Morgunblaðið - 01.11.2003, Síða 24

Morgunblaðið - 01.11.2003, Síða 24
ÁRBORGARSVÆÐIÐ 24 LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hveragerði | Mikið var um hunda á Hengilssvæðinu í byrjun október, þegar Björgunarhundasveit Íslands hélt sína síðustu sumaræfingu á Nesjavöllum. Námskeiðið stóð í þrjá daga, frá föstudegi til sunnudags. Mættir voru 15 hundar og 25 manns til að æfa víðavangsleit. Æft var í tveimur hópum og sam- anstóð hvor hópur af 7–8 hundum ásamt einum íslenskum og einum breskum leiðbeinanda. Í þetta sinn komu Bretarnir, Mike Hadwin og Jeff Haslam, frá SARDA Lakes- björgunarhundasveitinni í Vatnahér- aðinu í Bretlandi, en íslensku leið- beinendurnir voru þeir Ingimundur Magnússon og Þórir Sigurhansson. Að sögn Susanne Götzinger reyna þessar æfingahelgar mikið á hunda og menn því alla dagana eru æfingar mjög stífar. Prófin sem teymið þarf að ganga í gegnum í námskeiðslok eru mjög ströng sem er vel skiljan- legt. Mistök geta verið dýrkeypt þeg- ar reynir á hunda og menn til að finna týnt fólk í útköllum. Hundar hafa ótrúlega gott lyktarskyn og með réttri þjálfun geta þeir fundið týndan mann mun fyrr en menn gætu nokk- urn tímann og þess vegna eru hundar notaðir meira og meira í útköllum Slysavarnafélagsins Landsbjargar þegar leitað er að fólki. Góð þjálfun hunda og leitarfólks Til að þjálfa hunda og menn enn betur var haldin útkallsæfing seint á laugardagskvöldinu, þar sem aðstæð- ur voru hafðar eins og í útköllum og jafnvel veðrið var fullkomið; rok og rigning, en innan skamms fundust þeir „týndu“ því hundarnir létu veðr- ið ekki trufla sig. Breski leiðbeinandinn Mike Hadw- in sagði í lok námskeiðsins: „Það er mjög ánægjulegt og kom mér á óvart að sjá hversu góð þjálfun ykkar er og hversu mikil gæði eru hér bæði á hundum og leitarfólki.“ Eftir síðustu sumarúttekt eru 8 hundar með A-próf í víðavangsleit og eru þar með útkallshundar. Auk þess eru 7 hundar með B-prófið og eru þeir á svokölluðum vinnulista, þ.e. hægt er að kalla þá út ef hunda vant- ar. Jafnvel leitarveðrið fullkomið Morgunblaðið/Margret Ísaksdóttir Björgunarhunda- sveit Íslands æfði á Hengilssvæðinu Þjálfun nauðsynleg: Björgunarhundasveit Íslands hélt síðustu sumaræfinguna á Nesjavöllum. EINN hundanna sem tók A- prófið er Sámur (eða Reykjadals Sámur sem er ræktunarnafn hans) en hann er fyrsti hreinræktaði ís- lenski fjárhundurinn á Ís- landi til að taka A-próf í víðavangsleit. Sámur með A-próf Selfossi | „Það er heilmikil arfleifð sem fylgir nafni fyrirtækisins sem við höfum látið halda sér en sérstaða okkar er á viss- an hátt sú að hér vinna tveir af örfáum söðlasmiðum í landinu,“ segir Guðmundur Árnason söðlasmiður sem ásamt konu sinni, Rögnu Gunnarsdóttur, rekur söðla- smíðaverkstæðið Baldvin og Þorvaldur að Austurvegi 56 á Selfossi en söðlasmíða- verkstæði undir þessu heiti hóf starfsemi 1927. Fyrirtækið er mikil miðstöð fyrir hesta- menn á Suðurlandi sem leita eftir þjónustu fyrirtækisins en auk þeirra hjóna vinna tveir starfsmenn hjá fyrirtækinu, söðla- smíðameistari og almennur starfsmaður. „Svæðið sem við þjónustum er mjög stórt og erindin af ýmsu tagi. Það hefur orðið mikil aukning í hestamennskunni á und- anförnum árum og þá um leið þörf fyrir þjónustu. Við erum með verslun og verk- stæði þar sem við seljum fatnað og búnað fyrir hestamennskuna ásamt því að sinna nýsmíði og viðgerðum. Það er vaxandi þáttur að við flytjum inn sjálf leður og vörur af ýmsu tagi og erum líka í góðu samstarfi við MR-búðina í Reykjavík varð- andi fóðurbæti, girðingarefni og fleira,“ segir Guðmundur. Þau hjónin eru bæði uppalin við hesta- mennsku og þekkja því vel til þarfa hesta- manna. „Það er nauðsynlegt að hafa áhuga á þessu umhverfi. Maður getur betur sett sig inn í aðstæður fólks sem er með hesta og vill sinna þeim vel og stunda áhuga- málið af kostgæfni. Þetta er sérstakt svið varðandi vörur fyrir hestinn en allt sem viðkemur fatnaði í þessu sporti á margt sameiginlegt með öðrum útivistarþáttum en við leggjum okkur eftir því að eiga fatn- að fyrir alla, þá sem þurfa stórt og þá sem eru nettari því hestamenn eru af öllum stærðum og gerðum. Svo er hesturinn okk- ar það frábrugðinn öðrum hestakynjum að framleiða þarf sérstaklega fyrir hann. Fjöldaframleiðsla erlendis frá dugar ekki,“ segir Ragna og bendir á að hnakkur sem er smíðaður eftir óskum kaupandans mið- ast við mann og hest. Sérstakur hnakkur fyrir einfættan knapa „Óskirnar eru mjög mismunandi hjá fólki, allt eftir því hver manneskjan er og hvað hún er að fást við í sinni hesta- mennsku. Svo eru margir sem vilja fá eitt- hvað sérstakt og þá sinnum við því og það er gaman að geta komið til móts við óskir fólksins svo sem smíði á sérútbúnum hnökkum fyrir fatlaða. Við erum núna til dæmis með pöntun á nýjum hnakki fyrir einfættan knapa. Þetta er mikil handavinna og hálfgert föndur að fást við hnakkasmíð- ina. Hver hnakkur tekur svona 30–35 klukkustundir í smíði, allt eftir útfærslum. Svo liggur sumum meira á en öðrum og það hefur komið fyrir að menn hafa hrein- lega beðið eftir því að fá hnakkinn. Við reynum auðvitað að bregðast við öllum óskum sem koma, nánast á hvaða tíma sem er. Fólki liggur oft mikið á og maður getur vel skilið þær aðstæður og við reynum að sinna því ef við höfum smugu til þess,“ seg- ir Guðmundur. Þau hjón segja og að mikil samkeppni sé í þessari starfsemi og þá við ófaglærða aðila. „Það er mjög gefandi að finna ánægju fólks með það sem við erum að gera. Mað- ur fær þakkir sem er mikilvægt og eflir mann í þessu starfi. Svo hittir maður svo margt skemmtilegt fólk því hestamenn eru skemmtilegir,“ segir Ragna. Þau hjónin eru sammála um að nýr keppnisvöllur í hestaíþróttum á Selfossi hafi mikið gildi enda þurfi stór hestamannamót mikla þjón- ustu af ýmsu tagi. „Það er alltaf eitthvað fram undan í hestamennskunni, mót af ýmsu tagi og alls konar hestaferðir sem fólk fer í og þarf að undirbúa og þá er ekkert til sparað því allir vilja að vel takist til í því sem verið er að gera,“ segir Guð- mundur. Þau segja að fyrirspurnum fjölgi stöðugt frá útlendingum sem koma við á sumrin til að versla og vilja svo hafa tækifæri til að nálgast frekari upplýsingar. Því hafi þau opnað heimasíðu, www.baldvinogthorvald- ur.is til þess að sinna þessum hópi. Hestamenn eru skemmtilegir Guðmundur og Ragna reka söðlasmíða- verkstæði og verslun á Selfossi Föndur að fást við hnakkasmíði: Ragna Gunnarsdóttir og Guðmundur Árnason ásamt starfs- fólki sínu, Magnúsi Jakobssyni söðlasmíðameistara og Lindu Ósk Högnadóttur starfsmanni. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Vinsæl vara | Vörur undir merk- inu Skyr.is hafa notið vinsælda síð- ustu misseri. Fram kemur í Dag- skránni á Selfossi að salan hafi aldrei verið eins góð og undanfarið. Mjólk- urbú Flóamanna hafi framleitt um 20 tonn á viku í haust og hafi salan farið fram úr björtustu vonum. Haft er eftir forsvarsmönnum Mjólk- urbúsins að skyr.is sé best heppnaða varan, sem hafi komið á markað síð- ustu ár, eða frá því að kókómjólkin kom á markað árið 1974.    Vilja halda landsmót | Sveitarfé- lagið Ölfus hefur óskað eftir því við Héraðssambandið Skarphéðin að Landsmót ungmennafélaganna verði haldið í Þorlákshöfn 2007 eða 2009. Á þingi Héraðssambandsins Skarphéðins í febrúar síðastliðnum var samþykkt að veita stjórn sam- bandsins umboð til að sækja um að halda Landsmót ungmennafélag- anna 2007 eða 2009. Í framhaldi af því var sveitarstjórnum á sam- bandssvæðinu sent bréf um hvort þau hefðu áhuga og treystu sér til að útvega aðstöðu svo halda mætti landsmót á svæðinu, umsókn- arfrestur er til 1. desember næst- komandi. Héraðssambandinu hefur þegar borist ósk frá Sveitarfélaginu Ölfusi um að halda mót í Þorláks- höfn og vitað er að Sveitarfélagið Árborg er að athuga málið. Sveitarfélagið Ölfus hefur á und- anförnum vikum látið athuga kostn- að og gera úttekt á hvað vantar upp á aðstöðu í Þorlákshöfn og telur að ekkert sé því til fyrirstöðu að halda mót af þessari stærð í Þorlákshöfn.    Skólastjóri ráðinn | Á fundi bæj- arráðs Árborgar fyrir viku var lagt fram minnisblað bæjarstjóra um Suðurbyggðarskóla. Fram kemur í Dagskránni að samþykkt hafi verið að auglýsa eftir skólastjóra þannig að hann geti tekið til starfa um næstu áramót. Tveir sérfróðir ráð- gjafar verði fengnir til að meta um- sóknir ásamt ráðningarráðgjafa. Þá hefur verið samþykkt að teikningar og hugmyndir um Suðurhlíðarskóla verði kynntar skólanefnd, for- eldraráði, foreldrum og starfs- mönnum í þessum mánuði og aftur í mars eftir að skólastjóri hefur lagt fram fyrstu drög að innra skipulagi. Byrjað verður að kenna í fyrsta áfanga skólans á ágúst 2004. Föstudagur: 31. okt. kl. 20:00 - Kaplakriki Laugardagur: 01. nóv. kl. 16:30 - Ólafsvík Sunnudagur: 02. nóv. kl. 19:40 - Laugardalshöll ÍSLAND - PÓLLAND Mætum öll og styðjum strákana okkar til sigurs

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.