liðnum, ef Alþingi hefði þá ekki samþykkt þau. Þessi ákvæði afmörkuðu vissulega heimild- ina betur en áður var, en aðalbreyt- ingin var eftir sem áður í nýjum skiln- ingi á því hvenær rétt væri að grípa til þessarar heimildar. Frumvarpið um stjórnarskrár- breytinguna var lagt fyrir Alþingi fyrir kosningarnar 1991 og samþykkt og svo aftur á vorþinginu eftir kosn- ingar eins og áskilið er að gera þegar stjórnarskránni er breytt. Samstaða náðist á Alþingi um breytinguna og voru formenn allra þingflokka flutn- ingsmenn málsins. Ólafur G. Ein- arsson, formaður þingflokks Sjálf- stæðisflokksins, mælti fyrir málinu á fyrra þinginu í neðri deild Alþingis. Í ræðu sinni sagði hann m.a.: „Við þing- flokksmenn höfum ekki uppi tillögur um að breyta starfstíma Alþingis að neinu verulegu leyti. Það verður að þróast eftir sínum lögmálum á næstu árum. En við leggjum til að þingið verði sett 1. okt. og það starfi fram í maí, lengur eða skemur eftir því sem verkast vill. Þá sé þingfundum frest- að til loka þingársins með því skilyrði að það sé kallað saman ef nauðsyn krefur, t.d. til þess að afgreiða aðkall- andi löggjöf að ósk ríkisstjórnarinnar eða efna til mikilvægra umræðna. Við teljum þetta mikilsverða breytingu sem treysti störf Alþingis og stöðu löggjafarsamkundunnar í stjórnkerf- inu. Alþingi er því starfhæft allt árið og getur komið til funda mjög skjót- lega ef þörf er á. Þessa breytingu ber að nokkru leyti að tengja þeirri um- ræðu sem verið hefur um bráða- birgðalög nú upp á síðkastið.“ Síðar segir Ólafur frá því að ekki hafi verið samstaða um að afnema með öllu heimildina til að gefa út bráðabirgðalög og „niðurstaða okkar varð sú að gera nokkrar breytingar á ákvæðunum um útgáfu bráðabirgða- laga og meðferð þeirra á Alþingi, og mun ég koma að þeim síðar, en jafn- framt þessa breytingu á starfstíma Alþingis í því skyni að ekkert stæði í vegi fyrir því formlega að Alþingi gæti komið saman til fundar með stuttum fyrirvara ef eftir því væri óskað og ríkisstjórn teldi það mik- ilvægt. Þetta var sú niðurstaða sem unnt var að fá með samþykki allra nefndarmanna.“ Á síðara þinginu sem breytingarnar voru til meðferðar tók Ólafur, sem þá var orðinn mennta- málaráðherra, aftur til máls og sagði þá m.a.: „Í fyrsta lagi að þingið mun starfa allt árið og í einni málstofu sem auðvitað er mjög veigamikil breyting. Ég tel líka að sú breyting út af fyrir sig hafi það í för með sér að útgáfa bráðabirgðalaga ætti því sem næst að vera úr sögunni, ef ekki alveg.“ Þetta er alveg skýrt hjá 1. flutn- ingsmanni málsins sem talaði fyrir hönd allra þingflokka, ætlunin er að Alþingi verði kallað saman ef þörf er talin á löggjöf. Til frekari áréttingar vil ég vitna til ummæla Margrétar Frímannsdóttur, sem var 1. flutn- ingsmaður málsins í neðri deild á síð- ara þinginu : „Kjarni þess er að af- nema deildaskiptingu Alþingis og að Alþingi starfi framvegis í einni mál- stofu. Jafnframt er reynt með ýms- um hætti í frv. að styrkja stöðu Al- þingis í stjórnkerfinu. Þannig mun Alþingi starfa allt árið sem er tví- mælalaust mikið framfaraspor. Það mun annars vegar leiða til þess að nefndir þingisins geta starfað allt ár- ið í fullu umboði og hins vegar til þess að Alþingi afsalar sér aldrei sínum hluta löggjafarvaldsins yfir til fram- kvæmdavaldsins eins og verið hefur. Að vísu er það svo að ríkisstjórn mun áfram hafa heimild til þess að leggja til við forseta að gefa út bráðabirgða- lög meðan þingfrestanir standa, en það er skilningur allra sem að þessu máli hafa staðið að til þess komi ekki nema í sérstökum neyðartilvikum, heldur verði tekinn upp sá nýi siður að verði þörf á skjótri löggjöf utan venjulegs starfstíma Alþingis, t.d. yf- ir sumartímann, þá verði Alþingi kallað saman til aukafunda til þess að afgreiða hana með eðlilegum hætti.“ Alþingi aldrei kallað saman Það fer ekki á milli mála að þessi breyting hefur dregið mikið úr því að bráðabirgðalög hafi verið sett. Að- eins átta sinnum frá 1991 hefur verið gripið til þessarar heimildar, sem er mikil breyting frá því sem áður tíðk- aðist. Engu að síður hefur verið tregða hjá ríkisstjórn til þess að kalla þing saman og í flestum þessara til- vika tel ég að útgáfa bráðabirgðalaga hafi ekki samrýmst yfirlýstum skiln- ingi Alþingis. Það er greinilegt að til- hneiging er hjá ríkisstjórninni til þess að breyta túlkuninni til rýmk- unar og sér í hag. Segja má að í sum- ar hafi steininn tekið úr. Vissulega eru það dómstólar sem eiga síðasta orðið um það hvernig beri að túlka þetta ákvæði stjórnarskrárinnar, en við mat sitt hljóta þeir að hafa til hlið- sjónar viðbrögð Alþingis hverju sinni við bráðabirgðalagasetningunni. Ef þingmenn fallast á að rétt hafi verið að beita ákvæðinu í sumar er búið að gerbreyta þeim skilningi sem lá til grundvallar stjórnarskrárbreyting- unni fyrir 12 árum. Það verður að mínu mati að halda túlkuninni í því horfi sem þá var samkomulag um, því annars er verið að veikja stöðu Alþingis. Fordæmalaus lagasetning Til þess að gefa út bráðabirgðalög þarf brýna nauðsyn að bera til. Það er mér mjög til efs að rök standi til þess í þessu máli. Þar koma til mörg atriði. Í fyrsta lagi er Alþingi starf- hæft og gat komið saman í sumar, ef ríkisstjórnin taldi þess þurfa. Í öðru lagi hafði málið langan aðdraganda. Það var vitað fyrir löngu að frestur til að lögfesta efnisatriði reglugerðar ESB rann út um mitt ár 2002 og frumvarp var tilbúið í ráðuneytinu þá um vorið. Í þriðja lagi var málið kom- ið í þinglega meðferð. Það var lagt fyrir Alþingi 6. mars 2003 eða 9 dög- um áður en þingi lauk fyrir síðustu alþingiskosningar. Landbún- aðarnefnd Alþingis fékk þá málið til meðferðar og komst að því að veru- legur ágreiningur var um frum- varpið. Ákveðið var að senda það til umsagnar hagsmunaaðila og fresta afgreiðslu þess. Í fjórða lagi kom Al- þingi saman aftur í maílok sl. og þá var hægur vandi að leggja málið fyrir að nýju endurskoðað í ljósi framkom- inna umsagna og athugasemda. Það var ekki gert. Ég veit engin dæmi þess að bráða- birgðalagavaldi hafi verið beitt í máli sem á sér langan aðdraganda, hefur verið lagt fyrir Alþingi og það ekki viljað gera að lögum að sinni. Ef þetta verður talið ásættanlegt sýnist mér að ríkisstjórn geti nánast að vild gert frv., sem ekki fæst afgreitt á Al- þingi, að lögum með því að setja bráðabirgðalög við fyrsta tækifæri. Full ástæða er til þess að sporna við þessari þróun og halda fast við þann skilning sem ákveðinn var í upphafi. Raunar sé ég ekki þær aðstæður sem geta réttlætt útgáfu bráðabirgða- laga. Ef stjórnsýslan er það virk að Bráðabirgðalög ekki réttlætanleg Eftir Kristin H. Gunnarsson Verslunarhúsnæði - þjónusturými Til leigu ca 50 fm atvinnuhúsnæði í verslunarkjarna í Arnarbakka 2, Reykjavík. Húsnæðið er laust nú þegar. Upplýsingar gefur Kjartan Blöndal í síma 588 1569 eða 694 1569. Til leigu gott verslunarhúsnæði ásamt lager í kjallara, alls 574 fm. Til leigu í einu lagi, eða sem skipta má í eftirfarandi einingar: A. 189 fm verslun sem snýr út að Klapparstíg, ásamt 60 fm geymsluplássi (eða 88 fm og 110 fm). B. 156 fm verslun á horni Klapparstígs og Hverfisgötu ásamt 169 fm lagerhúsn. í kjallara. Laust um áramót. KLAPPARSTÍGUR Engjateigi 5 • 105 Reykjavík • S. 533 4200 og 892 0667, arsalir@arsalir.is • Björgvin Björgvinsson, lögg. fasteignasali.  Ársalir - fasteignamiðlun  Ársalir - fasteignamiðlun Selfoss - Fossheiði Til sölu 96,2 ferm. 3ja herb. íbúð á annarri hæð í tveggja hæða fjölbýlishúsi. Hagstæð áhvílandi lán. Góð sameign. Vinsæll staður. Upplýsingar gefur sölumaður Hóls – bújarðir Jón Hólm Stefánsson, sími 896 4761. Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði  Nýkomin í einkasölu skemmtileg 51 fm íbúð á 3ju hæð (efstu) í 5 íbúða húsi við hliðina á Fæðingarheimil- inu. Mikið endurnýjuð eign, m.a. hús nýviðgert að utan, nýlegt gler og gluggar o.fl. Frábær staðsetning miðsvæðis. Laus strax. Verð 9,2 millj. 100617 Magnús Emilsson löggiltur fasteignasala Eiríksgata - 2ja herb. - Reykjavík Nýkomin í sölu á þessum góða stað mjög falleg 137 fm neðri sérhæð í tvíbýli, vel staðsett innst í botn- langa. Sérinngangur. Parket og flís- ar. Góður sólskáli. 3 svefnherbergi. Fallegur skjólgóður barnvænn garð- ur. Gott útsýni. Eignin er laus strax. Verð 17,9 millj. Fossvogur - Reykjavík - sérhæð Falleg 3ja herb. 85,8 fm íbúð á fyrstu hæð með sérgarði ásamt stæði í bílageymslu. Tvö góð her- bergi. Rúmgott baðherbergi. Þvottahús í íbúð. HTH innrétting í eldhúsi. Fallegt parket á gólfum. Góð eign í snyrtilegu og vel við höldnu fjölbýli. Verð 12,9 m. Hrísrimi - Reykjavík Fiskverkunarhús Hóps ehf. í Grindavík að Ægisgötu 1, er til sölu.Í eigninni eru stórir fiskvinnslusalir, stór kælir, skrifstof- ur, starfmannaaðstaða, matsalur, geymslur o.fl. Heildar- stærð 3.200 m². Tilboð óskast. Nánari upplýsingar veitir Ásgeir Jónsson, hdl., löggiltur fasteignasali, sími 421 2121, asgeir@logbok.is, Lögbók ehf., Tjarnargötu 2, Keflavík Til sölu fiskverkunarhús Ægisgata 1, Grindavík Opið mán.-fim. frá kl. 9–18, fös. frá kl. 9-17 Ármúla 1, sími 588 2030 – fax 588 2033 Glæsileg 153 fm íbúð og innbyggður 26 fm bílskúr á góðum útsýnisstað í Grafarvogi. Íbúðin er á tveimur hæðum, 4 góð svefnherbergi, þvottahús í íbúðinni, eldhús með nýlegri Alno innréttingu og tvær stofur. Stórar suðursvalir. Íbúðin er óvenju glæsileg og húsið í góðu ásigkomulagi. Opið hús í dag milli kl. 14 og 17, bjalla merkt 301. OPIÐ HÚS Í DAG - VEGHÚS 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.