Morgunblaðið - 04.11.2003, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 04.11.2003, Qupperneq 48
FÓLK Í FRÉTTUM 48 ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ GÍMALDIN er sérstæður tónlist- armaður sem gerir ekki út á dæg- urmiðin en gerir tilraunir með ýmis tónlistarform. Þessi diskur sem er yfir 70 mínútur er nokkurs konar per- sónulegt lagaalb- úm, skráning á „bestu köstunum“ eða „Greatest fits“ yfir eitt ár, eins og segir á umslagi (sem er afar lítið fyr- ir augað, svo ekki sé meira sagt). Bestu „köstin“ eru þó nokkur, og er upphafslagið, sem titill disksins dregur nafn sitt af, langsamlega best, hefur markvissa og ákveðna, nokkuð hörkulega framvindu þar sem hvassir rafmagnsgítarar hljóma í bakgrunni (nokkuð Kukl-legir) meðan óræðari hljóðgervlanótur eru í forgrunni og andrúmsloftið er kalt og vélrænt. Gímaldin vinnur með þennan vélræna, hörkulega gítar- hljóm og svo hljómborðsfléttur sem er á köflum ansi súrrealískar og hljóma eins og græjurnar séu komn- ar til ára sinna og undir niðri iða ým- iss konar taktstúfar. Stundum eru spunnar úr þessu laglegar og orð- lausar sveim-stemningar („Slumber my darling“) eða langar spuna- kenndar hljómborðstilraunir sem virka á köflum eins og sumir hafi haft of mikinn tíma í stúdíóinu. Sum lögin eru nokkuð ofhlaðin, verið að prófa ansi marga takka og ólík hljóð, mismunandi takta og stef í óljósum tilgangi, kannski til að prófa hvað virkar og sjá hvert lagið leiðir höf- undinn. Útkoman er á köflum frem- ur ómarkviss og leiðigjörn, eins og t.d. hið langa „Afturbati“. Gímaldin á ágæta en nokkuð furðulega texta sem hann þylur fremur en syngur og snýr til dæmis upp á jólasálminn „Heims um ból“ í laginu „Trúvilling- ar“ og er hans útgáfu nokkuð grimmúðlegri. Skemmtilegt er „Hrafninn endurortur“ þar sem leik- ið er með rímið eins og Poe gerði í Hrafninum nema hvað hér er „rapp- að úti á götu“ og sagt frá Kötu og fötu. Eitt lag er hér að finna þar sem Gímaldin leikur undir ljóðalestri Margrétar Lóu og virkar blandan vel og „Nýr fljóðablús“ er óvenju melódískt. Galli er að trommuhljóm- urinn er ekki góður, flatur og ein- hæfur og skemmir fyrir eins og t.d. í hinu annars ágæta „Önnu Bjarkar blús“. Gímaldin fer víða og margt er áhugavert en best hugnaðist mér hljómurinn sem rafgítarinn skapar, þessi undiralda og bergmál, og næst- um „industrial“hljómur en hér hefði mátt grisja svo ekki væri eins langt á milli góðu kastanna. Og svona í lokin, ég hef ekki hugmynd um hvað „Trendaðir mússikkfangar“ þýðir, en það hljómar vel. Tónlist Gerjað heimabrugg Gímaldin/ló Trendaðir mússikkfangar Eigin útgáfa Hér vélar um tónlistarmaðurinn Gísli Magnússon sem kallar sig Gímaldin og er m.a. liðsmaður sveitarinnar 5tu herdeild- arinnar og á hann bæði lög og texta og sér um hljóðfæraleik eftir því sem best verður séð af umslagi. Nefna má að Þór- dís Claessen kemur við sögu í tveimur lögum og Viðar Hákon Gíslason (Trab- ant) í einu. Steinunn Haraldsdóttir SAMKVÆMT upplýsingum á vef- setri sveitarinnar hefur Funk Harm- ony Park starfað í um tvö ár, en nú- verandi mannaskipan er frá því í ágúst síðastliðnum. Hún leikur tónlist sem flokkast gjarn- an sem Reykjavík dub eða chill-out, rólyndisleg raftón- list með þéttum taktgrunni og býsna house-kennd á köflum. Í slíkri tónlist er laglínan iðulega falin í bassanum, bassaganginum, og síðan skreytt með ýmiskonar raftónlistar- trillum og taktflækjum. Fyrsta lag disksins, Essence, er frekar meinlaust, bráðgóður takt- grunnur þó, en hann batnar eftir því sem á líður. Raddbútur er ágætlega notaður í öðru lagi, Cobra Cult, þó mér finnist austræn áhrif ekki notuð nógu markvisst. Plötuskrám er gott. Þriðja lagið, A.16 er afbragð, skemmtilegur drungi í undirspili og slagverkshljóð eru vel unnin. Fjórða lagið, Vox Dei, er annað besta lagið á disknum, skemmtilega þéttur fjöl- þættur taktur sem hljómar því betur sem maður spilar hærra. Hápunktur plötunnar er svo lokalagið, Switch- blade Sisters, sem byrjar meinleys- islega, en síðan tínast hljóðfærin inn og úr verður mögnuð keyrsla með sérdeilis vel heppnuðum bassagangi; lag sem kallar á remix. Þótt diskurinn sé kallaður EP, eða stuttskífa, og ekki nema fimm laga er hann þó rúmur hálftími, álíka langur og síðasta Strokes-plata svo dæmi sé tekið. Það er því heilmikið af músík á honum og það góðri mús- ík; Essence lofar einkar góðu um framhaldið ef Funk Harmony Park heldur áfram á sömu braut. Rólyndisleg taktvæn raftónlist Funk Harmony Park Essence Funk Harmony Park Essence, fimm laga kynningarskífa hljómsveitarinnar Funk Harmony Park. Hvergi er að finna upplýsingar um það hvað liðsmenn sveitarinnar heita fullum nöfnum, en þeir kalla sig Roofuz, sem leikur á hljómborð og sér um forritun, Protokol, sem smalar og leikur á bassa og gítar, Dj Sick Rich, sem skrámar plöt- ur og framleiðir áhrifshljóð, Elvis2, sem leikur á bassa, rafgítar, hörpu og ýmis hljóðfæri önnur, og Mr Minute, sem sér um forritun og leikur á hljómborð. Hljóm- sveitin gefur sjálf út. Árni Matthíasson Ítölsk undirföt Opið virka daga frá kl. 11-18, laugardaga frá kl. 11-15. undirfataverslun Síðumúla 3 Bíótónleikar Háskólabíó við Hagatorg I Sími 545 2500 I sinfonia@sinfonia.is I www.sinfonia.is AÐALSTYRKTARAÐILI SINFÓNÍUHLJÓMSVEITAR ÍSLANDS M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN Hljómsveitarstjóri ::: Rick Benjamin FIMMTUDAGINN 6. NÓVEMBER KL. 19:30 Edwin S. Porter ::: Lestarránið mikla Buster Keaton ::: Hershöfðinginn LAUGARDAGINN 6. NÓVEMBER KL. 15:00 Amerískar gamanmyndir eftir Charlie Chaplin, Harold Lloyd og Buster Keaton Tónleikar í samvinnu við Kvikmyndasafn Íslands erling Lau 08.11. kl. 20 ÖRFÁ SÆTI LAUS Fös 14.11 kl. 20 UPPSELT Lau 22.11. kl. 20 LAUS SÆTI Fös 28.11. kl. 20 LAUS SÆTI Ósóttar pantanir seldar daglega Miðasala í síma 552 3000 Miðasala opin 15-18 virka daga Ósóttar pantanir seldar daglega loftkastalinn@simnet.is Einnig sýnt í Freyvangi Stóra svið Nýja svið og Litla svið LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren Lau 8/11 kl 14 - UPPSELT Su 9/11 kl 14 - UPPSELT, Lau 15/11 kl 14 - UPPSELT Su 16/11 kl 14 - UPPSELT, Lau 22/11 kl 14 - UPPSELT Su 23/11 kl 14 -UPPSELT, Su 23/11 kl 17 AUKASÝNING Lau 29/11 kl 14 - UPPSELT, Lau 29/11 kl 17 - UPPSELT, Su 30/11 kl 14 - UPPSELT, Lau 6/12 kl 14 - UPPSELT, Lau 6/12 kl 17 - UPPSELT, Su 7/12 kl 14 - UPPSELT, Lau 13/12 kl 14, Su 14/12 kl 14, Lau 27/12 kl 14, Su 28/12 kl 14 Miðasala: 568 8000 Nýr opnunartími: Mánudaga og þriðjudaga: 10:00 - 18:00 miðviku-, fimmtu- og föstudaga: 10:00 - 20:00 laugardaga og sunnudaga: 12:00 - 20:00 NÝJUNG - GLEÐISTUND Í FORSALNUM Forsalurinn opnar klukkutíma fyrir kvöldsýningu Girnileg smábrauð og léttar veitingar á tilboðsverði Njótið þess að gefa ykkur góðan tíma í leikhúsinu ÍSLENSKI DANSFLOKKURINN SÝNIR: THE MATCH eftir Lonneke Van Leth -heimsfrums. SYMBIOSIS eftir Itzik Galili PARTY eftir Guðmund Helgason Fö 7/11 kl 20, Su 16/11 kl 20 Ath: Síðustu sýningar COMMONNONSENSE e. CommonNonsense byggt á myndlist Ilmar Stefánsdóttur Frumsýning fi 6/11 kl 20, Su 9/11 kl 20, Mi 12/11 kl 20, Fi 13/11 kl 20, Lau 15/11 kl 20 ATH. Takmarkaður sýnngafjöldi KVETCH e. Steven Berkoff í samstarfi við á SENUNNI Fö 7/11 kl 20 - UPPSELT, Lau 8/11 kl 20 - UPPSELT Fö 14/11 kl 20, - UPPSELT, Su 16/11 kl 20, Su 23/11 kl 20 Ath: Aðeins örfáar sýningar 15:15 TÓNLEIKAR - Camerarctica Messiaen: Kvartett fyrir endalok tímans Lau 8/11 kl 15:15 www.borgarleikhus.is midasala@borgarleikhus.is Meira (en) leikhús! PÚNTILA OG MATTI e. Bertolt Brecht Su 9/11 kl 20, Lau 15/11 kl 20 Síðustu sýningar ÖFUGU MEGIN UPPÍ e. Derek Benfield Lau 8/11 kl 20, Fö 14/11 kl 20, Lau 22/11 kl 20 Fö 28/11 kl 20 Edda Björgvinsdóttir tekur á móti gestum og losar um hömlur á hádegi föstudaga kl. 11.45. Tenórinn Lau. 8. nóv. kl. 20.00. Sun. 16. nóv. kl. 20.00. Lau. 22. nóv. kl. 20.00. Lau. 29. nóv. kl. 20.00. Lau. 2. des. kl. 20.00. Sellófon Gríman 2003: „Besta leiksýningin“ að mati áhorfenda 150 sýning Fös. 14. nóv. kl. 21.00. UPPSELT Lau. 15. nóv. kl. 21.00. UPPSELT Mið. 19. nóv. kl. 21.00. Nokkur sæti Fös. 21. nóv. kl. 21.00. Nokkur sæti Kiwanishúsið Vestmannaeyjum. Fös. 07. nóv. kl. 21.00. UPPSELT Lau. 08. nóv. kl. 21.00. Örfá sæti Sun. 09. nóv. kl. 21.00. aukasýning WWW.sellofon.is og sellofon@mmedia.is Miðasala í síma 562 9700 www.idno.is Teppi á stigaganga Ármúla 23, sími 533 5060 • www.stepp.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.