Morgunblaðið - 09.11.2003, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 09.11.2003, Qupperneq 7
Við Skógarhlíð í Reykjavík við slökkvistöðina, er risin ný og glæsileg bygging. Hún hýsir Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, Neyðarlínuna 112, Almannavarnadeild og Fjarskiptamiðstöð ríkislögreglustjórans, Slysavarnarfélagið Landsbjörgu ásamt Tetra Ísland. Öll þessi þjóðþrifastarfsemi verður í framtíðinni undir sama þaki. Tilgangurinn er að ná frekari samhæfingu, skilvirkni og markvissari vinnubrögðum jafnt við útkall og viðbrögð, sem björgunar- og almannavarnastarf í landinu. Hér með er efnt til verðlaunasamkeppni um nafn á björgunar- og almannavarnastöðinni við Skógarhlíð. Nafnið skal vera þjált, en að öðru leyti eru gefnar frjálsar hendur. Samkeppnin er öllum opin. Tillögum, merktum sendanda, skal skila fyrir 23. nóvember n.k. og senda til: Glæsileg verðlaun: 1. verðlaun: Utanlandsferð að eigin vali að verðmæti kr. 250.000 2. – 20. Heimilissjúkrakassar. Nafnasamkeppni Skógarhlíð 14 105 Reykjavík VERÐLAUNASAMKEPPNI ALLRA ÍSLENDINGA • BJÖRGUNAR- OG ALMANNAVARNAMIÐSTÖÐ ALLRA ÍSLENDINGA eða: nafnasamkeppni@shs.is Dómnefnd fjallar um val á fram komnum tillögum og er réttur áskilinn til að hafna öllum. Dregið verður úr tillögunum, komi fram fleiri en ein um sama nafn.H O R N / H a u k u r 1 4 7 7

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.