Morgunblaðið - 01.11.2003, Blaðsíða 53
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 2003 53
EIÐUR Smári Guðjohnsen segir í
viðtali við fréttavef Sky sport að
hann láti það ekkert trufla sig þó
svo að knattspyrnustjórinn Claudio
Ranieri sé sífellt að hringla til með
liðskipan enda segist hann alltaf
hafa þurft að hafa fyrir því að
vinna sér sæti í liðinu.
Eiður Smári skoraði tvö mörk
fyrir Lundúnaliðið gegn Notts
County í deildabikarkeppninni í
vikunni og hefur þar með skorað
fjögur mörk fyrir Chelsea á leiktíð-
inni og 50 í það heila fyrir félagið,
35 í deildinni, 6 í bikarkeppninni, 5
í deildabikarkeppninni og 4 í Evr-
ópukeppninni. Eiður Smári hefur
aldrei haft meiri samkeppni um að
komast að í byrjunarliðinu enda
engir smákarlar sem eru að keppa
við hann; Jimmy Floyd Hassel-
baink, Adrian Mutu og Hernan
Crespo, allt framherjar í fremstu
röð. Margir hafa sagt að helsti höf-
uðverkur Ranieris verði að halda
öllum stórstjörnum Chelsea ánægð-
um á leiktíðinni en Eiður Smári
segist einfaldlega ánægður með að
þurfa að berjast fyrir sæti sínu.
„Frá mínum bæjardyrum séð þá
held ég að samkeppni um stöður í
liðunum sé óhjákvæmileg í nútíma
fótbolta. Menn segja að lið eins og
okkar sem ætlar að vera með í bar-
áttunni um titlana verði að hafa
fjóra góða framherja innan sinna
raða og það er því eðlilegt að sam-
keppnin sé um þær tvær stöður
sem eru í boði hverju sinni. Fyrst
þegar ég kom til Chelsea frá Bolt-
on voru Jimmy Floyd, Tore Andre
Flo og Gianfranco Zola þar fyrir.
Þá var hörkusamkeppni eins og í
dag svo þetta er ekkert nýtt fyrir
mér,“ segir Eiður Smári við Sky
sport.
Eiður segir að allir leikmenn
Chelsea séu ánægðir með hversu
stór og öflugur hópurinn sé hjá lið-
inu og samkeppni milli manna um
stöður í byrjunarliðinu verði ekki
til neins annars en að hjálpa því í
baráttunni um titlana.
„Ég held að Claudio hafi verið
mjög skynsamur. Honum hefur
tekist að halda mönnum í góðu
formi og allir hafa fengið sann-
gjörn tækifæri í liðinu. Þar með
hefur hann haldið öllum í góðu
leikformi sem er mjög jákvætt því
ef einhver hefur dottið út úr liðinu
vegna meiðsla eða breytingar hafa
verið gerðar á liðinu þá hafa þeir
sem komið hafa í staðinn verið full-
komlega klárir.“
Eiður Smári og félagar hans
sækja Everton heim á Goodison
Park í dag. Eiður verður líklega
ekki í leikmannahóp þeirra blá-
klæddu þrátt fyrir mörkin tvö á
móti Notts County. Í þeim leik byrj-
uðu Eiður Smári og Jimmy Floyd
inná en í dag gæti Claudio Ranieri
alveg tekið upp á því að tefla Adr-
ian Mutu og Jimmy Floyd fram í
fremstu víglínu.
Eiður Smári
ánægður með
samkeppnina
FABIEN Barthez, markvörður enska liðsins Man-
chester United og franska landsliðsins, hefur enn
ekki fengið leyfi frá Alþjóðaknattspyrnusamband-
inu, FIFA, þess efnis að fá að fara til franska liðsins
Marseille og leika með liðinu út leiktíðina.
Ekki er opnað fyrir kaup og sölu leikmanna fyrr
en í janúar og hefur FIFA úrskurðað í máli leik-
mannsins og fær hann ekki að skipta um félag að svo
stöddu.
Franska knattspyrnusambandið fékk úrskurð
FIFA í gær og tilkynnti leikmanninum og fé-
lagsliðunum um gang mála. Marseille getur sam-
kvæmt reglugerðum áfrýjað úrskurði FIFA, en það
ferli mun taka langan tíma og óvíst að Barthez fari
til franska liðsins í janúar.
Barthez á enn rúm tvö ár eftir af samningi sínum
við Manchester United en hann er sem stendur þriðji
valkostur hjá knattspyrnustjóra liðsins, Alex Fergu-
son. Bandaríkjamaðurinn Tim Howard hefur staðið
vaktina í markinu það sem af er og á varamanna-
bekknum er landsliðsmarkvörður Norður-Íra, Roy
Carroll.
Barthez fer ekki
til Marseille
Fabien Barthez
LILLESTRÖM hefur sett sig í samband við
Viking um að fá Hannes Þ. Sigurðsson leigðan
til félagsins á næsta tímabili. Hannes, sem á
eitt ár eftir af samningi sínum við Viking, er
ósáttur í herbúðum liðsins þar sem hann hefur
fengið fá tækifæri með því á yfirstandandi leik-
tíð.
Frank Grönlund framkvæmdastjóri Lille-
ström segir í viðtali við Adressavisen að hann
hafi rætt við kollega sinn hjá Viking um að fá
Hannes leigðan en Lilleström hafi ekki ráð á
því að kaupa leikmanninn.
„Hann er góður framherji sem líklega fengi
að spila meira hjá okkur. Það myndi henta hon-
um vel að koma til Lilleström og ekki skemmir
það fyrir að við erum með annan ungan Íslend-
ing í okkar röðum, Davíð Þór Viðarsson, en
hann og Hannes eru góðir félagar,“ segir
Grönlund.
Lilleström hefur
rætt við Viking
um Hannes Þ.
Mikill áhugi í Skotlandi
GEYSILEGUR áhugi er í Skot-
landi fyrir Evrópuorrustu Skot-
lands og Hollands – um sæti í
Evrópukeppni landsliða í Portú-
gal næsta sumar. Fyrri leikur
þjóðanna fer fram á Hampden
Park í Glasgow 15. nóvember.
Miðasala hófst í morgun og var
snemma, því miðasalan hófst kl.
8 á Hampden og einnig í 48 Safe-
way-verslunum víðs vegar um
Skotland. Með þessu gaf skoska
knattspyrnusambandið öllum
áhugamönnum – víðs vegar um
Skotland, jafna möguleika á að
tryggja sér miða á leikinn.
reiknað með að uppselt yrði á leik-
inn á augabragði.
Stuðningsmannahópur landsliðs-
ins, Tartan Army, sem hefur ferðast
um með landsliðinu til Íslands,
Litháen, Færeyja og Þýskalands í
riðlakeppni EM, fengu forgang í að
kaupa miða. Skotar urðu að vakna
Ryan Giggs, leikmaður Manchest-er United, segir að baráttan um
enska meistaratitilinn sé galopin og
fleiri lið en Manchester United, Ars-
enal og Chelsea eigi eftir
að blanda sér í slaginn.
Ensku meistararnir eru
í þriðja sæti með 22 stig
eftir óvænt tap á heima-
velli fyrir Fulham um
síðustu helgi, Chelsea er
stigi á undan í öðru sæti
en Arsenal trónir á
toppnum með 24 stig.
Giggs segist vel geta
séð að Newcastle og Liv-
erpool geti blandað sér í
baráttuna á komandi
vikum en bæði hafa þau verið að
rétta úr kútnum og þá sérstaklega
Newcastle. „Arsenal og Chelsea eru
ekki einu liðin sem við þurfum að
hafa áhyggjur af. Newcastle og Liv-
erpool eru alveg líkleg til að komast
á skrið og fara í einhverja 10–15 leiki
án þess að tapa. Þau hafa alveg
mannskapinn til að slást um efstu
sætin í deildinni,“ segir Giggs. Giggs
segist ekki alveg sáttur við gengi
síns liðs og telur að United-vélin sé
ekki farin að malla eins vel og hún
getur best. „Við getum bætt okkar
leik til muna og ég hef fulla trú á að
við gerum það. Okkur
hefur tekist vel upp gegn
betri liðunum en höfum
átt það til að detta niður
á móti lægri skrifuðu lið-
unum.“
Manchester United
fær nýliða Portsmouth í
heimsókn á Old Trafford
í dag og Sir Alex Fergu-
son, stjóri United, sem
hefur tekið út tveggja
leikja bann, kemur til
með að gera breytingar
á liðinu sem tapaði fyrir Fulham.
Fyrirliðinn Roy Keane kemur inn í
liðið á nýjan leik eftir að hafa hvíld
tvo síðustu leiki en Paul Scholes
verður fjarri góðu gamni þar sem
hann er meiddur í nára. Giggs segist
mikill aðdáandi fyrirliðans Roy
Keane og segir hann ótrúlegan leið-
toga í liðinu. „Það er frábært að hafa
hann í sínu liði. Hann dregur vagn-
inn og hvetur menn stöðugt áfram.“
Titilbaráttan
galopin að
mati Giggs
Ryan Giggs
GUNNAR Pettersen, landsliðs-
þjálfari Norðmanna í handknattleik,
er í sjöunda himni eftir sigurinn á
Dönum í fyrrakvöld en Norðmenn
fögnuðu þar sigri, 35:28. Pettersen
hefur verið við stjórnvölinn hjá
Norðmönnum síðan 1978 og sigurinn
í fyrrakvöld telur hann vera þann
besta hjá liðinu undir sinni stjórn.
Danir voru með sitt sterkasta lið en
þjóðirnar eigast aftur við á sunnu-
daginn.
LARS Krogh Jeppesen, stórskytta
danska landsliðsins í handknattleik
sem leikur með Flensburg í Þýska-
landi, er sterklega orðaður við stór-
lið Barcelona en Börsungar vilja fá
Danann þegar samningur hans við
Flensburg rennur út næsta sumar.
MANCHESTER United er að und-
irbúa einnar milljónar punda tilboð í
kínverska táninginn Dong
Fangzhou. Leikmaðurinn, sem er 18
ára gamall og var til reynslu á Old
Trafford í síðasta mánuði, leikur
með Dalin Shide í heimalandi sínu.
Tveir Kínverjar leika með liðum í
ensku úrvalsdeildinni, miðjumaður-
inn Li Tie er hjá Everton og varn-
armaðurinn Sun Jihai er hjá Man-
chester City.
ENSKA knattspyrnan nýtur mik-
illa vinsælda í Kína og enn meiri eftir
að Kínverjar eignuðust leikmenn í
úrvalsdeildinni þar á landi. Meira en
100 milljónir manna fylgdust til að
mynda með beinni útsendingu í sjón-
varpi frá viðureign Everton og Man-
chester City 1. janúar síðastliðin þar
sem þeir Tie og Jihai öttu kappi hvor
við annan.
WERDER Bremen hefur bæst í
hóp þeirra liða sem vilja fá tyrkneska
landsliðsmanninn Alpay, sem var
leystur undan samningi við Aston
Villa á dögunum – eftir að hann
sýndi David Beckham, fyrirliða
enska landsliðsins, óvirðingu í lands-
leik á dögunum. Klaus Allofs, tækni-
legur ráðgjafi hjá Werder, staðfesti
þetta í viðtali við blaðið Kicker.
Hertha Berlín, Hamburger SV og
Mönchengladbach höfðu áður sýnt
Alpay áhuga.
FÓLK
Hörður til HK
HÖRÐUR Fannar Sigþórs-
son, línumaður og varn-
armaðurinn sterki hjá Þór á
Akureyri, er genginn til liðs
við Kópavogsliðið HK.
Hörður Fannar er 21 árs og
kemur til með að styrkja
hóp HK-manna, sem eiga
framundan tvo erfiða leiki í
Evrópukeppninni – gegn
sænska liðinu Drott.
ORRI Freyr Hjaltalín framherji
Þórsara kemur líklega til að leika
með Grindvíkingum í úrvalsdeild-
inni næsta sumar. Jónas Þórhalls-
son formaður knattspyrnudeildar
Grindavíkur sagði við Morgunblað-
ið í gær að Grindvíkingar væru
búnir að setja sig í samband við
Orra og hlutafélagið Mjölni, sem
Orri er samningsbundinn, um kaup
á leikmanninum og sagðist Jónas
vongóður um að samningar næð-
ust. Óðinn Árnason var eins og
Orri leikmaður Þórs og samnings-
bundinn Mjölni þar til Grindvík-
ingar keyptu upp samning hans
fyrir síðasta tímabil.
Tveir Færeyingar í sigtinu
Grindvíkingar hyggjast styrkja
lið sitt með fleiri leikmönnum og
horfa þeir til Færeyja í því sam-
bandi. Jakob á Borg, leikmaður
Klakksvíkur, og Hjaltgrim Eltör
hjá B-36, báðir landsliðsmenn, eru
efstir á óskalistanum að sögn Jón-
asar Þórhallssonar og hefur Ingv-
ar Guðjónsson framkvæmdastjóri
Grindvíkinga farið tvívegis út til
Færeyja til viðræðna við leikmenn-
ina og forráðamenn liðanna sem
þeir leika með en þeir eru báðir
samningsbundnir sínum félögum.
Orri Freyr á leið frá
Þór til Grindvíkinga