Morgunblaðið - 01.11.2003, Blaðsíða 43
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 2003 43
skeið og börn Garðars og Móeiðar
leikfélagar og vinir. Svo vill til að ég
bý nú í því húsi, er áður áttu áður-
nefndir tengdaforeldrar.
Margar eru minningar tengdar
Garðari og fjölskyldu hans. Í fyrstu
heimsóknir mínar sem barns austur
að Tumastöðum þar sem Garðar var
skógarvörður og gróðrarstöðvar-
stjóri, leikir þar í ævintýralegu um-
hverfi, ferðir með þeim upp í skóg-
lendin í Skarfanesi og Þjórsárdal,
síðar sem samstarfsmanns í starfi hjá
Skógrækt ríkisins um tveggja ára-
tuga skeið.
Garðar réðst sem skógarvörður
skógræktar ríkisins á Suðurlandi
ungur maður, eftir nám í Danmörku
og Noregi. Garðar tók við starfi af
Einari G. Sæmundsen sem var fyrsti
skógarvörðurinn á Suðurlandi. Upp-
bygging gróðrarstöðvarinnar á
Tumastöðum urðu með fyrstu verk-
um hans oft við lítil efni og erfiðar að-
stæður. Uppbygging skóglendanna í
Ásólfstaða og Skriðufellsskógum
ásamt Skarfanes- og síðar Hauka-
dalsskógi um tíma, umsjón með frið-
landinu Þórsmörk og skóginum ofan
við Kirkjubæjarklaustur og fleiri
svæðum, var allt í verkahring skóg-
arvarðarins ásamt plöntuuppeldinu á
Tumastöðum. Í mörg horn var að líta.
Árið 1962 flyst Garðar út að Sel-
fossi. Þá var gróðrarstöðin aðgreind
frá skógarvarðar-embættinu. Eftir
þetta er Garðar með öll skóglendi
Skógræktar ríkisins í 3 sýslum Suð-
urlands, Árnes-, Rangárvalla- og
Vestur-Skaftafellssýslum, ásamt
nokkrum umsjónarlöndum s.s. landi
skólanna á Laugarvatni, Hrauntúni í
Biskupstungum ofl, en Tumastaða-
jörðin með seinni stækkunum skilin
eftir í umsjón gróðrarstöðvarstjór-
ans.
Ég kom fyrst í vinnu til Garðars
vorið 1966, þá 17 ára gamall. Garðar
rak þá vinnuflokk ungra manna sem
störfuðu við ýmis skógarverkefni,
mikið við girðingaviðgerðir og upp-
setningu nýrra girðinga. Á þessum
árum var rollufárið í hámarki og
þurfti talsvert til að halda sauðfénu
fyrir utan skógargirðingarnar, og
skilningur eigenda fjárins almennt
lítill á starfi okkar skógarmanna. Það
fór því mikill tími í að eltast við fénað
þennan. Þetta hefur batnað á síðari
árum við minnkandi ánauð fjárstofns
landsmanna.
Vinnuflokkur Garðars ferðaðist oft
um og vann að verkefnum hér og þar.
Aðbúnaðurinn var ekki upp á marga
fiska oft á tíðum: kofi á vörubílspalli
eða tjald, handverkfæri og strákarnir
stundum að elda ofan í sig sjálfir,
stundum með ráðskonu, en í minning-
unni er þetta bara sælan sjálf og hið
frjálsa líf. Þegar ekki var verið á
ferðalögum var legið við inni í Ásólf-
staðaskógi við nokkru betri aðbúnað,
við gróðursetningu og umhirðu skóg-
arins.
Það varð úr að ég fór utan til Nor-
egs að læra skógrækt og kom heim úr
því námi haustið 1972 og réðst þá
strax til Garðars sem aðstoðarmaður
hans og skógverkstjóri. Samstarf
okkar, allt fram til 1986 að Garðar
lætur af störfum eftir 42 ára starfs-
feril, var án skugga eða ágreinings.
Garðar var maður afar rólyndur og
sjaldan sá ég hann skipta skapi. Garð-
ar kunni allt sem maður þarf til að
geta bjargað sér í jafn fjölbreyttu
starfi og skógarvarðarstarfið er.
Skógfræðingur, skóghönnuður, vél-
virki, vélstjóri, skipulagsfræðingur,
vegaverkstjóri, bókhaldari, korta-
gerðarmaður og rekstrarhagfræðing-
ur, eru störf sem skógarvörður þarf
að kunna nokkur skil á.
Allt þetta hafði Garðar í sér en það
sem einkenndi lundarfar hans öðru
fremur var varfærni. Ef ég sem und-
irmaður hans ámálgaði eitthvað sem
kostaði peninga þá fékk ég svarið eft-
ir viku, af eða á, enda höfðu skógar-
verðir úr litlu að spila og urðu að fara
vel með. Hann ávítaði okkur strákana
stundum fyrir glannaskap, enda ekki
skrýtið, því að hratt var stundum far-
ið þar sem margir ungir menn fóru
saman í flokki. En ævinlega stóð
heimili þeirra Móu opið ef seint var
komið úr ferðum og hressing á borð-
um. Það kunnum við starfsmennirnir
vel að meta.
Þannig réðst að ég tók við skóg-
arvarðarstarfinu er Garðar hætti.
Garðar passaði sig á því að skipta sér
ekki af embættisstörfum mínum enda
heldur leitt að hafa fyrrverandi yfir-
mann yfir sér, en gott að hafa hann í
bakhöndinni. Garðar átti við nokkra
vanheilsu að stríða við starfslok en
lifði við þokkalega heilsu hin síðari ár.
Faðir Garðars, Jón Pálsson dýra-
læknir á Selfossi, var kunningi afa
míns Böðvars Tómassonar frá Garði á
Stokkseyri. Þegar Böðvar lá bana-
leguna á Sjúkrahúsi Suðurlands,
labbaði Jón Pálsson sér yfir að
sjúkrabeði Böðvars og rétti honum
minningargrein sem hann hafði skrif-
að um Böðvar, og bað hann lesa og
segja sér hvernig honum líkaði. Böðv-
ari líkaði vel og birtist greinin þannig
að Böðvari látnum.
Að endingu votta ég Móeiði og öðr-
um aðstandendum Garðars dýpstu
samúð við fráfall hans.
Böðvar Guðmundsson.
Garðar Jónsson, sem nú er látinn í
hárri elli, var af annarri kynslóð skóg-
arvarða Skógræktar ríkisins. Hann
lifði tímana tvenna í skógræktinni.
Þegar hann hóf að starfa við hana
kornungur maður, var hún atvinna
örfárra með fámennan hóp hugsjóna-
manna að baki sér. Þegar hann féll frá
var skógrækt orðin atvinnuvegur
hundraða bænda um allt land og ynd-
isönn enn fleiri manna í nær öllum
bæjum og þorpum Íslands. Garðar
var einn þeirra, sem lögðu grunninn
að þessum miklu umskiptum.
Hann var skógarvörður á Suður-
landi 1944-1986. Frá unglingsárum
hafði hann unnið hjá Skógrækt rík-
isins undir handarjaðri Hákonar
Bjarnasonar skógræktarstjóra. Á ár-
um síðari heimsstyrjaldarinnar var
þess ekki kostur að senda unga menn
til náms í skógrækt á Norðurlöndum,
og fyrir því tók Hákon það ráð að
kenna Garðari og Einari G. E. Sæ-
mundsen skógræktarfræði á veturna
og brautskráði þá með réttindum til
skógarvarðastarfs.
Á árunum fyrir stríð vann Garðar í
gróðrarstöð Skógræktar ríkisins í
Múlakoti og á Hallormsstað. Sumarið
1938 fóru þeir Einar Sæm. norður á
Hálogaland til þess að vinna í gróðr-
arstöðinni á Alstahaug á eyjunni
Alöst hjá afburðaduglegum gróðrar-
stöðvarstjóra.
Fyrsta verkefni Garðars sem skóg-
arvarðar var að stofnsetja gróðrar-
stöð á Tumastöðum í Fljótshlíð 1944.
Það var ekki hrist fram úr erminni í
einu vetfangi. Þarna var fyrir mýri,
sem þurfti að ræsa fram, áður en
hægt væri að brjóta landið. Það var
gert 1948. Íbúðarhús skógarvarðar,
verkstæðishús og verfærageymsla
voru reist 1946. Gróðurhús var reist
1947, sem var nýjung í skógplöntu-
ræktun á Íslandi. Vatnsaflsrafstöð
var reist 1948 og sama ár og 1949
verkafólksbústaður fyrir 20 manns.
1951 – 1952 kæligeymsla fyrir
plöntur. Árin 1947 og 1948 var sáð í
gróðurhúsið og 1950 voru dreifsettar
nær 600 þús. plöntur. Þar með var
ræktunin komin á fullt skrið. Hér er
þetta allt tíundað til þess að sýna, að
það var í nógu að snúast fyrir hinn
unga skógarvörð þessi fyrstu ár á
Tumastöðum. Og ekki minna, þegar
ræktunin var fullmótuð. Nú kom sér
vel reynslan, sem Garðar fékk á
Alstahaug.
Það var enginn hægðarleikur að
reka plöntuuppeldi þarna á berangr-
inum í hinni rysjóttu vetrarveðráttu.
Enda sáu þeir Hákon Bjarnason og
Garðar strax, að ríða yrði þétt net
skjólbelta um græðireitina. Þetta
skjólbeltanet var gróðursett á árun-
um 1948 – 1954. Þá var lengd skjól-
beltanna orðin um 2 km og voru þá
hin mestu á Íslandi.
Samhliða þessu risaverkefni að
koma upp gróðrarstöðinni sá Garðar
svo um þjóðskógana í umdæmi sínu.
Fyrstu árin var það einkum Þórs-
mörk og Garðaland, sem Skógrækt
ríkisins tók við 1927. Mikið verkefni
og erfitt, af því að hin 17 km langa
girðing um svæðið lá víðast um fjöll
og firnindi. Ég fann fljótt við kynni af
Garðari og fjölskyldu hans, hve miklu
ástfóstri þau tóku við þetta tilkomu-
mikla svæði.
Árið 1938 hafði Skógrækt ríkisins
keypt Skriðufell í Þjósárdal. Þá var
girt um þetta mikla land hvorki meira
né minna en 38 km löng girðing, sem
mikið verk var að halda við. Síðar
keypti Skógræktin næstu jörð, Ásólf-
staði, og bættist þá enn við girðingar,
sem að hluta lágu á fjöllum. Árið 1949
hófst gróðursetning í Þjórsárdal og
næstu áratugina var á þessum jörðum
meginverkefni Garðars í nýrækt
skógar.
Auk þessara tveggja þjóðskóga
kom sá þriðji í hlut Garðars að sjá um:
Hið yndislega svæði Skarfanes í
Landsveit. Síðan Laugarvatn, sem
skólarnir þar fólu Skógrækt ríkisins
umsjón með. Loks var Garðari falin
umsjón með þjóðskóginum í Hauka-
dal frá öndverðu ári 1969 eftir hið
sviplega fráfall vinar hans, Einars
Sæm.
Ég hygg nú, að af þjóðskógunum
hafi Garðar og Móeiður kona hans
bundið mesta tryggð við Þjórsárdal-
inn, enda fádæma náttúrufegurð þar
með Heklu sjálfa í nærsýn og einstak-
lega ljúfa veðráttu. Ég heyrði þau oft
dásama veðráttuna þarna uppfrá og
bera saman við hina rysjóttu veðráttu
í lágsveitunum.
Við Garðar vorum samstarfsmenn í
rúma þrjá áratugi og áttum mikil
samskipti, þótt við sætum sinn í hvoru
landshorni. Alltaf voru það samskipti
eins og best verður á kosið. Nokkrum
sinnum átti ég þess kost að fara með
honum og skoða helstu athafnasvæði í
umdæmi hans, og njóta um leið feg-
urðar Suðurlands, enda staðir eins og
Þjórsárdalur og Þórsmörk / Garða-
land með fegurstu stöðum á Íslandi.
Minnistæðust þessara ferða með
Garðari held ég hafi verið, þegar hann
sýndi mér Þórsmörk / Garðaland í
fyrsta sinn. Hann gerþekkti þetta
undraland og ég fann, hverja tilfinn-
ingu hann bar til þess.
Það var auðvitað óskaplega gaman
fyrir mig að skoða með honum alla
þess staði á Suðurlandi, sem hann sá
um. Um þá miðlaði hann fróðleik á
þann notalega hátt, sem var svo ein-
kennandi fyrir hann.
Garðar hafði til að bera fínan húm-
or, sem gæddi alla frásögn hans lífi.
Og það var aldrei asi á honum, heldur
jafnvægi og einkennileg ró, sem olli
því, að manni leið vel í návist hans.
Slíkt má svo sannarlega telja til góðra
mannkosta.
Við öll hér á heimilinu söknum
þessa góða drengs og samhryggjumst
af heilum hug Móeiði og börnum
þeirra.
Sigurður Blöndal.
Sérfræðingar
í blómaskreytingum
við öll tækifæri
Skólavörðustíg 12,
á horni Bergstaðastrætis,
sími 551 9090.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinar-
hug vegna andláts og útfarar ástkærs eigin-
manns míns, sonar, föður okkar, tengdaföður,
afa og langafa,
GUÐJÓNS RAGNARS HELGA
JÓNSSONAR
frá Eyri í Skötufirði,
Álfaskeiði 96,
Hafnarfirði.
Sérstakar þakkir til séra Braga Skúlasonar.
Jóna Jónsdóttir,
María Þorsteinsdóttir,
Lilja B. Guðjónsdóttir, Guðmundur Ásgrímsson,
Sólveig M. Guðjónsdóttir, Árni Pálmason,
Elísabet H. Guðjónsdóttir, Trausti G. Traustason,
Heiðbjört F. Guðjónsdóttir, Baldur Þórsson,
Jón P. Guðjónsson,
Guðjón H. Guðjónsson,
barnabörn og barnabarnabarn.
Ástkær dóttir mín,
GUÐBJÖRG MARÍA LILAA,
verður jarðsungin frá Fossvogskapellu þriðju-
daginn 4. nóvember kl. 13.30.
Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á að
láta Styrktarfélag vangefinna njóta þess.
Guðlaug Stefánsdóttir
frá Syðri-Bakka.
Bróðir minn,
ÞORBJÖRN S. MARTEINSSON,
dvalarheimilinu Ási,
Hveragerði,
lést laugardaginn 11. október.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey.
Þökkum auðsýnda samúð.
Sérstakar þakkir sendum við fjölskyldunni á
Kiðafelli í Kjós og starfsfólki á dvalarheimilinu Ási, Hveragerði.
Fyrir hönd aðstandenda,
Marta Marteinsdóttir.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og föðurbróðir,
ÓLAFUR SIGURÐSSON
frá Pálsbæ á Seltjarnarnesi,
lést í Malmö laugardaginn 18. október.
Ebba og Karin Ólafsdætur
og fjölskyldur,
Ólafur og Sigurður Péturssynir.
Móðir mín og tengdamóðir,
AÐALHEIÐUR DÓRA BÖÐVARSDÓTTIR
frá Vestmannaeyjum,
Álfheimum 19,
Reykjavík,
andaðist mánudaginn 27. október.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Fyrir hönd aðstandenda,
Hilmar Thor Bjarnason, Guðbjörg Hildur Kolbeins.
LEGSTEINAR
Mikið úrval af legsteinum
og fylgihlutum
Sendum myndalista
MOSAIK
Hamarshöfði 4, 110 Reykjavík, sími 587 1960
Marmari
Granít
Blágrýti
Gabbró
Líparít
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
LOVÍSA JÓNSDÓTTIR
frá Flatey,
andaðist á Hrafnistu í Hafnarfirði fimmtudaginn
30. október.
Svanhildur Stefánsdóttir, Guðmundur Rúnar Magnússon,
Rafn Stefánsson, Guðlaug Guðbergsdóttir,
barnabörn og langömmubörn.