Morgunblaðið - 04.11.2003, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 04.11.2003, Blaðsíða 19
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 2003 19                        1    #    1            !  4    $    7(  8 -                 !"#$ %& 999( (  www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13,SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 Traust þjónusta í 20 ár Með kveðju. Hákon, sími 898 9396. HÖFUM KAUPENDUR AÐ EFTIRTÖLDUM EIGNUM Raðhúsi á einni hæð í Lindahverfi, allt að 23 millj. Raðhúsi í Mosfellsbæ á einni hæð, allt að 14,0 millj. 4ra herb. íbúð í Grafarvogi, allt að 13,0 millj. Sérbýli í Smáíbúðahverfi/Hvassaleiti, allt að 29 millj. Raðhúsi á þremur hæðum í 108 Rvík. allt að 15,0 millj. Rað- eða parhúsi í 111 Rvík. allt að 22 millj. Sérbýli Álftanesi, Garðabæ, Hafnarfirð,i allt að 22,0 millj. Sérhæð í 107 Rvík. 3-4 svefnherb., allt að 18,0 millj. Áhugasamir vinsamlega hafið samband og ég mun fúslega veita nánari upplýsingar. ÓSKA EFTIR LÚXUS ÍBÚÐ Í LYFTUHÚSI Nánari uppýsingar veitir Magnús Einarsson hjá Heimili fasteignasölu í síma 898 5688 eða 530 6500 sími 530 6500 Finnbogi Hilmarsson löggiltur fasteignasali Opið mán.- fös. frá kl. 9-17 Hef verið beðin um að leita að vandaðri, minnst 100 fm, íbúð, 3ja-5 herbergja á svæði 101, 104, 105, 103 eða 108. Fjársterkir kaupendur og góðar greiðslur. Verðhugmynd 20-30+ milljónir.Magnús Einarsson, sölumaður Kópavogi | Nokkur styr hefur staðið um fyrirhug- að deiliskipulag Lundar- svæðis í Fossvogsdal og hafa fulltrúar minnihlut- ans í bæjarstjórn Kópa- vogs lýst yfir áhyggjum sínum af viljaleysi bæjar- yfirvalda til að auka svig- rúm til umsagnar. Á Lundarsvæðinu eiga að rísa átta háhýsi sem munu hýsa um þrettán til fjór- tán hundruð íbúa. Áhugahópur um betri Lund heldur í kvöld klukkan 20 kynningarfund í Snælandsskóla þar sem rýnt verður í fyrirhugaðar framkvæmdir á svæð- inu og þá ágalla sem á þeim eru taldir. Innlegg verða frá íbúum í nágrenni Lundar, arkitektum, skipulagsfræð- ingum og bæjarfulltrúum og eru íbú- ar Kópavogs hvattir til að taka upp- lýsta afstöðu til skipulags svæðisins. Hannes Þorsteinsson er einn af forsvarsmönnum Samtaka um betri Lund. Hann segir samtökin vera þverpólítísk og alls ekki beint gegn bæjaryfirvöldum, heldur gegn þess- um tilteknu hugmyndum, sem séu meingallaðar. Hannes telur margt hafa betur mátt fara í kynningarferl- inu og því hvernig deiliskipulag Lundar hefur verið samþykkt. „Allt ferlið hefur verið nokkuð furðulegt og ekki alveg samkvæmt hugmynda- fræði staðardagskrár 21 sem hvetur til samráðs við íbúa í sveitarfélaginu. Það eru stórir gallar á fyrirhuguðu skipulagi og byggingunum sem eiga að rísa þarna. Í fyrsta lagi eru þær risastórar, um fimmtíu metrar, sem er ekki í neinu samræmi við byggðina í kring og myndar gríðarlega skugga á annars fallegu svæði. Byggingarnar rísa ofan í lægð, en engu að síður ná þær í sömu hæð og Hamraborgin og útvarpshúsið í Efstaleiti. Þetta er gríðarleg hæð. Gallar þessarar hugmyndar eru mýmargir, þar má nefna skerðingu útsýnis, aukningu á hávaða, loftmeng- un og umferðarálagi sem ekki er á bætandi. Vindskilyrði breytast einnig auk þess sem mik- il fjölgun verður í Snælandsskóla. Hér er um að ræða misnotkun á hugtakinu „þétt- ing byggðar.“ Það er ekki fyrir mikil eftirspurn eftir fjölbýlishúsnæði í Kópavogi, en þeim mun meiri eftirspurn eftir lágreistari rað- og parhúsum. Ofan á allt saman er há- vaðamengunin talin slík að nauðsyn- legt er að hafa vélknúna loftræstingu, sem getur reynst gróðrarstía sýkla og heilsuvandamála ef henni er ekki haldið fullkomlega við.“ Skyndileg umskipti Hannes segir það furðulega tilvilj- un að skipulagsnefnd Kópavogs hafi einmitt mótmælt áformum Reykja- víkurborgar um byggingu fjölbýlis- húss við Suðurhlíð 38 í jan- úar í fyrra. „Það hús átti að vera langtum lægra en þau sem nú rísa, einungis um tólf metrar eða svo, en nú kannast bæjaryfirvöld ekk- ert við slíkt og vilja byggja sem hæst á þessu fallega svæði. Það er líka furðulegt að allar fundargerðir skipu- lagsnefndar eru aðgengi- legar á Netinu nema fund- argerð númer 976 frá 15. janúar 2002, þar sem þessi mótmæli koma fram. Í ályktun skipulagsnefnd- ar sagði m.a. „Skipulagsnefnd telur ljóst að fyrirhuguð byggð á þessum stað sé of háreist með tilliti til byggð- ar í nágrenninu og spilli útivistar- svæðinu.“ Og núna vilja þeir byggja átta fimmtíu metra háa risa í miðjum Fossvoginum.“ Hannes segir að þegar um sé að ræða svo verðmætt svæði eins og Lundarsvæðið hefði að minnsta kosti átt að fara fram hugmyndasam- keppni. „Við viljum ekki fá aðra Hamraborg. Það hefði verið lágmark að sjá hvaða hugmyndir fólk hefði um þetta í stað þess að ryðjast strax á eina.“ Hannes hvetur íbúa Kópavogs til að mæta í Snælandsskóla í kvöld og kynna sér málið betur. Áhugahópur um betri Lund heldur kynningarfund TENGLAR ..................................................... http://betrilund.klaki.net http://www.lundur.net Hannes Þorsteinsson Illa staðið að samráði Tölvumynd af Lundarhverfinu séðu innan úr Fossvogsdal. LEIKLISTARHÁTÍÐ Listar án landamæra verður í Borgarleikhúsinu kl. 20 í kvöld. Þátttakendur eru um 90 úr Perlunni, M.A.S., Tjarnarhópnum, Leikfélaginu Sólheimum og úr leikhóp frá Fjölbrautaskóla Garðabæjar. Leikhópurinn Perlan sýnir tvö leikatriði í leikstjórn Sigríðar Eyþórsdóttur, Ef þú bara giftist, úr Gísl eftir Brendan Behan og Vor, eftir Stein Steinarr með tónlist eftir Mána Svavarsson. Einnig munu þau sýna dans- verkið Rómantíka eftir Láru Stefánsdóttur og í því atriði er meðdansari Perlunnar Kol- brún Anna Björnsdóttir. Perlan hélt upp á 20 ára leikafmæli sitt í mars sl. með veglegri yf- irlitssýningu í Iðnó. Perlan hefur komið víða fram á leikferlinum, svo sem í sjónvarpi, á ráðstefnum, hjá félögum og félagasamtökum, styrktarskemmtunum, skólum og listahátíð- um og farið sjö leikferðir til útlanda. List- rænn leiðbeinandi og framkvæmdastjóri Perlunnar frá upphafi hefur verið Sigríður Eyþórsdóttir en verndari leikhópsins er Björk Guðmundsdóttir. Leikfélag Sólheima mun sýna þrjú atriði úr leikritinu Sólstafir, sögur frá Sólheimum sem frumsýnt var síðastliðið vor. Við sköpun þess var farin sú leið að spinna út frá lífs- reynslusögum og minningabrotum íbúa á Sól- heimum. Haldinn var hugarflugsfundur í Sesseljuhúsi í upphafi ársins þar sem þeir voru hvattir til að koma með hugmyndir og lífsreynslusögur með það í huga að búa til úr þeim leikrit. Eftir þann fund var byggður grunnur að leikritinu en síðan fékk það að þróast og vaxa undir leikstjórn Margrétar Ákadóttur og á leiðinni bættust margar lífs- reynslusögur í safnið. Leikfélag Sólheima er 72 ára og eitt elsta áhugamannaleikfélag landsins. M.A.S.-leikflokkurinn mun flytja verkið Stutt mærðarspil um Píramus og Þispu hans, mjög sorglega gamansögu úr Draumi á Jóns- messunótt eftir William Shakespeare. Leik- þátturinn er í leikstjórn Ingólfs Níelsar Árnasonar og var það frumsýnt í júní sl. á Íslandi og á leiklistarhátíð í Svíþjóð. M.A.S. tengist handverkstæðinu Ásgarði og þetta er í annað sinn sem leikhópurinn tekst á við Shakespeare en síðast var það sjálfur Hamlet sem glímt var við. Tjarnarhópurinn mun flytja atriði úr leik- ritinu Jólaævintýri eftir Jón Gunnarsson, einn félaga í hópnum. Þau munu einnig syngja lag Línu langsokks úr samnefndu leikriti eftir Astrid Lindgren, en það leikrit setti hópurinn upp síðastliðinn vetur. Þá munu þau syngja lagið Veröldin er full af vondum siðum sem var samið fyrir þau og lesa ljóð, frumsamin og eftir þjóðskáldin. Tjarnarhópurinn er skipaður hressum krökk- um um tvítugt, sem flest fengu leiklist- arbakteríuna í framhaldsskólunum sínum. Þau eiga sameiginlegan brennandi áhuga á leiklistinni og hittast vikulega í Iðnó til að fá útrás fyrir sköpunargleðina. Leikstjórar hópsins eru Guðlaug María Bjarnadóttir og Guðný María Jónsdóttir. Leikhópur af starfsbraut Fjölbrautaskóla Garðabæjar mun flytja atriði úr leikgerð sinni á barnasögunni um Tótu Tætibusku sem hópurinn er að vinna að og frumsýnt verður í desember nk. Leikstjóri er Sigrún Sól Ólafsdóttir en Pálmi Sigurhjartarson er tónlistarstjóri og leikur á píanó í sýningunni. Nú er enn meiri áhersla en áður hefur tíðk- ast hjá hópnum á ytri umgerð, og eru nem- endur í fatahönnun í FG að vinna með leik- hópnum að leikmynd og búningum. Nú er stefnt að því að sýna verkið nokkrum sinn- um, og verður leikskólum boðið að koma á sýninguna. Í maí sl. samdi leikhópurinn og setti upp leikritið Sögur úr daglegu lífi en önnur verkefni hans hafa verið leikgerð á Rómeó og Júlíu eftir Shakespeare og frum- samið jólaleikrit, Leitin að jólaskrautinu. Kynnar á leiklistarhátíðinni í Borgarleik- húsinu eru Magnús Korntop og Björgvin Franz Gíslason Listahátíðin List án landamæra er haldin í tilefni Evrópuárs fatlaðra 2003 og 10 ára af- mælis Átaks, félags fólks með þroskahömlun. Átak, í samstarfi við Landssamtökin Þroska- hjálp, Fjölmennt, fullorðinsfræðslu fatlaðra, Sérsveit Hins hússins og vinnustofuna Ás- garð, stendur fyrir hátíðinni þar sem list- sköpun fólks með þroskahömlun er í brenni- depli. Nú þegar hafa um fjórir tugir viðburða litið dagsins ljós á List án landamæra, í Reykjavík, á Akureyri og á Sólheimum í Grímsnesi. List án landamæra í Borgarleikhúsinu Morgunblaðið/Golli Tvinnuð eru saman stutt leikatriði undir slagorðinu „List án landamæra“. Flytjendur eru Perlan, Leikfélag Sólheima og leikhópar frá Ásgarði, Borgarholtsskóla og Fjölbrautaskóla Garðabæjar. Leikhópar fatlaðra hittast og skemmta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.