Morgunblaðið - 04.11.2003, Side 41

Morgunblaðið - 04.11.2003, Side 41
SKÁK MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 2003 41 INDVERSKI ofurstórmeistarinn Viswanathan Anand sigraði á heims- meistaramótinu í atskák sem lauk í Frakklandi sl. föstudag. Þetta var eitt sterkasta atskákmót sem haldið hefur verið, en meðal keppendanna sextán voru ellefu af tólf sterkustu skákmönnum heims. Sá eini sem vantaði í hópinn var Gary Kasparov, en hann átti titil að verja og sigraði í þessari keppni í fyrsta skipti sem hún var haldin árið 2001. Anand sigraði Vladimir Kramnik í úrslitum keppninnar 1½–½. Sigur Anands kemur í kjölfar prýðilegs árangurs hjá honum að undanförnu. Hæfileikar Anands eru óumdeildir. Hann er eldsnöggur að átta sig á lyk- ilþáttum stöðunnar og útreiknings- hæfileikar hans eru annálaðir. Engu að síður mátti engu muna að hann kæmist ekki áfram úr undankeppn- inni eftir tap fyrir langsterkustu skákkonu okkar tíma, Judit Polgar. Það þýddi að í lokaumferð undan- keppninnar þurfti hann að sigra heimsmeistarann fyrrverandi, Anat- oly Karpov, sem hafði átt afleitt mót. Karpov reyndist hins vegar ekki auð- veldur andstæðingur. Hann virtist jafnvel ætla að ná að innbyrða sinn fyrsta vinning á mótinu með hrók og peð á móti þremur peðum Anands. Frípeð Anands reyndust þó hættuleg og í 59. leik missti Karpov af jafn- teflisleið. Anand rataði þó ekki bein- ustu leið að vinningnum og það tók hann 98 leiki að knésetja Karpov og tryggja sér sæti í fjórðungsúrslitum. Þar mætti hann Ruslan Ponomariov og sigraði 1½–½. Í undanúrslitum tefldi Anand síðan við Peter Svidler og átti í erfiðleikum með að hrista Rússann sterka af sér, en eftir hrað- skákir sigraði Anand 2½–1½. Á sama tíma sigraði Vladimir Kramnik landa sinn, hinn unga Alexander Grischuk, 2–0 í hinu einvígi undanúrslitanna. Úrslitin voru því hreint draumaein- vígi á milli þeirra Anands og Kram- niks. Fyrri skákinni lauk með jafn- tefli, og sú síðari reyndist úrslitaskákin þar sem Anand náði að knýja fram sigur. Hjörvar Steinn með flesta vinninga á HM ungmenna Heimsmeistaramóti ungmenna lauk á sunnudaginn í Halkidiki á Grikklandi. Hjörvar Steinn Grétars- son (1.355) fékk flesta vinninga ís- lensku keppendanna eða 6½, en hann keppti í flokki drengja 10 ára og yngri, en keppt var í aldursskiptum flokkum drengja og stúlkna. Árang- ur Hjörvars er í raun enn glæsilegri en vinningarnir segja til um því hann mætti mjög sterkum andstæðingum. Vinningafjöldi íslensku skákmann- anna: Hjörvar Steinn (U10) 6½ v. Dagur Arngrímsson (U16) 6 v. Guðmundur Kjartansson (U16), Svanberg Már Pálsson (U10) 5½ v. Björn Ívar Karlsson (U18) 5 v. Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir (U14) 4½ v. Helgi Brynjarsson (U12) 4 v. Elsa María Þorfinnsdóttir (U14) 3 v. Þessir fulltrúar Íslands komu úr fjórum taflfélögum sem geta verið stolt af sínu barna- og unglingastarfi. Fjórir keppendanna eru úr Tafl- félaginu Helli, tveir úr Taflfélagi Reykjavíkur, einn úr Taflfélagi Garðabæjar og einn úr Taflfélagi Vestmannaeyja. Fararstjórar í ferðinni voru Helgi Ólafsson, stórmeistari og skólastjóri Skákskóla Íslands, Páll Sigurðsson og Lenka Ptácníková, stórmeistari kvenna. Nikolic efstur á Mjólkurskákmótinu Íslensku keppendurnir á stór- meistaramótinu á Selfossi hafa ekki náð að blanda sér í toppbaráttuna á mótinu þegar fjórum umferðum af níu er lokið. Þeir eru báðir með einn vinning. Þröstur (2.444) vann það ágæta afrek að gera jafntefli með svörtu við ofurstórmeistarann Ivan Sokolov (2.695) í annarri umferð mótsins. Þótt Sokolov fengi betra tafl út úr byrjuninni náði hann aldrei að skapa sér vinningsfæri og Þröstur tryggði sér jafnteflið á skemmtilegan hátt. Staðan í meistaraflokki: 1. Predrag Nikolic 3½ v. 2.-4. Vladimir Malakhov, Franc- isco Vallejo Pons, Ivan Sokolov 3 v. 5. Viktor Bologan 2½ v. 6. Laurent Fressinet 2 v. 7.-9. Þröstur Þórhallsson, Jonath- an Rowson, Hannes Hlífar Stefáns- son 1 v. 10. Nick deFirmian 0 v. Í áskorendaflokki er Stefán Krist- jánsson von okkar Íslendinga um verðlaunasæti, en staðan er þessi eft- ir fjórar umferðir: 1.-3. Tomas Oral, Stefán Krist- jánsson, Luis Galego 3½ v. 4.-5. Henrik Danielsen, Jan Vot- ava 2½ v. 6.-9. Regina Pokorna, Ingvar Þór Jóhannesson, Tómas Björnsson, Ró- bert Harðarson 1 v. 10. Jón Árni Halldórsson ½ v. Bandaríski stórmeistarinn Nick deFirmian (2.553) hefur ekki átt sjö dagana sæla fyrir austan fjall. Í þriðju umferð var hann fórnarlamb spænska stórmeistarans Francisco Vallejo Pons (2.662), sem sigraði á glæsilegan hátt. Hvítt: deFirmian Svart: Vallejo Pons Sikileyjarvörn 1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 e5 6. Rdb5 d6 7. a4 – Hvítur velur mjög rólega leið, sem færir svarti strax frumkvæðið í skák- inni. Oftast er leikið hér 7. Bg5 a6 8. Bxf6 gxf6 9. Ra3 b5 o.s.frv. 7. – a6 8. Ra3 Bg4 9. f3 Be6 10. Be3 – Eftir 10. Bc4 Db6 er hvítur í óþægilegri stöðu, t.d. 11. Rd5 (11. b3 Be7 12. Bxe6 fxe6 13.Rc4 Dd4 14.Bd2 d5) 11. – Bxd5 12. exd5 Re7 13. Dd3 Rexd5 o.s.frv. (Bremond-Degraeve, L’Etang 2001). 10. – Rb4 11. Rc4 d5 12. Bb6 De7 13. exd5 Rbxd5 14. Rxd5 Rxd5 15. Bf2 Hd8 16. Dd2 – Nýr leikur. Þekkt er 16. Dc1 Dc7 17. c3 Bc5 18. b4 Bxf2+ 19. Kxf2 0–0 20. a5 e4 21. Re3 exf3 22. Rxd5 Bxd5 23. g3 Hfe8 24. Bd3 Bc4 og svartur vann 0–1 (Müller-Babula, Þýskalandi 1998). 16. – Rb4 17. Dc3 Dg5! 18. Hd1 – 18. – Rxc2+!! Þruma úr heiðskíru lofti! 19. Dxc2 Bb4+ 20. Rd2 – Ekki gengur 20. Ke2 (20. Hd2 Bxc4 21. Bxc4 Hxd2) 20. – Bxc4+ 21. Dxc4 Hd2+ 22. Ke1 Hxd1+ 23. Kxd1 Dd2+ mát. 20. – Bf5 21. Dc1 Hc8 22. Da1 – Eða 22. Bc4 Bd3 23. Bb5+ (23. b3 Hxc4! 24. Dxc4 (24. bxc4 Dxg2 25. Hg1 Dxf3 26. Hxg7 De2+ mát) 24. – Bxc4 25. bxc4 0–0) 23. – Ke7 24. Dxc8 Hxc8 25. Bxd3 Hc1 26. 0–0 Bxd2 og svartur á mun betra tafl. 22. – Bc2 23. h4 Df4 24. g3 – Eftir 24. Ke2 Hd8 25. Re4 (25. Be3 Bd3+ 26. Kf2 Dxe3+! 27. Kxe3 Bc5+ mát) 25. – Hxd1 26. Dxd1 Bxd1+ 27. Kxd1 f5 á svartur unnið tafl. 24. – Dxf3 25. Hh2 – Eða 25. Bb5+ axb5 26. 0–0 Bxd2 27. Hxd2 Be4 28. Be1 Dh1+ 29. Kf2 Dg2+ 30. Ke3 Dxf1 o.s.frv. 25. – De4+ 26. Be2 Bxd1 27. Dxd1 Hd8 og hvítur gafst upp. U-2000-mótið 2003 U-2000-mótið hófst á sunnudag í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12. Þetta er skemmtilegt mót sem aðeins er opið skákmönnum sem hafa minna en 2.000 skákstig, og er því stílað inn á áhugamennina. 28 skákmenn hófu keppni, en enn er hægt að komast inn í mótið. Áhuga- sömum er bent á að hafa samband við Torfa í síma 697 3974, eða Rík- harð í síma 896 3969. Lokaskráning er í dag og frestaðar skákir verða tefldar í kvöld. Úrslit urðu öll eftir bókinni í fyrstu umferð nema hvað að Bergsteinn Már Gunnarsson, 12 ára, náði jafn- tefli við Viðar Másson (1.450). Einnig náði Ingi Tandri Traustason jafntefli við Sigurjón Haraldsson (1.785). Movsesjan sigrar í fjöltefli Stórmeistarinn Sergej Movsesjan tefldi nýlega klukkufjöltefli í boði Kögunar hf. við suma af þeim fjöl- mörgu efnilegum krökkum sem æfa skák hjá Taflfélaginu Helli. Movsesj- an sigraði í öllum skákunum, 10 að tölu. Nokkrir af efnilegustu skák- mönnum Hellis voru þó fjarri góðu gamni á heimsmeistaramóti barna og unglinga. Anand heimsmeistari í atskák SKÁK Cap d’Agde, Frakklandi HEIMSMEISTARAMÓTIÐ Í ATSKÁK 24.–30. okt. 2003. Morgunblaðið/SverrirViswanathan Anand Daði Örn Jónsson Bragi Kristjánsson dadi@vks.is FRÉTTIR Suðurlandsbraut 54 við Faxafen, 108 Reykjavík. Sími 568 2444, fax 568 2446. Ingileifur Einarsson lögg. fasteignasali. 4ra herbergja íbúð á efstu hæð við Brávallagötu. Parket á gólfum. Eldhús, baðherbergi og gluggar nýlega endurnýjað. Getur losnað strax. Þetta er góð íbúð í góðu húsi á góðum stað. Verð 15,9 millj. BRÁVALLAGATA LÖGREGLUNNI í Reykjavík var tilkynnt um 38 umferðaróhöpp með eignatjóni um helgina. Einhver meiðsl urðu á fólki en ekki er vitað til þess að þau hafi verið alvarleg. Síðdegis á föstudag var bifreið ekið á vegg á þvottaplani í austurborginni. Hálka var á plan- inu og missti ökumaður stjórn á bif- reiðinni með þeim afleiðingum að hún lenti á vegg sem geymir þvotta- slöngur, kústa og krana. Þar sat bif- reiðin föst í vatnsrennu og varð dráttarbíll að fjarlægja hana. Rétt fyrir miðnætti á föstudag fór bifreið útaf á vegamótum Reyn- isvatnsvegar og Biskupagötu. Bif- reiðinni var ekið eftir Reynisvatns- vegi og beygði inn á Biskupagötu. Ökumaður náði ekki beygjunni og lenti bifreiðin út fyrir veg. Flughált var í beygjunni en vegurinn annars auður. Um miðjan dag á laugardag varð árekstur tveggja bifreiða á Hringbraut, móts við BSÍ. Ökumenn kenndu báðir eymsla í hálsi og ætl- uðu sjálfir að leita til læknis. Á laug- ardagskvöld varð ökumaður fyrir því óhappi að snúa kveikjuláslykli aðeins of langt þegar hann ætlaði að kveikja á útvarpinu, svo bifreið hans hökti af stað og lenti á hurðaropi bónstöðvar. Um helgina var 51 ökumaður kærður fyrir of hraðan akstur, sá sem hraðast fór mældist á 139 km hraða í Ártúnsbrekkunni þar sem leyfilegur hraði er 80 km á klukku- stund. Þrettán ökumenn voru tekn- ir, grunaðir um ölvun við akstur. Dýr drepast úr kulda Nokkuð var um tilkynningar vegna dýra um helgina þar sem kólnað hefur í veðri. Lögreglunni barst ábending um dauðan kött sem frosinn var fastur við göngustíg á Miklatúni og einnig fundust dauðar kanínur í kofa í Grafarvogi en talið er að kanínurnar hafi króknað úr kulda. Á föstudagskvöld tilkynnti starfs- maður kaffihúss í austurborginni að gestur hefði gleymt veski á staðnum. Reynt var að hafa upp á eiganda en í ljós kom að í veskinu voru nokkur greiðslukort með mismunandi nöfn- um. Hringt var í handhafa eins kortsins en þá kom í ljós að kortið var stolið. Líklegt þykir að önnur kort í veskinu hafi einnig verið illa fengin. Nokkur hópamyndun unglinga var fyrir framan félagsmiðstöð í Breiðholtinu á föstudagskvöld. Lög- regla fór tvisvar á staðinn vegna þessa og gerði m.a. upptækan eld- húshníf sem einn viðstaddra hafði meðferðis. Rétt eftir miðnætti var maður staðinn að þjófnaði á veitingahúsi í miðborginni. Maðurinn viðurkenndi að hafa komið með klippur og klippt á lás í vínherbergi staðarins. Hafði hann meðferðis tóma skjalatösku og er talið líklegt að hann hafi ætlað að geyma þýfið í henni. Eftir miðnætti var lögregla kölluð til í gleðskap þar sem ung stúlka reyndi að kaupa áfengi út á debet- kort systur sinnar. Stúlkan hafði ekki aldur til áfengiskaupa og neit- aði að sýna eigin skilríki, en lög- reglan fann út nafn hennar. Brenndist á heimili sínu Á laugardag höfðu eigendur þriggja bíla samband við lögreglu til að tilkynna að bifreiðum þeirra hefði verið stolið um nóttina. Tveimur bif- reiðanna var stolið í Breiðholti en einni af bílasölu í Ártúnsbrekku. Þá hringdi maður á lögreglustöð- ina og sagðist hafa týnt seðlaveski. Hann var að setja vörur í bifreið sína, setti veskið upp á þak bílsins og sá það ekki meir. Seinna sama dag hringdi maður sem fundið hafði veskið og kom því til eiganda. Síðdegis á laugardag fóru lögregla og slökkvilið í útkall í austurborginni vegna manns sem brenndist á heim- ili sínu. Maðurinn hafði verið að láta renna í bað þegar hann missteig sig og féll í baðið. Hann var fluttur á slysadeild með 2. stigs brunasár á sitjanda og olnboga. Á laugardagskvöld fékk lögregla tilkynningu um landasölu til barna fyrir utan verslunarmiðstöð í aust- urborginni. Þrír menn voru hand- teknir og yfirheyrðir vegna málsins og 17 lítrar af landa haldlagðir. Skömmu eftir miðnætti stöðvaði lögregla ökumann á Vesturlandsvegi til að kanna ástand hans. Í ljós kom að ökumaður var próflaus og með meint þýfi í bifreiðinni. Skráning- arnúmer voru jafnframt tekin af bif- reiðinni þar sem hún var ótryggð. Hnífur tekinn af unglingi Óskað var aðstoðar lögreglu vegna líkamsárásar fyrir utan veit- ingastað í miðborginni. Ráðist var á mann, sparkað í hann og hann lam- inn. Fékk hann áverka á andlit, vinstra gagnauga, hægri kinn og nef. Vitað er hver árásarmaðurinn var. Stuttu síðar var maður sleginn með glasi í höfuðið á skemmtistað í miðborginni. Þar höfðu tveir karl- menn verið að deila og lauk deil- unum með þessum hætti. Á fjórða tímanum var kallað á lög- reglu vegna slagsmála á bensínstöð í Breiðholti. Mikill órói var á staðnum en þar hafði farið fram uppgjör tveggja pilta. Sjúkralið flutti annan þeirra á slysadeild en hann hafði hlotið 10 cm langan skurð á fæti. Dagbók lögreglunnar 31. október til 3. nóvember Tilkynnt um 38 óhöpp með eignatjóni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.