Morgunblaðið - 01.11.2003, Síða 44
Hvernig allir lærðu
saman, unnu saman og
hjálpuðust að. Sérstak-
lega var henni tíðrætt
um vini hennar sem
tóku hana með sér í
sumarbústað til að
læra fyrir próf í stærð-
fræði. Stærðfræðin var
jú orðin svolítið ryðguð
eftir öll þessi ár.
Í október sama ár
greindist Helga svo í
annað sinn. Það aftraði
henni þó ekki að fara í
prófin og lauk hún
þeim með glæsibrag,
þó ekki hefði hún verið í skólanum í
einar sex vikur.
Um vorið var útlitið aftur orðið
gott og ég minnist Helgu og Sveins,
eiginmanns hennar, koma labbandi
yfir Valhúsahæð til mín og segja
mér frá því að geislameðferðin hefði
tekist það vel að allt útlit væri fyrir
að Helgu hefði í annað sinn tekist að
koma í veg fyrir krabbamein sem þá
hafði komið sér fyrir nálægt hjart-
anu. En allt kom fyrir ekki, Helga
greindist aftur og nú í þriðja sinn.
Allan tímann talaði hún samt um að
koma aftur í skólann. Taka a.m.k.
eitt og eitt fag. Helgu er einna best
lýst eins og ein vinkona hennar lýsti
henni stuttu eftir andlát hennar, því
þrátt fyrir öll þessi veikindi og verki
sem hrjáðu hana undir lokin, hafði
hún mestar áhyggjur af því hvar
hún ætti eiginlega að koma jóla-
trénu fyrir í ár, plássið í stofunni
hafði jú minnkað eftir að hún fékk
hægindastólinn.
Kæri Sveinn. Ég bið þess nú inni-
lega að góður Guð veiti þér, börn-
unum þremur og fjölskyldu ykkar
styrk í þessari miklu sorg. Minning-
arnar sem þið eigið saman verða þó
aldrei frá ykkur teknar og ég veit að
þær munu ylja ykkur um hjartaræt-
urnar um ókomna tíð.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
(V. Briem.)
Fyrir hönd vina Helgu við Há-
skólann í Reykjavík,
Helgi Már Þórðarson.
Í dag kveðjum við kæra vinkonu
okkar Helgu Barðadóttur, sem lést
eftir erfið veikindi aðeins 36 ára að
aldri.
Ég kynntist Helgu
Barðadóttur fyrst
haustið 2001 en hún
var þá ásamt öðru frá-
bæru fólki með mér í
foreldraráði íþróttafélagsins Gróttu
á Seltjarnarnesi. Okkar kynni voru
að vísu ekki eins og hver önnur því
hún sagði fljótlega: „Ég vildi bara
segja þér það að ég er búin að vera
með krabbamein, en þetta er nú allt
að lagast. Ég er búin með geisla-
meðferðina, þannig að nú fer hárið
að koma aftur og svona.“ Svo tók
hún ofan húfuna þannig að sást í
bert höfuðið. Okkur fannst hún nú
alltaf glæsileg með allar þessar
endalausu húfur.
Þetta var fyrsta meðferðin henn-
ar af þremur.
Um veturinn starfaði Helga svo
með okkur af fullum krafti. Enda-
lausir fundir, æfingar, skipulag og
allt sem fylgir þessu hefðbundna
óeigingjarna barna- og unglinga-
starfi sem stundað er um allt land í
öllum íþróttafélögum. Hvergi var að
sjá á Helgu að hún hefði einhvern
tíma verið eitthvað veik. Um vet-
urinn var ákveðið að fara á ESSÓ-
mótið á Akureyri sem er hápunkt-
urinn í huga allra stráka sem stunda
knattspyrnu á aldrinum 11 og 12
ára. Við tóku fleiri fundir og enda-
laus skipulagning þar sem Helga
dró ekkert af sér við að aðstoða og
hjálpa okkur við að gera þessa ferð
ógleymanlega í lífi drengjanna.
Haustið 2002 ákvað Helga svo að
nú væri komið að því að mennta sig
og ekki var nú ráðist á garðinn þar
sem hann var lægstur. Háskólinn í
Reykjavík varð fyrir valinu, nú
skyldi ná sér í viðskiptafræðimennt-
un. Það ríkti því mikil spenna þegar
við settumst saman aftur á skóla-
bekk, ég eftir tæplega fimm ára hlé,
Helga eftir rúmlega 15 ár.
Í Háskólanum í Reykjavík kynnt-
ist Helga mörgu góðu fólki sem nú
hugsar hlýlega til hennar og sendir
henni, börnum hennar og eigin-
manni innilegar samúðarkveðjur.
Ég minnist þess oft hve Helga talaði
hlýlega um vini sína í Háskólanum.
HELGA
BARÐADÓTTIR
✝ Helga Barða-dóttir var fædd á
Suðureyri við Súg-
andafjörð 7. október
1967. Hún lést á
heimili sínu 18. októ-
ber síðastliðinn og
var útför hennar
gerð frá Seltjarnar-
neskirkju 29. októ-
ber.
Helga hafði sterkan persónuleika,
hún var skemmtileg, hress og orð-
heppin. Gullfalleg og alltaf glæsileg.
Jafnvel þegar hún missti hárið
skipti ekki máli hvort hún setti á sig
höfuðfat eða ekki, hún var flottust.
Hún átti mjög auðvelt með að finna
á sig föt og þegar við spurðum hana
hvernig hún færi að því sagði hún:
„Stelpur, það þýðir ekkert að horfa
bara á fötin á herðatrénu, það þarf
að máta þau líka.“ Svona gullkorn
komu bara frá Helgu.
Helga var bóngóð og alltaf tilbúin
að hjálpa öðrum. Það var gaman að
tala við hana því hún var hreinskilin
og sagði alltaf það sem henni bjó í
brjósti. Hún var dugleg í öllu sem
hún tók sér fyrir hendur, tók af
skarið og kláraði hlutina.
Útilegur, bústaðaferðir, áramóta-
partí, stuðmannaböll og þorrablót
voru árvissir viðburðir í lífi okkar
vinkvennanna, svo og einstaka utan-
landsferðir og fótboltamót með
börnunum. Í maí sl. fór Helga með
okkur í sína síðustu bústaðaferð og
áttum við þar dýrmætar stundir
saman.
Fjölskylda og vinir Helgu eiga nú
um sárt að binda en góðar minn-
ingar um hana eiga eftir að ylja okk-
ur og hugga um ókomna tíð.
Með þessum orðum kveðjum við
þig, elsku Helga, við erum þakklát-
ar fyrir að hafa fengið að kynnast
þér og fyrir þær stundir sem við átt-
um saman. Takk fyrir að vera svona
góð vinkona. Við trúum því að við
hittum þig aftur og þangað til, bless,
elsku dúllan okkar.
Elsku Svenni, Atli, Lovísa og Ax-
el, foreldrar og systkini , við send-
um ykkur innilegar samúðarkveðj-
ur. Megi Guð styrkja ykkur í
sorginni.
Þínar vinkonur
Bryndís Bára og Hafdís Hrönn.
Kveðja frá samstarfsfólki
hjá Flugleiðum frakt
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem)
Við, samstarfsmenn Helgu,
kveðjum hana með söknuði en einn-
ig þakklæti fyrir að hafa fengið að
kynnast henni í lífi og starfi .
Við vottum eiginmanni, börnum
og öðrum ættingjum dýpstu samúð
okkar.
MINNINGAR
44 LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Fimmtudaginn 23.
október sl. lést skips-
félagi okkar Sigurður
Guðmundsson eftir
erfiða baráttu við ill-
vígan sjúkdóm. Hann var jarðsung-
SIGURÐUR K.
GUÐMUNDSSON
✝ Sigurður Krist-inn Guðmunds-
son fæddist í Reykja-
vík 22. apríl 1938.
Hann lést á líknar-
deild LSH í Kópa-
vogi 23. október síð-
astliðinn og var útför
hans gerð frá Foss-
vogskirkju 30. októ-
ber.
inn frá Fossvogskirkju
fimmtudaginn 30.
október sl.
Ekki bar Sigurður á
torg veikindi sín,
a.m.k. ekki við okkur
skipsfélaga sína en það
fór ekki framhjá okkur
þegar líða tók á sum-
arið að hann var alvar-
lega veikur. Við tókum
frekar eftir því, fé-
lagar hans, sem ekki
höfðum séð hann í
marga mánuði, en Sig-
urður kom sem skip-
verji um borð í ms.
Keili um miðjan apríl sl. þegar skip-
ið kom nýtt til landsins eftir sigl-
ingu frá Kína. Sigurður hafði þá
ekki verið til sjós í tæpt ár og beið
eftir hinu nýja skipi þar sem hann
ætlaði að ljúka löngum sjómanns-
ferli. Þegar hann kom um borð var
létt yfir honum og tilhlökkun að
takast á við nýtt verkefni á nýju
skipi.
Sigurður var hvers manns hug-
ljúfi og góður drengur sem auðvelt
var að umgangast. Hann hafði
ágætan húmor, skaut inn einu og
einu skondnu orði en yfirleitt var
hann hljóður og dulur og lét lítið
fara fyrir sér. Hann var einn af
þessum mönnum sem frekar hlustar
en talar. Hann var farmaður, hafði
siglt lengi á skipum Sambandsins
áður en hann gerðist skipverji á ol-
íuskipunum íslensku.
Hann hafði verið háseti á olíu-
skipinu ms. Stapafelli frá því það
kom nýtt til landsins árið 1979, og
þar til það var selt árið 2001. Þá fór
hann sem háseti á olíuskipið ms.
Kyndil og var þar í eitt ár og loks á
olíuskipið ms. Keili frá því það kom
nýtt til landsins í apríl sl. eins og áð-
ur sagði og þar til hann fór í land
um miðjan júní þá þrotinn af kröft-
um.
Allt hans verklag bar vott um
vönduð vinnubrögð og það fór ekki
framhjá neinum að þar fór vanur
sjómaður og yfirvegaður. Hann
gekk að hverju verki með samvisku-
semi og aldrei heyrðist frá honum
möglunarorð, hann gerði það sem
hann var beðinn um þegjandi og
hljóðalaust. Það var sem sagt gott
að vera í návist Sigurðar og hans er
sárt saknað af okkur félögum hans,
en það er huggun harmi gegn að
þjáningum hans er lokið og við tek-
ur nýtt skipsrúm, kannski á nýju
skipi á framandi slóðum.
Við sendum aðstandendum hans
samúðarkveðjur.
Skipsfélagar á ms. Keili.
Fleiri minningargreinar
um Helgu Barðadóttur bíða birt-
ingar og munu birtast í blaðinu
næstu daga.
Minningarkort
Hjartaverndar
535 1825
Gíró- og greiðslukortaþjónusta
Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
JÓN VILMUNDUR ÓSKARSSON
vélstjóri,
Beykilundi 2,
Akureyri,
verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju mánu-
daginn 3. nóvember kl. 13.30.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en
þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Styrktarsjóð hjartasjúklinga.
Ólöf Sveinsdóttir,
Helga Guðný Jónsdóttir, Óskar Karl Guðmundsson,
Óskar Sveinn Jónsson, Dóra Gísladóttir,
Sveinbjörn Jónsson,
barnabörn og langafabarn.
Okkar innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð
við andlát og útför ástkærrar móður okkar,
SIGRÍÐAR SVEINSDÓTTUR,
Hraunteigi 22,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til allra á Hólabæ á hjúkrunar-
heimilinu Skógarbæ.
Sveinn Óli Eggertsson,
Ingólfur Vignir Eggertsson.
Innilegustu þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför eigin-
manns míns, föður okkar, tengdaföður og afa,
HALLDÓRS ALFREÐSSONAR,
Rauðagerði 35,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk gjörgæsludeild-
ar og deild B-6 á Landspítalanum Fossvogi
fyrir góða umönnun.
Birna Fjóla Valdimarsdóttir,
Sigrún Halldórsdóttir, Jóhann Hjaltason,
Sigríður Kr. Halldórsdóttir, Björn Davíð Kristjánsson,
Alfreð Halldórsson, Elín Sigurðardóttir,
Valdimar Halldórsson, Sigríður S. Heiðarsdóttir
og barnabörn.
Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug vegna
andláts og útfarar ástkærrar eiginkonu og
móður,
MARGRÉTAR HRANNAR VIGGÓSDÓTTUR
kerfisfræðings,
Viðarási 59,
Reykjavík,
sem lést laugardaginn 6. september sl.
Sérstakar þakkir færum við fjölskyldum okkar
vegna stuðnings í veikindum Margrétar sem og starfsfólki Heimahlynn-
ingar krabbameinsdeildar Landspítalans.
Kristinn Á. Kristinsson,
Sunna Ósk Kristinsdóttir,
Nanna Margrét Kristinsdóttir,
Tinna Kristín Indíana Kristinsdóttir.
Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir, amma,
langamma og systir okkar,
ANNA SIGURVEIG SVEINSDÓTTIR
frá Eyvindará,
Víðilundi 24,
Akureyri,
áður Möðruvallastræti 9,
sem lést á dvalarheimilinu Hlíð föstudaginn
17. október, var jarðsett í kyrrþey frá Höfðakapellu mánudaginn
27. október, að ósk hinnar látnu.
Þökkum umhyggju og
Svavar Eiríksson, Birna Sigurbjörnsdóttir,
Svanur Eiríksson, Erla Hólmsteinsdóttir,
Börkur Eiríksson,
Karen Eiríksdóttir, Haraldur Helgason,
ömmubörn,
Einhildur Sveinsdóttir
og Unnur Sveinsdóttir.