Morgunblaðið - 01.11.2003, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 01.11.2003, Qupperneq 10
FRÉTTIR 10 LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÖSSUR Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði í ræðu sinni við upphaf landsfundar flokks- ins á Ásvöllum í Hafnarfirði í gær að aldrei fyrr í Íslandssögunni hefðu jafnaðarmenn verið jafnsterkir og nú. Hann sagði að Samfylkingarfólk hefði ætlað að búa til stórflokk og breyta flokkakerfinu. Sagði hann í því sambandi að nú „væri stórflokk- urinn til en fjórflokkurinn dauður“. Össur kom víða við í ræðu sinni og lagði m.a. áherslu á að Samfylkingin hefði unnið góðan sigur í alþing- iskosningunum sl. vor. „Í þingkosn- ingunum náðum við þeim sögulega áfanga að fara yfir 30%. Í kosning- unum festi Samfylkingin sig með af- gerandi hætti í sessi sem næst- stærsti flokkur landsins. Aldrei fyrr í Íslandssögunni hafa jafnaðarmenn verið jafnsterkir á Íslandi og í dag. Við höfum skapað Samfylkingunni einstaka stöðu sem leiðandi afls í ís- lenskum stjórnmálum. Aldrei fyrr hafa íslenskir jafnaðarmenn verið næststærstir á Norðurlöndunum. Ég get sagt ykkur, félagar góðir, þar er tekið eftir okkur. Við ætl- uðum að búa til stórflokk og breyta flokkakerfinu. Í dag er stórflokk- urinn til en fjórflokkurinn er dauð- ur.“ Össur vék einnig að velferð- armálum og sagði að Samfylkingin ætlaði að uppræta fátæktargildrur og treysta stöðu barnafjölskyldna. „Þess vegna mun Samfylkingin setja á oddinn breytt velferðarkerfi sem leggur mikla áherslu á að styrkja stoðir fjölskyldna og barna,“ sagði hann. Össur sagði að hlutfall barna undir 18 ára aldri væri hlut- fallslega miklu hærra hér á landi en á hinum Norðurlöndunum. „Samt eru útgjöld til barna og barnafjöl- skyldna langlægst á Íslandi af Norð- urlöndunum. Vitið þið að Ísland er eitt fárra landan innan OECD sem kemur í veg fyrir að ungar barna- fjölskyldur geti brotið sér leið til bjargálna með því að tekjutengja barnabætur? Þær tekjutengingar eru stór partur af fátæktargildrum nútímans. Það eru þær sem Stefán Ólafsson prófessor sýndi fram á á Vorþingi Samfylkingarinar að hefðu breytt velferðarkerfi nútímans í eins konar ölmusukerfi. Þessu verður að breyta um leið og svigrúm skapast í ríkisfjármálum.“ Gagnrýnir skattastefnu Sjálfstæðisflokksins Össur sagði að Samfylkingin hefði mjög skýra áherslu í skattamálum. Hún vildi lækka matarverð til heim- ilanna með því að lækka virð- isaukaskatt á matvælum um helm- ing. Hann gagnrýndi á hinn bóginn skattastefnu Sjálfstæðisflokksins. „Undir hans forystu hefur skatt- byrði hér á landi aukist meira síðan 1995 en í nokkru öðru OECD landi,“ sagði hann. „Þeir sem borguðu 25 krónur í skatt af hverjum 100 krón- um árið 1995 borga núna 29 krónur. Núna, eftir öll þessi afrek, kemur Sjálfstæðisflokkurinn og ber sér á brjóst eins og Tarsan í frumskóg- inum. Hann lofar skattalækkunum upp á 20 milljarða. En hvenær? Ein- hvern tíma seinna? Kannski þegar þenslan er í hámarki? Eða hvað? Á kannski að endurnýta þessi kosn- ingaloforð og nota aftur að fjórum árum liðnum? Hvernig byrjar Sjálf- stæðisflokkurinn að efna þetta lof- orð sitt haustið eftir kosningar? Með því að hækka þungaskatt um 400 milljónir. Með því að hækka bensín- gjald um 600 milljónir. Með því að draga úr vaxtabótum sem er í reynd skattahækkun um aðrar 600 millj- ónir. Með því að draga úr framlagi til sérstaks lífeyrissparnaðar sem jafngildir skattahækkun um 500 milljónir til viðbótar.“ Gegnir ábyrgðarhlutverki Össur fjallaði einnig um áform ríkisstjórnarflokkanna um að skerða atvinnuleysisbætur. „Ég get ekki annað en sagt það að skelfing er það dapurleg byrjun hjá nýjum og efni- legum félagsmálaráðherra að gera það sitt fyrsta verk að skerða bætur til atvinnulausra. Það er skrítinn flokkur sem tekur bakföll til að vernda rjúpuna en ræðst að kjörum þeirra sem minnst hafa í mann- heimum. Ég segi því við Árna: Sam- fylkingin skorar á Árna Magnússon [félagsmálaráðherra] að taka aftur Yfir sjö hundruð fulltrúar voru við setningu landsfundar Samfylkingarinnar í gær Össur segir fjórflokk- inn dauðan Landsfundur Samfylkingarinnar var settur á Ásvöllum í Hafnarfirði síðdegis í gær. Um 700 fulltrúar víða um land taka þátt í störf- um þingsins. Össur Skarphéðinsson, for- maður flokksins, kom víða við í setning- arræðu sinni. Fundinum lýkur á sunnudag. Morgunblaðið/Árni Sæberg Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, veitir Ingveldi dóttur sinni athygli á meðan kona hans, Árný Erla Sveinbjörnsdóttir, gengur að borðinu. Ný stjórn Samfylkingarinnar verður kjörin á lansfundinum í dag. MARGRÉT Frímannsdóttir, fráfarandi varaformaður Sam- fylkingarinnar, hafði ekki gert upp hug sinn í gærkvöld, er Morgunblaðið náði tali af henni, varðandi það hvort hún hygðist bjóða sig fram til for- mennsku framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar. Framboðs- frestur rennur út fyrir hádegi í dag. Gert er ráð fyrir því að kosningar til embættisins sem og kosningar til gjaldkera, rit- ara og fulltrúa í framkvæmda- stjórn fari fram eftir hádegi í dag, samhliða umræðum á þinginu. Frestur rennur út fyrir hádegi LANDSFUNDUR Samfylking- arinnar heldur áfram í dag. Kl. 8 hefst fundur kvennahreyfingar Samfylkingarinnar og kl. 10 mun Stefán Jón Hafstein, formaður fram- kvæmdastjórnar kynna skýrslu sína. Almennar umræður verða fyrir há- degi í dag og eftir hádegi munu mál- efnahópar funda. Í kvöld verður há- tíðarkvöldverður að Grand Hóteli í Reykjavík og verður Þórólfur Árna- son borgarstjóri ræðumaður kvölds- ins. Dagskrá í dag Í DRÖGUM að ályktun landsfundar Samfylkingarinnar um velferðarmál eru framkomnar tillögur ríkisstjórn- arinnar um skerðingu á atvinnuleys- isbótum harðlega fordæmdar. Jafn- framt er lagt til að landsfundurinn lýsi yfir vilja sínum til að lyfjakaup verði boðin út til að ná fram lækkun á kostnaði. Þá skal tryggja að eng- inn greiði meira en ákveðið hámark fyrir lyfseðilsskyld lyf og lækna- þjónustu, t.d. með sérstökum heilsu- kortum. Stilla á komugjöldum og öðrum greiðslum sjúklinga í hóf og setja reglur um hámarksbiðtíma eft- ir þjónustu heilbrigðisstofnana. Í drögunum segir að það þurfi að velja rekstrarform einstaka heil- brigðis- og velferðastofnana eftir að- stæðum og tryggja að fjármunir nýtist sem best við gerð þjónustu- samninga. Þessi þjónusta eigi að ná til allra óháð efnahag og aldrei vera rekin með hagnað að leiðarljósi. Jafnlaunaverkefni sett á fót Ráðast á til atlögu við launamun kynja með samstilltu átaki ríkis- valds og vinnumarkaðar segir í drögum ályktunar um mannréttindi, jafnrétti og kvenfrelsi. Jafnframt verði sett á fót jafnlaunaverkefni á vegum ríkis og sveitarfélaga og öll- um ráðum beitt til að bylta viðhorfi samfélagsins til vinnuframlags kvenna. Jafnframt segir að stjórnvöldum verði gert skylt að koma á fót sér- stakri aðgerðaráætlun sem miði að fjölgun kvenna í stjórnunarstöðum sem hið opinbera ráðstafar eins og í hópi embættismanna, dómara, pró- fessora og annars staðar á vettvangi hins opinbera. Í sama skyni verði staðið að sérstakri vakningu sem beint verði að viðskiptalífinu til að rétta af ójafnvægið milli kynja í æðstu stöðum þar. Styður framboð til öryggisráðs SÞ Sagt er að Samfylkingin styðji framboð Íslands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna 2009–2010 enda gefi það mikilvægt tækifæri til að láta að sér kveða á alþjóðlegum vettvangi. Í drögum að ályktun um utanrík- is- og alþjóðamál segir einnig brýnt að skilgreina forgangsverkefni á sviði öryggismála sem taka mið af aðstæðum eins og þær séu. Varað er við nýjum kenningum Bandaríkja- stjórnar um réttmæti árásarstríðs ef stjórnvöld telji hagsmunum sínum ógnað. Sú kenning eigi sér ekki fót- festu í alþjóðalögum og gangi gegn grundvelli stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna. Samfylkingin ítrekar nauðsyn þess að sátt náist um markmið og útfærslu öryggis- og varnarstefnu Íslands á grundvelli samstarfs allra stjórnmálaflokka. Ógnir sem kunni að steðja að Íslendingum séu margs konar og fráleitt allar af hernaðar- legu tagi. Í drögunum segir að það sé hlut- verk Samfylkingarinnar að vera í fararbroddi umræðunnar um sam- skipti Íslands við Evrópusambandið. Alþingi komi að skipun hæstaréttardómara Í drögum að ályktun um lýðræði og dómsmál segir að skerpa þurfi greiningu ríkisvaldsins í löggjafar- vald, dómsvald og framkvæmdavald og skapa Alþingi raunverulegan sess sem æðstu stofnun ríkisins. Þróunin hér á landi hafi sífellt verið í átt að sterkara meirihlutavaldi, nán- ast alræði meirihlutans, sem birtist m.a. í skorti á samráði við aðra. Lagt er til að landið verði gert að einu kjördæmi og ráðherrar segi af sér þingmennsku á meðan þeir þjóni sem framkvæmdavaldshafar. Einnig að ábyrgð þeirra verði skilgreind betur og skýrð í lögum. Er bent á að hæstaréttardómarar hafi verið skipaðir síðustu áratugi eftir ákvörðun dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins án samráðs við lýðræðislega kjörna fulltrúa ann- arra stjórnmálaflokka. Samkvæmt drögunum vill Samfylkingin tryggja aðkomu Alþingis að skipan hæsta- réttardómara. Lýðræði í stjórnmálaflokkum í stjórnarskrá Þá segir í drögunum að lands- fundur Samfylkingarinnar vilji að heimilað verði að tiltekinn fjöldi kjósenda geti krafist þjóðarat- kvæðagreiðslu. Endurskoða eigi skipulag stjórnarráðs Íslands í ljósi nýrra samfélags- og atvinnuhátta og vernda með lögum heimildarmenn Drög að ályktunum landsfundar Samfylkingarinnar voru lögð fram í gær Tiltekinn fjöldi kjósenda geti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu ÖSSUR Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði í ræðu sinni við upphaf landsfundar flokksins í gær að hann vonaðist til að Samfylkingin gæti flutt inn í nýtt húsnæði fyrir áramót. Sagði hann að leigutíð flokksins á „hanabjálka í Austurstræti“ væri því senn á enda. „Það er verið að reka smiðshöggið á samninga um fjármögnun á fimm til sex hundruð fermetra húsnæði, sem ég vona að Samfylkingin geti flutt inn í fyrir áramót.“ Sagði hann að langþráður draumur um húsnæði undir hreyf- inguna væri því loksins að rætast. Ekki er þó búið að finna nýtt hús- næði. „Það verður nýrrar fram- kvæmdastjórnar að finna hið rétta skjól og ganga endanlega frá húsa- málum Samfylkingarinnar. En frumbýlingsárunum er lokið.“ Í nýtt húsnæði fyrir áramót
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.