Morgunblaðið - 01.11.2003, Síða 58

Morgunblaðið - 01.11.2003, Síða 58
ÓHÆTT er að telja Leonciemeð óvenjulegri og um-deildari listamönnumlandsins. Hún hefur lengi notað listamannsnafnið Indverska prinsessan, eða „Indian Princess Leoncie“, en lagði það heiti nýlega á hilluna og notar nú nafnið „Icy Spicy Leoncie“, sem ekki er heiglum hent að þýða á góðu móti yfir á íslensku – nema þá kannski „Ískryddið“. Nafnið vísar þó til þess að hún er enn söm við sig, og syngur ögrandi, hressa og eggjandi texta um allt milli himins og jarðar. Hún segist hafa hætt að kalla sig indversku prinsessuna þegar jafnvel hennar eigin móðir sagði hana ekki líta út eins og Indverja. „Það er búið núna. Ég ætla bara að vera ég sjálf,“ segir Leoncie. „Fólk kemur oft að mér og spyr hvort ég sé í raun prinsessa. Og já, ég er algjör prinsessa en ég ætla ekki að vera indverska prinsessan. Ég er bara Leoncie, „Icy Spicy“ Leoncie frá Íslandi.“ Frá Góa til Sandgerðis Við setjumst niður í eldhúskrók- num á heimili hennar í Sandgerði. Hún er eins og hún á að sér að vera. Pilsið er stutt og hálsmálið á skyrt- unni er flegið. Andlitið er vandlega málað, mikið lagt í hárgreiðsluna og hún tiplar fimlega um heimilið á háum hælum brosandi sínu skæra og breiða brosi. Hún hafði verið að blaða í tímariti um fjölbragðaglímu þegar mig bar að garði: „Ég er sjálf glímukappi – lærði að glíma þegar ég bjó í Kanada.“ Leoncie býður mér hressingu og ég þigg vatnssopa. Hún fær sér líka vatn, segist halda mikið upp á ís- lenska vatnið, og setur rör í glasið sitt. Hún drekkur alltaf með röri til að halda varalitnum á sínum stað. Leoncie fæddist á Indlandi, í Góa-héraði sem er miðstöð vest- rænna tónlistaráhrifa í indverskri tónlistarmenningu. Mikil tónlist var á heimili Leoncie og faðir henn- ar hafði tónlistina að aðalstarfi. „Faðir minn kenndi mér á píanó og örlítið á gítar en ég hafði mestan áhuga á píanóinu – fingurnir hrein- lega léku um lyklaborðið.“ Strax sem stelpa fór Leoncie að ferðast með föður sínum og tróð upp með honum víða. Ung fór hún síðan til Englands í nám við Trinity Col- lege of Music í Lundúnum. Hún vill samt ekki segja mér hve- nær eða hvað hún var gömul: „Ég ætla ekki að nefna tölur. Ég ræði aldrei tölur í nokkru viðtali. Þær koma ekki að neinu gagni – nema kannski til að vinna í lottó.“ Eftir námið í Eng- landi fór hún á flakk með hljómsveit sinni, The Minstrels, sem var meðal annars skipuð föður hennar og bróður. „Við spiluðum popptónlist og vor- um ansi góð. Pabbi var á saxófón og trompet, bróðir minn á píanó og ég söng. Því söngurinn gefur mér frelsi til að hreyfa mig. Ég er frjálslega Leoncie, villt og frjáls,“ grínast hún. Tónlistin hefur gert Leoncie kleift að ferðast til fjölda landa og bjó hún meðal annars langdvölum á Englandi og í Danmörku og talar ágæta dönsku með ekta dönskum hreim. En á endanum hafnaði hún á Íslandi. Þar giftist hún honum Viktori sínum. „Ég kom til Íslands til að syngja í Glæsibæ. Ég kom ekki hingað til að giftast Viktori enda er tónlistin stóra ástin í lífi mínu. Ég vildi samt alltaf giftast evrópskum manni. Ég hafði aldrei áhuga á indverskum mönn- um.“ Hún bætir við hlæjandi: „Og ég vildi heldur alls ekki indverska tengdamóður.“ Afkastamikil og á eigin fótum Leoncie á fjórar plötur að baki og kom sú fyrsta, My Icelandic Man, út 1985. Því næst var Story From Bro- oklyn og þriðja plata Leoncie var Love Messages From Overseas. Á þeirri plötu var lagið „Hún er óvið- jafnanleg“ og segir Leoncie frá því hvernig fjöldi fólks setti sig í sam- band við hana eftir að hún flutti lagið í þætti Hemma Gunn, og gerir jafnvel enn. „Ég hef fengið mikið af tölvupósti, þá sérstaklega frá konum. Þegar þær eru í einhverri lægð og heyra þetta jákvæða lag, þá líður þeim betur. Ég hef jafnvel fengið símtöl frá fólki sem hefur beðið mig að kenna þeim að öðl- ast meira sjálfsöryggi. Það hugsar sem svo: „Fyrst Leoncie getur þetta, af hverju getum við það ekki líka?“ Við Leoncie stökkvum úr einu í annað, en þrátt fyrir þetta framhjá- hlaup gleymir hún ekki að segja mér frá fjórðu plötu sinni, Sexy Loverboy. Á þeirri plötu var hið umtalaða lag Leoncie „Hæ ástin“ þar sem fyrir kemur svohljóðandi textabútur: ég lofa þér að nudda þig og gefa þér full- nægingu, -sæti. Leoncie veit alveg hvað ég er að fara þegar ég segi að margir hafi ef- laust sperrt eyrun við þessa línu. En hún segir það misskilning að um Einn allra heitasti smellurinn í dag heitir „Ást á pöbbnum“ og er hugarsmíð söngkonunnar Leoncie – eða „Icy Spicy“ eins og hún kýs nú að vera kölluð. Lagið er að finna á nýútkominni plötu sem heitir Radio Rapist/ Wrestler og ræddi Ásgeir Ingvarsson við hana af því tilefni. Icy Spicy Leoncie gefur út sína fimmtu plötu „Heitasta poppleyndarmál Íslands“ 58 LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ HUGSAÐU STÓRT EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Miðasala opnar kl. 13.30 Sýnd kl. 2, 4 og 6. með ísl. tali. Miðav erð kr. 50 0 BRJÁLUÐ BÍÓUPPLIFUN!  Kvikmyndir.com Skonrokk FM909 HJ MBL „Snilldarverk“ HK DV „Brjálæðisleg Kvikmynd“ 4. myndin frá Quentin Tarantino Sýnd kl. 8 og 10.30. B.i. 12. 3D gleraugu fylgja hverjum miða l l j j i Sýnd kl. 2, 4 og 6. Sýnd kl. 2, 4, 6, 8, 10 og geggjuð grínsýning kl. 12. B.i. 10 ára. kl. 3.30, 6, 8.30 og 11. B.i. 16. Sýnd kl. 5.30, 8, 10.30 og powersýning kl. 12. B.i. 16. YFIR 20 000 GESTIR Powersýningkl. 12. Kl. 8. B.i. 16. Sýnd kl. 2.með ísl. tali. Geggjuðgrínsýningkl. 12. j í i l. . TOPP MYND IN Í USA! Stærsta grínmynd ársins! FRUMSÝNING Þú deyrð úr hlátri enn og aftur! Stærsta október opnun allra tíma í USA!  ÞÞ FBL „Frábær mynd“ Miðav erð kr. 50 0 Yfir 20.000 gestir Sýnd kl. 8. B.i. 16 ára.Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 10 ára. Sýnd kl. 10.10. B.i. 16 ára. 4 myndin fráQuentin Tarantino BLÓÐBAÐIÐ ER BYRJAÐ Sýnd kl. 2, 4 og 6. Skonrokk FM909  Kvikmyndir.com HJ MBL „Snilldarverk“ HK DV „Brjálæðisleg Kvikmynd“ „Frábær mynd“  ÞÞ FBL Þú deyrð úr hlátri enn og aftur! Stærsta október opnun allra tíma í USA! FRUMSÝNING Sýnd kl. 2 og 4.. Stærsta grínmynd ársins! TOPP MYNDIN Í USA! Miðav erð kr. 50 0 3D gleraugu fylgja hverjum miða l l j j i Yfir 20.000 gestir Hún hitti hann á pöbb eitt kvöld á Country pub í Reykjavík Hún starði á hann mjög ákveðinn Hann glápti á móti dauðadrukkinn Hún kinkaði kolli og blikkaði hann Hann var dáleiddur af allann Vodkann Hann fór til hennar og sagði hvar hann var frá Hún sagði „Veistu hvað?“ Við höfum sameiginlegt því við komum bæði frá Kópavogi Ást á pöbbnum Ást á pöbbnum, þau féllust í ást á pöbbnum Nú grætur hann – Hann átti að kynnast henni fyrst Hún eyðir öllu hans fé. Hann sparar ekki neitt Hann vildi kaupa hús, en hann á varla fyrir öl krús Til að gera allt verra hann missti vinnuna í staðinn að vinna fór hann norður með henni Hún dróg hann til Akureyrar Þau dönsuðu línudans fram til klukkan 3 Syngjandi... við komum bæði frá Kópavogi. Glímukóngurinn Leoncie: „Ég er bara Leoncie, „Icy Spicy“ Leoncie frá Íslandi“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.