Morgunblaðið - 01.11.2003, Síða 23

Morgunblaðið - 01.11.2003, Síða 23
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 2003 23 2002 - 03 Aðalfundur Ferðamálasamtaka Íslands Aðalfundur FSÍ verður haldinn í Reykjanesbæ á Ránni, 21. - 22. nóvember 2003. Dagskrá fundarins verður tilkynnt síðar. Skráning á aðalfundinn og bókun herbergja er á Hótel Keflavík í síma 420 7000. Stjórn FSÍ Suðurnesjum | Á fundi stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suð- urnesjum 30. október var fjallað um uppsagnir hjá varnarliðinu á Kefla- víkurflugvelli og eftirfarandi bókað: „Stjórn SSS lýsir áhyggjum af fjöldauppsögnum varnarliðisins á Keflavíkurflugvelli. Stjórnin telur brýnt að fá viðræður við stjórnvöld um atvinnumál á svæðinu og nauð- synlegar mótvægisaðgerðir. Þessar bókanir hafa verið sendar viðkom- andi ráðherrum og þingmönnum Suðurkjördæmis.“ Einnig var skorað á heilbrigð- isráðherra að fylgja eftir drögum að uppbyggingu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja og tryggja að hægt verði að ráðast í framkvæmdir og rekstur eins og kynnt var.    Viðræður Ættfræði | Félagar í Ættfræði- félaginu hittast á Bókasafni Reykja- nesbæjar næstkomandi mánudags- kvöld, klukkan 20. Allt áhugafólk um ættfræði er velkomið. Nánari upp- lýsingar veitir Einar Ingimund- arson.    Hjálparstarf | Söfnun ferming- arbarna og Hjálparstarfs kirkjunnar fer fram þriðjudaginn 4. nóvember. Öll fermingarbörn í Keflavík koma í Kirkjulund klukkan 17 og fá innsigl- aða bauka og ganga í hús. Í tilkynn- ingu frá Keflavíkurkirkju eru bæj- arbúar beðnir um að taka þeim vel. Söfnunin stendur aðeins til klukkan 20 þann sama dag. Irene Doomo og Madanyang Sal- omon hafa kynnt fyrir börnunum stöðu fátækra í Kenýa í Afríku og fermingarbörnin sáu einnig mynda- sýningu þaðan. Reykjanesbæ | Lykilráðgjöf ehf. (Turnkey Consulting Group) í Reykjanesbæ hefur gert samning við nýsköpunarmiðstöðina Impru á Iðntæknistofnun um að taka að sér úttektir á smáfyrirtækjum á grundvelli aðferða og verklags sem nefndar eru hagnýt viðmið. Impra tók upp aðferðir Bus- iness Review við úttektir á fyr- irtækjum á árinu 2001, stofnunin heldur utan um gagnagrunn, ann- ast þjálfun ráðgjafa og hefur yf- irumsjón með notkun aðferðanna hér. Berglind Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri Impru, segir að um sé að ræða samanburð- arlíkan sem fyrirtæki geti notað til að fara í gegnum eins konar sjálfsmat. Helga Sigrún Harð- ardóttir verkefnisstjóri segir að ráðgjafi fari yfir spurningalista með stjórnendum fyrirtækjanna og beri síðan svörin saman við svör samsvarandi fyrirtækja í gagnabanka sem byggist aðallega upp á upplýsingum frá fyr- irtækjum í Bandaríkjunum og Bretlandi. Einnig eru svörin borin saman í líkani sem útbúið hefur verið í samvinnu við virta há- skóla. Loks er farið yfir nið- urstöðurnar með stjórnendum og þeim bent á hvar og hvernig þeir geti bætt sig. Aukin þjónusta Lykilráðgjöf var stofnað fyrr á þessu ári í þeim tilgangi að taka að sér alhliða verkefnisstjórn og fá til liðs við sig fyrirtæki og ein- staklinga á ýmsum sviðum. Sjálfstætt starfandi ráðgjafar hafa fengið vottun til að nota að- ferðir Business Review, fyrir ýms- ar gerðir fyrirtækja. Ráðgjafar á vegum atvinnuþróunarfélaga hafa fengið aðgang að þessum aðferð- um við mat á smáfyrirtækjum og er Lykilráðgjöf í Reykjanesbæ fyrsta einkafyrirtækið sem gerir samning við Impru á því sviði. Ríkharður Ibsen, fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins, segir að þeir sem að því standi sjái tækifæri til að færa út kvíarnar með því að bæta þessari þjónustu við starfsemina. Fyrirtækið leggi sérstaka áherslu á uppbyggingu í atvinnumálum á Suðurnesjum og sé því gott að styrkja tengslin við nýsköpunarstarf á Iðntæknistofn- un. Kjartan Eiríksson rekstr- arráðgjafi mun meðal annars vinna að þessu verkefni á vegum Lykilráðgjafar. Lykilráðgjöf semur við Impru nýsköpunarmiðstöð Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Ánægjulegt samstarf: Ríkharður og Berglind frá Impru innsigla samstarf sitt í nýsköpunarráðgjöf með Helgu Sigrúnu og Kjartani frá Lykilráðgjöf. Taka að sér úttektir á smáfyrirtækjum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.