Morgunblaðið - 01.11.2003, Qupperneq 2
FRÉTTIR
2 LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
SAMFYLKINGIN FUNDAR
Össur Skarphéðinsson, formaður
Samfylkingarinnar, sagði mörg
dæmi um alvarlegar brotalamir á
heilbrigðiskerfinu í ræðu sinni við
upphaf landsfundar flokksins í gær.
Hann sagði flokkinn þurfa að skoða
breytt rekstrarform heilbrigðisþjón-
ustunnar án þess að hróflað verði við
jöfnu aðgengi allra óháð efnahag.
Vanskil l ífeyrissjóða
Vanskil á iðgjöldum til lífeyr-
issjóða á síðasta ári námu um 1.500
milljónum króna, en alls eru um 14
til 15 þúsund gjaldendur sem koma
við sögu vegna vanskila, sem er um
16% færri en í fyrra. Forstöðumaður
eftirlitsskrifstofu ríkisskattstjóra
segir meðalvanskil á hvern launþega
vera um 117 þúsund krónur þegar
um reiknað endurgjald sé að ræða
sem þeir sem eru með sjálfstæða
starfsemi reikna sér sjálfir.
Kasjanov áhyggjufullur
Forsætisráðherra Rússlands,
Míkhaíl Kasjanov, lýsti í gær mikl-
um áhyggjum sínum af þróun mála í
Yukos-málinu en ríkissaksóknari
landsins hefur fryst nær helming
hlutafjár olíufyrirtækisins. Vladímír
Pútín forseti hefur áður sagt að ráð-
herrar eigi ekki að tjá sig um Yukos-
málið meðan það sé í rannsókn.
Lögðu fé í sjóði Bush
Bandarísk stórfyrirtæki, sem
fengið hafa verkefni upp á milljarða
dollara án útboðs í Írak, lögðu sum
verulegt fé í kosningasjóði George
W. Bush forseta allt frá árinu 1990.
Laugardagur
1. nóvember 2003
Prentsmiðja
Árvakurs hf.
ÞEIR sem umgangast mikið dýr læra smám sam-
an að lesa ýmislegt úr hegðun þeirra og hreyf-
ingum. Þannig geta hestamenn til dæmis séð það á
eyrum hesta, þegar þeir eru á hestbaki, hvernig
skapi hesturinn er í og hvort hann sé pirraður eða
áhugalaus.
Þeir sem þekkja vel til páfagauka segja að það sé
líka hægt að lesa ýmislegt úr hreyfingum þeirra og
látbragði.
Hér eru nokkrar ábendingar um táknmál þeirra:
Það merkir ekkert sérstakt þótt páfagaukar
klóri sér í kollinum.
Þegar fuglarnir teygja fæturna aftur á bak og
sperra klærnar og þegar þeir teygja vængina út
í loftið eru þeir að teygja sig. Þetta er merki um
að þeim líði vel.
Þegar þeir standa á einum fæti og kurra lágt er
það merki um að þeim líði vel.
Þegar páfagaukar snúa höfðinu í hálfhring og
fela höfuðuð undir vængnum líður þeim mjög
vel.
Þegar fuglarnir bíta í fjaðrirnar eru þeir að
snyrta sig.
Þegar páfagaukar hjúfra sig saman með úfnar
fjaðrir eru þeir annaðhvort veikir eða mjög
hræddir.
Táknmál
páfagaukanna
Þ
AÐ dreymir örugglega marga krakka
um að eiga fullt af alls konar gælu-
dýrum. Fæstir eru þó jafnheppnir og
hún Ingibjörg Kristín Valsdóttir sem
á bæði páfagauka, sem vilja helst af öllu sitja
á öxlinni á henni, og mjúkan hund til að tala
við og kúra hjá.
Við hittum Ingibjörgu þar sem hún var
með páfagaukana sína í Kringlunni og báðum
hana um að sýna okkur gæludýrin sín og
segja okkur frá þeim.
„Ég á tvo fugla, hund, humra, fisk og
snigla,“ sagði Ingibjörg þegar við vorum
komin heim til hennar.
Af hverju ertu með svona mörg dýr?
„Það er bara svo gaman að hugsa um þau
og kúra með þau. Svo er ég með humrana,
fiskana og sniglana svo ég geti selt afkvæm-
in.“
Hefurðu alltaf átt dýr?
„Nei, ekki alltaf en oft. Við fengum fyrsta
hundinn okkar þegar ég kom heim af fæðing-
ardeildinni og svo áttum við hamstur, naggrís
og fugla þegar ég var lítil. Ég fékk svo fyrsta
dýrið, sem ég átti ein, þegar ég var þrettán
ára.“
Hvaða dýr eru í mestu uppáhaldi hjá þér?
„Hundurinn Rocco og ástargaukarnir sem
heita Freyr og Matta. Ég fékk Frey í sept-
ember eða október í fyrra og Möttu í sumar.“
Karlinn er miklu gáfaðari
„Fyrst hélt ég að Freyr væri karl og kallaði
hann Seif, svo hélt ég að hann væri kerling og
kallaði hana Freyju. Ég komst svo loksins að
því að hann er karl og nú kalla ég hann Frey.
Þegar ég var orðin alveg viss um að hann
væri karl ákvað ég að fá mér kvenfugl en fugl-
inn sem ég fékk dó nokkrum dögum eftir að
ég fékk hann. Ég fékk svo Möttu gefins í
dýrabúðinni þar sem ég hafði keypt fuglinn
sem dó.“
Ertu alltaf með fuglana á öxlinni?
„Nei, ekki alltaf. Stundum eru þau í búr-
unum sínum en þau eiga sitt hvort búrið. Ef
þau eru saman í búri er bæði hætt við að þau
verði leið hvort á öðru og að þau verði stygg-
ari. Ég set þau stundum í sama búrið en það
endar alltaf með þvílíkum slagsmálum ef ég
hef þau lengi saman. Þegar þau eru hvort í
sínu búrinu eru þau hins vegar glöð að hittast
þegar þau fá að koma út.
Annars er Freyr miklu gáfaðri en Matta og
því er búrið hans alltaf opið þannig að hann
getur farið út þegar hann vill. Hann fer samt
aldrei út á næturnar en stundum á daginn
þegar hann heyrir að það er einhver frammi.“
Lætur klippa flugfjaðrirnar
Ingibjörg er oft með fuglana sína úti og
þannig rákumst við einmitt á hana í Kringl-
unni. Hún segir að það sé ekkert mál á sumrin
og að þá fari hún oft með þá til vinkonu sinnar
og á dýrarölt en það kallar hún það þegar hún
fer í dýrabúðir, eða til dýralæknis eða
hundasnyrtis. Á veturna fer hún þó
bara með fuglana eitthvað stutt en þá
þarf hún að hafa þá undir úlpunni sinni
og passa vel að þeim verði ekki kalt.
Ertu ekkert hrædd um að þau
strjúki?
„Nei, það er búið að klippa af þeim
flugfjaðrirnar þannig að þau geta ekki
flogið.“
Er ekki slæmt fyrir páfagauka að
hafa ekki flugfjaðrir?
„Nei, flugfjaðrirnar vaxa alltaf aftur
og því þarf að snyrta þær reglulega til
að halda fuglunum ófleygum. Annars vil
ég hafa þá ófleyga af því að fuglinn sem
bjó einu sinni á móti okkur var alltaf að
fljúga út um gluggann. Við björguðum
honum nokkrum sinum en einn daginn
slapp hann út og kom aldrei aftur.“
En hvernig kemur hundinum og fugl-
unum saman?
„Ég fékk Rocco í vor þegar hann var
níu mánaða. Fyrst gelti hann á Frey en
svo var hann skammaður fyrir það og
þá hætti hann því.“
Eru fuglarnir ekkert hræddir við
hann?
„Nei, alls ekki! Þeir halda að þeir séu
stærri en hann.“
Er mikil vinna að hugsa um dýrin?
„Já, svolítið! Það þarf að viðra hundinn
mörgum sinnum á dag, gefa honum að borða
og greiða honum. Svo þarf að gefa hinum dýr-
unum að borða og þrífa búrin þeirra. Ég var
líka með annan hund í sumar en varð að láta
hann þar sem hann þurfti svo mikla hreyf-
ingu. Ég hafði ekki tíma til að hugsa um
hann.“
Hugsarðu alveg um dýrin sjálf?
„Ég hugsa mest um þau sjálf en fæ stund-
um hjálp frá foreldrum mínum.“
Hvar lærðirðu að hugsa um dýrin?
„Bara af reynslunni. Bara með því að eiga
dýr. Svo hef ég aðeins verið að lesa dýrabæk-
ur en þó ekki mikið. Ég er líka mikið í dýra-
búðum að skoða og fylgjast með.“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ingibjörg segir að hundinum Rocco
og páfagaukunum komi vel saman.
Ingibjörg með fuglana Frey og Möttu.
Dýrastelpa í Grafarholti
VIÐ fengum ábendingu frá barnalækni vegna
umfjöllunar okkar um hjólabretti í síðasta
blaði. Læknirinn sagði að það væri mjög mik-
ilvægt að krakkar væru með hjálma og hlífar
þegar þeir væru að renna sér á hjólabrettum
þar sem það geti komið í veg fyrir að þeir
meiði sig alvarlega þegar þeir detta eða verða
fyrir öðrum óhöppum eins og alltaf getur
gerst í íþróttum. Við hvetjum því alla hjóla-
brettakrakka til að fara að ráðum læknisins
og fá sér hjálma og hlífar.
Vel varinn hjólabrettakappi.
Öryggishlífar
Svar: Þegar þeir eru ringlaðir.
Hundar geispa ekki bara þegar þeir eru syfjaðir. Hvenær geispa þeir líka?Júgíó frá Japan
LAUGARDAGUR
1. NÓVEMBER 2003
mennskuna og nú er kennt að spila með Yu-
gi-oh á laugardögum í NEXUS og haldin eru
mót á föstudögum og stundum á sunnudög-
um. Til stendur að NEXUS setji upp netsíðu
með spilareglum Yu-gi-oh á íslensku.
Vinirnir Ægir James og Þór Örn Flygen-
ring eru spenntir fyrir spilunum og eru sam-
an í að safna þeim. Þeir hafa komið sér upp
vænu safni og fara oft með strætó til að verða
sér úti um spilin góðu. Stundum liggur leiðin
í Kolaportið því þar fæst spænska útgáfan af
Yu–gi–oh sem er ódýrari en sú enska. Ægir
fer stundum í NEXUS til að spila en Þór er að
læra kúnstina.
Morgunblaðið/Sverrir
Vinirnir Ægir James og Þór Örn Flygenring.
eru gædd töframætti. Aðrir sækjast eftir
djásnunum og því er þetta eilíf barátta og
auðvitað stefnir aðalhetjan að því að
verða besti spilarinn. Spilin fást
m.a. í NEXUS og þar fengust
þær upplýsingar að fleiri og
eldri krakkar spiluðu Yu-gi-
oh heldur en t.d. Pókemon.
Eftir að Stöð 2 hóf að
sýna teiknimyndirnar um
Yu-gi-oh kom kippur í spila-
Nýjasta æðið í spilaheiminum eru kortaspilin
Yu-gi-oh (borið fram júgíó). Spilin eru fram-
leidd af tölvuleikjarisa í Japan og sama
grunnhugmyndin liggur að baki:
Teiknimyndir eru sýndar í sjón-
varpi með þeim persónum sem
eru á kortaspilunum og einnig
eru framleiddir tölvuleikir
með þeim. Aðalsöguhetjan í
myndinni kemst yfir forn
spil sem eru dýrmæt því þau
TÓMSTUNDIR
H
EKLUNÁLIN lék í höndunum á
Pétri Guðmundssyni þegar hann
var fimm ára og síðan hefur
handavinna verið honum hugleik-
in. Hann er þrjár vikur með eina
ullarpeysu með norsku mynstri, snarar fram
nokkurra fermetra bútasaumsteppi á nokkrum
dögum og grípur í útsauminn þess á milli.
Þetta er þó bara tómstundagaman því Pétur
er í fullri vinnu sem tæknimaður hjá Ríkissjón-
varpinu en hann er rafeindavirki og vélfræð-
ingur að mennt. Hann hefur ekki tíma til að
grípa í handavinnuna í vinnunni en tekur til við
hana að loknum vinnudegi. Í vinnunni kemur
hann m.a. að beinum útsendingum og tekur á
móti öllum fréttasendingum utan af landi og
einnig utan úr heimi. Pétur þarf því að skoða
fréttaefni sem oft getur verið ógeðfellt og jafn-
vel ekki sýningarhæft í sjónvarpi.
„Ég reyni að taka vinnuna ekki með mér heim
en handavinnan dreifir huganum þegar heim er
komið,“ segir sá afkastamikli og smeygir sér í
nýjustu ullarpeysuna sem er árgerð 2004 frá
norska merkinu Dala. Alls hefur Pétur prjónað
24 ullarpeysur, bæði með norsku mynstri og
annars konar, eins og eftir handavinnumanninn
fræga Kaffe Fassett.
Sjónminni en ekki námskeið
Upphafið að handavinnuáhuga Péturs má
rekja til saumaklúbbs hjá móður hans fyrir 46
árum þegar Pétur var 5 ára. Þar sátu konurnar
og hekluðu og Pétur fylgdist grannt með. Þegar
þær voru farnar greip hann heklunál og garn og
byrjaði og hefur ekki hætt í handavinnu síðan.
„Ég hef lært þetta með sjón- og heyrnarminni
og svo síðar af blöðum og bæklingum,“ segir
Pétur sem á síðari árum hefur þó farið á sauma-
námskeið og hellt sér út í bútasaum.
Þegar hann byrjar á stykki eins og peysu,
bútasaumsteppi eða útsaumi, hefur hann ekki
ákveðið hvert það fer, nema í undantekning-
artilfellum. Peysurnar hafa margar farið til ætt-
ingja og vina, sem og útsaumur og bútasaums-
teppi. „Þetta verður sextugsafmælisgjöf,“ segir
hann og bendir á fallegt bútasaumsteppi sem er
greinilega vel sniðið og vandað.
Sjö fermetra bútasaumsteppi
Saumavélin hans Péturs er heldur ekkert
slor, tölvustýrð vél sem hann notaði föðurarfinn
til að kaupa fyrir fimm árum. „Hún er algjör
vinnuþjarkur og ég get næstum því skilið hana
eftir með saumaskapinn.“ Hægt er að tengja
saumavélina við tölvu, hanna mynstur og láta
hana sauma. Hún hefur a.m.k. gert sitt gagn við
að sauma saman teppið sem Pétur vinnur að um
þessar mundir og verður að lokum 7,01 fm að
stærð enda er stofan hans undirlögð þegar hús-
ráðandi situr við saumaskapinn þar sem sófinn
og sófaborðið er vinnuaðstaðan. „Ég þekki ekk-
ert annað,“ segir hann glaðbeittur.
Pétur segir þetta áhugamál ekki endilega
dýrt miðað við margt annað. „En maður má
heldur ekki horfa bara í peningana.“ Hann segir
að handavinnan gefi sér mikið. „Það léttir lífið
að setjast niður og búa eitthvað til, fá útrás fyrir
sköpunargleðina.“ Hann segist bara líta á
handavinnuna sem áhugamál en hún er samt
bara eitt af mörgum. Pétur lærði ballett í æsku
og var lengi í dansi. Hann er líka áhugaljós-
myndari og með einkaflugmannspróf og því
ábyggilegt að hann skortir ekki verkefni í tóm-
stundum.
Handavinna
dreifir huganum
Morgunblaðið/Ásdís
Afslöppun: Vestið prjónaði Pétur eftir mynstri Kaffe Fassett
og hér situr hann við að sauma út. Það dreifir huganum.
Morgunblaðið/Ásdís
24 peysur: Nýjasta peysan úr
smiðju Péturs, 2004 árgerðin af ull-
arpeysu með norsku mynstri.
Mynstur: Pétur hefur saumað all-
mörg bútasaumsteppi með mismun-
andi mynstrum.
Upphafið að
handavinnuáhug-
anum má rekja til
saumaklúbbs móð-
ur Péturs þegar
hann var 5 ára.
Yf ir l i t
Í dag
Sigmund 8 Viðhorf 36
Úr verinu 14 Umræðan 36/38
Viðskipti 14/15 Messur 40/41
Erlent 16/17 Kirkjustarf 50/52
Minn staður 18 Minningar 42/44
Höfuðborgin 20/21 Bréf 48
Akureyri 22 Dagbók 50/51
Suðurnes 23 Leikhús 68
Árborg 24 Íþróttir 52/55
Landið 25 Fólk 56/61
Daglegt líf 26/27 Bíó 58/61
Listir 28/29 Ljósvakamiðlar 62
Forystugrein 32 Veður 63
* * *
Kynning – Blaðinu í dag fylgir auglýs-
ingablað frá Vörustjórnunarfélagi Ís-
lands. edda.is
Einstakur þjóðarspegill
Fljúgandi mælsku, heitar
hugsjónir og hárfínt skopskyn
er að finna í þessari nýstárlegu
bók sem inniheldur tilsvör og
kafla úr ræðum þingmanna frá
stofnun lýðveldisins. Tekist er á
um stórmál en einnig er
umræðu um minni mál gefinn
gaumur, t.d. áfengismál og
stafsetningu.
Með leyfi forseta er í senn fróð-
legur og skemmtilegur vitnis-
burður um veröld sem var og lykill
að ýmsum helstu umræðuefnum
samtímans.
L a u g a r d a g u r
1.
n ó v e m b e r ˜ 2 0 0 3
HÉRAÐSDÓMUR Vesturlands dæmdi í gær tvo
forsvarsmenn útgerðarfyrirtækja á Snæfellsnesi í 6
og 3 mánaða fangelsi og 38 milljóna króna sekt sam-
anlagt fyrir stórfelld fiskveiðibrot á árunum 2001 og
2002. Miðað við sektir, upptöku afla og bóta-
greiðslur sem alls nema um 155 milljónum, er hér
um að ræða þyngsta dóm sem kveðinn hefur verið
upp fyrir brot af þessu tagi. Sá sem þyngri dóminn
hlaut fékk 20 milljóna króna sekt og var jafnframt
dæmdur til að greiða Landsbanka Íslands 13,7
milljónir króna í skaðabætur. Meðákærði hlaut 18
milljóna króna sekt auk fangelsisdómsins. Voru
þeir sakfelldir fyrir ákæru ríkislögreglustjóra fyrir
að halda bátum ítrekað að veiðum án tilskilinna
aflaheimilda, fyrir að landa afla sem veiddur var
heimildarlaust og fyrir að standa ekki skil á virð-
isaukaskatti og staðgreiðsluskatti.
Tveir menn til viðbótar voru dæmdir í skilorðs-
bundið fangelsi fyrir aðild að brotunum og annar til
að greiða 800 þúsund krónur í sekt og hinn 600 þús-
und. Enn einn aðildarmaður var þá dæmdur í 800
þúsund króna sekt.
Ólöglegur afli upp á 100 milljónir króna
Þá var ólöglegur afli gerður upptækur og þurfa
ákærðu að standa skil á verðmæti hans að fjárhæð
rúmlega 100 milljónir króna.
Mennirnir sem dæmdir voru tengdust m.a. fyr-
irtækjunum Bervík, Blíðu, Kristjáni og Dritvík.
Brotin voru gegn lögum um umgengni um nytja-
stofna sjávar, lögum um stjórn fiskveiða, lögum um
veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og einnig voru
tveir mannanna dæmdir fyrir umboðssvik og fyrir
brot á virðisaukaskattslögum. Brotin voru framin
frá því í mars 2001 til desember 2002.
Einn sakborningur, sem ákærður var í málinu, og
félag hans voru sýknuð af ákærum.
Helgi Magnús Gunnarsson, sem sótti málið fyrir
ákæruvaldið, segir að þessi dómur marki tímamót
að því leyti að aldrei hafa eins mikil verðmæti verið
gerð upptæk fyrir dómi að kröfu efnahagsbrota-
deildar í málum sem varða fiskveiðilöggjöfina.
„Einnig er það nýlunda að sakborningar fái óskil-
orðsbundna dóma fyrir brot af þessu tagi og ekki
síst markar dómurinn tímamót að því leyti að tveir
sakborningar fá dóm fyrir umboðssvik í tengslum
við fiskveiðibrot,“ segir hann. „Í þessu máli reyndi
um margt á nýjar rannsóknaraðferðir efnahags-
brotadeildarinnar,“ sagði hann.
Málið dæmdi Finnur Torfi Hjörleifsson dóm-
stjóri. Verjandi ákærða sem hlaut 6 mánaða fang-
elsi var Jón Magnússon hrl. Verjandi þess sem fékk
3 mánaða fangelsi var Sigurður Sigurjónsson hrl.,
þess sem fékk tveggja mánaða skilorð Hilmar Bald-
ursson hrl., þess sem fékk eins mánaðar skilorð
Kristján Stefánsson hrl. sem einnig varði þann sem
fékk 800 þúsund kr. sekt en sá var sýknaður af upp-
tökukröfum ákæruvalds. Verjandi þess sem sýkn-
aður var í málinu var Guðmundur Óli Björgvinsson
hdl.
Þyngsti dómur til þessa fyrir brot á fiskveiðilöggjöfinni féll í gær
Aflaupptökur, sektir og
bótagreiðslur 155 milljónir
FÓLKIÐ sem lést í bílslysi skammt
frá bænum Viðvík í Hjaltadal á
fimmtudag, hét Isabel Owzarek,
nemi í ferðamálafræði, og Victor
Páll Jóhannsson.
Isabel Owzarek var 20 ára gömul
og bjó tímabundið að Hólum þar
sem hún var við nám, en var frá
Þýskalandi. Hún var fædd 31. ágúst
1983.
Victor Páll Jóhannsson var 8 ára
gamall og til heimilis á Austurgötu 9
í Hafnarfirði. Hann var fæddur 9.
maí 1995.
Victor Páll JóhannssonIsabel Owzarek
Létust í bílslysi
„ÞETTA gekk vel og allir stóðu sig
vel,“ sagði Hörður Guðmundsson
skipstjóri á frysti- og nótaskipinu
Þorsteini EA sem dregið var til hafn-
ar í Neskaupstað af Vilhelm Þor-
steinssyni EA seint í gærkvöldi eftir
að mikill leki kom að skipinu 30 mílur
norðaustur af Glettinganesi. Skipin
komu til hafnar kl. 22.30 í gærkvöldi.
„Það gekk mjög vel að ná drátt-
artóginu um borð og það bjargaði að
vera með ofurtóg frá Hampiðjunni,“
sagði Hörður við Morgunblaðið
klukkan 21.30 í gærkvöldi. Þorsteinn
var á siglingu með veiðarfærin uppi
þegar lekinn kom að skipinu um
miðjan dag í gær. Skipstjórinn ósk-
aði eftir aðstoð þegar sýnt var að
dælur skipsins réðu ekki við lekann.
Þyrla Landhelgisgæslunnar fór til
aðstoðar með dælubúnað, einnig fór
björgunarskipið Hafbjörg á staðinn
með dælubúnað ásamt Birtingi NK.
Um klukkan 21 í gærkvöldi hafði
sjór lækkað um 70 sentímetra í vél-
arrúmi Þorsteins eftir að Gæsluþyrl-
an kom með sex dælur sem hún lét
síga um borð. Annar stýrimannanna
úr þyrluáhöfninni varð eftir um borð
í Þorsteini til að sjá um dælurnar.
Aðgerðir hófust í kjölfar þess að
Reykjavíkurradíó hafði samband við
stjórnstöð Landhelgisgæslunnar kl.
14.41 og tilkynnti mikinn leka í vél-
arrúmi Þorsteins. Norðan eða norð-
vestan 12–13 metrar á sekúndu og
talsverður sjór var þegar vart varð
lekans.
Sáu tvö skip í námunda
við Þorstein
Varðstjórar í stjórnstöð Land-
helgisgæslunnar sáu í fjareftirlits-
kerfi stofnunarinnar að tvö skip voru
stödd í námunda við Þorstein. Voru
starfsmenn Reykjavíkurradíós
beðnir um að kalla þau upp og óska
eftir að þau héldu í átt til Þorsteins.
Einnig var óskað eftir að björgunar-
sveitir á Austfjörðum yrðu kallaðar
út. TF-SIF, þyrla Landhelgisgæsl-
unnar, var þá á flugi fyrir vestan
land og var hún þegar kölluð inn til
Reykjavíkur. Þar fór þyrluáhöfnin
um borð í TF-LIF með dælurnar og
fór hún á loft frá Reykjavíkurflug-
velli kl. 15.41.
Haft var samband við skipið stuttu
síðar og þá var verið að koma taug úr
Vilhelm Þorsteinssyni yfir í Þor-
stein. Kl. 16.54 var Þorsteinn kominn
í tog en þá var lekinn orðinn það mik-
ill að skipið var farið að síga á verri
hliðina að sögn skipstjórans.
Sigldi Vilhelm Þorsteinsson með
skipið í átt til Neskaupstaðar og kom
til hafnar skömmu fyrir miðnætti.
Þorsteinn EA dreginn til hafnar í Neskaupstað
Dælur skipsins réðu
ekki við mikinn leka
Morgunblaðið/Kristján
Þorsteinn EA var á siglingu 30 mílur norðaustur af Glettinganesi þegar
mikill leki kom að skipinu um miðjan dag í gær.
ÚTGÁFUFÉLAG DV hefur farið
fram á að fá greiðslustöðvun þess
framlengda um eina viku. Félagið
fékk upphaflega þriggja vikna
greiðslustöðvun snemma í septem-
ber og var sú greiðslustöðvun síðan
framlengd til loka október.
Að sögn Jóhannesar Rúnars Jó-
hannssonar, aðstoðarmanns útgáfu-
félags DV á greiðslustöðvunartíman-
um, var fyrirtaka í héraðsdómi þar
sem farið var fram á að fá greiðslu-
stöðvunina framlengda um eina viku.
„Dómarinn tók þá beiðni til úrskurð-
ar og kveður væntanlega upp úr-
skurð í næstu viku þannig að
greiðslustöðvunin er enn í gildi.“
Jóhannes segir verið að safna nýju
hlutafé og að semja um niðurfærslu
krafna eða breytingu á þeim.
DV vill
greiðslustöðv-
un framlengda
um viku
ÓLI Björn Kára-
son, ritstjóri DV
undanfarin ár og
einn eigenda
blaðsins, lét af
störfum hjá
blaðinu í gær.
Hann staðfesti í
samtali við Morg-
unblaðið að dag-
urinn í gær hefði
verið sinn síðasti hjá blaðinu.
Óli Björn hættir
sem ritstjóri DV
Óli Björn Kárason