Morgunblaðið - 01.11.2003, Síða 15

Morgunblaðið - 01.11.2003, Síða 15
STAÐA stjórnarmanna í Kauphöll Ís- lands ræðst meðal annars af mörk- unum á milli eftirlits Kauphallarinnar annars vegar og Fjármálaeftirlitsins hins vegar, að mati forseta viðskipta- deildar Háskólans í Reykjavík og lektors við Viðskiptaháskólann á Bif- röst. Í Morgunblaðinu á fimmtudag var sagt frá gagnrýni deildarforseta viðskipta- og hagfræðideildar Há- skóla Íslands á stöðu stjórnar Kaup- hallarinnar og þá sérstaklega að margir aðalstjórnarmenn tengist mjög viðskiptum í Kauphöllinni vegna starfa sinna. Agnar Hansson forseti viðskipta- deildar Háskólans í Reykjavík segir að spurningin um það hvort um sé að ræða hugsanlega hagsmunaárekstra vegna stöðu stjórnarmanna Kaup- hallarinnar fari eftir því hvernig menn túlki hlutverk hennar. Kaup- höllin sé fyrst og fremst vettvangur til að eiga viðskipti og ef málið sé skoðað út frá því sjónarhorni sé ekki óeðlilegt að þeir hagsmunaaðilar sem eigi við- skipti í Kauphöllinni stýri fyrirtæk- inu. Þá segir Agnar um eftirlitshlutverk Kauphallarinnar að það skipti máli hvers eðlis eftirlitið sé. Ef eftirlitið snúist um atriði eins og að fylgjast með því að skráð fyrirtæki fylgi reglum við birtingu upplýsinga, þá sé ekki óeðlilegt að þeir sem stundi við- skiptin sitji í stjórninni. Eigi eftirlit Kauphallarinnar hins vegar að felast í túlkun á eðli við- skiptanna, þá geti hagsmunaárekstr- ar komið upp við það að þeir sem stundi viðskiptin sitji í stjórn Kaup- hallarinnar og þá geti staða forstjóra Kauphallarinnar einnig orðið erfið. Agnar segist hins vegar telja að meg- inhlutverk Kauphallarinnar eigi að felast í því að tryggja snurðulaus við- skipti og upplýsingagjöf, en að eftirlit með eðli viðskiptanna eigi að vera í höndum annarra, svo sem Fjármála- eftirlitsins. Svipað og erlendis „Ég get ekki séð að fyrirkomulagið hérna sé mjög ólíkt því sem það er annars staðar,“ segir Bernhard Þór Bernhardsson, lektor við Viðskipta- háskólann á Bifröst, en segist að öðru leyti ekki vilja leggja mat á það hvort staða stjórnarmanna í Kauphöll Ís- lands sé eðlileg eða ekki. „Kauphall- arreglurnar hérna eru að langmestu leyti byggðar á Evrópurétti og NOREX-samstarfið sem við erum í gerir það að verkum að við erum með svipaðar reglur og gilda almennt í ná- grannalöndunum.“ Bernhard segir að kauphallirnar í Svíþjóð og London séu skráð fyrir- tæki og kauphöllin í London sé skráð á sjálfri sér. Stjórnarmenn þar séu úr atvinnulífinu í Bretlandi, þannig að ekki sé um grundvallarmun að ræða þar og hér. Hann segir að stóra spurningin í þessu máli snúist um það hvar mörkin á milli eftirlits Kauphallarinnar og Fjármálaeftirlitsins eigi að liggja. En vandamálið hér á landi í þessu eins og öðru sé að samfélagið sé lítið og því verði oft um meiri hagsmunatengsl að ræða en erlendis. Það geri það hugs- anlega að verkum að opinbera eftirlit- ið þyrfti að vera sterkara en gengur og gerist annars staðar. Stjórnkerfi kauphallarinnar í New York hefur verið til umræðu að und- anförnu og John Reed, sem ráðinn hefur verið yfirmaður hennar út þetta ár, vinnur nú að því að endurskipu- leggja stjórnkerfið. Reed hefur sett fram tillögur þess efnis, en hann tók við eftir að fyrrverandi yfirmaður, Grasso, var látinn hætta vegna hárra aukagreiðslna frá NYSE. Í The Wall Street Journal segir að fyrirhuguð endurskipulagning muni hjálpa við að útrýma þeim hagsmuna- árekstrum sem eru mest áberandi í stjórnsýslu kauphallarinnar. NYSE hafi árum saman haft stjórn og launa- nefnd sem í hafi verið fulltrúar þeirra aðildarfélaga sem kauphöllin hafi eft- irlit með. Tillögur Reed ganga út á að skipta stjórn kauphallarinnar upp þannig að fulltrúar aðildarfélaganna taki ekki ákvarðanir um það sem lýtur að eft- irliti kauphallarinnar og launum yf- irmanna. Því til viðbótar telur Reed koma til greina að skipta upp stjórn- arformennsku og starfi fram- kvæmdastjóra, en þetta hefur hingað til verið á einni hendi eins og tíðkast oft í bandarískum fyrirtækjum. Þá vill hann setja þak á laun fram- kvæmdastjóra svo þau verði ekki hærri en um 2 milljónir dala, um 150 milljónir króna, á ári, sem er umtals- vert minna en laun síðasta fram- kvæmdastjóra. Staða stjórnarmanna í Kauphöll Íslands til umræðu Spurning um eftirlit með viðskiptunum VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 2003 15 Opnunartími virka daga frá kl. 14-18, helgar frá kl. 11-18 Stendur til 2. nóv. Upplýsingasími 511 2226 í Perlunni BANJO barnafatnaður NÝTT MERKI - toppvara BANJO catmandoo OKKAR TAKMARK: Verð 50-80% undir fullu verði. Verðdæmi: Okkar verð: Fullt verð: PUMA regnjakkar ................................... kr. 1.400 ............... kr. 4.990 Fóðraðir gallajakkar barna ..................... kr. 1.000 ............... kr. 3.990 Vöggusett með stöng ............................ kr. 1.000 ............... kr. 7.990 Sokkabuxur .......................................... kr. 150 ............... kr. 690 Barnaflíspeysur REGATTA/CATMANDOO.... kr. 1.490 ............... kr. 4.990 IS IT ZO skíðabuxur ................................ kr. 4.990 ................kr. 9.990 Bómullargallar kvenna ........................... kr. 3.500 ................kr. 8.990 Bómullarbuxur jogging karla og kvenna .. kr. 1.500 ................kr. 3.990 Moonboots barna .................................. kr. 990 Sundtoppar og buxur frá ........................ kr. 300 Handklæðasett ungbarna ........................ kr. 900 Laugardag og sunnudag aukaafsláttur af völdum vörum Tryggingamiðstöðin hagnaðist um 602 millj- ónir króna á fyrstu níu mánuðum ársins en á sama tímabili í fyrra var hagnaðurinn 173 milljónir króna. Hagn- aður af rekstri dóttur- félaganna á tímabilinu er sjö milljónir króna hjá Líftryggingamiðstöðinni og tvær milljónir hjá Tryggingu. Hagnaður af vátryggingarekstri er 523 milljónir króna en var 134 milljónir fyrir sama tímabil árið áð- ur. Í fréttatilkynningu frá félaginu segir að bókfærð iðgjöld hafi verið 5.663 milljónir króna á móti 5.775 milljónum árið áður og lækkuðu um 1,9%. Meginskýringin á lækkun iðgjalda er auknir afslættir til við- skiptavina félagsins í TM-öryggi og lækkun iðgjaldstaxta í öku- tækjatryggingum, að því er fram kemur í tilkynningunni. „Það er mat stjórnenda félags- ins, að afkoma tímabilsins sé góð og fyllilega í samræmi við vænt- ingar. Arðsemi eigin fjár var 12,97% á tímabilinu eða rúmlega 17% á ársgrundvelli,“ segir í til- kynninguni. Þá segir að tap af rekstri eignatrygginga hafi verið 3,1 milljón króna en var í fyrra 189,2 milljónir. „Hagn- aður í sjó-, flug- og farmtryggingum var 110,4 mkr. sem er nokk- uð umfram væntingar, en engin stór tjón hafa lent á félaginu í þeirri grein það sem af er árinu. Hagnaður af rekstri lögboðinna ökutækjatrygg- inga var 369,8 mkr. og 89,8 mkr. af öðrum ökutækjatryggingum. Tíðni slysa og óhappa í umferðinni það sem af er árinu er lægri en verið hefur um nokkurt skeið. Félagið hefur því lækkað iðgjaldstaxta í ökutækjatryggingum á árinu og aukið afslætti til einstaklinga í TM- öryggi. Hagnaður af rekstri ábyrgðartrygginga var 71,3 mkr. en tap af rekstri slysa- og sjúkra- trygginga var 118,0 mkr. Tapið má einkum rekja til slysatrygginga launþega og slysatrygginga sjó- manna. Huga þarf að iðgjalda- grundvelli þeirra greina. “ Þá segir í tilkynningunni að hagnaður af fjármálarekstri hafi verið 350 milljónir króna á móti 246 milljónum árið áður. TM með 602 millj- ónir í hagnað PHILIP Green, eigandi Bhs og Ar- cadia, hefur dregið sig út úr keppn- inni um að kaupa Safeway, fjórðu stærstu verslanakeðju Bretlands, að því er segir í frétt frá Reuters-frétta- stofunni. Eftir þetta mun leiðin vera greið fyrir eina keppinaut Green um fyrirtækið, William Morrison. Búist er við tilboði frá honum á allra næstu vikum, en markaðsvirði Safeway er um 3 milljarðar punda, eða nálægt 400 milljörðum króna. Green hættir við Safeway

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.